Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Page 28
28 DV. MANUDAGUR 22. APRIL1985. Tilheyrir hinni brosmildu þjóð og. BÝR í PARADÍS — Isfahani Sameen, alþ jóðlegur varaforseti JC, í rabbi „Þetta er alveg eins og í paradís.” Öll höfum viö einhvem tímann sagt þessi orö án þess að hafa leitt hugann aö því hvar paradís er. Isfahani Sameen er hins vegar ekki í vafa um paradís, hún er eyjan Sri Lanka. Isfahani var nýlega á ferö hérlendis á vegum JC, hann er alþjóðlegur vara- forseti JC-hreyfingarinnar. Bros- mildur maður, Isfahani. Viö röbbuöum örstutta stund viö hann á fundi sem JC- Kópavogur hélt í Kópavoginum. Á meöan ég man. Þetta meö brosið, Isfhani er sannarlega ekki sá eini á Sri Lanka sem brosir. „Nation of smiling”, hin brosmilda þjóð, segir hann aö íbúar Sri Lanka séu nefndir af feröamönnum sem koma til eyjarinn- ar. Ferðamannastraumur er mikill til Sri Lanka og þjónustan við ferðamenn oröin öflug atvinnugrein. Græn eyja meö gljáandi stendur „Sri Lanka er oft nefnd græna eyjan af ferðamönnum og ég neita því ekki aö eyjan ber þetta nafn meö rentu. Þaö sem dregur þó ekki síður að eru hinar fallegustrendur.” Og bætir við: „Viö fáum einmitt mikiö af feröamönnum frá Norður- löndum, þeir koma mest á tímabilinu október-mars.” Þrátt fyrir þaö aö Sri Lanka-búar séu svipaöir í útliti og Indverjar þá segir Isfahani að þjóöirnar séu ólíkar. „Þaö er ýmislegt sem skilur aö, viö höfum okkar eigin tungu, sinhalese, og menning okkar er ööruvísi.” Og hvaö skyldi hann eiga viö meö öðruvísi menningu? „Við erum búddistar á Sri Lanka, það eru Indverjar ekki. ” 16 milljónir búa á Sri Lanka Á Sri Lanka er ekki aðeins töluð sinhalese, meginþorri ibúanna talar ensku. Já, meginþorri 16 milljóna íbúa eyjunnar. Isfahani sagöi aö Sri Lanka væri dæmigert þróunarland. Nokkur mis- skipting væri á launum, sumir væru mjög ríkir en síðan væru aörir mjög fátækir. Og fátækt væri meira áber- andi en ríkidæmi. „En rikisstjórnin hefur gert mjög góöa hluti aö minu áliti. Og efnahagur- inn hefur batnaö.” Te, gúmmí, kókóshnetur og gimsteinar Fyrst efnahagsmál bar á góma spurðum við hverjar væru helstu út- flutningsvörur eyjunnar. „Viö flytjum mest út af tei, gúmmíi og kókoshnetum og einnig gimsteinum ýmiss konar, landiö er auöugt af slikum steinum.” Reyndar tengjast gimsteinar starfi Isfahani, 18 ára aö aldri stofnaði hann sitt eigiö fyrirtæki sem verslar meö slflra steina. Og fýrirtækiö hefur dafn- aö, þar vinna nú 30 starfsmenn. — En hvaö um manninn sjálfan? „Eg er 34 ára, giftur, og á tvo drengi, tveggja og fjögurra ára,” sagði hann, að hætti Sri Lanka-búa, brosandi. ,,0g er ekki rétt að við látum þaö fylgja með aökonan mín er aöeins 21 árs.” Hingað kom Isfahani frá Noröur- löndunum. Haföi heimsótt þau öll, Island var siöast í röðinni. Veðriö hér eins og títt hefur veriö í vetur, mikil hlýindL „Þaö er miklu hlýrra hér en í Sví- þjóð, Noregi og Danmörku. Því varö ég mjög undrandi þegar ég kom til Is- lands, enginn snjór eins og annars staðar á Norðurlöndunum.” Sá aftur græntland „Eg get sagt að ég hafi séö aftur græntland.” Um JC-hreyfinguna sagði Isíahani að hún væri mjög sterk hérlendis. „Eg hef farið víöa og sé að JC-starfið er öflugt hér en þaö er alltaf hægt að gera betur.” — Hvað er það sem þú hefur fengið mest út úr JC? „Þjálfun í aö koma fram og tjá mig. I þeim efnum er JC ómetanlegur skóli.” -JGH Hijómmvaitin Zkjðlwandi leikur fyrir dansi á skammtun JC ð Húsavík. DV-mynd Ingibjörg ÁRÆSKUNNAR Á HUSAVÍK I tilefni af ári æskunnar gengust JC Húsavik, tómstundaráö og bama- og gagnfræðaskólinn fyrir dagskrá í félagsheimilinuyfirhelgi nýlega. Á laugardag skemmtu nemendur tónlistarskólans og unglingahljóm- sveitimar Eden og Zkjálwandi. A sunnudag komu fram nemendur úr tónlistarskólanum og nemendur úr gagnfræðaskólanum sýndu leikþátt og voru með tískusýningu. Starfskynning var á þann hátt aö fulltrúar frá fýrirtækjum í bænum komu og svöruöu spurningum nemenda um atvinnuhorfur og menntunarkröfur. Að lokum voru pallborösumræður. Æskulýösfulltrúi ríkisins, Níels A. Lund, fulltrúar frá tómstundaráði, nemendum, kennurum og foreldrum fluttu framsöguerindi um æskulýðs- mál og svömöu spurningum hver ann- ars og úr salnum, Opiö hús var á neöstu hæð félags- heimilisins þar sem yngsta fólkið undi sér viö ýmis spil og leiktæki. Báða dag- ana vom sýndar myndir eftir nemendur. Dagskrá þessi var fjölsótt og mæltist vel fyrir. IM, Húsavík. Isfahani Sameen býr ð grœnni eyju með gljðandi ströndum; kölluö paradis af þeim sem heimsækja hana, Getiö nú. Til íslands kom hann úr kuldanum ð Norðurlöndum og „sð aftur grænt land". DV-mynd:S Hinir frnknu fðlagar f knattspyrnufélaginu Leiftri frð Ólafsfiröi sem lögðu 487 kílómetra að baki. DV-mynd Óskar Gíslason. Samtök um jafnrétti miili landshluta: Ný skrifstofa og landsf und- ur í sumar Samtök um jafnrétti milli lands- hluta blása nú í herlúðrana og hafa opnaö skrifstofu á Akureyri aö Aöal- stræti 16. Unniö er aö stofnun deilda víöa um land og í sumar verður hald- inn landsfundur í Mývatnssveit. Magnús Kristinsson kennari hefur verið ráðinn starfsmaður Samtakanna og er hann til viðtals á skrifstofunni daglega frá hálffimm til hálfsjö. Hann sagði í samtali viö DV að deildir sam- takanna væru nú komnar á annan tug- inn og fram að landsfundinum yröi reynt að stofna sem flestar. Það væri stefnt að því aö fá þúsundir fólks til starfa. Þeir sem heföu gengið til liðs viö Samtökin hingaö til væru alls staöar að, þó fæstir frá Reykjavík. Ahugasamast væri gjarnan fólk sem heföi búið í Reyk javík. Þessi samtök voru stofnuð vorið 1983. Þau eru óháö flokkum og mark- miðið er aö jafna aöstöðu fólksins í landinu og draga úr efnahagslegri og pólitískri miðstýringu. Samtökin hafa sett fram hugmyndir um breytingu á stjómarskránni þannig aö landinu veröi skipt í fýlki sem hafa víötæka sjálfsstjóm, yfirráðarétt yfir auðlind- um sínum og ráðstöfunarrétt á tekjum sínum- JBH/Akureyri FERÐASKRIFSTOFA RÍK- ISINS HLUTAFÉLAG? „Já, ég hef mikinn áhuga á að breyta feröaskrifstofunni í hlutafélag og jafnframt að núverandi starfsmenn eignist hluta í henni. Eg tel það eðlilegt og þeir hafa sýnt því áhuga,” segir Matthías Bjarnason samgönguráö- herra. Matthías mun innan skamms leggja fram á Alþingi viöamikiö frumvarp um feröamál. 1 því er gert ráö fyrir aö Ferðaskrifstofu rflcisins verði breytt í hlutafélag. Að sögn Matthíasar er hann ekki að tala um aö selja fyrirtækiö eins og þaö leggur sig heldur breyta því í hluta- félag sem ríkiö eigi stóran hluta í. „Eg sé enga sérstaka ástæðu til þess aö ríkið eigi ferðaskrifstofuna,” sagöi Matthias. En verður fyrirtækinu breytt í hlutafélag? „Þaö er Alþingis aö ákveða það.” — Nú hefur reksturinn gengið mjög vel, er þá nokkur ástæða til aö selja fyrirtækiö? — Er ekki lag núna fyrir ríkiðaöeigaþaö? „Reksturinn hefur gengiö mjög vel, þaö er rétt. En þaö er fyrst og fremst vegna góös starfsfólks. Þeir sem rekið hafa fyrirtækiö eiga allan heiöurinn. Og hvers vegna þá ekki aö leyfa þeim aönjótahans?” -JGH Matthias Bjamason samgönguréðherra hafur hug é þvi að gera Ferðaskrif- stofu rikislns að hlutafélagi. Hlupu um víðan völl Félagar í knattspymufélaginu Leiftri á Olafsfirði lögöu aö baki vega- lengd sem nemur 467 kílómetrum. Ný- lega hlupu þeir þessa vegalengd, sem er jafnlöng þeirri frá Reykjavík til Olafsfjarðar. Söfinuðu knattspymu- kappamir áheitum og tókst þeim aö safna 60 þúsund krónum sem veröa notaðar til að greiða feröakostnað liðs- insaöhluta. ..... Hljóp hver og einn eftir endilangri flugbrautinni fram og aftur. Sá fyrsti lagði af staö klukkan hálfsex á föstu- degi og sá síðasti lauk hlaupinu klukkan hálftólf á sunnudegi. ÁE Bankaráðsmenn segiafsér Aðalfundur Verkalýösfélagsins Þórs, haldinn 12. apríl 1985, fordæmir þaö fyrirkomulag sem viðgengist hefur um laun bankastjóra að þeir skuli hafa vísitölutryggðan kaupauka, sem nemur þreföldum launum verka- manns, ofan á laun sem samsvara sex- földum launum sama verkamanns — , meðan stranglega er bannaö með lög- um að tryggja verkamanninum kaup- mátt launa sinna. Fundurinn skorar á þá menn,sem ábyrgö bera á þessu reginhneyksli, aö segja þegar af sér þar sem þeir viröast ekki færir um aö gegna ábyrgðarstörfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.