Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Side 10
10 DV. MIÐVIKUD AGUR 8. MAI1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd vera viðbúin” Það er ekkert leikfang sem hún Sara, 19 ára gömul, heldur á. Herskylda er eins sjálfsögð í ísrael og sumarvinna unglinga á íslandi. Um þessar mundir hörfar ísra- elsher sem fljótast frá óeirða- svæðum Libanons sem hann hefur hersetið í tæp þrjú ár. Þessi her hefur lengi verið talinn sá harðskeyttasti i heimi. Þessum her var komið á fót eftir að Ísraelsríki var stofnað 14. maí 1948. Þessi her hefur barist gegn óvinum israels sem umkringja þetta heimaland gyöinga, israel. Hann barðist gegn Egyptum árið 1956. Herinn barðist aftur gegn aröbum 11 árum síðar, í sex daga stríðinu, og tók þá Ga/a- landræmuna frá Egyptum, Gólan-hæðirnar frá Sýrlendingum og Vesturbakka Jórdanárinnar frá Jórdönum. Aftur barðist hann gegn Egypt- um og Sýrlendingum þegar þessi lönd réðust á israel og hófu Yom Kippur striðið. Eins og alltaf áður, fór ísraelsher með sigur af hólmi. Enn i dag stendur þetta lið yfirburöahermanna vörn um ísrael. En hvaða her er þetta sem sigrar svona andstæðinga sína hvað eftir annað? Jón Karl Heigason, blaöamaður DV, var á ferð i ísrael nýlega og hitti einn af þessum útvörðum israels að máli. I hinum nýja bæjarhluta Jerúsa- lem liggur hellulögð göngugata. Þeg- ar veðriö er upp á sitt besta streymir ungt fólk niður þessa götu, fyllir kaffihúsin samræöukliði og setur sterkan svip á bæjarlífið eins og æskulýði er gjamt. En ekki er þorri þessa fólks áhyggjulausir stúdentar að svíkjast undan heimanáminu eins og íslenskir jafnaldrar þeirra, heldur grænklæddir hermenn í leyfi. I stað skólabóka bera þeir skotvopn. Þaö tók sinn tíma að venjast hin- um hlöðnu vélbyssum hvert sem leið nunns lá um Israel; í kjöltu sessu- naitar í langferðabifreið, jafnvel í bíó I því augnamiði að kynnast því eil tið hvemig Israelsmanni líður meöan hann gegnir skyldu sinni við föðurlandið, átti ég tal við nítján ára hdrmann, stúlku. Viðmælandi minn heitir Sara en viðstaddur þessa eftir- .niðdagsstund sem viðtalið átti sér stað var vinur hennar, Shai, en það eru sjö mánuðir þar til hann verður kvaddur í herinn. Sara var ögn feim- in í byrjun, kunni ilia við upptöku- tækiö sem gleypti samviskusamlega þaö sem sagt var. Þegar leið á spjall- ið hvarf óframfærnin og í ljós kom venjuleg stúlka, að því marki sem hægt er að ákveða hvað hugtakið venjulegur merkir. Andlegt álag Sara byrjaði á því að fræða mig um í hverju herskyldan væri fólgin. AUir ísraelskir ríkisborgarar að und- anskUdum aröbum em kvaddir tU að gegna herþjónustu að loknu skyldu- námi um átján ára aldur, konur í tvö ár, svo fremi þær séu ógiftar, og karlar í þrjú ár. Finnast þess fá dæmi nú á dögum að þjóð nýti svona krafta beggja kynja, ef þá nokkur. Herþjónustan hefst meö vissri grunnþjálfun sem er erfiðari fyrir karla en konur. Eru karlmennimir flestir þjálfaðir til að berjast og eyða drjúgum tíma í Uði Israelsmanna í Líbanon. Kvenfólkið lærir á vopn en er ekki búiö undir að berjast í stríði. Undir þeirra verkahring feUur eink- um skrifstofuvinna, talstöðvasam- skipti og ýmis bakvarðastörf. Þó að þær séu ekki undir sama Ukamlega álagi og karlmennimir er andlegt álag vissulega fyrir hendi. Herinn sér fólki fyrir fæði, klæði og húsnæði. Utborguö laun Söm nema nálægt 30 US$ á mánuði. Kvað hún nokkum mismun vera á launum eftir því hvar herstöð manns væri staðsett; hún fengi t.d. greitt aukalega því herstöð hennar er í grennd við arabaþorp. „Eg er ekki heppin,” sagði Sara, er ég spuröi hana hvort hún gegndi góðu starfi. Herstöðin er fjarri heim- ky nnum hennar, starfið kannski ekki svo ólíkt því aö vinna á skiptiboröi fyrirtækis nema hvað mikU leynd hvílir yfir öUu. „Ef ég væri ekki í hernum,” sagði hún, „sinnti ég aldrei svona starfi.” Helgarleyfi eru gefin að meöaltali þrisvar í mánuði en það getur þó farið að nokkru eftir duttlungum yfirmannanna. „Hvað Ukar þér verst?” spurði ég og svariö var ákveðið: „Þegar þeir skipa manni fyrir. Ef maöur stendur sig ekki þá er manni stungið inn í fangaklefa,” sagði hún enn fremur, er ég minntist á hvort aginn væri strangur. Hún hristi hins vegar höf- uðið við næstu spumingu, henni hefði sko aldrei verið stungið inn fyrir slæma hegðun. En Sara kunni ekki vel við sig. „Þeir gera ekkert fyrir mann,” sagði hún og átti við yfir- mennina. „Mig langaöi aldrei í her- inn og áður en ég fór sagðist ég ekki ætla, sama hvað tautaöi og raulaði. Ég grét sáran, maður er tekinn í tvö ár og fær engu ráðið. Þetta er nokkuö sem maður verður að gera.” Shai sagði karlmennina geta átt von á því að vera vaktir upp um miðjar nætur og skipaö aö hlaupa óraveg með þunga byrði. Þjálfun þeirra miðaði að því að brjóta þá nið- ur og byggja síðan þannig upp að ekki væri hægt að brjóta þá niöur aft- ur. Sagt er að þeir fari drengir í her- inn og komi fulltíða til baka. Þegar ég spuröi Söru hvort henni fyndist hún hafa breyst mikið, sagðist hún hegöa sér öðruvísi í hemum en þegar hún væri heima. Henni fannst hún hafa þroskast. Þegar ég tók mynd af Söru í her- klæðunum fyrir þetta viðtal nokkr- um dögum áður, skildist mér að hún væri ekki ýkja hrifin af einkennis- búningnum. Ég innti hana eftir þessu. Hún sagði að sér hefði þótt búningurinn í lagi í fyrstu en þar sem þetta væru vinnufötin sín þá væri hún fegin að skipta um. Shai skaut því inn í að flestir væm spenntir fyrir aö komast í búninginn í fyrsta skipti og — Sara, 19ára ísraelskur hermaður, íviðtali við DV vígjast inn í þennan áberandi græn- klædda hóp en eftir suttan tíma yrði fólk dauðleitt. Hann sagði að nokkur álitsmunur ríkti eftir því hvar í hern- um maður væri; ungar stúlkur litu t.d. hýrara auga til fallhlífarher- manna, sem auökenndir era af rauð- um skófatnaði, en til óbreyttra. Þannig hefði búningurinn gildi. Sara var ekki alveg á sama máli en sposk- ur svipur hennar staðfesti þetta að einhverju leyti. Engín von Ég spurði Söru hvort henni þætti ástandið liggja þungt á sér. „Ég er hrædd,” svaraði hún, „það er alltaf hætta á því að maður verði drepinn. ” Hún sagði að fyrir stuttu hefði verið ekið á hermann í grennd við herstöð hennar. Hann var skorinn á háls og vopn hans og búningur tekin. Þetta er ekki einsdæmi og ein ástæða þess að hermenn þurfa sífellt að bera vopn. Þeim er lika ráðlagt aðferöast ekki einir á puttanum. „Ég er sér- staklega hrædd við byssuna. Arab- amir vilja fyrst og fremst ná henni og vinna mér mein.” Aöspurð sagðist Sara eiga mjög erfitt með að hugsa sér að hún gæti notað byssuna gegn einhverjum. „Ef reynt yrði að drepa mig verðist ég, en ég held aö ég væri ekki tilbúin til að drepa. Mér liði ábyggilega illa á eftir.” Hún sagðist samt ekkert geta fullyrt, viðbrögöin eru ófyrirsjáanleg. Söru geðjaðist ekki að þessu valdi, að geta svipt aðra lífi. Hún vonaði bara að þurfa aldrei að beita því. Engu að síður er grunnt niður á fræ hatursins sem áratuga blóðbað hefur sáð í hjörtu flestra gyðinga í Israel, „þegar ég frétti af drápum araba á gyðingum langar mig helst að drepa alla ar- aba.” Hvoragt þeirra trúði á betri tíð. „Allar mæður segja við börnin sín að þær voni að þegar þau nái herskyldu- aldri þurfi þau ekki aö berjast, en ekkert breytist. Kannski breytist eitthvað eftir tvö þúsund ár,” sagði Shai en taldi fráleitt að veröld okkar entist svo lengi. „Israel er umkringt arabalöndum sem vilja leggja landið í auðn og okkur verður aldrei unnt að hætta baráttunni. Viö þurfum alltaf að vera viðbúin. Þegar Yom Kippur stríðiö hófst 1973 vorum við ekki til- búin og viö töpuðum næstum því stríði.” Skrítin þótti þeim sú stefna Islend- inga að hafa engan her. „Hvað gerist ef einhver ræðst á ykkur?” spurði Shai. Ég útskýrði aö við værum í hemaðarbandalagi og hefðum amer- íska herstöð á landinu. Þeim fannst ég heppinn að þurfa ekki að gegna herþjónustu en Shai lýsti yfir efa- semdum um að rétt væri að treysta á einhvem skriflegan samning. Þau álitu að allar þjóðir þyrftu að hafa eigin her til þess að verja sig. Ég sagði að mér þætti mjög erfitt að setja mig í þeirra spor og sætti mig mjög illa við aö vera skyldaður til drápa. „Gakktu í ísraelska herinn,” sagöi Sara, „og það er gott fyrir Isra- el.”, ,En heldur þú að það sé gott fyr- ir mig?” spurði ég og hún svaraði hikandi: „Já, vegna raynslunnar, þú lærðir ýmislegt. Allir í Israel verða að ganga í herinn. Manni fellur það illa en það er ekki annarra kosta völ.” Shai bætti við: „Það er hábölv- að að vera í hemum en þaö er bölv- aðra að fá arabana yfir sig. Þetta kann að líta skringilega út í þínum augum, en við þekkjum ekkert annað líf.” Þótt þau segðu það ekki berum orðum mátti líka finna að eitthvað rótgróið ættjarðarstolt sætti þau við hið tímabundna ófrelsi, stoltið yfir að gegna skyldu sinni, þótt óljúf væri. Skjól í ástinni Þegar ég spurði Söra hverjir væra ljósustu punktarnir í tilverunni roðn- aði hún lítið eitt og svaraði: „Dave.” „En það er ekkert jákvætt við her- inn. Heimferðarleyfin eru best. Mamma stjanar þá við mig og áður fyrr var það Dave en hann er farinn heim til Bretlands. Nú era það bréfin hans.” Sara á enn eftir að vera ellefu mánuði í hemum. Svo lengi sem hírn er ógift þarf hún að gegna herþjón- ustu einn mánuð á ári í framtíð- inni og karlmenn þurfa þess ófrá- víkjanlega fram á miðjan aldur. Framtíðin er óljós. Til þessa hafa það verið skyldur einar, fyrst skól- inn, síðan herinn. Sara sagði sig langa til aö gera svo margt. „Loks þegar maður er frjáls getur maður gert það sem mann langar til. ” Ég slökkti á mettu upptökutækinu og lofaði að senda Söra viðtalið ef það mundi birtast í blaðinu þama norðurviðheimskautsbaug. „Enþaö er ekki víst að ég verði héma eftir að ég losna úr hernum,” sagði hún að lokum með glampa í augum, „kannskifer ég tilBretlands.” „Þurfum alltaf að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.