Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Síða 16
Spurningin
Fylgdist þú með söngva-
keppni sjónvarpsstöðva í
Evrópu síðastliðinn laug-
ardag?
Gunnhildur Jónsdóttir:
Já, ég gerði það. Eg er mjög ánægð
fyrir hönd Noregs, fannst vinningslag-
ið sæmilegt. Annars eru lögin í keppn-
inni ekki fyllilega í takt við tímann.
Rannveig Haraldsdóttir afgreiðslu-
stúlka:
Eg mátti ekki vera að því að fylgjast
meö keppninni í ár en ég er fylgjandi
því að við Islendingar tökum þátt í
henni ef við höfum efni á því.
Guðrún Gunnarsdóttir afgreiðslu-
stúlka:
Já. Mér fannst hún ágæt og vinnings-
lagið hressilegt. Við eigum tvímæla-
laust að vera með að ári.
Guðbjörg Gísladóttir starfsstúlka:
Já, og fannst hún skemmtileg. Það
voru mörg góð lög í keppninni og
persónulega fannst mér lagið frá
Austurriki bera af.
Arnar Simonarson fiskvinnslumaður:
já, hún var mjög góð. Eg er hiklaust á
því aö viö Islendingar tökum þátt í
keppninni næsta ár.
Jónas Ásbjörnsson sölumaður:
Já. Keppnin var ágæt skemmtun. Mér
fannst írska lagið best.
DV. MIÐYIKUDAGUR 8. MAI1985.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
LAUNAMÁL VERK-
TAKAFYRIRTÆKJA
Kristinn Snæiand skrifar:
Síðastliðið ár hefur nokkuö borið á
væringum innan Verktakasambands
Islands. Hverjar ástæður deilna þar
eru skal ekkert sagt um hér annað en
það að meöal verktaka eru aðilar
sem bjóða svo niður verk að ríkiö eða
aðrir útboðsaöilar fá verkin unnin
fyrir tæplega helming áætlaðs kostn-
aðar. Oánægjan hefur haft í för með
sér úrsögn Hagvirkis hf. úr Verk-
takasambandinu. Orsögn Hagvirkis
hefur fylgt að ráðamönnum þar
verður tilefni til sérstakrar gagnrýni
á Istak, Islenskt verktak hf. Ekkert
get ég sagt um ágreiningsefni þau
sem þarna eru á ferðinni en Hagvirk-
ismenn láta jafnan fylgja í niörandi
tón að ISTAK sé í eigu erlendra aðila.
Nú skal því ekki neitaö aö Phil og sön
í Danmörku munu eiga hlut í ISTAK.
Hitt ætti að vera Hagvirkismönnum
umhugsunarefni að þekkt er að
kjarasamningar hafa veriö svo hag-
stæðir hjá ISAL sem er einvörðungu í
eigu erlendra aðila að verkalýðsfé-
lög keppast hvarvetna við stóriðju á
Islandi að ná „ISAL” samningum.
ISTAK, sem er hins vegar aöeins að
hluta í eigu erlendra aðila, hefur
einnig greitt sínu fólki laun, sem eru
það ég best veit mun hærri en al-
mennt gerist í verktakaiðnaði. Auk
þess greiðir fyrirtækið verkamönn-
um, bílstjórum og vélavinnumönn-
um mun hærri laun en almennt heyr-
ist að gert sé í þeim störfum. Af viö-
ræðum minum við bílstjóra hjá verk-
tökum, m.a. Hagvirki, virðist mér
ljóst að meginmunurinn á því að
starfa hjá Hagvirki eða ISTAK felist
í því að viö sem störfum eða störfuð-
um hjá ISTAK bárum mun meira úr
býtum á tímann en félagar okkar hjá
Hagvirki.
Bílstjórum hjá Hagvirki og reynd-
ar einnig ráðamönnum fyrirtækisins
til fróðleiks skal þess getið að þegar
ég hætti hjá ISTAK (sem bíistjóri)
eftir aðeins 8 mánaða starf þann 10.
mars sl., voru tímalaun min 104,09 á
tímann í dagvinnu að viðbættum bón-
us sem var 12 til 15 kr. á tímann. Lág-
markslaun min sem bíistjóra hjá
ISTAK voru þannig 116 kr. á tímann.
Vegna þeirra launa, sem mér skilst
að séu greidd hjá Hagvirki, óska ég
starfsmönnum þess fyrirtækis til
hamingju, ef þeim tækist að fá sína
ráðamenn til þess að selja útlendum
aöilum verulegan hluta fyrirtækis-
ins.
Til félagsmálaráðherra:
HVENÆR
FÁUM VIÐ
LÁNIÐ?
Elín Albertsdóttir skrifar:
Mitt í öllum umræðum um húsnæðis-
vanda ungs fólks hefur algjörlega
gleymst aö minnast á alla þá sem bíða
og hafa beðið lengi eftir húsnæðislán-
um. Þess vegna langar mig að spyrja á
opinberum vettvangi hvenær úthlutun
þeirra lána, sem sótt var um í byrjun
júlí á síðasta ári, fer fram. Svarið
sparar sjálfsagt mörg símtölin til
stofnunarinnar.
Þá má minna á að margir hafa þurft
að taka bankalán upp á þetta væntan-
lega húsnæðislán, endalausar fram-
lengingar á þeim lánum eru ekkert
gamanmál fyrir þá sem þurfa að
standa í þeim. Þá get ég einnig sagt að
það var í byrjun september sl. sem ég
fékk svar frá Húsnæðisstofnun um að
lánið hefði verið samþykkt. Nú er ég
hins vegar orðin leið á að heyra ekkert
meira.. .
Sigurður Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar:
Okkur er vitaskuld ljóst að þetta er
búið að dragast allt of lengi. Það er
unniö aö undirbúningi þess að útborg-
un geti farið fram en því miður er ekki
hægt að segja til um dagsetningu enn-
þá.
Vinnubrögð
bankaráðs-
manna
fordæmd
Skattgreiðandi skrifar:
Aliur almenningur fordæmir furðu-
leg vinnubrögð bankaráðsmanna er
þeir samþykktu bílastyrki til banka-
stjóra aö upphæð 450 þúsund krónur á
ári, vísitölutryggt. Þetta er slíkt regin-
hneyksli að það er skýlaus krafa al-
mennings að bankaráðsmennirnir segi
tafarlaust af sér. Á sama tíma og
bannað er með lögum að tryggja
verkamanninum mannsæmandi laun
rétta þessir bankaráðsmenn banka-
stjórum þreföld verkamannslaun á
silfurfati. Bankastjórar eru með hæstu
laun 80—100 þúsund krónur á mánuði
og eiga enga bílastyrki að hafa.
Bankaráösmenn hafa brugöist því
trausti sem þeirn var sýnt og eiga hik-
laust aö segja af sér. Ef þeir vilja
halda í þennan bitling á ráðherra
bankamála að taka af skarið og gefa
þeimfrí.
Það bragða væntanlega margir undir aig betri fœtinum i sumar og ferðast hér heima eða erlendis.
GOn FERDABLAÐ
Ferðakona skrifar:
Ég mátti til með að setja á blað
nokkrar línur til DV, eftir að hafa
lesiö rækilega ferðablaöið sem út
kom með DV, sl. miövikudag.
Ferðablað þetta er sérstaklega vel
unnið og vandað aö þaö langbesta
sem ég hefi lesið um ferðamál í dag-
blööum. Mætti þar margt upp telja
sem er mjög gott og fróðlegt, en ég
vil þó einungis geta um eitt, en það er
ferðasaga sem er skráö eftir Jónu
Gísladóttur um ferð hennar og eigin-
manns hennar til Italíu sumarið 1983.
Eg hefi sjálf farið á þennan staö og
í þær ferðir sem Jóna getur um og
það var mér mikil upplifun að lesa
frásögnina. Eg bókstaflega lifði upp
mína ferð og hygg að svo hafi verið
um fleiri sem lásu frásögnina. Eg vil
hrósa Jónu fýrir nákvæma lýsingu
og skemmtilega frásögn og gæti ég
tekið undir allt sem Jóna segir, en
lætþetta nægja.
Eg vil beina því til ritstjómar DV
að birta í blaöinu meira af svona lif-
andi efni, en ég held að lesendur hafi
mjög gaman af svona frásögnum.
Mlkll um-
skipti hafa
átt sér stað á
efri vellinum
I Laugardal
siðan þessi
mynd var
tekin.
Takk fyrir gervigrasið
Knattspymuunnandi hringdi:
Mig langar til að þakka iþróttayfirvöldum fyrir gervigrasvöllinn I
Laugardal. Það hefur sýnt sig é fyrstu leikjunum I Reykjavikurmótinu
að með velllnum féum við betri knattspymu.
íslendingar:
SÝNIÐ
NÚLIT
Þrjár konur á Höfn í Hornafirði höfðu
sambaud:
Við erum alveg hissa á því að ekki
skuli enn vera búið að leysa íslenska
fangann á Malaga út. Nú eru Is-
lendingar þekktir fyrir söfnunargleöi.
Við skorum því á verslanir að láta
bauka liggja frammi fyrir samskot til
fangans. Peningana er síðan hægt að
senda á DV. Þetta eru nú ekki nema
100 þúsund krónur sem þarf til að leysa
manninn úr prísundinni. Við skorum á
fólk að sýna lit og hjálpa manninum,
þetta er nú einu sinni landi okkar.