Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Qupperneq 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. MAI1985.
Lítil kennsluf lugvél „púlladi upp” rétt áður en þota skaust undir í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli:
Þarfnast ekki skýrslugerðar
Flugumferöaratvik, þegar liggur
við árekstri flugvéla, virðast vera
orðin feúnnismál hjá Flugmála-
stjóm. Frægt varð í vetur þegar f jöl-
miðlar fengu nánast fyrir tilviljun
fregnir í desember af mjög alvarlegu
atviki sem gerðist í september. Tvær
Flugleiðaþotur, með alls 403 menn
innanborös, voru þá aðeins nokkra
metra frá því að lenda í árekstri.
I lok mars sl. kæröi flugkennari við
flugskóla í Reykjavík tvö atvik þar
sem hann taldi hættu á árekstri að
ræða. I fyrra tilvikinu, sem gerðist
24. febrúar, flaug Fokker nærri
kennsluvélinni. I síðari tilvikinu,
sem gerðist 23. mars, lá viö árekstri
kennsluvélarinnar og Learjet einka-
segir flugmálastjóri—flugkennarinn ósammála
þotu. Svo litlu munaði að flugkennar-
inn neyddist til að „púlla upp”.
Nokkrum sekúndum síðar skaust
þotan undir hann.
Fokker-tilvikiö var ekki eins hrika-
legt. Þó munaði þar heldur ekki
miklu að illa færi.
Pétur Einarsson flugmálastjóri
sagði í samtali við DV þann 3. apríl
síðastliöinn að Flugmálastjóm teldi
ekki ástæðu til frekari aögeröa
vegna þessa máls. Er DV spurði Pét-
ur í fyrradag hvort einhver skýrsla
hefði verið gerð um þessi atvik sagði
hann:
„Það var engin skýrsla gerö um
þetta. Þetta voru að okkar mati ekki
atvik sem þörfnuðust skýrslugerð-
ar.”
Flugkennarinn er ekki sáttur við
þetta aðgerðarieysi Flugmálastjóm-
ar:
,,Ég tel fulla ástæðu til að máliö
verði athugað óg skýrsla gerð um
það,” sagði Hörður Hafsteinsson,
flugkennarinn sem lent hafði í lífs-
hættu tvívegis með skömmu milli-
bili.
Bæði atvikin vom keimlik. I báð-
um var kennsluvélin í sjónflugi í um-
ferðarhring Reykjavíkurflugvallar
og að beygja inn á lokastefnu flug-
Atta mannm vorti valdir á dttgunum úr httpl 87 umuakjmida tll að metjamt I fyrsta bakk Laikllmtarakttla ia-
lands & hausti komanda, 5 stelpur og 3 strákar, mam hár aru ámamt mkólamtjóra skólans, Halgu HJðrvar.
DV-mynd
brautar. Stóru vélamar voru báöar á
langri lokastefnu sömu flugbrautar
en í blindaöflugi.
Litla flugvélin var í talsambandi
við flugturninn en stóru vélamar í
talsambandi viö aðflugsstjórn sem
stjórnar blindaðflugi. Venjan er að
aðflugsstjórn láti flugvélar í blindað-
flugi skipta yfir á flugtumsbylgju
þegar þær sjá flugbrautina eða kom-
ast á lokastefnu. Ennfremur ber að-
flugsstjórn að láta flugturninn vita ef
önnur flugumférð er nálæg. Eitthvað
virðist þama hafa brugðist.
I lögum um loftferðir segir að
Flugmálastjórn skuli hefja rannsókn
„... þá er legið hefur við flugslysi
eöa ástæða er til aö ætla, að loftfari,
flugmannvirkjum á jörðu eða rekstri
þeirra sé eða hafi veriö áfátt til
muna”. -KMU.
Lögreglurannsókn vegna flugatviks:
FLUGFÓLK
YFIRHEYRT
„Yfirheyrslur em á næsta leiti,”
sagði Sigurbjöm Víðir Eggertsson,
lögreglufulltrúi hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins, er DV spurði
hann hvað liði rannsókn á atvikinu
við Keflavíkurflugvöll 6. septemb-
er 1984 þegar litlu munaöi að tvær
farþegaþotur frá Flugleiðum rækj-
ust saman. Þetta vom vélar af
geröinni Boeing 727 og DC—8.
Ríkissaksóknari óskaði eftir lög-
reglurannsókn á atvikinu í fram-
haldi af niöurstöðum sérstakrar
þriggja manna rannsóknamefndar
loftferðaeftirlits. Nefndin klofnaöi í
afstöðu sinni. Tveir nefndar-
manna, starfsmaður loftferðaeftir-
lits og fyrrum flugstjóri hjá Flug-
leiðum, töldu að óhóflegt vinnuálag
flugumferöarstjóra og uppsöfnuð
þreyta hefði að verulegu leyti ráðið
viðbrögðum hans. Þotumar hefðu
veriö mjög nálægt hvor annarri og
hættuástand fyrirsjáanlegt þegar
flugumferðarstjóri fullvissaði flug-
mennina um að hann hefði þoturn-
ar á radar og lágmarksaðskflnaði
væri haldið. Meirihluti nefndarinn-
ar telur það meðverkandi orsök
þess hvemig mál þróuðust aö flug-
stjóri Boeing-þotunnar skyldi
halda óbreyttri flugstefnu þrátt
fyrir að hann hefði haft orð á því
tveimur og hálfri mínútu fyrir at-
vikið að hann sæi ekki betur en að
þoturnar stefndu í árekstur.
Þriðji nefndarmaðurinn, flugum-
ferðarstjóri, taldi það stórlega
vítavert og jafnframt orsök þess
hversu mikil árekstrarhætta varð
að Boeing-flugstjórinn skyldi halda
áfram flugi í átt að DC—8 þotunni i
stað þess að beygja af leið.
Sigurbjöm Víðir Eggertsson lög-
reglufulltrúi sagði að flugriti hefði
veriö sendur út til Svíþjóðar til af-
lestrar. Hann sagði talsverða vinnu
fylgja því að fara yfir máliö en
gerði þó ráð fyrir að rannsóknar-
lögreglan gæti skflað því frá sér í
sumar. -KMU.
Féll útbyrðis af hraðbáti
Ungur maður féll útbyrðis af hrað-
báti sem hann var að lagfæra á Faxa-
flóa seint á sunnudagskvöld. I samtali
við DV sagði maðurinn að hann hefði
verið u.þ.b. tíu mínútur i sjónum áður
en honum var bjargað og verið orðið
ansi kalt. Lítil trilla, sem þarna var
skammt frá, kom manninum tfl hjálp-
ar og náði bátnum sem sigldi stjórn-
laus og stefndi upp í f jöru.
„Eg var aldrei í neinni lifshættu.
Þetta varbara klaufaskapuraðégfórí
sjóinn. Auðvitað stóð mér ekkert á
sama enda var geysilega kalt i sjón-
um,” sagði maðurinn.
-EH.
í dag mælir Dagfari
í dag mælir Pagfari
I dag mælir Dagfari
Svartir kassar og stóri bróðir
Maður hefur stundum heyrt talað
um svarta kassa í flugvélum,
einkum þegar þær hafa farist. Þessir
svörtu kassar eru segulbandsspólur
sem hafa að geyma allar samræður
flugmannanna, upplýsingar um
hraða vélanna, tækjabúnaö og
raunar allt það sem skiptir máli
þegar rannsókn fer fram á orsökum
slysa og viðbrögðum manna og
tækja.
Þetta er í sjálfu sér skiljanleg var-
úðarráðstöfun þar sem flugslys bera
þannig að að fáir sleikja sár sín eða
eru til frásagnar af tildrögum. Hér
er um stórar farþegaflugvéiar að
ræða og áhöfnin ber ábyrgð gagnvart
eigendum vélanna, farþegum og al-
mennu flugöryggi.
Svartir kassar í flugvélum eru þar
af leiöandi óhjákvæmileg varúðar-
ráðstöfun sem enginn getur amast
við.
öðru máli gegnir um bifreiöar
manna eða híbýli.
Þar sitja menn í sínu eigin prívati
og vllja fá að vera í friði ef þelm
sýnist svo. Þess vegna rekur fólk L
rogastans þegar DV birtir um það
frétt í gær að nú standi tll að setja
svarta kassa í alla bíla landsmanna.
Hvers slags erþetta eiginlega?
Rétt er það að þjóðfélagið stefnir
allt í að gera mann að einhvers konar
robot fyrir kerfið. Manni er f jarstýrt
inn á ökuleiðir, græn Ijós og rauð,
manni er tölvustýrt í gegnum vinn-
una, mataður eftlr matseðlum, heila-
þveginn af Rikisútvarpi og sjón-
varpl, vakinn eftir klukku og manni
er jafnvel sagt að f ramtiðin byggist á
því að éta magnamin kvölds og
morgna. Maður má ekki drekka án
þess að eiga það á hættu að vera
drifinn á Sogn eða Vog af velgerðar-
mönnum. Maður má ekki reykja
annars staðar en útl í guðsgrænni
náttúrunni og það má ekki heldur
vegna mengunar.
Það má ekki drekka mjólk vegna
fitumagnsins og það má ekki eta sæl-
gæti vegna sykurslns og nú eru þelr
búnir að finna það út, loksins þegar
bjórinn er í augsýn, að bjórþamb sé
hættulegt og fitandl. Maður er
jafnvel hættur að þora að gera hitt af
ótta við að smitast af þessum Aids-
sjúkdómi sem skelfir nú heims-
byggðina.
Ailt er þetta nógu grábölvað en
hingað til hefur maður þó haft tvö maður getað fiúið lnn á salerni og
skjólshús. Annars vegar hefur baöherbergi og átt sínar friðar- og
■Ss *
IV^fíL ÁMBg
jMKj
M- rm
5* !r*Krrf*
einverustundir án teljandi utanað-
komandl afskipta. Hlns vegar hefur
verið hægt að flýja út í bil og aka um
með sinar eigln hugsanir, nokkurn
veginn vlss um að þar væri maður
með sjálfum sér og bölvað eða sungið
upp úr eins manns hljóði.
En nú á líka að ráðast gegn þessu
athvarfi. Nú ætla þeir að setja svarta
kassa inn í sérhverja bifrelð og taka
upp hin mlnnstu hljóð, mæla hraða
og gott ef ekki hjartsláttinn og vind-
þemblnglnn i bílstjóranum! Menn
geta ekki einu sinni rifist almenni-
lega við kerlinguna i framsætinu eða
krakkana i aftursætinu öðru visi en
að ávarpa svartan kassa i ieiðlnni
svo stóri bróðir fái að fylgjast með
fjölskylduþrætunum. Kemur ekkl
næst að þvi að heilbrigðisyfirvöld
heimta svartan kassa inn á saiernin
til að telja hversu oft menn ganga
örna sinna? Og er ekki hægt að setja
svartan kassa inn i heilakvarnirnar
svo stóri bróðlr viti hvað maður er að
hugsa? Hvar endar þetta? Er
friðhelgi einkalifslns hvergi vlrt
nema i grafreitunum? Þarf maður
að vera dauður til að fá að vera i
friði? Ég bara spyr!
Dagfarl.