Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Blaðsíða 7
DV. MANUDAGUR 20. MAl 1985. 7 Neytendur Neytendur Samvinnuferöir-Landsýn: Fjölskyldan fær fimm valkosti Hjá Samvinnuferðum Landsýn var brugðið á þaö ráð að reikna út fimm valkosti fyrir fjölskylduna. I Júgósla- víu getur hún búið á Hótel Neptún með hálfu fæði og kostar það 109.200 krónur. Á Rhodos í Grikklandi er boðið upp á dvöl á Hótel Doreta Beach með hálfu fæði og kostar það 120.900 krónur. Á Italíu eru tveir valkostir — Hotel Villa Adriatica með hálfu fæði fyrir 131.600 kr. og svo í íbúðum með tveimur svefnherbergjum, stofu, eld- húsi og bæði fy rir 87.600 krónur. Aö síð- ustu eru svo sumarhúsin í Danmörku með tveimur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi og baði en án fæðis í þrjár vik- ur. Tekið er fram í lokin að júlí er dýr- asta tímabil ársins á báöum þessum stöðum og ef reiknaö er með brottför á ódýrari tímum má reikna með 10 - 20% lækkun á heildarverði og fer það nokk- uð eftir áfangastööum. Og einnig itreka þeir h já Samvinnuferðum-Land- sýn að í ferð sem miðast við hóteldvöl í þrjár vikur beri að líta á gæði hótela við samanburð á verði og aðra aðstöðu sem býðst hverju sinni. baj Raddir neytenda SUMARVÖRUR Úrval af frábœrum fatnaöi fyrir börn og unglinga. Verzlunitl, °Pt‘ Hamraborg 7, Kópavogi Sími 45288 Glœsibœ, Álfheimum 74 Sími 33830 ÓTRÚLEGT VERÐ „Tvíbökur” og fleira fínt Eiríkur frá Akureyri hringdi: „Það þarf að setja reglur um dag- setningarstimpla á brauðum. Ég var aö koma úr innkaupaferð og ætlaði að gæða mér á nýbökuðu rúnstykki en þegar reynt var aö skera það í sundur eða bíta í reyndist það skraufþurrt og vont. Að minnsta kosti tveggja sentí- metra hörð og þurr brík inn á við og ekki mikiö skárra inni við miöju. Þetta finnst mér óætt og finnst ekki rétt að leyfa sölu á slíku nema þá á miklum af- slætti. Er þetta leyfilegt? — segja ís- lensk lög að brauð séu bara brauð? — hver fjandinn sem það svo er! Kannski er ástandiö verra héma á Akureyri heldur en hjá ykkur fyrir s.unnan. Við höfum bara eitt brauð- gerðarhús, Brauðgerð Kristjáns Jóns- sonar, og svo KEA. Plastpöldcuð brauð Ekki okur heldur mistök Vilhjálmur Þór í Candis hringdi: „Þið birtuð um daginn frásögn konu í Breiðholti undir yfirskriftinni „okrað á frönskum”. Þar sagðist hún hafa komiö hingað í Candis og verið látin borga 77 krónur fyrir minnstu stærð af frönskum. Og sama stærð væri seld hérna við hliðina á 38 krónur. Þetta er ekki rétt og hlýtur aö byggjast á ein- hverjum misskilningi. Við seljum héma í Candis franskar í 200 gramma pokum sem er stööluð stærð fyrir alla skyndibitastaði. Reiknað sem skammtur fyrir einn mann. Hérna viö hliðina er sama stærð seld á sama verði — að vísu í boxum. Hins vegar kostar næsta stærð við, sem er 400 grömm, 77 krónur og eina skýringin á þessu er að hún hafi ef til vill fengið ranga afgreiöslu. Því vil ég biðja hana að hafa samband við okkur sem allra fyrst svo hægt verði að komast til botns í þessu og leiðrétta það.” baj. IGRJOTGRINDURI Á FLESTAR TEGUNDIR BIFREtDA | Kigum á lager sérhannaðar grjót- grindur a yfir 50 tegundir SERHÆFOIRIFIAT 0G CITR0EN VIÐGERÐUM BIFREIÐAU|VERKSTÆÐIÐ SKtMMUVEGI 4 V s—NnaswQS í næstu kjörbúð eru oft ekkert lostæti því þeim er pakkað heitum og allir vita hvernig heitt brauð fer í plastpoka. Þessu þarf að pakka betur og hafa dag- stimpla á umbúðunum. Og dagsgömul brauð á alltaf að selja með afslætti í brauðgerðum — ekki frysta brauðin og ■seljasíðansemný. „Tvíbökur” vil ég ekki kaupa á fullu verði — það er að segja rúnstykki sem hafa verið fryst, síðan hituð upp næsta dag og seld sem ný vara. Fyrst ég er nú farinn að eyða pening- um og tíma í að hringja í ykkur vil ég lika spyrja hvers vegna í ósköpunum grænmeti eins og gulrastur er ekki flokkað í poka eftir stærð. Þar sem ég sé sjálfur um matarinnkaup á heim- ilinu fer þetta óskaplega í taugarnar á mér, að fá kannski tvo risa í poka og tvær pínulitlar með. Það er ekki sama hvort á að nota gulræturnar i stöppu eða með kjöti á fati. Sama gildir um bökunarkartöflur, til þess að þær bak- ist jafnhratt þurfa þær að vera af svipaðri stærð. Allt þetta eru atriði sem ætti að vera auövelt að koma i lag ef rétta hugsunin er fyrir hendi.” baj Þetta fallega bíltæki, meö LW— MW—FM stereo og kassettu, á aðeins KR. 5.390,- Passar í flestar geröir bifreiöa. 10 aörar geröir af bíltækjum, kraft- magnarar og mikið úrval af há- tölurum. ísetning á staðnum. D IXdQIO 0R Ármúla 38 (Selmúlamegin) 105 Reykjavík Símar: 31133 - 83177- Pósthólf 8933 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-12. l GRÓÐURHÚS Gróðurhúsin eru ódýr, sterk og auðveld í samsetningu. Húsin fást í mismunandi stærðum, allt frá 4,8 ferm. upp í 39 ferm. og jafnvel enn stærri. Þau henta því vel jafnt garðyrkjumönnum, bændum sem garðeigendum, sem á undanförnum árum hafa í auknum mæli drýgt tekjur sínar með eigin ræktun. Gerið pantanir tímanlega. Sími 91-671515 GRÓÐURREITIR Gróðurreitirnir eru 2,5mx1,2m að stærð og hið bogadregna lag þeirra gerir þá einkar hentuga til ræktunar á ýmsum hávöxnum jurtum, t.d. káljurtum. Opn- un reitanna er stillanleg. Þeir eru auð- veldir í samsetningu og allir nauðsyn- legir fylgihlutir fylgja. í^JaTWf Tangarhö/da 9, 710 Reyk/avlk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.