Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Side 40
FR ETTASKOTIÐ
(68) *(58)
Sími ritstjórnar: 68 66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, simi 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gœtt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ1985.
Ætti frysti-
hússtjóminað
sitjaíhaldi?
Guömundur Einarsson, Bandalagi
jafnaöarmanna, var ómyrkur í máli í
þingsölum í gær er hann ræddi um
brunavarnir og orsakir stórbruna hér
á landi. Sagöi hann aö margan brun-
ann mætti rekja til vanrækslu eöa
íkveikju. Enginn væri ábyrgur en tug-
milljóna tjón væru greidd þrátt fyrir
þessar orsakir. Nefndi hann brunatjón
bæði á Hellissandi og Suðumesjum.
Um frystihúsiö á Hellissandi lá fyrir
skýrsla eftirlitsmanna þar sem greint
var frá einum 17 atriöum sem var
ábótavant þar fyrir brunann sem þar
var. „1 venjulegum lýöræðisríkjum
væri búið að setja stjóm frystihússins
á Hellissandi í fangelsi,” sagði þing-
maðurinn.
Alexander Stefánsson félagsmála-
ráðherra, sem þingmaöurinn beindi
fyrirspurnum til varöandi úrbætur,
sagði aö um 96 milljónir króna heföu
verið greiddar áriö 1983 vegna bruna-
tjóna á atvinnuhúsnæði. Orbóta væri
aö vænta í þessum málum til viöbótar
viðþaösemþóhefurveriögert. -ÞG.
Jaröarpartur
á60milljónir
Sextíu milljónir á að borga fyrir
1.635 hektara úr jöröinni ölfusvatni í
Grafningi. Kaupveröiö skiptist á sex
ár. Kaupandi er Reykjavíkurborg.
Borgaryfirvöld vilja tryggja sér
hugsanlegan jaröhita. Jöröin er næst
viö Nesjavelli, þar sem Hitaveita
Reykjavíkur mun væntaniega virkja
háhita í stórum stíl. Sú jörö er borgar-
eign. Samningsdrög vegna kaupa á
ölf usvatni liggja nú fyrir aöilum.
HERB.
Tveggjaára
samningar?
Framkvæmdastjórn VSI ákvaö í
gær aö bjóöa verkalýðshreyfingunni
tU viðræöna nú þegar, meö tveggja
ára samninga fyrir augum. Höfuð-
markmiðiö á aö vera aö auka kaup-
mátt með því að tryggja efnahags-
legan stööugleika.
Verkalýöshreyfingin hefur ekki
tekið afstööu til þessa tUboös at-
vinnurekenda. APH.
glansskol frá
Meira magn, betri ending.
^^Haildéölubirgðir^
^rctic '7t<u&k4
LOKI
Friður sé með yður
— eða þannig!
Innbrotsþjóf ur staðinn að verki í heimahúsi:
„Lá á hnjánum viö
náttboröiö mitt”
„sjálfsagt fyrir f ólk að vera á verði,” segir rannsóknarlögreglan
„Hann lá á hnjánum við náttboröið '
mitt og var að gramsa í skúffunni.
Hinum megin viö rúmiö var hann
búinn aö tæma veski húsbóndans sem
þar lá,” sagði kona í Heimahverfinu
sem varö fyrir þeirri miöur ■
skemmtilegu reynslu að vakna upp um
miðja nótt við þaö að svartklæddur
innbrotsþjófur var staddur í svefn-
herbergi hennar. Þau hjónin höföu
sofið vært og ekki orðið vör viö neitt
óvenjulegt fyrr en innbrotsmaðurinn
var við rúmstokkinn. „Eg stökk fram
úr rúminu og sagði manninum að
hypja sig út. Aður en hann fór sagði
hann ofur kumpánlega, „afsakaðu
frú” og síðan var hann horfinn út í
náttmyrkrið.”
Hann tók með sér plastpoka með
tveimur óáteknum vínflöskum en þeim
var haganlega komið fyrir í poka sem
hann hafði látið viö útidyrnar á jarö-
hæðinni.”
Þrátt fyrir greinargóða lýsingu
konunnar hefur lögreglunni ekki tekist
að hafa hendur í hári innbrots-
mannsins. Fyrr í vetur hefur veriö
brotist inn í fleiri íbúðir í Heimahverf-
inu, m.a. í næsta húsi viö þau hjón.
Lögreglunni tókst í vetur að hafa uppi
á öðrum manni sem játaði fjölmörg
innbrot í Hlíða- og Fossvogshverfi og
síöan hefur veriö kyrrt þar um slóðir.
Fleiri borgarbúar hafa fengið slíkar
heimsóknir á undanfömum vikum.
Innbrotsþjófar viröast eiga auðvelt um
vik vegna þess að íbúar ganga ekki
tryggilega frá gluggum og huröum
áöur en þeir ganga til náða eða fara að
heiman. „Þaö er ekki hægt aö tala um
innbrotafaraldur en það er sjálfsagt
fyrir fólk aö vera alltaf vel á verði,”
sagöi Ivar Hannesson hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins þegar DV ræddi við
hann um innbrotin.
-EH.
Konan sýnlr blaðamanni hvamig innbrotsmaðurinn athafnaði sig við nátt-
borðið. DV-mynd GVA.
Geir á móti banni
Alþjóðlega fréttastofan Reuter
vitnaöi í morgun í Geir Hallgrímsson
utanrikisráðherra, þarsemhannfor-
dæmir viðskiptabann Bandaríkjanna
áNicaragua.
„Eg harma þá ákvörðun aö setja
viðskiptabann á Nicaragua og ég trúi
þvi ekki að það geti haft nein góö
áhrif,” hefur fréttastofan eftir Geir.
Hann lét þessi ummæli falla á fundi
sameinaðs Alþingis í gærkvöldi. Þar
var verið aö ræöa um árlega skýrslu
utanríkisráöherra.
Fjöldi annarra Evrópuríkja hefur
einnig fordæmt viðskiptabanniö sem
var tilkynnt í siðustu viku. Á
leiðtogafundinum í Bonn fyrir helg-
ina neituðu leiötogar sjö vestrænna
iönrikja að styöja viöskiptabannið.
-ÞóG.
PRESTURINN
RAUK Á DYR
A síðasta aðalfundi Fríkirkju-
safnaðarins rauk presturínn,
Gunnar Björnsson, á dyr.
Astæðan fyrir þessari gjörð
prestsins var niðurstaða kosningar í
stjóm safnaðarins. Þegar ljóst var
að hann hafði ekki fengið sinn mann
kjörinn í stjóm rauk hann burtu í
fússi.
„Þetta var líflegur fundur með
átökum,” segir Gunnar Bjömsson,
prestur Fríkirkjusafnaðarins.
Samkvæmt upplýsingum DV hafa
verið einhverjir samstarfsörðug-
leikar milli prestsins og safnaöarins.
Þeir byggjast meöal annars á
meintu skilningsleysi safnaðar-
stjómarinnar á starfsaöstööu prests-
ins.
Formaður safnaðarstjómar,
Ragnar Bemburg, vill lítiö segja um
þetta mál. Hann segir aö á næstunni
verði reynt að komast til botns í
málinuogleitaeftirsáttum. APH.
Hótel ísaf jörður.
Stór hluti skulda
þess felldur niöur
Þingmenn Vestfjarðakjördæmis
hafa í sameiningu reynt aö bjarga
fjárhagsstööu Hótel Isafjarðar sem
er vægast sagt slæm. Þingmennirnir
komu grein inn í fjárlög þessa árs
sem miðar aö því aö fella niður
stóran hluta skulda hótelsins.
I fjárlögum þessa árs er heimild
fyrir því aö ríkiö greiöi allt aö 5
milljónum króna til Ferðamálasjóðs
vegna skulda hótelsins þar. Reyndar
er þaö með því skilyrði að aörir
lánardrottnar fallist á að fella niður
tilsvarandi upphæð af kröfum sínum
á hendur hótelinu.
Gestur Halldórsson, stjórnarfor-
maður Hótel Isaf jarðar, vill ekkert
segja um þetta mál. Hins vegar
verður aöalfundur haldinn á
næstunni þar sem fjármál hótelsins
veröa gerð kunn.
Bjarni Ámason, formaður Ferða-
málasjóös, vill ekkert segja umþetta
mál. Hann segir aö öll mál og erindi
sjóðsins séu trúnaöarmál.
Matthías Bjamason samgöngu-
ráðherra segist kannast vel við þetta
mál.
„Eg veit ekki betur en að heimildin
hafi veriönotuð,” segirhann.
Samkvæmt heimildum DV em þaö
tugir fyrirtækja sem hóteliö skuldar.
Þessi niöurfeliing gæti numiö alit aö
15 miiljónum.
Núer kunnara en frá þurfiað segja
að f járhagsstaða margra hótela úti á
landsbyggðinni er slæm. Margir
telja að með þessu verði gefið
f ordæmi og aðrir komi í kjölfariö.
„Eg býst ekki viö því. Hér var um
þaö aö ræða aö leggja hóteliö niöur
eða ekki,” segir Matthías.
Samt virðist ekki vera ljóst hvort
búið er aö nota þessa heimild. Fjár-
málaráðherra hefur þetta að segja:
„Eg hef ekki hugsað mér aö nota
þessa heimild og ég veit ekki til þess
aö aörir lánardrottnar, sem nefndir
eru, hafi fallið frá kröfum sínum,”
segir Albert.
-APH.
5
5
4
\
i
4
4
4
4
4
4
é