Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Qupperneq 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR8. MAl 1985. Útlönd fyrir 40 árum Útlönd fyrir 40 árum Útlönd fyrir 40 árum STRIÐSLOKIEVROPU Stríðinu hefði átt að vera löngu lokið áttunda maí fyrir 40 árum. Stríöslokin voru líklega ráðin eftir innrás banda- manna i Norður-Afriku, síöla árs 1942. Ef ekki þá eftir sigur Sovétmanna við Stalíngrad 1943. örugglega eftir innrásina í Normandí og frelsun París- ar sumarið 1944. Rétt fyrir jól 1944 gerðu Þjóðverjar gagnsókn sem kostaði 181.000 manns lífið. Hún mistókst að lokum og Banda- ríkjamenn flæddu yfir Rín í mars 1945. Sovétmenn tóku Vín 13. apríl. Daginn áöur hafði Elanor Roosevelt sent eftir Harry Truman varaforseta. „Harry, forsetinn er látinn,” sagði hún honum. Hitler í byrginu Joseph Göbbels, áróöursmeistari Hitlers, sagði foringja sinum fréttim- ar. Þá var Hitler í neðanjarðarbyrgi sínu við kanslarahöllina. Þar hafði hann verið síðan i janúar. Eftir að hann fór niöur í byrgiö sá hann ekki sólina framar í lífi sinu. I grámáluöu byrginu voru 30 her- bergi. Um 500 manna starfslið var stöðugt á þönum miili byrgisins og kanslarahallarinnar. Hitler var í hræðilegu líkamlegu ástandi. Hann skalf óstjómlega og höfuð hans vaggaði undarlega. Hann var heymardaufur eftir sprengjuárás byltingarmanna innan hersins í júli árið áöur. „Hann leit út eins og maöur sem hefði veröldina á herðum sínum,” sagði læknir hans sem var með honum til endalokanna og er enn á lífi. Apríl: Mistök Eisenhowers Um miðjan aprílmánuð höfðu 2,5 milljóna manna hersveitir Rauða hers- ins komist alla leið að ánni Odru, sem er aöeins um 50 mílur fyrir austan Berlín. Níundi herinn bandaríski var næstum kominn að Saxelfi, sem er jafnlangt vestur af Berlín. Við höfuðstöðvar sínar nálægt Sax- elfi vann William Simpson hershöfö- ingi aö áætlun um hertöku Berlínar. Herir hans gátu að hans mati keyrt eftir hraðbraut beint til Berlínar enda lítilmótstaða. En þá bárust honum skilaboö frá Omar Bradley hershöfðingja. „Þú getur ekki farið lengra. Þú verður að fara til baka yfir Saxelfi,” sagði Brad- ley. Það var skipun frá Eisenhower hershöfðingja. Eisenhower viöurkenndi aldrei að þarna heföi hann gert mistök. Honum fannst mikilvægara að taka aðra staði fyrst áður en hann þynnti út heri sína með f ramsókn til Berlínar. 25. apríl: Herirnir mætast Bandarískir og sovéskir hermenn hittust fyrst rétt eftir hádegi 25. april. Það var Albert Kotzebue liðsforingi sem kom auga á hermenn sem honum sýndust vera rússneskir. Hann var þá við Saxelfi, kominn miklu lengra en hann mátti fara. Hann stal báti og reri yfir ána og hitti þar þrjá sovéska her- menn. En þegar Kotzebue sagði aðal- stöðvum sínum frá fundinum fékk « kSimSm Sovóskur hermaður veifar fána lands sfns fró þaki þingbyggingar- innar I Berlfn f maf 1946. hann bara skammir fyrir að hafa farið of langt. Heiðurinn fyrir fyrsta sam- fundinn fékk svo liösforinginn William Robertson. Hann gaf Sovétmönnum merki um þjóðemi sitt með því að veifa bandarískum fána sem hann bjó til úr laki sem hann stal úr apóteki. Þýskalandi haföi veriö skipt í tvennt. Robertson var hækkaöur í tign. Kotze- bue fékk ekkert. Það tók Sovétmenn 10 daga að um- kringja Berlín. Þegar þeir höfðu komið fallbyssum sínum í stöðu hófu þeir geysilega sprengjuárás á borgina. Alls notuöu þeir 42.000 fallbyssur og 6.000 skriðdreka til þess. Sprengikúlumar sprungu að meðal- tali á fimm sekúndna fresti, í kringum þinghúsið og kanslarabygginguna. Keisarahöllin var sprengd í loft upp. Pólitísk ólga á sigur- deginum í Danmörku Frá Kristjáni Arasyni, fréttarltara DV í Kaupmannahöfn: Mikil hátíðarhöld voru í Danmörku síðustu helgi i tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá því aö danska þjóðin losnaði undan hemámi Hitlers- Þýskalands. Kertin voru látin loga i gluggum og flaggað var í fulla stöng. 1 flestum bæjum og borgum Danmerkur voru haldnir útifundir og hátíðar- samkomur. Lítið lært Minntust menn hernámsáranna og þeirrar skelf ingar sem þeim fylgdu. Ohjákvæmilega litu margir um Öxl og gáfu þeim gaum, hvaða lærdóm menn hafa dregið af heimsstyrjöld- inni sem umturnaði svo rækilega öllum mannlegum gildum og verðmætum. — Var það mat margra að þaö vígbúnaðarkapphlaup, sem nú geisar milli stórveldanna, benti síður en svo til þess aö menn hefðu látið sér þessa reynslu að kenningu verða. I Kaupmannahöfn var haldinn úti- fundur á Ráðhústorginu og mættu um 20 þúsund manns á hann. Mikil stemmning rikti á fundinum og báru fundarmenn friöarkirtla. Aðalræðu fundarins flutti Poui Schlúter for- sætisráðherra og hvatti hann dönsku þjóðina til samheldni og umburðar- lyndis. Lagöi hann sérstaklega áherálu að standa þyrfti vörö um lýðræðið og þaö þýddi að minnihlut- inn yrði aö lúta meirihlutanum. Óánægðir með Schluter Eins og frara hefur verið komiö í fréttum voru ekki allir fundarmenn ánægðir með ræöu Schliiters né nær- veru hans á fundinum. Bentu menn á að vegna einarðrar afstöðu Schliiters ‘ með NATO gæti hann engan veginn talíst málsvari friöarboöskapar. Einnig vefengdu margir fundar- menn lýðræöiskennd SchlUters þvi að fyrir stuttu stóð hann fyrir laga- setningu sem bannaði öll verkföll næstu tvö árin. — Þaö sama geröu nasistar á hemámsárunum i Dan- mörku. Að auki gagnrýndu margir skiinings SchlUters á umburðar- lyndi. Því aö á síðustu mánuðum hefur æ fleiri pólitískum flótta- mönnum verið snúið frá dönsku. landamærunum. Var, þaö mat manna að þessi þróun bæri frekar vott um kynþáttahatur og fordóma heldur en umburðarlyndi og náunga- kærleik. — Þess ber að minnast í þessu sambandi að tugir þúsunda Dana flúðu sem pólitískir flóttamenn undan ofsóknim nasista til Svíþjóðar og annarra landa á styrjaldarárun- um. Það var því kurr í mörgum f undar- mönnum þegar Schlúter hóf ræðu sína og innan skamms var gerður aðsúgur og hróp aö honum. Rotnum tómötum, eðlum og fúleggjum og ööru lauslegu var látiö rigna yfir hann og reyksprengjur voru sprengdar. — Með aðstoð lög- reglunnar tókst Schlúter þó að ljúka ræðusinni. Að öðru leyti fór fundurinn vel fram. Vinstri öflin hættuleg lýðræöinu Þótt andstæðingar Schlúters og rikisstjórnarinnar hafí látið nokkuö aö sér kveöa í tilefni þessarar há- tíðar voru þeir þó ekki einir um það. Þannig hélt íélag ungra íhalds- manna landsráöstefnu þessa sÖmu helgi. Meðal annars ályktuöu þeir aö innrás nasista i Danmörku hefði nær einungis verið sósíaldemókrötum aö kenna. Töldu þeir að enn í dag væri lýðræðinu og þar með friönum hætta búin af vinstri öf lunum í landinu. En ekki voru öll hátíöarhöldin jafn- pólitískt lituð og að framan getur. TU dæmis lagöi Ingiríður drottningar- móðir blómsveig að minnismerki um þá sem féUu fyrir hendi nasista og í Álaborg var opnaöur nýr garður í minningu þeirra 138 borgarbúa sem nasistar myrtu. I tUefni hátíöarhald- anna var sex þúsund fyrrum féiögum úr dönsku andspyrnuhreyfingunni veitt viöurkenning fyrir starf þeirra í þágu þjóöarinnar. Andspyrnuhreyfingln — Þess ber aö minnast að starf dönsku andspymuhreyfingarinnar var miklum erfiðleikum bundið. A fyrstu árum stríðsins starfaði hún í óþökk ríkisstjómar Dana og var mikið um Quislinga meðal dönsku þjóöarinnar. Þrátt fyrir þetta náði andspyrnuhreyfingin aö veita nas- istum mikla mótspymu, til dæmis meö eyöileggingu hernaðar- mannvirkja og flutningatækja. I upphafi styrjaldarinnar voru þessir menn kallaöir svikarar við dönsku þjóðina af dönskum yfir- völdum, en eins og áður segir hylltir sem þjóðhetjur núna um siðustu helgi. Lokaathöfn hátíðarhaldanna var síöan haldin i konunglega leikhúsinu síöasta sunnudagskvöld. Komu þar fram um 150 þjóðkunnir listamenn og var sjónvarpaö beint frá athöfn- inni. Helstu hetjum andspymu- hreyfingarinnar var boöiö til þessarar samkomu ásamt konungs- fjölskyldunni. Einnig stóð til aö bjóða rikisstjóm Pouls Schlúters en vegna eindreginna óska starfsfólks leíkhússins var horfið frá þvi. Var það mat starfsfólksins aö nærvera rlkisstjómarinnar væri vanvirða við minninguna um endurreisn lýðræðis- insíDanmörku. Þaö má þVí segja aö hin mikla pólitíska ólga, sem ríkt hefur í Ðanmörku síðustu vikurnar, hafi sett sitt mark á hé tíöarhöldin. 28. apríl: Mussolini drepinn Benito Mussolini náöist í þorpinu Dongo, á vesturbakka Comovatns. Hann reyndi að dyljast með því að klæðast þýskum hermannajakka og hjálmi. En italskur andspymumaður kom auga á hann þar sem hann sat i hnipri á vörubílspalli meðal þýskra her- manna. Andspymumennimir höföu sam- band viö aöalstöðvar sinar í Milanó og biðu fyrirmæla. Kommúnistar, sem höföu mikil itök i aöalstöðvunum, sendu liösforingja aö nafni Valerio til að drepa Mussolini. Þrátt fyrir mótmæli andspymu- mannanna á staðnum fór Valerio með Mussolini út í sveit, stöövaði bílinn og skaut hann og ástkonu hans. Obreyttir borgarar tröðkuðu á líki hans og spörkuðu í þaö. Siöan var lík Mussolinis og ástkonu hans hengt upp á fótunum almenningi til sýnis. Þann 28. apríl var gefin út frétt um að stríðinu væri lokið. Það reyndist falsfrétt. Upptök hennar voru hjá Anthony Eden, utanríkisráðherra Breta, sem sagöi bandariskum þing- manni aö friðartilboð hefði komið frá Heinrich Himmler, yfirmanni SS-sveit- anna, lögreglunnar og dauöabúöanna. Hann vúdi fá vestræna bandamenn með sér í stríð gegn Sovétmönnum. Truman og Churchill svöruðu því engu. Hitler rak Himmler úr flokknum ogúrstöðumsínum. 30. apríl: Hitler fremur sjélfsmorð Eitt þaö síðasta sem Hitler geröi var að kvænast Evu Braun. Það var lágt- settur flokksforingi sem sá um gifting- una, rétt eftir miönætti 29. apríl. Fjór- um tímum síðar undirritaði Hitler erfðaskrá sína. Hann gerði Göbbels kanslara og Karl Doenitz aðmirál aö yfirmanni herafla Þýskalands. Klukkan 3.30 eftir hádegi 30. apríl fór Hitler inn í herbergi meö Evu Braun og lokaði dyrunum. Hann setti blásýru- pillu upp í sig og miðaði skammbyssu á gagnaugaö og hleypti af. Blásýrupillan var nóg fyrir Evu Hitler. Lík Hitlers var brennt fyrir utan, í garði kanslarahallarinnar. Göbbels ákvað næsta dag að fylgja foringja sínum en þó ekki fyrr en eftir að hann haföi látið drepa börn sín sex og skotiö konu sina í hnakkann. 7. maí: Uppgjöfin Um þetta leyti voru þýskir hermenn famir aö gefast upp tugþúsundum saman. Tveim dögum eftir sjálfsmorð Hitlers gáfust allir þýskir hermenn i Italíu upp. Þann fjórða mai gáfust herimir í Norövestur-Þýskalandi í Danmörku og í Hollandi upp. Næsta dag sendi Doenitz Friedeburg aðmírál og Jodl hershöfðingja til að semja viö Eisenhower um uppgjöf. Eina takmark Þjóöverja var nú aö Bretar og Bandaríkjamenn fengju sem stærstan hluta Þýskalands og Sovét- menn sem minnstan. Eisenhower neitaöi að semja. Klukkan 2.41 að morgni sjöunda mai skrifuöu Þjóðverjar undir skilyrðis- lausa uppg jöf. En það var leyndarmál. I aðalstöðvum bandamanna í Paris var náð i fréttamenn og þeir settir upp í flugvél. Þegar hún var komin á loft var þeim sagt frá uppgjöfúmi en að þeim lagt aö segja ekki frá henni fyrr en stjómir landanna heföu gert þaö. Einn fréttamaður, Edward Kennedy hjá AP, hlýddi ekki því boði og sendi fréttina áfram til höfuðstööva AP. Um hádegi sjöunda mai vissu milljónir manna að striöinu í Evrópu væri lokið en stjómir landanna neituöu aö staöfesta fréttimar. 8. maí: Stríðslok tilkynnt Það var ekki fyrr en næsta dag, átt- unda maí, fyrir nákvæmlega fjörutiu árum, að Truman og Churchill fluttu löndum sinum fregnimar í útvarps- ávarpi. „Þetta er ykkar sigur,” sagði Churchill. „Þetta er sigur frelsisbar- áttunnar í öllum löndum,” sagöi hann rétt eftir aö Big Ben haföi slegiö þrjú slög. Mannfjöldinn söng „For He’s a Jolly Good Fellow” og „God Save the King.” Það sama sungu þeir i París og auk þess „la Marseillaise”. Stríðinu í Evrópu var lokiö. Stríði sem haföi tekið líf 45 milljóna manna og lagt Evrópu i rúst. Nákvæmlega 89 dögum síðar féll fyrsta kjamorku- sprengjan á Hiroshima. Tími heims- styrjaldanna var liöinn en atómöldin gengin i garö. FRAKKAR BÚNIR AÐ Frá Friðrik Rafnssyni, fréttaritara DV íFrakklandi: 8. mai er dagur mikillar gleði hér í Frakklandi. Launþegar og skólafók fær þá frí frá störfum og námi, gamlir hermenn láta þá ljós sitt skina undan heiðursmerkjunum og stjómmála- menn básúna hörmungar stríösrekstr- ar og mikilfengleik striöshetja. Sérstakt tilefni Allt em þetta árlegir viðburöir hér í Frakklandi og hætt að sæta tíðindum. En nú i ár minnast menn þess aö 40 ár em liðin frá uppgjöf Þjóðverja og þar með stríðslokunum hér í Evrópu. Af þvi tilefni er ivið melra um að vera hér í tilefni sigurdagsins. Gefnar em út fjölmargar bækur varðandi styrjöld- ina, eins er talsvert meira lagt i þátta- gerö og kvikmyndasýningar um þetta timabil. Þannig má nefna að sjón- varpsrásimar þrjár helga heims- ófriðnum allt kvöldiö í kvöld. Kvikmynd um útrýminguna Fyrir nokkrum dögum var frumsýnd hér kvikmynd um útrýmingarbúðir nasista i seinni heimsstyrjöldinni. Myndin heitlr „Shoah” (hebreska og þýöir útrýming) og byggir að mestu á vitnisburðum fólks sem kynntist út- rýmlngarbúðunum frá ýmsum hliðum. Bæði em þaö viðtöl viö gamla nasista og eins gyöinga sem komust lífs af úr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.