Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Qupperneq 33
DV. LAUGARDAGUR 30. MARS 1985. 33 18. Fjölskyldan. — 28. maí: Afhverju að gera mynd um dómsmál? Eg ætlaði einu sinni að vera verjandi. Mobert Kuckelmann, lög- fræðingur og kvikmyndagerðar- maöur, reyndi að kenna mér að vera þaö árin 1967 og 1968. En að vera með fólki sem var sakað um glæp og er sett á ákveðinn bás í réttarsalnum gerði þaö aö verkum að mér fannst óhugsandi að ég gæti orðið verjandi. Sem verjandi varö ég aö hjálpa fólki en ég gat augljóslega ekki gert það. Svokallaðir glæpir orsakast ekki af sköpuðum vilja sem tengist hinu illa, fólk gerir þetta ekki af köldu blóði, heldur liggur rótin í lífi mannsins í einhverri eyðileggingu, reynslu sem hann hefur orðiö fyrir. Um þetta erumennsammála. Samt sem áöur eru lögin sem snerta glæpi, dómsvaldið og aftökumar, byggðar upp á miðalda sannfæringu um að óréttvísi og glæpir veröi einungis upprættir með fangelsun, fangelsunin geti upprætt hið illa og breytt glæpamanninum í nýtan þjóðfélagsþegn aö nýju. Aftur á móti eru læknar og sál- fræðingar sammála um aö glæpir orsakist af eyðileggingu í lífi þess manns sem glæpinn fremur. Okkar dómskerfi viröist því eingöngu til þess fallið að ýta undir eyöileggingu lífs þess manns, gerir það að verkum aö hann stofnar samfélaginu í hættu og á endingu eyöir því. Ut frá þessari mótsögn er hægt að útskýra þá ákvörðun mína að hætta viö það starf að vera verjandi, og einnig að skilja þann metnað minn að gera þessa mótsögn skilj anlega. Þegar ég var að vinna einu sinni í rétti sagði verjandi, góður vinur minn, frá máli Bachmeier. Dóttir mín Lea var nokkurra vikna á þeim tíma og ég naut gleðinnar sem þetta nýja hlutverk, að vera faöir, gaf mér. Eg vildi vita hvers vegna móðir myröir morðingja bamsins síns. Hún gerir það tíu mánuðum eftir morðið og hún gerir það í réttarsal. Þetta átti ég erfitt meðaðskilja. Af hverju að gera þetta á þessum tíma? Hvað hafði komið fyrir þessa konu sem fékk hana til þess aö deyöa aöra mannveru í réttarsal? Þessi at- höfn hlaut að vekja mikla athygli með allt þetta fólk í kring. Böm hafa veriö myrt frá upphafi mannkyns- sögunnar. Fólk hefur verið drepið í réttarsölum áður. En þaö sem hefur ekki gerst áður er að kona, móðir, myröi mann sem er morðingi 7 ára gamallar dóttur hennar, í réttarsal. Og augljóslega er ekki hægt að skýra þetta. Eg heimsótti Marianne Bach- meier á meðan hún var í fangelsinu. Eg átti þess kost að fylgjast með réttarhöldunum yfir henni. Ég talaði við verjanda hennar og ýmsa fleiri sem þekktu þetta mál mjög vel. Eg var við réttarhöldin hvem einasta dag. Það var nauðsynlegt að reyna að skýra spumingamar lið fyrir liö um þaö hvað hefði komiö fyrir þessa konu sem fékk hana til að myrða mann í réttarsalnum. Til þess aö finna svar, mitt svar við spumingunni, þarfnaðist ég fleira en staöreynda og ráðlegginga. Eg ætlaöi mér að gera það sýnilegt, draga það fram sem hafði gerst í leyni, þaðsem varósýnilegt. I fyrsta lagi em það alltaf tilfinn- ingar sem halda fólki gangandi. Hver hugsun og hver athöfn á upptök sín í tilfinningum. Til þess að geta sagt sögu verður maður að vita hvernig maður á að fara með tilfinn- Hark Bohm sem gerði myndina. ingar. Og til þess að geta það veröur maöuraðþekkja tilfinningarnar. Eg var svo heppinn að kynnast Marianne Bachmeier 1983, konunni sem hafði myrt, ég undirstrika þessa staðreynd vegna þess að alltaf þegar ég hitti hana var ég aldrei meðvit- aður um að vera með manneskju sem hafði drepiö einhvern. Áður en ég hitti Marianne fyrst haföi hún gengið í gegnum hryllilega hluti, algjört víti. Hún var ekki með sjálfri sér vegna dauða bamsins. Hvers vegna hún fékk þetta tauga- áfall langaðimigtilaöupplýsa.Mig langaðiekkitilaðsundurgreina eða sálgreina hana. Ef mér hefur heppnast aö segja þessa sögu er það vegna þess að ég kynntist Marianne. Ekki sem sérfræðingur til að upplýsa eða sem blaðamaður. Við vomm saman marga klukkutíma á dag. Og þegar fram liðu stundir breyttust til- finningar mínar gagnvart þessari konu og ég byrjaði að skilja tilfinn- ingar hennar og hvernig þær vom uppbyggðar. Ut frá þeim skilningi varð til endanleg mynd á minni sögu. Ég er sannfæröur um að frásögnin er besta leiðin til þess aö koma til skila reynslu þessarar konu. Á sama tíma veit ég aö þessi mynd er ekki meira en frásögn og túlkun á 10 og hálfum mánuði í lífi Marianne Bach- meier. Persónurnar í myndinni em auðvitað tilbúningur. Aöalpersónan er líka að hluta tilbúin og verður lifandi í hugmyndaheimi áhorfand- ans. Eg vildi búa til mynd sem væri alveg sjálfstæð og sem hefði þau áhrif á áhorfendur að þeir spyrðu sömu spurningar og ég hafði spurt sjálfan mig og væm færir um að finna svar. En það er auðvitað leyndarmál: ef kvikmynd er rétt í sjálfri sér þ.e. gengur upp samkvæmt sínum lög- málum og uppbyggingu, þá hlýtur hún líka að vera sönn gagnvart sann- leikanum sem liggur aö baki raun- vemlegu lífi og aöstæðum, sannleikur sem einungis er hægt að koma til skila til vitundarinnar í myndum og með hugarflugi. Hark Bohm ísafjörður Isafjarðarkaupstaður — útboð Tilboð óskast í smíði, uppsetningu og fleira á loftræsti- kerfi fyrir Sundhöll ísafjarðar. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1985. Útboðsgögn verða afhent á tæknideild isafjarðarkaupstaðar, Austurvegi 2, og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Ármúla 4, Reykjavík, gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum mánudaginn 22. apríl nk. kl. 11.00. Bæjarstjórinn ísafirði. ÚTBOÐ Stjórnir verkamannabústaða á eftirtöldum stöðum, óska eftir tilboðum í byggingu íbúðarhúsa. íbúðunum skal skila fullfrágengnum samkvæmt nánari dagsetningum í útboðs- gögnum. Afhending útboðsgagna er á viðkomandi bæjar-, sveitar- stjórnarskrifstofum og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins gegn kr. 10.000,- skilatryggingum. Tilboðum skal skila á sömu staði, samkvæmt nánari dag- setningum og verða opnuð að viðstöddum bjóðendum. HVERAGERÐI 4 íbúðir í tveim parhúsum 187 m2 665m3, 166 m2 589 m3. Afhending útboðsgagna frá 2. apríl n.k. Opnun tilboða 23. apríl n.k. kl. 11.00. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR 2 íbúðir í raðhúsi 145 m2 836 m3. Afhending útboðsgagna frá 2. apríl n.k. Opnun tilboða 23. aprfl n.k. kl. 13.30. ESKIFJÖRÐUR 2 íbúðir í parhúsi 123 m2 627 m3. Afhending útboðsgagna frá 2. aprfl n.k. Opnun tilboða 23. aprfl n.k. kl. 15.00. STÖÐVARFJÖRÐUR 4 íbúðir í tveim parhúsum 123 m2 627 m3. Afhending útboðsgagna frá 2. aprfl n.k. Opnun tilboða 24. aprfl n.k. kl. 11.00. GRUNDARFJÖRÐUR 2 íbúðir í parhúsi 179 m2 323 m3. Afhending útboðsgagna frá 2. apríl n.k. Opnun tilboða 24. aprfl n.k. kl. 13.30. ANDAKÍLSHREPPUR 1 íbúð í einbýlishúsi 137 m2 462 m3. Afhending útboðsgagna frá 3. aprfl n.k. hjá hr. Jóni Blöndal. Langholti, Andakflshreppi, sími 93-5255. Opnun tilboða 24. aprfl n.k. kl. 15.00. SEYLUHREPPUR (VARMAHLÍÐ) 2 íbúðir í einbýlishúsum 125 m2 410 m3. Afhending útboðsgagna frá 10. aprfl n.k. hjá hr. Kristjáni Sigurpálssyni, Varmahlíð, sími 95-6218. Opnun tilboða 30. aprfl n.k. kl. 13.30. f.h. Stjórna verkamannabústaða, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins ^Húsnæðisstofnun ríkisins Nauðungaruppboð sem auglýst var i 91., 94. og 98. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Kársnesbraut 82, þingl. eign Valgarös Ólafssonar og Sólveigar Steinsson, fer fram aö kröfu Bæjarsjóös Kópavogs og Iðnaðarbanka Islands á eigninni sjálfri miövikudaginn 3. april 1985 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 94. og 98. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Fögrubrekku 18, þingl. eign Tómasar Heiöars Sveinssonar, fer fram aö kröfu Bæjarsjóös Kópavogs, Iðnaðarbanka islands, skatt- heimtu rikissjóös i Kópavogi og Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. apríl 1985 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.