Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Blaðsíða 42
42
DV. MANUDAGUR 20. MAI1985.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 35., 40. og 45. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á
efri haeð Aöalstrætis 47 A, Patreksfiröi, þingl. eign Páls Pálssonar, fer
fram eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hdl., Ásgeirs Thoroddsen
hdl., Arnmundar Backman hdl. og Benedikts Guðbjartssonar hdl. á
eigninni sjálfri miðvikudaginn 22. maí 1985 kl. 15.00.
Sýslumaöur Baröastrandarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 35., 40. og 45. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á
neöri hæö Aöalstrætis 77 A, Patreksfiröi, þingl. eign Stefáns Halldórs-
sonar og Sigurborgar Sverrisdóttur, fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálma-
sonar hrl. og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri miövikudaginn
22. maí 1985 kl. 16.00.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35., 40. og 45. tölublaöi iögbirtingablaösins 1985 á
Aöalstræti 105, Patreksfirði, þingl. eign Ólafs Gunnarssonar og Þóru
Grímsdóttur, fer fram eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hdl., Ævars
Guðmundssonar hdl. og Skúla J. Pálmasonar hrl. á eigninni sjálfri miö-
vikudaginn 22. maí 1985 kl. 17.00.
Sýslumaöur Baröastrandarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35., 40. og 45. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á
Aöalstræti 119, Patreksfirði, þingl. eign Hauks Tómassonar, fer fram
eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka islands og Hafsteins Sigurðssonar
hrl. á eigninni sjálfri miövikudaginn 22. maí 1985 kl. 18.00.
Sýslumaöur Barðastrandarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35., 40. og 45. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á
Aöalstræti 120 A, Patreksfiröi, þingl. eign Einars Stefánssonar, ferfram
eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hdl. og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á
eigninni sjálfri fimmtdaginn 23. maí 1985 kl. 9.00.
Sýslumaður Baröastrandarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35., 40. og 45. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á
veitingastofunnu Eyragrilli, Patreksfiröi, þingl. eign Eyragrills sf., fer
fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Sigríðar Thorlacius hdl. á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. maí 1985 kl. 11.00.
Sýslumaöur Baröastrandarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35., 40. og 45. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á
jörðinni Fífustöðum, Ketildalahreppi, þingl. eign Björns J. Emilssonar,
fer fram eftir kröfu Byggöasjóös, innheimtu ríkissjóös og sveitarsjóös
Ketildalahrepps á eigninni sjálfri föstudaginn 24. maí 1985 kl. 11.30.
Sýslumaöur Baröastrandarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35., 40. og 45. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
fiskiskipinu Sölva Bjarnasyni, BA-65, ásamt fylgifé, þingl. eign Tálkna
hf., fer fram eftir kröfu Fiskveiöasjóös íslands og Arnmundar Backman
hdl. föstudaginn 24. maí 1985 kl. 14.00 á skrifstofu embættisins, Aöal-
stræti 92, Patreksfiröi.
Sýslumaður Baröastrandarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35., 40. og 45. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á
Aöalstræti 50, Patreksfirði, þingl. eign Birgis Einarssonar, fer fram eftir
kröfu Sigríöar Thorlacius hdl. á eigninni sjálfri miövikudaginn 22. maí
1985 kl. 14.00.
Sýslumaður Baröastrandarsýslu.
Nauðungaruppboð
annaö og síöasta á eigninni Skaftafelli II, Seltjarnarnesi, tal. eign Aöal-
björns J. Sverrissonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. mai
1985 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 51., 55. og 57. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1984 á
eigninni Miöbraut 3, 1. hæö, Seltjarnarnesi, þingl. eign Kristjönu Eddu
Haraldsdóttur, fer fram eftir kröfu Guöjóns Ármanns Jónssonar hdl. og
Veödeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. maí
1985 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
KVIKMYNDAHÁTÍÐ - CARMEN
★ ★ ★ ★
Flamencodansarinn Carmen
Carmen.
Lcikstjóri og handritshöfundur: Carlos
Saura.
Kvikmyndataka: Teo Escamilla.
Tónlist: Carmen eftir Bizet og Paco de
Lucla.
Aiallelkendur: Antonio Gades, Laura del
Sol og Paco de Lucia.
Þaö er ekki ofsagt aö vinsælasti
leikstjóri á undanförnum kvik-
myndahátíðum hefur veriö spánski
leikstjórinn Carlos Saura. Myndir
hans hafa undantekningarlaust verið
vel sóttar og efast ég ekki um aö svo
veröi einnig raunin meö Carmen.
Saura hefur hér gert mjög góða
kvikmynd þar sem sögusviðið er þar
sem æfingar á hinni frægu óperu
Carmen standa yfir. I staö óperu-
söngvaranna eru flamencodansarar í
öllum helstu hlutverkum. Fjallar
Saura jöfnum höndum um æfingam-
ar og svo einkalíf aöaldansaranna
sem tengist söguþræöi óperunnar
mjög.
Það er strax gefinn tónninn í stór-
góöu byrjunaratriði myndarinnar.
Æfingar standa yfir. Dansararnir
eru góðir, en Carmen vantar. Enginn
af þeim dönsurum sem prófaðir eru
passar í hlutverk Carmen. Leikstjór-
inn og aöaldansarinn finnur Carmen
sína í dansskóla. Hann verður yfir
sig hrifinn af ungum dansnema sem
að vísu er ekki fremri dansari en aðr-
ar sem prófaðar hafa veriö. En að
dómi leikstjórans er hún sú eina og
sanna Carmen. Astarsamband tekst
með þeim sem tengist svo æfingum á
óperunni.
Það er margt sem gerir Carmen að
yfirburðamynd. Hin hárfina skipting
á milli leiks og raunveruleika er með
afbrigðum vel gerð. Aðalleikararnir
sýna miklar tilfinningar í leik sem
vel á við, og svo er það tónlistin og
dansamir sem fyrst og fremst
gefa myndinni sinn sérstaka blæ.
Það má vera í meira lagi smekklaus
maöur sem ekki hrífst af hinum stór-
kostlegu flamencodönsum sem bom-
ir em á borð í Carmen.
Carlos Saura hefur gert mjög eftir-
tektarverða kvikmynd sem á eftir að
Iifa í minningum áhorfenda um
ókominn tíma. Hilmar Karlsson.
KVIKMYNDAHÁTÍÐ - SUBURBIA
★ ★
P0NKARAR 0G 0FBELDI
Suburbia.
Leikstjóri og handritshöfundur: Penelope
Spheeris.
Kvikmyndun: Timoty Suhrstedt.
Aðallclkendur: Chris Pederson, BillCoyne
ogJennlferUey.
Suburbia er eina framlag Banda-
ríkjanna á yfirstandandi kvik-
myndahátíð. Að dómi undirritaös er
listrænt gildi þessarar myndar frek-
ar lítið. I heild er myndin að vísu öll
hin fagmannlegasta. Fjallar um
unglinga sem hafa það sameiginlegt
að hafa gert uppreisn gegn foreldr-
um sínum og raunar öllum sem eldri
eru.
Heimur þeirra er heimur ponkar-
ans sem dýrkar hráa rokktónlist og
ofbeldi í alls konar mynd.
Aðalpersónumar eru nokkur ung-
menni sem hafa samastað í yfir-
gefnu húsi í hverfi sem farið er í eyði.
Fyrir utan unglingana eru einu íbúar
hverfisins villtir hundar sem eru
hættulegir öllum. I byrjunaratriði
myndarinnar er einmitt nokkuö
hrottafengið atriði sem fær hárin til
aðrísaáhöfðifólks.
Tónlistin skipar stóran sess í
myndinni. Hráa rokkið virkar eins
og vítaminsprauta á unglingana og
dansinn þeirra er sambland af áflog-
um og dansi. Þessar senur eru virki-
lega vel gerðar og tekst leikstjóran-
um Penelope Spheeris að sýna okkur
inn í heim þessara unglinga sem
hafa afneitað foreldrum sínum jafnt
sem foreldrar hafa afneitaö þeim.
Eins og gefur að skilja eru hinir
„virðulegu” íbúar ekki beint hrifnir
af þessum unglingum og slær í brýnu
milli unglinganna og kaldra kalla
sem þykjast vera í rétti bæði til að
eyða villihundunum og reka ungling-
ana á brott. Endar sú rimma með
hinum alvarlegustu afleiðingum.
Suburbia er nokkuð hrollvekjandi
á köflum. Þarf enginn að vera hissa
þegar haft er í huga að framleiðandi
myndarinnar er Roger Corman sem
er þekkt nafn í gerð hryllingsmynda.
Suburbia er áhrifamikil
kvikmynd, sem því miður gæti virk-
að á óþroskaða unglinga sem hvetj-
andi vaki til ofbeldis. Því það er ekki
laust viö að unglingamir í myndinni
séu hafnir upp yfir meðalmennsk-
una sem einkennir aðrar persónur
myndarinnar.
Hilmar Karlsson.
KVIKMYNDAHÁTÍD - SAUVE QUIPEUT (LA VIE)
★ ★
ENDURK0MA G0ÐARDS
Sauve qui pout (ia vie) Bjargi sór hver sem
betur getur.
Leikstjóri: Jean-Luc Godard.
Handrit: Anne-Marie Meiville og Jen-Claude
Carriere.
Kvikmyndun: Wiiliam Lubchansky o.fl.
Tónlist: Gabriel Yared.
Aöalleikarar: Isabelle Huppert, Natalie Baye
og Jacques Dutronc.
Sauve qui peut (la vie) verður vart
talin meö betri myndum Godards.
Hennar verður aðallega minnst sem
endurkomu Godards til kvikmynda-
gerðar eftir nokkurra ára fjarveru.
Sauve qui peut (la vie) kom mönnum
í opna skjöldu þegar hún var frum-
sýnd 1980. Menn bjuggust síst við
mynd sem er að mörgu leyti einföld í
frásögn frá honum.
Godard hefur aftur á móti aldrei
farið troðnar slóðir og því mátti
alveg eins búast við þessari mann-
lifslýsingu frá honum eins og nýju
stökki út í pólitískar hugleiðingar.
Aðalpersónur Sauve qui peut (la
vie) eru þrjár. Paul Godard er miðja
myndarinnar. Hann virðist fást við
kvikmyndagerð að einhverju marki
þótt tími hans fari að mestu i að
leysa úr flækjum sálarlífs hans.
Hann heldur við Denise sem er að þvi
er virðist með bók í bígerð. Ekki
gengur það samband andskotalaust,
frekar en samband hans við fyrrver-
andi eiginkonu og bam. Um miðja
mynd hittir hann vændiskonuna Isa-
belle og upp frá því fjallar myndin
meira og minna um hið tilgangs-
lausa líf hennar.
Eftir nokkuð daufa og ruglingslega
byrjun tekur myndin vel við sér
þegar Isabelle kemur til sögunnar.
Fjallað er á spaugilegan en um leið
raunsæjan hátt um líf hennar sem
vændiskonu. Er ekki verið að
draga úr lýsingunum og minni
maður en Godard hefði hæglega
getað klúðrað þessum viðkvæmu
atriðum. En Godrad er meistari
kvikmyndavélarinnar og því veröa
þessi atriði einstök.
Nokkuð er um að „slow motion” sé
notað. Þrátt fyrir að það geti verið
nokkuð þreytandi til lengdar þá á
undirstrikunin rétt á sér í þessu til-
felli. Það er sem sagt margt vel gert í
Sauve qui peut (la vie) en heildarút-
koman er ekki mjög sterk kvikmynd.
Hilmar Karlsaon.