Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Blaðsíða 7
DV. MANUDAGfjp 22. APRlL 1985. Neytendur Talsvert nákvæmnisverk, en sórs- aukalaust fyrir sjúklinginn. Spengumar eru geröar úr sama efini og notað er í tannspangir sem rétta tennur. Reyndar ekki ósvipaö vanda- mál þar á feröinni og skyld aðferö notuð til úrbóta. Táspöngin er höfð í þrjá til fjóra mánuði, jafnvel lengur og fylgjast þarf með henni mónaðar- lega. Spöngin er síðan færð til eftir vexti naglarinnar. Tekið skal fram að þegar ígerð er við nöglina má ekki setja spöngina fyrr en eftir að komist hefur verið fyrir ígerðina. Þegar spöngin sat föst á sínum stað var næst að steypa yfir hana til þess að koma í veg fyrir að hún breytti um legu og einnig að gera auðveldara að bera spöngina i þessa mánuöi — þannig að engin þvingun y rði í sambandi við skófatnaö. Þá var röðin komin að líkþomun- um sem vom spóluð niður með eins konar tannlæknabor og sigg í kring- um þau og annars staðar á fótunum fjarlægt með hníf og þynnt með slípunartæki sem virtist svipað og tækin sem tannlæknar nota til þess að pússa og slípa tennur. Með- höndlun lauk svo meö almennri fót- snyrtinu, fótanuddi og smyrslum til frekari mýkingar. Verðið á þessu er nokkuö misjafnt, hver spöng kostar um 400 krónur — fótaaðgerð og tvær spangir kosta um 1.000 krónur.ein spöng og fullkomin fótaaðgerð 700 eða 750 krónur. Odýr- asta fótaaðgerð kostar um 400 krónur ef sj úklingurinn þarf að koma aftur og aftur minnkar upphæðin talsvert. Elli- og örorkulífeyrisþegar fá 20% afslátt. Hanna Kristín lærði fótaaðgerðir i Fodplejerskolen í Kaupmannahöfn og var að opna stofu að Laugavegi 15. Hún tók það skýrt fram að fótaað- gerðir og fótsnyrting væri alls ekki eitt og hið sama, þannig að bagalegt væri þegar fólki hætti til að rugla þessu saman. Og líklega er við hæfi að ljúka þessu meö orðum fómar- lambsins sem sagði himinlifandi í lokin: „Þetta varþáalvegsatt — ég fann alls ekkert til! Eins og það hefur verið sárt að láta gera þetta fram að þessu. Ykkur er alveg óhætt að mæla með því að fólk fari og not- færi sér slíka þjónustu, því það veit enginn fyrr. en hann reynir það sjálfur hversu bagalegt það getur verið að ganga með slíka fótsjúk- dóma.” baj. á vsrkið mað hreinsun, nuddi og allt á sfnum stað. Tœrnar tilheyra er afsteypa hennar eigin táa — Regnfatnaður 1 fyrir börn, dömur og herra á sérstaklega góðu verði. Barnagaliar, kr. 398,498 og 670. Regnkápur á dömur, Regnjakkar á stelpur og stráka margir litir og snið, í stærðum S-M-L á kr. 450. á kr. 450, 750 og 975. B _ Á herra á kr. 975. Laugavegi 95,2. hæð. sími 14370. Opiðfrákl. 13-18 þegar vöxturinn er hraður* Unglingar verða að fá uppbyggilegt fœði vegna þess hve vöxtur þeirra er hraður á tiltölulega fáum árum. Par gegnir mjólkumeysla mikiivœgu hlutverki því án mjólkur, og kalksins sem í henni er, ná unglingamir síður fullri hœð og styrk. Komið hefur í Ijós að neysluvenjur unglinga fullnœgja sjaldnast lágmarks kalkþórf og er þeim því einkar hœtt við hinum alvarlegu afleiðingum kalkskorts síðar á œvinni. Sérstaklega eru stúlkur í hœttu því þeim er hœttara við beinþynningu og Mjólk í hvert mál hörgulsjúkdómum f kjðlfar bameigna. Kalksnauðir megrunarkúrar og lélegt matarœði virðist einnig einkenna neysluvenjur stúlkna fremur en drengja. Fjögur mjólkurglös á dag innihalda lágmarkskalk- skammt fyrir unglinga og neysla undir þvf marki býður hœttunni heim. Það er staðreynd sem unglingar og foreldrar þeirra œttu að festa f minni því þegar vöxturinn er hraður er hver dagur dýrmœtur. * Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna. Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur af kalkifmg Samsvarandi kalk- skammtur í mjólkur- glösum(2,5dlglös)* Lágmarks- skammtur í mjólkurglösum (2,5dlglös)** Bðml-lOára 800 3 2 Unglingarl1-T8ára 1200 4 3 Ungt fólk og fullorðið Ófrfskar konur og 800*“ 3 2 brjóstmœður 1200”“ 4 3 * Hór er gert ráð fyrir að allur dagskammturinn af kalki koml úr mjólk. ** Að sjálfsögðu er mögulegt að fá allt kalk sem llkamlnn þarf úr öðrum matvœlum en mjólkurmat en slíkt krefst nákvœmrar þekklngar á nœringarfrœði. Hór er miðað vlð neysluvenjur eins og þœr tíðkast í dag hór á landi. *** Marglr sórfrœðlngar telja nú að kalkþörf kvenna eftir tíðahvörf só mun meiri eða 1200-1500 mg á dag. **** Nýjustu staðlar fyrir RDS í Bandaríkjunum gera ráð fyrir 1200 til 1600 mg á dag fyrir þennan hóp. Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fœðutegundir og auk þess B-vItamfn, A-vítamín, kallum, magníum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar llkaminn til vaxtar og vlðhalds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst I líkamsvökvum, holdvefjum og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vöðvasamdrátt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvötum. Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vítamrn, sem hann fœr m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en 300-400 mg á dag, en það er langt undir ráðlögðum dagskammti. Or mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glösum af mjólk. Helstu heimildir: Bæklingurinn Kalk og beinþynning eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson og Nutrition and Physical Fitness, 11. útg. 0 ... -y*" eftir Briggs og Calloway, Holt Fteinhardt and Winston, 1984 MJÓLKURDAGSNEFND -MJÖLKERGÓO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.