Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. MAI1985. 19 Utlönd fyrir 40 árum Utlönd fyrir 40 árum Útlönd fyrir Jodi undirritar uppgjöfina. UPPGJAFARDAGUR RIFJAÐUR UPP Fré Ama Snævarr, fréttaritara DV f Frakklandi: Fjörutiu ér aru llðin fré þvi aö Þýskaland gafst upp i sföari helms- styrjöldlnni. Hinn 7. maf klukkan 2.41 að morgnl ritaöi Jodl hershöföingi, fulltrúi Dönitz aðmfréls, arftaka Hitiers, undir skilyröislausa uppgjöf. Atburðurinn geröist i skólastofu i Relms f Frakklandi f viöurvist hers- höfðingjanna Bedel Smith fré Bandarikjunum, Soufiaparov frá Sovét- rikjunum og Sevez fré Frakklandi. Uppgjöfln étti að taka gildi é mlö- nætd hinn 8. maf, þaö er að segja fyrir fjörutfu érum. Forvitnilegt er að athuga hvemlg nokkur stórmenni muna eftír þessum degi. Ronald Reagan Bandarikjaforsetl, Willy Brandt, leiðtogi sósial- demókrata i Vestur-Þýskalandi og fyrrverandl kanslari, Shimon Peres, forsætísréðherra israels, og Anthony Burgess rithöfundur lýsa hér é eftír hvemig þeir muna eftir þessum degl, og jafnframt rifjar franskur blaöa- maður, sem heitír Georges Many, upp frésögn af blaðamannlnum sem „skúbbaði" þessa stórfrétt, j>að er að segja uppgjöf Þýskalands. Það var franska Maðið Nouvelle Observateur sem birti viðtölin við þessa menn og Mrtast þau hór öriftið stytt. MAN BETUR EFTIR 1918 „Eg gerði mér ekki grein fyrir hversu mikið minningin um þennan dag var farin að föina í huga mér fyrr en þessi spuming var lögð fyrir,” sagði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti. „Þótt undarlegt sé man ég betur eftir deginum þegar vopnahléð var samið 1918. Kannski er það vegna þess að ég var að störfum sem kennari í herstöð f Culver City í Kalifomiu og hafðí verið þar í tvö ór. Vitaskuld vorum við gripnir miklum fögnuði yfir því aö stríðinu í Evrópu væri lokið. En það hélt ófram ó Ronald Reagan: Kyrrahafinu og enginn vissi hversu lengi það mundi vara. Enginn gat getið sér til um fram- haldið því aö almenningur vissi ekki að atómsprengjan væri tilbúin. Herstöðin okkar var undir stjóm upplýsingasveita flughersins og því hófumst viö umsvifalaust handa um að koma upp fjarskiptum með það fyrir augum að nú væri eini víg- völlurinn í vestri. Að mörgu leyti var þessi dagur eins og hver annar dagur, að því undanskildu að við vorum einstak- lega hamingjusamir yfir þvi að drópin vom ó énda i Evrópu... " Ronald Reagan var 34 óra gamali árið 1945. AÐMESTU FYRIRGEFA búöunum sem kallaðar em i myndinni „verksmiðjur dauðans”. — Höfundur myndarinnar heitir Claude Lanza- mann og til þess að vinna myndina, sem tekur niu og hólfa klukkustund i sýningu, þurfti hann að safna efni upp á 350 klukkustundir. — Lanzamann sagöi nýlega í viötali að hugmynd hans heföi verið aö sýna hryliinginn nakinn meö því að sýna „ekki neitt”, ef svo má segja. Aðeins nákvæman vitnis- burö fólksins „sem man”, þótt oft hafi hann þurft að beita hörku eða klsekja- brögðum til þess að fó þaö til aö tala. Þveröfugt við flesta aðra sem vita minna og tala meira. Kvikmyndin vakti hér feikna at- hygli, franska skóldkonan Simone De- Beauvoire sagöi til dæmis um myndina að hún væri hvorki meira né minna en „snilldarverk aldarinnar”. Fyrirgefning Eftir því sem árin Uða viröist andúð- in í garð Þjóðverja fara dvínandi með- al Frakka. Margt eldra fólk ber ennþó þungan hug tU þýskra en ó hinn bóginn leggja æ fleiri ungmenni stund á þýsku nú í menntaskólum. Opinberlega er bú- iö að fyrirgefa allar gamlar skærur milU Frakka og Þjóöverja, enda er þýska þjóðin i dag ekki sú sama og fylgdi foringjanum ó sinum tima út i vitfirringuna. Nú eru kærleikamir jafnvel svo miklir milU Mitterrand og Kohl að gjaman er talað um „buröar- ásinn París — Bonn”, þegar um er að ræða eflingu Efnahagsbandalags Evr- ópu. Anthony Burgess: „Allir frelsaðir nema þú, fífl'ið þitt” „8. maí 1660 var breska konungs- veldið endurreist. 8. maí 1811 rass- skeUti Weliington hershöfðingi, sem síðar varð sigurvegarinn við Waterloo, Frakka viö Fuentes D’Onoro 8. maí 1921 afnómu Svíar dauðarefsingu. 8. maí 1945 varð sigurdagurinn, dagur sigurs banda- manna í Evrópu, en minning mín um þann dag er býsna þokukennd,” sagði breski rithöfundurinn Anthony Burgess. „Eg hafði tekið forskot á sæluna og dottið í það kvöldið áður. Morguninn eftir vaknaöi ég fárveikur við það aö Walesbúi nokkur, Benn Thomas að nafni, blés vindlingareyk upp í nasir mér og sagði: AlUr asnar sem búa í Evrópu hafa verið frelsaðir nema þú fíflið þitt. Við vorum staddir í herbúðum á Gíbraltar og höfðum verið þar í tvö ár. Hlutverk okkar var að verja kiettinn ef ske kynni að Þjóðverjar mundu æða suður Spán meö góð- fúslegu leyfi Francos. Þjóðverjar höfðu aldrei reynt að ná Gíbraltar og það var nú þegar oröið of seint að reyna þaö. Francos hershöfðingi, sem vel kristinn séntilmaður, fylgdi hinum sanna íþróttaanda og var hlutlaus allt stríöiö til enda. Að vissu leyti höföum við eytt tíma okkar til einskis. Þjóðverjar voru þama orðnir of seinir og við vomm lika of seinir að fá okkur morgunverð á matstofu undirforinganna. Við Benn Thomas fengum okkur snarl ó kaffi- húsinu Trianon sem feitur Spánverji með yfirskegg rak. Þeir óbreyttu vom þegar orðnir dmkknir þegar við komum. Rifu þeir kjaft við okkur foringjana, það er aö segja mig og Benn, því að þeir virtu ekki lengur tign okkar. Við hótuðum þeim flutningi til hinna dularfullu Austurlanda, þar sem þeir gætu barist við Japanina. „Þetta Eins og Benn Thomas sagði; vitlausa stríð er ekki búið.” Nei, það var ekki búið. Þeir okkar sem litu aðeins lengra en til Evrópu einnar gerðu sér grein fyrir því að það var of fljótt að kætast. Við sáum ekki fyrir hrylling kjarnorku- sprengjunnar og héldum að Japanir mundu berjast til síðasta kamikaze- flugmannsins (sjálfsmorðsflug- mannsins). Nú þegar stríðinu í Evrópu væri lokið mætti senda okkur til að halda áfram að berjast í frumskógunum og við mundum drepast þar úr beriberi með bambus allt í kringum okkur. Við vomm hræddir við litlu gulu mennina. Þótt Þjóðverjar væru nasistar vom þeir í þaö minnsta hvítir menn. Við fórum út af Trianon kaffi- húsinu og fórum á fyllirí á matstofu undirforinga.” Anthony Burgess var 31 árs gamall órið 1945. Langþráður draumur var að rætast „Það var hinn 1. maí að við fréttum af endalokum vopna- viðskipta i Palestínu. Eg var 22ja ára gamall. Sama dag kvæntist ég á kibbutznum (samyrkjubúinu) í Galíleu þar sem ég hafði þann starfa aö annast kvikfénaðinn,” sagði Shimon Peres, forsætisráðherra Israels. „Þvílíkur dagur! En hinn 8. maí var enn hamingjuríkari. Eg hafðl ekki haft spumir af föður mínum í áraraðir. Hann var í breska hernum, hafði verið tekinn til fanga af Þjóðverjum þar sem hann hafði barist í Grikklandi. Honum hafði Shimon ^ t Peres: tekist að flýja einu sinni en náöist og var dæmdur til dauða. Þetta voru einu fréttirnar sem ég hafði haft af honum. En hinn 8. maí fékk ég sím- skeyti þess efnis að hann væri lifandi og væntanlegur. Ég stökk á bak bif- hjóli mínu og ók eins og ég ætti lífiö að leysa til Lod og tók á móti honum þegar hann steig út úr lestinni. Þið getið imyndaö ykkur hversu haming jusamur ég var. A þessum tíma stýrði ég einnig ungliðahreyfingu og starfaði með Ben Gurion. Hinn 8. maí 1945 gerðum viö okkur jafnframt ljóst, að lang- þróður draumur mundi senn rætast, það er að segja stofnun sjálfstæðs ríkis fyrir hina ofsóttu gyðingaþjóð. — Þrem árum síðar varð það staðreynd.” Hugsaði um fórnarlömbin „Eg upplifði lok striðsins í Stokk- hólmi og ég fagnaöi innilega með skandinavískum vinum og pólitískum samherjum frá ýmsum iöndum. — Engu að siður fannst mér stríöinu hafa lokið í april ’45. Eg hafði komist á snoðir um að Himmler hefði átt viðrseður við Bernadotte greifa í fæöingarborg minni, Liibeck, og vissi því að stríðslok væru í nánd. Af þessum óstæðum geröi ég nokkuð sem kynni að virðast fífl- djarft. Á sunnudegi, rétt fyrir 1. maí, hringdi ég í aðalstöðvar Terbhoven, rikisforingja í setuliðinu í Osló, sem ég þekkti auðvitað ekki neitt. Mér Willy Brant: tókst að fá samband við öryggisfor- ingja og lagöi nokkrar spurningar fyrir hann. Eg minntist ó viðræöur Himmlers og Bernadotte og eftir símtalið var ég þess fullviss að þýska setuliöið í Noregi mundi alls ekki berjast til síöasta manns eins og svo margir hugðu. Þetta var mörgum stórtíðindi á þessum tíma en þetta varð ekki til þess aö draga úr gleði okkar þcgar við fengum staðfestingu þess að stríðið væri búið. Enn þann dag i dag ht ég á þetta á sama hátt. Eg var gripinn ótrúlegum létti yfir því að endir væri bundinn á hina djöfullegu eyðileggingu sem Hitlerstjórnin hafði leitt yfir Evrópu og sína eigin þjóð. Um leið var ég heltekinn miklum leiða er ég hugsaöi til hinna óteljandi fómarlamba sem höfðu fallið á þeirri braut sem þennan dag tókenda.” Willy Brandt varö 31 árs gamall árið 1945. Georges Many: Kennedy fyrstur með stórf réttina „Edward nokkur Kennedy blaöamaður, alls óskyldur nafna sínum og landa, sem síðar varð þing- maður í Bandarikjunum, var við- staddur undirritun Jodl hers- höfðingja á uppgjafasamningnum i Reims ásamt örfáum öðrum blaða- mönnum,” sagði Georges Many, blaðamaðurinn franskl „En Kennedy var fréttaritari AP- fréttastofunnar og eins og hinum sárnaði honum að sitja þama uppi með stórfrétt sem hann mátti ekki kunngera. Herstjómin bannaði það þar til uppgjafarsamningurinn hefði tekið gildi sem yrði ekki fyrr en um miðnætti 8. mai því að önnur undir- ritunarathöfn átti að fara fram í Berlín. — Þetta var nefnilega klukkan langt gengin í þrjú aðfara- nótt7. maí. Ekkert mátti birta af undirritun uppgjafarinnar fyrr en Tmman, Churchill og de Gaulle hefðu tilkynnt þetta í útvarpi 8. maí klukkan 15 síödegis. Um morguninn frétti Kennedy að þýska útvarpið væri byrjað að skipa þýskum hermönnum að leggja niður vopn. Hann ákvað þá að sniðganga fréttabannið á þeim forsendum að ekki væri rétt aö hermenn banda- manna héldu áfram að drepa og djöflast fyrir þá sök eina að þeir hefðu ekki haft spurnir af uppgjöf- inni. Hann gaf þvi skit í banniö og undir hódegi þann 7. maí sendi AP- fréttastofan frá sér fréttaskeyti hans um að stríðinu í Evrópu væri lokiö. Blöðin fóru eðlilega á annan end- ann. Eitt f ranskt blað var tilbúið með síðdegisútgófu hinn sjöunda maí þar sem fréttin var að sjáifsögðu á for- síðu en herstjórn bandamanna kom í vegfyrirútgáfuþess. Aö kvöldi hins 7. maí er fréttin hins vegar f arin aö berast út og er á hvers manns vörum í París og fólk var farið að hópast út á götur til að fagna. Blööin voru farin að undirbúa morgunútgáfur, öli með sömu risa- fyrirsögnina: „Uppgjöf.” — Flest þeirra slógu samt örlítinn vamagla Meö smáu letri einhvers staöar á for- síðum þeirra mátti sjá „samkvæmt upplýsingum fró frétta stofum...” Edward okkar Kennedy hafði aldeilis slegið í gegn og var dáöur fyrir en líka öfundaöur af öllum þeim sem hann haföi skotiö ref fyrir rass. Dýröin stóð þó ekki lengi. Herstjómin hefndi sín og lét setja Kennedy í stofufangelsi og svipti hann um leið striðsfréttaritara réttindunum. örfáum dögum síöar var hann kominn um borð í bátskænu á leiö til Bandarikjanna. — Sjálfsagt var hann eina fómarlamb þessa dýrðardags.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.