Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Síða 45
DV. LAUGARDAGUR 30. MARS1985.
45
Hlaupvídd sex ef tir Sigurð Pálsson
er sýnt bjá Leikklúbbi Menntaskólans
í Kópavogi. Leikstjóri er Þórhildur
Þorleifsdóttir og hefur ieikurinn feng-
ið fyrirtaks viðtökur gagnrýnenda og
áhorfenda.
Leikritið var á sinum tíma skrifað
fyrir Nemendaleikbás Leiklistarskóla
tslands og er nú fært upp öðru sinni.
Það gerist á stríðsárunum og fjallar
um það hvemig íslenska þjóðin lenti í
ástandinu, eins og það var kallað,
jafnt konur sem karlar. Áhorfendur
fylgjast með nokkmm stúlkum sem
puða við sildarsöltun á Siglufirði og
síðan því hveraig hersetan og stríðið
hafa áhrif á Iíf þeirra og annarra
persóna sem fram koma í verkinu.
Eins og Sigurðar Pálssonar er von og
visa er um þetta fjallað á ákaflega
táknrænan og skemmtilegan hátt.
Sýnlng verður annað kvöld, sunnu-
dagskvöld, klukkan tuttugu þrjátiu,
eða hálfniu, og siðan á sama tima á
mánudags- og miðvikudagskvöld.
Sýnt er i Félagsheimili Kópavogs,
Hjáleigunni svokallaðri, og hefst
miðasala tveimur klukkustundum
fyrir sýningu. Miðaverð er 200
krónur.
-U.
Þó feikritiö Hlaupvidd sax fjalli ekki sfst um sfldarsöltunarstúlkur
6 Siglufiröi koma aðrar og uggvesnlegri persónur við sögu. .
Þarftu að selja bíl?
Vantar þig bff?
SMÁ-AUGLÝSING í DV
GETUR LEYST VANDANN.
SMÁAUGLÝSINGADEILD -
ÞVERHOLT111 - SÍMI27022.
Bílar til sölu
r k ^
THBOÐ
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í flugvallarveg á
Djúpavogi. (Fylling og burðarlag 7.200 m3 og skeringar
1.400 m3). Verki skal lokið fyrir 15. júlí 1985. Útboðsgögn
verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og á
Reyðarfirði frá og með 1. april nk. Skila skal tilboðum
fyrir kl. 14.00 þann 15. apríl 1985.
Vegamálastjóri.
Mosfellshreppur
Forstöðumaður
bókasafns.
Staða forstöðumanns héraðsbókasafns Kjósarsýslu er
laus til umsóknar. Forstöðumaður safnsins fer með dag-
lega stjórnun safnsins í samræmi við lög og reglugerð um
almenningsbókasöfn og samþykktir sveitarstjórna er að
safninu standa. Einungis bókasafnsfræðingur kemur til
greina við ráðningu.
Ráðið verður í stöðuna til fjögurra ára. Skriflegar
umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist sveitarstjóra Mosfellshrepps fyrir 16. apríl nk.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi starfsmannafélags
Mosfellshrepps. Allar nánari upplýsingar veitir sveitar-
stjóri í síma 666218 kl. 10 —12 virka daga.
Sveitarstjóri.
Samtök
psoriasis-
og exemsjúklinga
Aðalfundur SPOEX 1985 verður haldinn miðvikudaginn
10. apríl nk. að Hótel Esju kl. 20.30.
DAGSKRÁ
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Umræður um skipulag SPOEX-deilda.
3. Lanzarote-ferðir.
4. önnur mál.
Stjórnin.
Stórmyndirnar
EVERGREEN
1-2-3
eru byggðar á met-
sölubók Belva
Plain. Þessi nýjasta
bandaríska mini-
sería kemur til
dreifingar mánu-
daginn 1. apríl.
Myndirnar. eru um þessar mundir settar á myndbönd víðs-
vegar um heim og njóta mjög mikilla vinsælda. Frábærar
myndir sem fjalla um ástríður, sorgir, ævintýri og raunir.
Aðalhlutverk eru í höndum úrvalsleikaranna Lesley Ann
Warren, Amand Assante og lan McShane og er það mikill
gæðastimpill fyrir myndirnar því alkunna er að þau leika
aðeins í úrvalsmyndum.
Mynaimar eru með íslenskum texta.
Einkaréttur á íslandi
ARIMAR-VIDEO
- myndbandaumboð ~
Brekkugerði 19. Sími 82128.