Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Blaðsíða 22
22
DV. MÁNUDAGUR 20. MA! 1985.
fþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
Gould aftur
til Rovers
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
manni DV á Gnglandi.
Bobby Gould, hinn kunni leikmaður
hér á árum áður, sem iék meðal ann-
ars meö Arsenal á Laugardalsvelli,
hefur aftur tekið við framkvæmda-
stjórninni hjá Bristol Rovers. Hann
var stjóri þar þegar hann var ráðinn til
Coventry fyrir um tveimur árum og
gerði þar beinlínis byltingu hvað leik-
menn snertir. En það heppnaðist ekki,
— Gould var látinn hætta hjá Coventry
í vetur.
Norman Hunter, fyrrum leikmanni
Leeds og nú þjálfara WBA, var boöin
staðan hjá Rovers. Neitaði hann eftir
Bobby Gould í búningi Wolves.
að hafa kynnt sér aðstæður og rætt við
stjórnarmennBristol-liðsins. hsím.
Þúsundir miða
þegar seldar
— gífurlegur áhugi á
HM-leik fslands og
Skotlands
Mikil aðsókn vírðist ætla að
verða að landsleiknum gegn Skot-
um í næstu viku. Þúsundir miða
hafa nú þegar selst. Forsölu víða
úti á landi lýkur í dag en í Reykja-
vík verða miðar seldir í verslun-
inni Bonaparte í Austurstræti alla
vikuna. Knattspyrnusambandið
hefur hvatt fólk til að kaupa miða
tímanlega til að forðast biðraðir
rétt fyrir leik.
Sebastian Coe.
Besti heims-
tími hjá Coe
Enski ólympíumeistarinn Sebastian
Coe, sem sigraði í 1500 metra hlaupi á
ólympíuleikunum í Moskvu 1980 og Los
Angeles 1984, náði besta heimstíman-
um i ár í 800 m hlaupi á laugardag á
móti í Middlesex við Lundúni. Coe
hljóp vegalengdina á 1:44,0 mín. og
það er anuar besti timi sem náðst hef-
ur á þessari vegalengd í keppni á Bret-
landseyjum.
Coe hefur oft náð mun betri tíma á
vegalengdinni og hebnsmet hans þar
er 1:41,73 min. Greinilegt á þessum
árangri hans svo snemma árs qð þessi
stórhlaupari verður sterkur i sumar.
hsím.
( Mai sini ■kWhil Ijósi p tesidi unkti b va uriri ir m
—þegar Man. Utd. sigraði Everton í mjög slökum úrslitaleik
ensku bikarkeppninnar á Wembley
reynsla.
„Sagði
ekkert við
dómarann”
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni,
fréttamanni DV á Englandi:
„Dómarinn hlýtur að hafa verið
hinn cini af hinum 100 þúsund á
Wembley-Ieikvanginum, sem
fannst brot mitt réttiæta brott-
rekstur. Ég var að fara að knettln-
um og sá Peter Rcid sleppa í gegn.
Mér sýndist hann missa knöttinn
frá sér og hugðist „stela” knettin-
um frá honum. En hann var aðeins
fljótari og sparkaði. Ég var þegar
komiun i tæklingu og gat ekki
stöðvað. Ég sagði ekkert við dóm-
arann. Hann leit á mig og benti mér
síðan af velli,” sagði Kevin Moran
sem var rekinn út af í úrslitaleikn-
um í ensku bikarkeppninni á iaug-
ardag. Fyrsti leikmaður scm
rekinn er af velli i úrslitaleik
bikarsins á Wembley eða í um 60
ár. Man. Utd. iék einum færri
síðustu 40 mínúturnar og Moran
var mjög sár.
„Þaö var mjög ósanngjarnt þcg-
ar Moran var rekinn af velli. Brot
hans var ekki þess eðlis,” sagöi
Peter Reid hjá Everton. -hsím.
Tilað
komast í
metabækur
— enskir f jölmiðlar
tættu dómarann í sig
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni,
fréttamanni DV á Engiandi:
Dómarinn i úrslitaieiknum á
Wembley, Petcr Willis, lögreglu-
maður, er gagnrýndur mjög í
enskum fjölmiðium fyrir að hafa
rekið Kevin Moran, Man. Utd., af
leikvelli. Fréttamenn blaða,
sjónvarps og útvarps bcinlinis tæta
hann í sig.
Hvað haröastir voru kapparnir
kunnu hjá ITV-sjónvarpsstöðinni,
Jimmy Greaves og Ian St. John.
Þeir staðhæfðu að WiIIis hefði rekið
Moran út af til að komast i meta-
bækurnar — verða fyrsti dómari til
að reka leikmann af velli í úrslita-
leik ensku bikarkeppninnar á
Wembley. -hsím.
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
manni DV á Englandi.
Man. Utd. kom í veg fyrir þrennu
Everton með verðskulduðum sigri í úr-
slitum ensku bikarkeppninnar á
Wembley-leikvanginum i Lundúnum á
laugardag, 1—0, i einum slakasta úr-
slitaleik sem háður hefur verið á hin-
um fræga velli. Heitasti dagur ársins á
Englandi og það hefur eflaust haft
áhrif á leik liðanna, svo og tauga-
spennan. Bæði lið geta svo miklu betur.
En sigurmark Man. Utd. var stór-
kostlegt á 110. mín. leiksins. Hann fékk
sendingu frá Mark Hughes út á hægri
kantinn, — lék upp að og síðan inn í
vítateiginn. Gary Stevens kom á móti
honum, hinn ungi Whiteside fintaði
skemmtilega. Kom knettinum á betri
fótinn — þann vinstri — spyrnti knett-
inum framhjá Stevens og neðst í mark-
homið fjær. Neville Southall, leik-
maöur ársins á Englandi, átti ekki
möguleika á að verja þetta glæsilega
skot hins tvítuga Ira. Mark sem verð-
skuldaöi sigur og frábærlega gert hjá
hinumtvítugalra.
Þaö voru Irarnir í liði Man. Utd. sem
komu mest viö sögu og stóöu sig best,
auk Whiteside, miðvörðurinn Poul
Vormót Kópavogs fór fram síðast-
liðinn laugardag. Um 50 keppendur frá
8 félögum og samböndum mættu til
leiks. Pétur Guðmundsson, HSK,
sigraði örugglega í kúluvarpi með
Svanhildur Kristjónsdóttir.
DV-mynd EJ.
McGrath, maöur leiksins, Frank
Stapleton og Kevin Moran. Moran varð
fyrir þeirri nöpru reynslu að vera vikiö
af velli af slökum dómara, Peter Will-
is. Það var á 80. mín. og í fyrsta skipti
sem leikmanni er vikiö af velli í úr-
slitaleik á Wembley.
Mjög haröur dómur svo ekki sé
meira sagt — það hvarflaði víst ekki að
nokkrum aö Moran yrði vikið af velli
eftir brot á Peter Reid. Ron Atkinson,
stjóri Man. Utd., sagöi eftir leikinn.
„Slík brot koma milljón sinnum fyrir á
leiktímabili án þess að leikmönnum sé
vikið af velli og það þarf enginn að
segja mér aö brot Kevins hafi verið
viljandi.” En það hafði sín áhrif bæði í
leiknum og eftir hann. Þegar Kevin
Moran ætlaði að ná í verðlaun sín sneri
hertoginn af Kent sér undan. Afhenti
honum þau ekki og Moran verður að
bíöa til mánudags eftir þeim. Þegar
dómarinn fékk sína umbun sneri Ted
Crocker, framkvæmdastjóri enska
knattspyrnusambandsins, sér undan
og vildi ekki taka í hönd hans.
Slakur leikur
Leikurinn í heild var mikil vonbrigði
16,58 m. Hann notar svokallaðan
snúningsstíl og er að ná tökum á
honum. Hann keppir í næstu viku í San
Marino og er líklegur til stórafreka í
framtíðinni. Hástökkvarinn Gunnlaug-
ur Grettisson, IR, gerði sér lítið fyrir
og sigraði í 200 m, kunna hlaupara, í
mótvindi.
Guömundur Sigurðsson, Kópavogi,
sigraði óvænt í 1000 m hlaupi á Kópa-
vogsmeti, 2:36,0 mín.
Hannes Hrafnkelsson, UBK, Guðni
Gunnarsson, UMFK, og Steinn
Jóhannsson, tR, eru á f ramfaraleið.
Páll Kristinsson og Sigurjón Val-
mundsson, Kópavogi, háðu jafna
keppni í langstökki og eru framtiðar 7
metra stökkvarar.
I keppni kvenna var keppt um
minningarbikar um Rögnu Olafs-
dóttur. Inga Ulfsdóttir, UBK, vann
besta afrek kvenna með því aö stökkva
1,63 m.
Svanhildur Kristjónsdóttir, Kópa-
vogi, sigraði glæsilega í 200 m hlaupi á
26,4 sek. í mótvindi. I fyrra hljóp hún á
24,7 sek. í Kaupmannahöfn. Islands-
met Oddnýjar Ámadóttur er 24,63 sek.
frá 1981.1 boðhlaupinu vann hún upp 10
1 metra forskot IR eins og í Keflavík um
fyrir 100 þúsund áhorfendur á
Wembley og milljarða sjónvarpsáhorf-
enda víðs vegar um heim. Leikurinn
sýndur í 50 löndum. I fyrri hálfleiknum
skeði lítið sem ekkert. Dómarinn mest
í sviðsljósinu og mikið flautað, einkum
á leikmenn Everton. Þó bjargaði Joyn
Gidman á marklínu United á 10. mín.
frá Peter Reid eftir aö Gary Bailey
hafði misheppnast að slá knöttinn vel
frá eftir langt innkast Stevens. Þetta
var í örfá skipti, sem Everton
fékk tækifæri til að skora. Þó komst
Andy Gray í gott færi undir lok
venjulegs leiktíma. Spyrnti framhjá.
Hins vegar fékk Man. Utd. betri færi
og ef Bryan Robson hefði eitthvað
veriö líkur sjálfum sér hefði aldrei
komiö til framlengingar. Fimm sinn-
um komst hann í færi í sinni óskastöðu
við vítateiginn. Hitti aldrei markiö —
meira að segja lenti knötturinn eitt
sinn út við hornfánann. Þá komst
Whiteside eitt sinn frír í gegn en
Southall sá við honum og varði.
Það merkilega var að eftir að
Moran var vikið af velli fékk Man. Utd.
raunverulega mun betri færi til aö
gera út um leikinn. Auk marks
Whiteside fékk Daninn snjalli, Jesper
daginn. Einnig sigraöi hún óvænt
Islandsmethafann Biyndísi Hólm, IR,
í langstökki með 5,40 m. Bryndís
keppnir í San Marino í næstu viku.
Furðu vekur að efnilegasta frjáls-
.íþróttakona landsins og yfirburða-
sigurvegari á landsmótinu í Keflavík í
fyrra og jafnframt Islandsmeistari í
100 m hlaupi á 12,25 sek. skuli ekki
valin í lið slands í San Marino.
KARLAR:
200 m hlaup (mótvlndur) Sek.
1. GunnlaugurGrettisson.IR 24,3
2. JónHihnarsson, UMFK 24,7
3. Olafur Oskarsson, HSK 24,8
4. Stefán Hallgrímsson, KK 25,0
1000 m hlaup. Mín.
1. GuómundurSigurðsson.UBK 2:36,0
2. Steinn Jóhannsson, IR 2,38,5
3. Sigurður P. Sigmundsson, FH 2:39,0
4. Hannes Hrafnkelsson, UBK 2:39,7
5. Guðni Gunnarsson, UMFK 2:47,0
4X100mboðhlaup. Sek.
1. A-sveitlR 47,2
2. A-sveit UMFK 49,2
Langstökk. M
1. PállKristinsson.UBK 6,44
2. Sigurjón Valmundsson, UBK 6,40
3. Þórður Þórðarson, IR 6,03
Kúluvarp. M
1. PóturGuðmundsson, HSK 16,58
2. Helgi Þór Helgason, USAH 15,10
3. GuðniSigurjónsson.KR 12,52
4. EliasSveinsson.KR 12,28
Norman Whiteside — glæsimark.
Olsen, tækifæri til að gulltryggja
sigurinn en tókst ekki. Mesta hættan
við mark United þegar Stapleton, sem
tók stöðu Moran eftir brottreksturinn,
hafði næstum skallað knöttinn í eigin
mark. I heild leikur sem fljótt gleymist
nema áhangendum Man. Utd. I sjötta
sinn sem Man. Utd. sigrar í FA-bikar-
keppninni. Aðeins Aston Villa og Tott-
enham hafa sigrað oftar, eða sjö
sinnum, Blackburn og Newcastle
einnig með sex sigra.
5. JónSævarÞórðarson.UMFK 12,22
6. Stefán Jóhannsson.Á. 12.05
KONUR:
200 m hlaup (mótvlndur). Sek.
1. SvanhildurKristjónsd., UBK 26,4
2. Hafdís Hafsteinsd., UMFK 27,8
3. Eva Sif Heimisdóttir, IR 27,9
4. BerglindErlendsd.,UBK 28,5
5. Súsanna Helgadóttir, FH 28,7
6. HafdísSigurðard., A. 29,0
800 m hlaup. Mín.
1. UnnurStefánsdóttir, HSK 2:26,0
2. FríðaÞórðardóttir, UMFA 2:44,2
Hástökk. M
1. Inga Ulfsdóttir, UBK 1,63
2. GuðbjörgSvansdóttir, IR 1,60
3. Bryndís Hólm, IR 1,60
4. Ingibjörglvarsd., HSK 1,55
5. KristínGunnansd., HSK 1,50
6. ÞórdísHrafnkelsd.,UlA 1,50
Langstökk. M
1. SvanhildurKristjónsd.,UBK 5,40
2. Birgitta Guðjónsd., HSK 5,32
3. BryndísHólm, IR 5,32
4. IngibjörgIvarsd.,HSK 5,05
Kringlukast. M
1. MargrétOskarsd.,IR 40,20
2. Soffía Rósa Gestsd., HSK 38,72
3. Sigurborg Gunnarsd., UBK 30,70
4. UnnurSigurðard., UMFK 25,04
4 X100 m boðhlaup. Sek.
1. A-sveitlR 51,4
2. A-sveit UBK 51,4
3. A-sveit HSK 52,9
4. A-sveit meyja KR 56,2 -Ol. Unnst.
Vormót Kópavogs í f rjálsum íþróttum:
Snúningsstíll gefur árangur