Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Blaðsíða 5
DV. MANUDAGUR 20. MAl 1985. 5 Fulltrúaráð Kennarasambandsins samþykkti úrsögn úr BSRB: FULLTRÚARÁÐ kí EKKIÆÐSTA VALDIÐ — segir formaður BSRB „Ég vil ekki segja neitt um fram- haldið. En fulltrúaráð Kennarasam- bandsins er ekki þeirra æðsta vald,” sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, viðDV. „Eg hefði talið rétt að kjörstjórnin hefði úrskurðað um þetta mál. Þegar ágreiningurinn kom upp með auðu seðlana hefði að mínu mati verið rétt að láta hlutlausan gerðardóm lögfræð- inga úrskurða ummálið.” Á fundi fulltrúaráðs Kennarasam- bands Islands í fyrradag var sam- þykkt með 24 atkvæðum gegn 8 að Kl gengi úr BSRB. Sem kunnugt er fór fram atkvæðagreiðsla um úrsögnina í byrjun maí og greiddu 68,6% atkvæði með úrsögninni, 31,38% vildu vera áfram í BSRB, auðir seðlar voru 4,65%, ógildir voru 0,03%. Hvorum megin hryggjar auðu seðl- arnir eigi að liggja hefur valdið ágrein- ingi. Tveir lögfræðingar BSRB hafa gefið það álit að telja beri auðu seðlana með en aörir tveir lögfræðingar hafa verið á öndverðri skoöun. Sagði for- maður BSRB að úrsögn kennara úr BSRB yröi tekin fyrir á fundi í stjóm BSRB alveg á næstunni. Samkvæmt ályktun fulltrúaráðs Kl á fundinum á laugardag mun Kl verða utan BSRB fráogmeðl. jan.nk. „Eg hlakka til að sjá Kennarasam- bandið blómstra utan BSRB,” sagði Svanhildur Kaaber, formaður Banda- lags kennarafélaga og einn fulltrúa í fuiltrúaráði Kl. „Okkar stefna er að sameina kennarafélögin en það ræðst síðar á þessu ári hvort við berum gæfu til þess. Auk sameiningar er eitt mark- miða okkar að vinna að því að kennar- ar fái sjálfstæðan samningsrétt. Eg studdi úrsögnina úr BSRB og ég vona að við stöndum okkur. ” -ÞG ÁTVR selur bráðlega... Hvítvín í ötf löskum Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mun bráðlega hef ja sölu á nýstáriegri áfengistegund. Það er hvítvín, blandað í ávaxtasafa, svokallað „cooler”. Verður það selt í flöskum á stærð við ölflöskur með áþrykktum töppum. Styrkleiki þess er 4%. Svava Brenhöft, innkaupastjóri hjá ATVR, sagöi í viðtali við DV að víniö væri framleitt í Bandaríkjunum. Umboösmaður hér á landi væri Karl K. Karlsson. Ekki væri vitað hversu mikið flaskan myndi kosta í útsölu þar sem fyrsta sendingin væri enn ekki komin hingað til lands. Væri því ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær byrjað yrði að selja „cooler” í útsölum ATVR. Svava sagöi ennfremur aö þessi á- fengistegund væri varla ætluð sem borövín. Til þess væri vínið of sætt. „Ætli þetta sé ekki eins konar hressingardrykkur,” sagði hún, „enda ekki nema 4% að styrkleika.” Það kunni vel atlotum húsmóður sinnar, litla lambið sem Ijósmyndari DV rakst á á bœnum Háteigi í Vopnafirði á dögunum. „Það þarf að fá sinn mat og engar refjar," sagði Ólöf Helgadóttir, húsfreyjan á staðnum, á meðan hún gaf þvi litla að drekka. -JSS. -KÞ/DV-mynd GVA. Svona líta þœr út, hvítvínsflöskurnar sem ÁTVR hefur sölu á innan skamms. Þœr eru minni en hálff löskur og taka 0,355 ml. Erlendir happdrættis- miðar leyf ilegir hér færslu á gjaldeyri til kaupa á miðum í erlendum happdrættum. En Olafur Walter kvaðst telja að lítil hætta væri á að fólk bryti gjaldeyrisreglumar til að kaupa slíka miða, svo mikiö hefðu þær veriðrýmkaðar. -JSS. „Samkvæmt reglum sem gilda um happdrætti hér á landi, er Islendingum bannaö að versla með eða selja miða fyrir erlenda aöila. Hins vegar ná eng- ar reglur yfir það þótt einstakir miðar frá erlendum happdrættum séu sendir hingað tillands.” Þetta sagði Olafur Walter Stefáns- son, skrifstofustjóri í dómsmála- ráðuneytinu, er DV spurði hann hvort leyfilegt væri að selja miða í erlendum happdrættum hér á landi. Nýlega barst mörgum lands- mönnum bréf frá þýsku happdrætti. Siiddeutsche Klassenlotterie. Var viðkomandi boðið að taka þátt í happ- drættinu og voru háir vinningar í boði. Hinir hæstu voru alit að 8,5 milljónum þýskra marka. Einnig var hægt aö vinna 2 milljónir marka á sérstakan trompmiða. Þá er ekki langt síðan að hingað til lands voru sendir miðar frá sænsku happdrætti. Ekki mun leyfilegt að veita yfir- ARGUS<€> % í OPNUDUM I DAG NÝJA BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐ O Gufuþvoum vélar og felgur Q Djúphreinsum sœtin og teppin o Notum eingöngu hið níðsterka Mjallarvaxbón BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN V/UMFERÐARMIÐSTÖÐINA - Sími 21845 ... heilsunnar vegna < LYSI Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.