Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Page 2
DV. MANUDAGUR 20. MAl 1985. Skoðanakönnun DV um borgarstjórnarkosningar: YFIRBURDASIGUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS Sjálfstæðisflokkurinn ynni yfir- burðasigur ef borgarstjórnarkosning- ar færu fram nú. Þetta sýnir skoöana- könnun, sem DV gerði nú um helgina. Sjálfstæöisflokkurinn mundi mjög styrkja stöðusína. Urtakið í könnuninni voru 600 kjós- endur í Reykjavíkurborg. Jafnt var skipt milli kynja. Spurt var: Hv^ða lista mundir þú kjósa, ef borgarstjórn- arkosningar færu fram nú? Niðurstöður urðu, aö af heildinni sögðust 40,7% mundu kjósa Sjálfstæð- isflokkinn. 6,3% kváðust mundu kjósa Alþýðubandalagið. Alþýðuflokkurinn fékk 3,8% og Kvennaframboðið hiö sama og Alþýðuflokkurinn. 2,3 prósent sögðust mundu kjósa Framsóknar- flokkinn. Eitt prósent sagðist mundu kjósa Bandalag jafnaðarmanna sem var ekki til í siöustu borgarstjórnar- kosningum 1982. Flokkur mannsins fékk 0,2%. Oákveðnir af heildinni voru 30,3% og 11,5% vildu ekki svara spum- ingunni. Þetta hlutfall óákveðinna er svipað því sem gerist í skoðana- könnunum um þingkosningar. Samaburðurvið síðustu kosningar Þegar teknir eru þeir sem afstöðu tóku fæst samanburður viö úrslit síð- ustu borgarstjómarkosninga. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn 69,9% fylgi og hefur aukið fylgi sitt um 17,4 prósentustig frá kosningunum. Alþýðuflokkurinn hefur 6,6% en hafði 8% í kosningunum. Framsókn fær nú 4% en hafði 9,5% í kosningun- um. Bandalag jafnaðarmanna fær 1,7% en bauð ekki fram seinast. Al- þýðubandalagið fær nú 10,9% en hafði 19% í borgarstjórnarkosningunum 1982. Kvennaframboðiö fær nú 6,6% en hafði 10,9% í kosningunum. Flokkur mannsins hefur 0,3%. Borgarfulitrúum verður næst fækk- aðúr21íl5. Samkvæmt skoöanakönnuninni fékk Sjálfstæðisflokkurinn 12 af þessum 15. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Kvennaframboð fengu einn hvert. Sjá nánar samanburö á töflum, sem hér fyigja. -HH Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Bandalag jafnaðarm. Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag Kvennaframboð Flokkur mannsins Óákveðnir Svara ekki Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar. Til saman- burðar eru úrslit slðustu borgarstjórnar- 23 eða 3,8% 14 eða 2,3% 6 eða 1,0% 244 eða 40,7% 38 eða 6,3% 23 eða 3,8% 1 eða 0,2% 182 eða 30,3% 69 eða 11,5% kosninga: Nú Kosningarnar Alþýðuflokkur 6,6% 8% Framsóknarflokkur 4,0% 9,5% Bandalag jafnaðarm. 1,7% - Sjálfstæðisflokkur 69,9% 52,5% Alþýðubandalag 10,9% 19,0% Kvennaframboð 6,6% 10,9% Flokkur mannsins 0,3% Ef 15 borgarfulltrúum er skipt í samræmi við niðurstöður skoðanakönnunarinnar yrðu niðurstöður þessar: Til samanburðar er synt hvernig 21 borgarfulltrúi skiptist I síðustu kosningum: Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag Kvennaframboð Nú 1 0 12 1 1 Kosn. 1 2 12 4 2 Frö borgarstjórnarfundi. Borgarfulltrúum mundi faskka en sjólfstæðisfulltrúunum ekki, yrði kosið nú. Ummæli fólks f könnuninni: „DAVÍD TRAUST- VEKJANDI” „Hef enga trú á þessum vinstri flokkum,” sagöi karl nokkur þegar hann svaraði spumingunni í skoðana- könnuninni. „Anægður með hlutina eins og þeir eru í dag. Gæti ekki verið betra,” sagði annar.” Mér dytti ekki í hug að kjósa vinstra ruslið. Þetta er ósamtaka fólk,” sagði kona. „Sjálf- stæðisflokkurinn hefur staðið sig vel og ég fer ekki að skipta um flokk,” sagði kona. „Eg býst við að ég kysi Sjálf- stæðisflokkinn. Eg er ekki ánægður með þá en hinir eru bara miklu verri,” sagði karl. „Eg held með Davíð,” . sagöi annar. Framfarir í Reykjavík hafa verið alveg gífurlegar. Eg man eft- ir gasluktumá götum úti. Þetta hefur mikið verið verk sjálfstæðismanna í borgarstjóm,” sagði kona. „Eg held með honum Davíð. Hann hefur komið vel fram,” sagði kona. „Hef aldrei ver- ið ánægðari með nokkum borgarstjóra en Davíð,” sagði karl. „Kýs D-listann því að ég vil ekki vinstri flokka vitleys- una aftur í borgarstjórninni,” sagði annar. „Eg kýs Sjálfstæðisflokkinn eins og þetta er í dag,” sagði karl. „Davíð er mjög traustvekjandi,” sagði kona. „Eg er pólitískt viörini og spekúlera ekki í þessum málum,” sagði kona. „Hef ekki gert upp hug minn. Maður verður að sjá hvað setur,” sagði karl. „Kýs ekki D-listann. Hann hefur ekki staðið sig sem skyldi,” sagði karl. „Eg er gamall stalinisti þannig að ég myndi kjósa Alþýðubandalagið,” sagði karl. „Kýs Kvennaframboð að óbreyttu,” sagði kona. „Ætla ekki aö kjósa. Hef fengið nóg af þessum stjórnmálamönn- um,” sagði kona. „Mér líst vel á Al- þýðuflokkinn núna eftir breytta for- ystu,” sagði kona. „Eg kýs Kvenna- framboð, eitthvað nógu langt frá borgarstjóranum,” sagöi karl. -HH Stórkostlegt hvítasunnutilboð afsláttur Aðeins þessaviku Buxur— bolir—jakkar r í 3 E 3 Laugavegi 41. Sími 22566.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.