Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Qupperneq 8
8 DV. MANUDAGUR 22. APRIL1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Beittu valslongvum gegn lögreglunni Baráttagegn hrækingum Kínverskt stjómvöld hafa hafið enn eina herferðina gegn því að fólk hræki á gólf og götur. Gerð hafa veriö veggspjöld sem sýna hversu sóöalegt er að skilja svona eftir munnvatn sitt hingað og þangað. Einnig verða sektir við að hrækja á aimannafæri og þeir sem það gera verða látnir hreinsa hrákann upp samkvæmt nýjum reglum. Fyrirtæki munu í framtíöinni út- nefna starfshópa til að ber jast gegn hrækjurum. Hinar nýju reglur um þetta taka gildi 20. maí. Bann viö hrækingum hefur verið síðan 1982 en lítill árangur orðið af því. Nasistatengsl hrella Uppljóstranir um að fólk sem tengist bresku konungsfjölskyld- unni hafi veriö meðlimir SS sveita nasista vörpuðu skugga á 59 ára af- mæli Elisabetar Englandsdrottn- ingarígær. Þegar varð ljóst fyrir helgi aö faðir Michael, prinsessu af Kent, var háttsettur herforingi innan SS og nasistaflokksins. En i gær skýrðu bresk blöð frá því að mágur Filippusar, eiginmanns drottn- ingar, var hershöföingi í SS sveitunum og samstarfsmaður Heinrichs Himmler, yfirmanns Gestapo-lögreglunnar. Mágurinn, Prins Christoph, lést í flugslysi 1943. Hann var giftur systur Filipp- usar. Christoph átti plantekru í Mósambik og var alræmdur fyrir slæma meðferð á afrískum vinnu- mönnum. Farafyrirl.júní ísraelsstjórn ákvað í gær að draga alla hermenn israels til baka frá Líbanon fyrir 1. júní. Ákvörðunin var tekin eftir átta tíma fund stjórnarinnar.Ráöherrar greiddu tillögu um þetta atkvæði og var tillagan samþykkt, 17 — 3. Einnig var samþykkt að setja upp vamarbelti gegn skæruliðum innan Líbanons eftir brottflutning- inn. Ekki var sagt hve stórt þetta vamarbelti ætti að vera eða hve margir ísraelskir hermenn ættu að vakta það. Gorbatsjov frjálslyndur Tékkóslavneskur vinur Gorbatsjovs frá því í háskóla segir að hinn nýi Sovétleiðtogi hafi verið mikill gagnrýnandi Staiíns og hann gerir ráð fyrir miklum breytingum í Sovétríkjunum undir stjórn hans. Sdenek Mlynar, sem var hátt- settur í tékkóslavneska kommún- istaflokknum en býr nú í Vín, segir að það hafi veriö óvenjulegt að Sovétmaður segöi þannig út- lendingi frá stjórnmálaskoöunum sínum. En Gorbatsjov hefði gagn- rýnt bæði harðstjóm Stalíns og óráðsíu Krústjoffs. Hann helði viljað gefa bandalagsríkjiim Sovétríkjanna meira svigrúm og aukið sjálfstæði frá Moskvu. Sökktu varðskipi Nicaraguastjórn segir að her- flugvélar frá Honduras hafi sökkt varðskipi frá Nicaragua innan sjó- helgi Nicaragua. Stjómin sagði að flugvélarnar hefðu skotiö að tveim- ur varðskipum sem voru að elta skip sem voru viö ólöglegar veiðar innan landhelgi Nicaragua. Stjórn Hondúras segir rétt að skotið hafi verið á varöskipin en þau hafi verið að elta bátinn innan landhelgi Honduras. í mótmælaorðsendingu sagði stjóm Nicaragua að einn maður hefði verið drepinn í árásinni, fjór- ir særst og eins manns væri sakn- að. Tíu námumenn létu lífið í ættbálka- erjum, sem brutust út við eina af gull- námum Suður-Afriku um helgina, á meðan blökkumenn lentu víða í úti- stöðum við lögregluna. Við Steyn forseta-námuna skammt frá Welkom (250 km suður af Jóhannesarborg) starfa um 16 þúsund blökkumenn en það sló í heiftarbrýnu Einn af klerkaleiðtogum Irans viður- kenndi um helgina að enn væri bardög- um haldið áfram gegn skæruliðum Kúrda sem krefjast sjálfstjórnar fyrir Kúrdistan í norðvesturhluta Irans. Raul Alfonsín, forseti Argentínu, sagði í gærkvöldi að reynt heföi verið að efna til byltingar gegn lýðræðislega kjörinni stjórn landsins. Onafngreindir menn hefðu talað við foringja í her landsins og reynt að fá þá til aö bylta stjórn sinni. I dag hefjast réttarhöld yfir níu fyrrverandi yfirmönnum hers- ins. 110 mínútna sjónvarpsræðu sagði Al- fonsín að réttarhöldin myndu „binda enda á 50 ára lýðræðislega óþreyju og þjóðlega niðurlægingu”. Alfonsín sagði að herforingjarnir, sem talað hefði verið viö um hugsan- lega byltingu, hefðu reynst hollir stjórnarskránni. En hann skoraði á fólk að taka þátt í fjöldagöngu fyrir milli 4000 þeirra í gær. Sauð þar upp úr óvild milli Xhosa-talandi blökku- manna og aðfluttra blökkumanna frá Leso tho eftir að einn Leso thomanna hafði verið stunginn til bana á laugar- dagskvöld. Víða í blökkumannahverfum borga S-Afríku urðu róstur í gær þegar ung- menni grýttu lögregluvarðflokka. Lög- Þingforsetinn sagði herfiokkum, sem voru að legg ja upp frá Teheran til Kúrdistan, að þeir mundu þar mæta auglitis við auglitis „versta fjanda islams”. framan stjómarráðsbyggingar á föstudag til að sýna „lögum virðingu, frelsi og lýðræði” stuðning sinn. Þeir sem fara fyrir rétt í dag eru fyrrverandi forsetamir Jorge Videla, Roberto Viola og Leopoldo Galtieri auk sex annarra meðlima byltingarráða. Þeir eru sakaðir um hvarf, pyntingar og morð á þúsundum á tímum her- stjórna á árunum 1976 til 1983. Átta mannréttindahópar ætla að fara í göngur fyrir framan þinghúsiö í Buenos Aires til að krefjast þess að engin sakaruppgjöf verði veitt. Hægrisinnaður hópur, sem tengist þeim sem geröu byltingu hersins 1955, sagði að réttarhöldin myndu leiða til almennrar upplausnar. reglan greip til táragass og skotvopna. Einn blökkumaður var handtekinn eft- ir árás óeirðaseggja á varðflokk í Tshakane-hverfi austur af Jóhannes- arborg. I Duduza-hverfi í Jóhannesarborg var herflokkur grýttur þegar hann var á leið til hjálpar lögreglunni sem átti í vök að verjast. Og í Tembisa, skammt Yfirvöld í Teheran héldu því f ram í fyrra að þau hefðu brotið á bak aftur andstöðu Kúrda en Khomeini æösti- klerkur hafði fýrir fimm árum fyrir- skipað að Kúrdar skyldu malaðir Tancredo Neves, kjörinn forseti Brasilíu, er látinn. Jose Samey, fyrr- Neves var koslnn forseti Brasiliu 15. mars en lagðist banaleguna áður en hann var settur i embætti. frá, grýttu blökkumenn ökutæki og stórskemmdu tvo langferðabQa. I Joza í austurhluta Höfðahverfis beittu blökkumenn valslöngvum gegn lögreglunni en þar hefur verið róstu- samt á þessu ári og flestir falliö þar þeirra hundrað blökkumanna sem týnt hafa lífi í óeirðum i S-Afríku á þessu ári. enn mélinu smærra. Fyrr í þessum mánuði hafði aðalvegurinn milii Sanandaj og Kamyran verið opnaður almennri um- ferð en skæruliðar hafa verði athafna- samir við hann og hann þykir ekki öruggur. um varaforseti, hefur tekið við forseta- embættinu. Neves dó eftir fimm vikna sjúkra- legu og sjö uppskurði klukkan 1.23 í nótt. Neves varð veikur aöeins nokkrum klukkutímum áður en hann átti aö taka við embætti, 15. mars. Hann var skor- inn upp við iðrabólgu. En ígerð hljóp í sáriö og varð að skera hann upp sex sinnum í viöbót. Ljóst var orðið fyrir nokkrum dögum að hann myndi ekki geta tekið við forsetaembættinu. Hon- um var haldiö á lífi með vélum. Mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan sjúkrahúsið um leið og fregnir bárust af dauða hins kjöma forseta í morgun. Einn maður, sem hætti í vinnu fyrir 10 dögum til að fylgjast með Neves fyrir utan sjúkrahúsið, var borinn örvilnaður í burtu af lögreglu. Aka á með lík Nevesar í bíl um götur Sao Paulo, út á flugvöll, og þaðan á að fljúga með það til Brasilíu,. höfuðborg- arinnar. Þar mun hann liggja á við- hafnarbörum í tvo daga. Hann verður grafinn í heimabæ sínum, Sao Joao del Rey, í Minas Gerais fylki. Byltingartil- raun í Argen- tími kafnaði í fæðingu LÆKNAR FENGU EKKIBJARGAÐ NEVES FORSETA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.