Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Side 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. MAl 1985.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Norðmenn ríkir
Samkvæmt tölum Alheimsbank-
ans eru Norðurlöndin, nema Is-
land, meðal 14 ríkustu þjóða heims.
Noregur er í sjötta sæti en Svíþjóð í
því sjöunda. Danmörk er í 11. sæti
en Finnland í því 14.
Sameinuðu arabafurstadæmin
eru í fyrsta sæti, með 21.340 dollara
þjóðartekjur á mann. Qatar og
Kuwait eru í öðru og þriðja sæti.
Þjóðartekjumar á mann í Noregi
eru 13.820 dollarar og í Svíþjóö
12.400 doliarar, samkvæmt tölum
frá 1983. Fyrir Island eigum við
bara tölur frá 1979, og þá voru
þjóðartekjurnar á mann 9.000
dollarar, eða um 360.000 krónur.
Fréttamenn kvarta
Fréttamenn og aðrir fræðimenn
kvarta æ meir yfir ritskoöun og
frjálslegri notkun leynistimpilsins
hjá Bandaríkjastjórn. Núverandi
stjóm Reagans hefur barist mjög
gegn upplýsingalekum. Frétta-
mönnum hefur oft þótt stjórnin
beita óþarflega hörkulegum
aðferðum við þá baráttu, og viljað
halda fullmiklu leyndu.
Stjómin segir að nauösynlegt sé
að halda vel á leyndarmálum til að
vemda þjóðaröryggi. Talið er að
stjórnin íhugi jafnvel að koma á
lögum umríkisleyndarmál, svipuð-
um þeim sem gilda í Bretlandi.
Þarlendir fréttamenn kvarta
einnig mikið yfir notkun leyni-
stimpilsins hjá íhaldsstjórninni
þar.
Tölvurískólann
Tölvukennsla á að verða skyldu-
fag í norskum skólum síöar á þess-
um áratug. Þar er þó ekki verið að
tala um kennslu á tölvur sem
slíkar, heldur á að nota tölvumar
til að kenna hefðbundiö námsefni.
Meðal þess sem á að kenna með
hjálp tölva eru saga, náttúrufræði
og norska. Tölvumar geta geymt
þvilíkt magn upplýsinga að kennsl-
an á aö verða mun auöveldari með
hjálp þeirra. Þegar hafa kennarar
tekið eftir því að tölvukennsla
getur hjálpað til viö kennslu allt
niður í átta ára gamalla barna. 13
ára gamlir krakkar sem áttu erfitt
með að tjá sig skriflega áttu miklu
auðveldara með að vinna með
tölvur.
Fómuöu sölumanni
Indverskir ættbálkamenn drápu
20 ára gamlan farandsölumann í
fórnarathöfn nýlega. Indian Ex-
press dagblaðiö segir frá þessu.
Sölumaðurinn ætlaði að selja
þorpsbúum hnifapör og annað
slíkt, en var í staðinn fómað í
trúarathöfn. Þegar sölumaðurínn
kom ekki til baka fóru 20 starfs-
bræður hans á vettvang til aö leita
hans. Þegar þeir komu í þorp ætt-
bálkamannanna komust þeir að
hinu sanna. Þorpsbúar tóku nokkra
sölumannanna höndum, en aörir
komust til bæjar og sögðu lögreglu
frá fórninni.
Strayhefuráhyggjur
Utanrikisráðherra Noregs, Sven
Stray, benti nýverið á að með inn-
göngu Portúgals og Spánar í Efna-
hagsbandalag Evrópu verða
Noregur, Island og Tyrkland einu
NATO-löndin sem ekki em í banda-
laginu. Hann sagði að nú væri farið
enn frekar að tala um Evrópu-
bandalagslöndin sem Vestur-
Evrópu.
Fríverslunarbandalagið EFTA,
sem Noregur og Island eru í, væri
nú enn frekar samband þróaðra
smárikja í Evrópu. I ræðu sinni í
norska Stórþinginu sagði Stray að
þetta gæti skapað utanríkispólitísk
vandkvæði fyrir Noreg.
ROCKALL ER HLUTIAF
LANDGRUNNIFÆREYJA
— segja Danir, sem birta nú efnisatriði tilkalb síns ti!300þús. ferkm svæðis
alþjóðalaga skal finna lausn á landa- oglandannaíkringmeösamningimilli
mærum landgrannsins milli Færeyja Danmerkuroglandannaíkring.”
SAKHAROV EKKIÚR LANDI
þeir efnisatriði tilkalls síns. Þetta hafa
Bretar og Irar einnig gert, en ekki
Islendingar.
„Svo snemma sem á miðjum
áttunda áratug lýstu Bretland og
Irland yfir tilkalli þeirra til hluta af því
svæði sem samkvæmt dönsku áliti er
hluti af landgranni Færeyja,” sagði í
yfirlýsingu Danastjórnar.
.ySamkvæmt almennum reglum
Frá Jóni Einarl Guðjónssyni, fréttarit-
ara DV í Osló:
Ekkert virðist hæft í fréttum um að
Sovétmenn ætli að leyfa Sakharov-
hjónunum að flytja úr landi. Norska
útvarpið kom meö þessa frétt í gær
eftir ónefndum heimildarmönnum.
Fréttaritari norska útvarpsins í
Moskvu hafði síðan eftir öðram
heimildarmönnum í Moskvu að ekkert
væri hæft í fréttinni. Fréttaritarinn
sagði heimildir sínar áreiðanlegar.
Stjórnvöld höfðu þó gert öryggis-
ráðstafanir á Fornebu flugvelli til að
taka á móti hjónunum. En samkvæmt
fyrri fréttinni áttu Sakharov-hjónin að
koma til Noregs. Þeim átti að hafa
verið gefið brottfararleyfi í tilefni af 40
ára afmæli sigursins yfir nasistum.
Verkfallið í Svíþjóð:
Stjórnin
aðhefst
ekkert
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit-
ara DV í Lundi:
Olof Palme, forsætisráöherra Svía,
ítrekaði í gær að ríkisstjórnin hygðist
ekki stööva verkfall opinberra starfs-
manna með lagasetningu.
„Kröfur verkfallsmanna eru út af
fyrir sig réttmætar, en stundin til að
setja þær fram er ranglega valin,”
sagði Palme í gær.
Hann sagði að deilan yröi að leysast
við samningaboröiö og hét á samnings-
aðila aö leggja sig fram við að finna
lausn á deilunni.
Sá hluti opinberra starfsmanna sem
hóf verkfall 2. maí síðastliöinn heldur
því fram að þeir hafi á síðastliðnu ári
dregist aftur úr í launum miðað við
aðra starfsmenn þess opinbera og
krefjast leiðréttingar á því. Ríkis-
stjórnin hefur lofað þeim leiðréttingu á
næsta ári en segir að verði gengið að
kröfum þeirra nú sé 3% verðbólgu-
markið fokið út í veöur og vind.
Verkfallið er fariö aö hafa umtals-
verð áhrif. Allt innanlandsflug liggur
niðri, útflutningur hefur nær algjör-
lega stöðvast, fjölmörg pósthús era
lokuð svo og margir barnaskólar og
dagheimili.
Danir lýstu yfir tilkalli sínu til
300.000 kílómetra svæðis á Færeyja-
Rockall hásléttunni í gær. Tilkallið
byggist á nálægð Færeyja og Rockall,
sem er klettur í Atlantshafinu á milli
Islands og Bretlandseyja.
Aður hafa Bretar, Irar og
Islendingar lýst yfir eignartilkalli sínu
til klettsins.
I skjalinu sem Danir birtu útlistuðu
Þjóðhatjumar tvœr, Hanna og Elisabath, koma til Noregs eftir sigurinn mikla i Gautaborg. Nsast fara þor
til Bretland* f söngfarflalag, sagir fréttaritari DV sam þakkir Hönnu val.
Allir vilja
söngvakeppni
Frá Jðnl Einar Guðjónssyni, fréttarit-
ara DVI Osló:
Sigur Bobbysocks stelpnanna í
Evrópusöngvakeppninni og sú kvöö að
keppnin skuli næst fara fram í Noregi
hefur hleypt nýju lífi í áframhaldandi
ríg milli bæja í Noregi. Nú vilja þeir
allir fá að halda keppnina að ári.
Sem dæmi um þennan ríg má nefna
að þegar ákveðið var að bæta við rás-
rás 2- á útvarpinu hlupu þegar upp
miklar illdeilur milli þeirra bæja sem
vildu hýsa rásina. Þessar illdeilur
stóðu í fimm ár þangað til ákveðið var
að höfuðstöðvar rásarinnar væri best
að hafa í Þrándheimi.
Þá haföi rifrildið gengið í svo langan
tíma að ekki var einu sinni hægt aö
byrjaaðsenda út.
Nú hafði rifrildið gengið í svo langan
tíma að ekki var einu sinni hægt að
byrja aö senda út.
Nú hafa þeir undanfariö rifist yfir
hvar rás 2 á sjónvarpinu skuli vera
staðsett. Það rifrildi byrjar jafnvel
áður en búið er aö ákveða hvort bæta
skuli annarri rás við.
Og svo strax sömu nótt og stúlkumar
tvær unnu Evrópusöngvakeppnina
byrjuðu hinir ýmsu bæir að lýsa yfir
því að sjálfsagt væri að keppnin yrði
haldin hjá þeim.
Þeir bæir sem aðallega berjast um
hituna era Þrándheimur, Tromsö,
Lillehammer, Björgvin, Stavanger,
Osló og Drammen.
Aðalvandamálið er að finna nú nógu
stórt hús undir keppnina og nógu mörg
hótel fyrir öll þau hundruð manna sem
koma til að vinna í kringum keppnina.
John Teigan, sem hfur náð þeim ein-
staka árangri að taka þátt í keppninni
og fá ekki eitt einasta stig, hefur komið
með tillögu um lausn vandans. Hann
vill, að hætti Salomons, að keppninni
verði skipt á milli bæjanna. Helmingur
keppenda syngi í Björgvin, hinn
helmingurinn í Kristjanssund, kynnir-
inn verði í Björgvin, hljómsveitin veröi
í Osló, kórinn verði í Þrándheimi, og
blaðamönnunum verði dreift um Nor-
eg svo þeir fái að kynnast landinu.
Félagar í tannlæknafélaginu dragi I
riðlana.
Það eru auðvitað dagblöðin sem
magna deilumar og egna bæjarbúa til
að gefa út stóryrtar yfirlýsingar um
ágæti sinna bæja, enda slíkar illdeilur
ágætis söluvara. Blöðin munu líklega
geta lifað gúrkutíma sumarsins á
þessu máli, því ákvörðun um hvar
keppnin mun fara fram kemur ekki
fyrr en 20. október.
Englr skógar
íVíetnam?
Ef svo fer sem horfir verða engir
skógar í Víetnam árið 2.000. Þetta
land, sem einu sinni var þekkt fyrir
þykka frumskóga sem ógnuðu
bandarískum hermönnum, á við
mikla skógeyðingu að stríða.
Bandaríkjamenn eyddu geysilega
miklu magni skóga með úðun gróður-
eyðingarefna þegar þeir vora að
reyna að svæla skæraliða Víetkong
úrfylgsnumsínum.
Ekki hefur nú tekið betra við.
Vegna mikillar fólksfjölgunar hefur
orðiö að ryðja mikið magn trjá-
gróðurs. Einnig er mikill gróður
notaðuríeldivið.
Minna en 23 prósent landsins eru
skógi vaxin í dag. Arið 1943 voru þaö
44 prósent.