Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Page 17
DV. MÁNUDAGUR 22. APRIL1985. 17 Lesendur Lesendur Lesendur TÓNLISTARKENNARAR Fóstureyðingarvegur vegna framkvæmda Tónlistarskólinn á Kirkjubæjarklaustri óskar að ráða kennara næsta skólaár. Upplýsingar gefnar í símum 99-7625 og 99-7756. Hjörlelfur Úlafsson hjá VegaeftlrUtlnu hringdl: Mig langaði að gera athugasemdir vegna lesendabréfs sem birtist í DV18. apríl. Þar er talað um fóstureyðingar- vegi í Grímsnesi og Biskupstungum. Þannig er mál meö vexti að það er ver- ið að byggja upp nýjan veg þarna og á hann að vera með bundnu slitlagi. All- ur vegurinn upp að Borg er því á fram- kvæmdastigi. Fólk getur valið hvort það vill fara þennan veg svona slæman eða lengri leið. Vildum við gefa því kost á þessu vali frekar en að loka veg- inum vegna framkvæmdanna. Oánægði vegfarandinn getur litið björtum augum til framtíðarinnar en ég vona að vegfarendur verði flestir þolinmóðari en hann þegar verið er aö Fóstureyðingarvegir í Grímsnesi og Biskupstungum leggja'nýja vegi. Það má að lokum geta þess að sami verktaki sér um framkvæmdir í Grímsnesi og er hrósað tttMX.fl )>»tx>»Ix»ffi Wt. Vjií-tat á þessari sömu lesendasíðu fyrir snyrtilega umgengni við framkvæmdir við hesthús í Garðabæ. ÓVÖNDUÐ VINNUBRÖGÐ Kristinn Snæland skrifar: Jens Guðmundsson skrifar mér í DV þann 15. apríi sl. bréf um málefni Sendibíla hf. á Steindórsplani. Jens þrætir fyrir að hafa teiknað merki Sendibíla hf. og segir það ævagamalt merki. Nú er rétt að benda Jens á að ef hann hringir í síma Sendibíla hf. og spyr hver hafi teiknað merkið, þá er svarað Jens Guðmundsson. Nú vill svo itil að ég hefi undir höndum merki Sendibíla hf. eins og það var þann 10. desember sl. og fylgir hér mynd af því, sem sýnir að núverandi merki Sendi- bíla er allt annaö merki. Einhver hefir breytt gamla merkinu. Þá er spurning- in þessi: Ef símastúlkan hjá Sendibíl- um hf. segir þig, Jens Guðmundsson, hafa teiknað merkið, er hið rétta þá ekki einfaldlega það, að þú breyttir gamla merkinu í þá mynd sem nú er og annaðist jafnframt aðrar útfærslur merkisins, sem allar beinast í sömu átt, eða villa þannig um fyrir neytendum, að þegar þeir sjá merki Sendibíla hf., þá telja þeir þar á ferð bíl frá Bifreiöastöð Steindórs? Hvort sem þú eða einhver annar auglýsinga- teiknari hefur unnið þessi villandi merki Sendibíla hf. þá ætti siðanefnd Sambands íslenskra auglýsingastofa vissulega að láta málið til sín taka. Vegna villandi merkinga og moldviðris „frétta’ og áróðurs halda æði margir að Bifreiðastöð Steindórs sé með leigu- bíla og margar gerðir sendibíla. Sann- leikurinn er sá að á Bifreiðastöð Stein- dórs er nú aðeins einn bíll og sá bíll ekki í akstri vegna viðgerðar, þegar þetta er skrifað. Bifreiðastöð Steindórs er þannig raunverulega lokuð um þess- ar mundir. Þess vegna er einnig allt tal og þakkir til Bifreiðastöðvar Steindórs fyrir fjölbreytta þjónustu klára bull og vitleysa. Sendibílar hf., sem meö bréfi til borgarráðs dags. 10. des. sl. óskuðu leyfis til reksturs smásendibíla og hétu jafnframt að starfrækja alla stærri sendibíla frá stað, eða stöðum utan i Steindórsplans, gera nú út allar [ stærðir sendibíla frá Steindórspianinu. Þessir smásendibílar hafa undanfarið staöið í farþegaflutningum sem taldir eru ólöglegir og margítrekað hafa ver- ið kærðir. Ailur samanburður á þeim bílum sem nú aka frá Steindórsplani og leigubifreiðum frá leigubifreiða- stöövum borgarinnar er þannig út i hött, þeir fyrrnefndu eru sendibílar til vöruflutninga en hinir síðrnefndu leigubílar til mannflutninga. Aö því leyti sem Jens vitnar til orða minna, fer hann rangt með og skrumskælir orð mín. Þau vinnubrögð eru honum til skammar en sýna einnig hæfileika til að skrumskæla auglýsingar að vild. wc, baðkörum og vöskum. Takmarkaðar birgðir. m KJARTAN JÓNSSON,______ BYGGINGAVÖRUVERSLUN TRYGGVAGÖTU 6. SlM113184. Skrifstofu- húsnæði Opinber stofnun óskar að taka á leigu skrifstofuhúsnæði á höfuðborg- arsvæðinu, nálægt 900 m2. Upplýsingar sendist auglýsingadeild DV — merkt: Húsnæði 2001. WRAIMGLER JEPPADEKK , OOODýYCAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ ALLT í RÖÐ OG REGLU! Ef þú ert þreytt(ur) á óreiöunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum. Duni er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aðeins 3.550.- krónur! (Innifalið i verði: Málmstandur, 2000 mál, tíu höldur og 1000 teskeiðar.) STANDBERG HF. - kaffistofa í hverjum krók! Sogavegi 108 símar 35240 og 35242

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.