Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Síða 29
DV. LAUGAKDAGUR 30. MARS1985. 29 ið, heitir Heimilið og heimurinn og er byggö á skáldsögu eftir Rabindranath Tagore, nóbelsverðlaunahafann fræga. Þar leikur Banerjee hlutverk Nikhil, bengalskan aðalsmann, há- menntaðan, sem ákveður, eftir tíu ára hjónaband, að leysa eiginkonu sína undan „purdah”, sem er sú einangrun sem eiginkonur hindúa af yfirstéttum hafa mátt búa við. Hún launar honum greiðann meö því að taka sér elskhuga. Myndin hefur vakiö mikla athygli í Bretlandi. Banerjee hef ur gaman af því að mik- il áhersla er lögð á það í kvikmyndinni aö sýna hversu yfirhlaöið heimili Nikhils er af húsgögnum og skraut- munum eins og heimili Banerjee var. Það er það ekki lengur því þegar afi hans dó kom í ljós aö hann hafði ekki gert erfðaskrá eöa gripið til annarra ráöa til þess að bjarga eigum sínum undan erfðaskatti. Það varð því að bjóöa mestallt innbúið upp til þess að standa undir erfðaskattinum. Og Banerjee minnist þess að hafa horft á eftir uppboðshöldurunum halda burtu með ómetanlega gripi sem þeir höfðu slegið sjálfum sér fyrir brot af markaðsverði þeirra. Banerjee býr enn á æskuheimili sínu, en hús- búnaðurinn þrengir ekki svo mjög að fjölskyldu hans lengur. Þegar Banerjee heyröi af því aö David Lean væri að leita að leikara í hlutverk Aziz varð hann ekki mjög hrifinn. Hann hafði ekki mikið álit á breskum kvikmyndum um Indland, svo sem Dýrasta djásninu, og segir að þær fjalli um Breta í Indlandi en ekki um Indverja. Og hann vitnar í ind- verska rithöfundinn Salman Rushdie sem segir um heimsveldissöknuð Breta aö hann líkist „tregablöndnum kláða í afskornum lim”. Áhugaleysi Það var Satyajit Ray sem sagði Banerjee fréttirnar af hinni fyrirhug- uðu kvikmynd Leans. Banerjee svar- aði því til að hann hefði ekki áhuga því þegar vestrænir kvikmyndagerðar- menn leituðu aö indverskum leikurum vildu þeir fakíra, bílstjóra eöa sölu- menn. Ray bað Banerjee ekki tala eins og barn og sagði að þaö væri hlutverk Aziz læknis sem væri í boöi. Það hvatti Banerjeevarlatildáða þvíhannhafði reynt við skáldsögu Forsters sem kvik- myndin er gerð eftir og gefist upp. En hann fór samt til fundar við David Lean og reyndi að láta sem hann væri ekki sérlega áhugasamur um hlutverkið. Þeir ræddust við í sex tíma og aö lokum gat Banerjee ekki á sér setiö lengur og spurði hvort hann fengi hlutverkið. Lean varð undrandi og sagði að það væri engin ástæða til þess aö verða æstur, auðvitaö fengi hann hlutverkið. Nú voru þau umskipti orðin að Banerjee vildi fyrir alla muni fá hlut- verkið. Lean varaði hann viö því að taka lágum tilboöum frá peninga- mönnunum bak við myndina. En Banerjee lét þaö sem vind um eyru þjóta. Laun hans voru reyndar höfðingleg miöað við laun í indversk-' um kvikmyndaiðnaði. En hann fékk samt lægri laun en flestir ensku leikar- arnir í aukahlutverkunum. Fyrsti Indverjinn Og Banerjee sneri sér nú að því að lesa skáldsögu Forsters og fann nú í henni stef og dýptir sem hann hafði ekki áður séö. Sumt fór í taugamar á honum. Hann segir að hafi fjölskylda Aziz haft peninga og sambönd til þess aö koma honum í gegn um læknisnám gæti þaö ekki veriö vandamál fyrir hann aö setja saman enskan matseðil fyrir gesti, til dæmis. En hann ákvað að setja það ekki fyrir sig en leika beint eftir handritinu. Því annars væru þeir enn aö taka kvikmyndina, segir hann. Og þrátt fyrir allt litur hann svo á að Aziz sé fyrsti raunverulegi Indverjinn sem sýndur er í vestrænni kvikmynd. Og hann er þakklátur David Lean fyrir tækifæriö sem hann fékk. Það uröu honum vonbrigði að vera ekki tilnefndur til óskarsverð- launa fyrir leik sinn, en hann segir að fái hann einhvern tímann verölaun fyrir kvikmyndaleik muni hann þakka fyrir þau með þessum oröum: „Þakka þér, David Lean, fyrir „A Passage to India”. DODGE PICK-UP ROYAL SE W250 ÁRG. 1983 - NÝR Litur: Koksgrár-sanseraður Vél: 225 cid 6 cyl. Beinskiptur: 4ra gíra Aflstýri Sjálfvirkar framdrifslokur Rafdrifnar hurðarlæsingar • Útvarp/kassettutæki AM/FM Loftkæling (Air Conditioning) »Útispeglar 6"x 9" Litað gler • Stuðari framan & aftan — krómaðir Stuðarahorn — krómuð • Rafgeymir — yfirstærð Hlífðarpanna undir millikassa Bensíntankur — yfirstærð (30 gallon) Verð aðeins: 927.000.- Aflhemlar Rafdrifnar rúður Þurrkur m/biðtíma Digital klukka DODGE ARIES CUSTOM 4-DYRA ÁRG. 1984 - NÝR Litur: Brúnn-sanseraður Klæðning innan: Drapplitað tauáklæði Vél: 4 cyl 2,2 1. Sjálfskipting — framdrif • Tannstangar — aflstýri Aflhemlar • Tölvustýrð elektrónisk kveikja De luxe innrétting • Hituð afturrúða Þurrkur með biðtíma • Stillanlegir höfuðpúðar Læsanlegt hanskahólf • De luxe hjólkoppar Halogen aðalljós Verð aðeins: 792.000.- W CHRYSLER JÖFUR HF NYBYLAVEGI2 KÖPAVOGI SÍMI 42600 f^CHRYSLER fcfw Mr&s. B a mw fLT i n «■ JÖFUR HF V-'-- VA'; Það nefur ekki Iinnt fyrirspumum tu f rá Chrysler eins og töluvert var i Sídustu tvö árin hefur reynst ómögul i nú er öldin önnur, áriö 1984 var enn undir röggsamri stjórn Lee lacocca f þeirra hefur varla undan eftirspur að næla í þrjá úrvals Chrysler bíla á l slattarbíla m áður. ia slíka bíla. \ hjá Chrysler ramleiðsla m m i IW* ' PlÍMÍi ittarverði. CHRYSLER FIFTH AVENUE Litur: Hvítur m/bláum strípum Vinyl toppur: Hvítur Klæðning innan-. Blátt velour Vél: V8 5,2 l Sjálfskiptur Heavy auty fjöðmn m/jafnvægisstöng að framan A Aflstýri ARG. 1983 - NYR Loftkæling (Air Conditioning) Veltistýri — leðurklætt Gólfmottur — framan/aftan Rafdrifnar rúður Rafdrifnar hurðarlæsingar Rafdrifið loftnet Rafdrifin sæti (h/v) Útvaip/kassettutæki AM/FM — m/sjálfvirkum stöðvaleitara Digital klukka Verð aðeins: 1.134.000.- Dömuspegill m/ljósi Sjálfvirkur hraðastillir Þurrkur m/biðtíma Litað gler Plussteppi á gólfum Hjólbarðar: P205/75R15 (Michelin) m/hvítum hring Teinahjólkoppar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.