Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Qupperneq 4
4 DV. MANUDAGUR 22. APRIL1985. Undir meðalstyrk Vorsýning’85 Vorsýnlng ’85 Kjarvalsstaðir Þótt árlegar samsýningar FlM hafi oftast nær verið haldnar að hausti, mæla engin lög fyrir um að sá háttur skuli hafður á til eilífðarnóns. Ýmis- legt mælir m.a.s. gegn þeim árstíma sem heppilegum fyrir meiriháttar sýn- ingar. Asamt með öörum þjóöfélags- þegnum eru listamenn þá nýkomnir úr sumarleyfi og e.t.v. ekki farnir að gera sig klára fyrir sýningarstúss, auk þess sem sumarleyfi ganga á sjóði margra. Því er það vel til fundiö af sýningar- nefnd félagsins aö efna til sýningar að vori, þótt ekki sé til annars en að kanna viðbrögðin, meöal listamanna sem annarra. Samflot með Myndhöggvara- félaginu er einnig ágætlega við hæfi og eykur á fjölbreytnina. Um hlut þess verður f jallað nánar í annarri grein. Kjölfesta Eins og tíðkast hefur á undanförnum árum, mynda nokkrir ágætir félags- menn sérstakan kjarna á sýningunni og er það ótneitanlega kjölfesta fyrir hana. Annars væri hún öllu tætings- legri en hún er. Ætti útlendur maður að draga af henni ályktanir um styrk FtM, er ég hræddur um að þær y rðu fé- laginuíóhag. Þarna eru sem sagt heiðursgestimir fimm annars vegar, hins vegar er fá- mennur og sundurlaus hópur, mest ný- ir félagsmenn og staðfastar félagsver- ur. Allt í allt eru á sýningunni 29 félags- menn, af rúmlega 100 limum í FIM. Eg held að það hljóti að gefa auga- leið, að þegar u.þ.b. 70% félagsmanna í einhverju félagi vilja ekki, af misjafn- Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson lega gildum ástæðum, taka þátt í til- teknum og reglulegum aðgerðum, þá er um annað tveggja að ræða fyrir for- ystu félagsins, að hætta þessum að- gerðum alveg eöa skipuleggja þær með öðrum hætti. Staða mála Nú þætti mér sjálfum missir af reglubundnum úttektum á því sem venjulega er kallað „staöa mála” í ís- lenskri myndlist, með stórsýningum af einhverju tagi. En þó virðist ekki hægt að reiða sig á framtak og góðan vilja einstakra félagsmanna, heldur verður sýningamefnd að ganga fram fyrir skjöldu, innheimta verk með hörðu og búa til sýningar: þemasýningar, af- mælissýningar, haustsýningar eöa hverju nafni sem þessar sýningar nefnast. Vorsýning ’85 er sem sagt virðingar- verð tilraun, en tekst ekki. Þetta er fyrsta samsýning FlM sem ég mundi vilja kalla beinlinis leiöinlega. Hvað heiðursgestina áhrærir, þá þótti mér gaman aö áöur óþekktum (eða lítt þekktum) málverkum eftir Jóhann Briem og ég var impóneraður af nýjum málverkum Sigurðar Sig- urðssonar, sem eru sérkennilegur blendingur festu og frjálsra pensil- drátta. Og gott var að sjá þá reisn sem þama er yfir nýjum málverkum Magnúsar Kjartanssonar, sem stað- festir sérstööu hans í íslenskri mynd- list. Sérstök birta En það var aðeins einn heiöursgesta sem kom mér á óvart með verkum sín- um. Mér hefur fundist grafík Valgerð- ar Bergsdóttur heldur daufleg og ómarkviss í seinni tíð, en teikningar hennar hér, unnar að hluta með „frott- Sigurður Þórir. Jóhann Briem. age” tækni, eru skínandi verk í fleiri en einni merkingu. I þeim er myndflöt- urinn allur virkur og kvikur á yfir- borði, en þar undir mótar fyrir ýmsum tilbrigðum, afstrakt og hlutbundnum, sem kalla aftur og aftur á áhorfandann en virðast aldrei eins. Og þrátt fyrir hið myrka yfirborð myndanna, stafar af þeim sérstakri birtu. Hvað aðra þátttakendur áhrærir, þá fannst mér einna mest nýnæmi að táknmyndum Arnars Herbertssonar, máluðum á tréfleka eins og gamlar alt- aristöflur, geómetrískum eftirherm- um Ama Páls og öndverðlegum mynd- um Margrétar Jónsdóttur. Málverk Einars Hákonarsonar hafa sjaldan verið heillegri og malerískari og verk Hrings Jóhannessonar sjaldan einfald- ari. Aðrir viðstaddir eiga hér allir sólíd verk, en bæta tæpast miklu við það sem maður þegar þekkir til þeirra. Vorsýningunni fylgir afbragðs vel gerð sýningarskrá sem vert er að þakka fyrir. Gremjan leyndi sór ekki i andliti Mary Decker þegar hún datt kylliflöt i hlaupi ó ólympíuleikunum i fyrra. Þessi mynd er ein af fjölmörgum frótta- myndum, sem eru ó sýningu i Listasafni Alþýðu, sem opnuð var um helg- ina. Á sýningunni eru bœfli eriendar og innlendar fróttamyndir. Sýningin verflur opin frá 14.00 til 22.00 um helgar og virka daga til 20.00. Hún stendur f ram til 1. maf. APH í dag mælir Pagfari______________j dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Góði dátinn Alexander Húsnæðismól hafa verið ofarlega ó baugi að undanförnu. Er það vel sklljanlegt. Helftin af þjóðinni hefur farið að róðum foreldra sinna og flokksforingja og fest kaup ó íbúð eða lóð til húsbyggingar. A tsiandi er enginn maður með mönnum nema hann elgi sitt eigið húsnæði. Hinn helmingurinn biður i startholunum eftir því að hafa aldur til að stökkva niður í húsgrunnana og taka þótt í þessu séríslenska ævintýri, að eign- ast þak yfir höfuöið. Gallinn er bara só að menn uppgötva fljótt að hús- byggingar kosta peninga og af því enginn ó peninga nú til dags kemur þessi uppgötvun fólki í opna skjöldu. Bæði er það óþægilegt að þurfa að borga með peningum sem ekki eru til og svo einnig hitt að jafnvei þótt menn grípi til þess óyndisúrræðis að sló lón þurfa þeir einnig að borga lónin. Það er alveg nýtt hér ó landi enda hefur verðbólgan yfirleitt séð um þó hiið mólsins. Skuldakóngar hafa jafnan verið ríkustu menn landsins þangað til bankakerfið og Bygglngasjóður tók upp ó þeim f jóra að verðtryggja lónin. Verðtryggingin felur það í sér að skuldarinn þarf að greiða tU baka jafnvirði þeirrar krónu sem hann fékk að lónl. Fljótt ó litið sýnlst það ekki ósanngjarnt en húsbyggjendur eru ekki aldeilis sóttlr við þó tUhögun. Þeir hafa safnast saman svo þúsundum skiptir, ýmist i Sig- túnl eöa Hóskólabiól tU að mótmæia þvi gerræði að þurfa að borga lónin með vöxtum og verðtryggingu. Kemur brótt að þvi að blankir hús- byggjendur taki LaugardalshöUina ó leigu undir fundahöld sín enda stækkar só hópur óðum sem ekki ó fyrir skuldum. Er enginn vafi ó þvi að skuldum vafnir húsbyggjendur eru langtum fleiri en iandsfundar- fuUtrúar Sjólfstæðlsflokksins og auk þess mó með réttu benda ó það, að skulduglr menn finnast viðar heldur en niðrl i húsgrunnum og þeir eiga tvímælalaust samleið i þelrri kröfugerð ó hendur riklsstjórninni, að skuldir þeirra séu feUdar niður. Eða hver er munurinn ó þvi að skulda húsið eða bUinn, videotækið eða matarreikninga ef skuldirnar eru ó annað borð verðtryggðar? Annaðhvort skuldar maður eða maður skuldar ekkl. Er deginum ljósara að obbinn af tslendingum mun bætast í þennan grótkór húsbyggjenda. Og þar sem pólitikusar sjó það strax i hendl sér að þeir eiga engan - sjéns ef þeir eru ó móti skuldurum, þó hafa þeir falið Alexander nokkrum Stefónssyni, sem nú gegnir embætti félagsmóla- róðherra, að grelða götu þessa fólks. Alexander hefur sem sagt fengið það verkefni að koma skuldunum fyrir kattarnef svo skuldararnir fari ekki fyrir kattarnef. Alexander hefur tekið skynsamlega ó þessu vandamóii eins og góðum framsóknarmanni sæmlr. Hann hefur núna undanfarna mónuði haft þó meginreglu að sam- þykkja aUt sem skuldararnir hafa fram að færa. Grótkórinn er ekki fyrr búlnn að lýsa hörmungum sínum og næstu afborgunum en Alex- ander kemur fram i fjölmiðlum og viðurkennir að ailt sé satt og rétt sem um er kvartað og lofar bót og betrun. VandamóUð er það eitt að róðherrann hefur ekki undan. Hann lýsir þvi stöðugt yflr að hann muni leggja fram tUlögur sinar í næstu viku. Aumlngja Alexander hefur hins vegar ekki fundið þessa viku vegna þess að í hverri viku, ó hverjum degi, hækka skuldirnar og nýjar kröfur koma fram. Eins og staðan er i dag, er aUt útUt tU þess að Alexander, ef hann getur gert hlé ó yfirlýsingum sínum, veiti skuldurunum sérstaka umbun úr ríkissjóði fyrir að eiga ekki fyrir skuldum. Er það þakkarvert enda nær það ekki nokkurri ótt að hús- byggjendur þurfi að greiða lón sín tU baka. Það hefur aldrei óður þekkst hér ó landl og ótækt með öUu. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.