Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Blaðsíða 18
18 Grunnskólinn Sandgerði Skólastjóra og kennara vantar að skólanum. Almenn kennsla, kennsla yngri barna og tónmenntakennsla. Húsnæði og dagheimilispláss fyrir hendi. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar í síma 92-7647. Forstöðumaður Staða forstöðumanns við þjónustumiðstöð fyrir fatlaða, að Vonarlandi, Egilsstöðum, er laus til eins árs frá og með 1. júlí nk. Upplýsingar veita Bryndís Símonardóttir forstöðumaður í síma 97-1177 og Berit Johnsen, formaður heimilisstjórn- ar, í síma 97-1757. Bifreiðastjórafólagið Sleipnir heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 21. maí kl. 20.30. Fundarstaður: Hótel Esja. Venjuleg aðalfundarstörf. Daníel Óskarsson formaður. Kennarar — kennarar Kennara vantar að grunnskólanum Stykkishólmi næsta skólaár. Aðalkennslugreinar: íslenska, danska, enska og mynd- mennt. Upplýsingar í símum 93-8160, 93-8395 og 93-8376. Skólanefnd. Útboð Tilboð óskast í undirbúning og malbikun á ca 4.400 m2 plani í Skútuvogi 4, Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu Stanleys Pálssonar hf., Skúlatúni 4, og verða opnuð á sama stað föstudaginn 24. maí 1985 kl. 14, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Guðmundur Arason. Nýborg hf. Kennarar Nokkrar stöður eru lausar við grunnskólann í Borgarnesi. Meðal kennslugreina: Almenn þekkjarkennsla og raun- greinar. Við skólann er góð aðstaða fyrir kennara, tekin verður í notkun i haust ný raungreinastofa. Umsóknarfrestur ertil 25. maí. Upplýsingar gefur yfirkennari í símum 93-7183 og 93- 7579. Grunnskólinn i Borgarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 51., 55. og 57. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Esjugrund 41, Kjalarneshreppi, þingl. eign Axels Erlendar Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. mai 1985 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Happdrætti hjálparsveitanna sætir harðri gagnrýni: „ Óneitanlega gengið nærri fólki” — segir starf smaður tölvunef ndar um birtingu númeranna „Þama er óneitanlega gengið nokk- uð nærri fólki. En auðvitað er þetta framkvæmdaatríði af hálfu þeirra sem standa fyrir viðkomandi happdrætti.” Þetta sagði Hjalti Zophaníasson, starfsmaður tölvunefndar, er DV ræddi við hann um nýafstaðiö happ- drætti Landssambands hjálparsveita skáta. Tilhögun þess var á þann veg aö Landssambandið fékk leyfi tölvu- nefndar fyrir útskrift á nafnnúmerum og nöfnum fólks. Miöamir voru síðan númeraöir með nafnnúmerunum og sendir heim til viðkomandi. Vinnings- númer vom síðan birt í f jölmiölum. Hefur þetta fyrirkomulag sætt mik- illi gagnrýni. Telja margir að þarna sé vegið nærri einkahögum fólks og að fríðhelgi einstaklingsins sé orðin næsta lítil þegar faríð er að birta nafnnúmer viðkomandi í blöðum. sem vinnings- númer í happdrætti. Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri segir að í umræddu tilviki hafi orðið „slys” sem ekki muni endurtaka sig. Þaö mun ekki vera langt síðan að gildandi reglur um útskrift úr þjóðskrá vom rýmkaðar. Var það gert að til- hlutan Hagstofunnar. Hjalti Zophaníasson sagöi að fólk, sem ekki kærði sig um að lenda í slíkri útskrift, gæti haft samband viö Hag- stofuna og beðið um að vera strikað út. Væru nöfn viökomandi þá sett á sér- stakan lista og færu ekki á útskriftar- listana. -JSS Björgunarbáturinn reyndist gott sjóskip. DV-mynd emm. Sandgeröi: Fyrsti hraöbjörgunar- báturinn afhentur Frá Magnúsi Gíslasyni, Keflavik: Fyrsti hraðbjörgunarbáturinn, af fjórum sem til landsins eiga að koma, var afhentur í Sandgerði nýlega að viðstöddu miklu f jölmenni. „Það er okkur starfsmönnum Krístjáns 0. Skagfjörð mikil ánægja að koma hingað og samfagna ykkur vegna komu þessa mikilvirka björgunartækis til landsins,” sagði Júlíus L. Olafsson forstjóri í ávarpi sínu við afhendinguna, en báturinn er smíðaður í Danmörku, hjá Nord- isk Gummibadsfabrik A/S í Es- bjerg, en það er eitt fremsta fyrir- tæki á heimsmarkaði í framleiðslu gúmmibáta af ýmsum stærðum og gerðum. Kristján O. Skagfjörö er umboðsaðili þeirra hér á landi. Sumarliði Lárusson, heiðursfélagi björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgeröi, gaf bátnum nafn, Sæ- björg, en björgunarsveitin Ægir í Garði á bátinn á móti Sigurvoninni. Bátnum var siglt frá Reykjavík til Sandgerðis og reyndist hann gott sjó- skip. Skrokkur og skilrúm eru úr trefjaplasti. Slanga er í bátnum með átta aðskildum hólfum. Báturínn á ekki að geta sokkið og í honum er út- búnaður sem gerir kleift að rétta hann við, ef honum hvolfir, með belg sem blása má út á um 35 sekúndum. Mjög fullkomin siglingatæki eru í bátnum og allur útbúnaður mjög vandaöur. Hámarkshraöi er 28 sjó- mílur og eldsneyti til 140 mílna sigl- ingar. Djúprista er 90 cm. Áhöfn 3 menn, en Sæbjörgin á að geta borið 15menn. —EH. Varað við vigbunaði Friðarsamtök kvenna á Þórshöfn og nágrenni héldu aðalfund sinn fyrir skömmu og var eftirfarandi áskorun samþykkt á fundinum: Aðalfundur Friöarsamtaka kvenna á Þórshöfn og nágrenni vekur athygli á að gífurlegum fjármunum er nú varið til vígbúnaðar í heiminum. Ef hergagnaframleiðsla væri stöðv- uð í aðeins fjóra daga væri hægt fyrir það fjármagn sem þá sparaðist að tryggja nægilegan mat og drykkjar- vatn handa öllum jarðarbúum og setja 200 milijónir barna í skóla. Velferðarríkin bera ábyrgð á bræðr- um sínum og systrum í þróunariöndun- um. Það er ekki hægt að verja það fyr- ir samvisku sinni að ráðstafa öllum þessum fjármunum í vigbúnaö meðan fólk hrynur niður úr hungri annars staðaríheiminum. Þar að auki er öllum jarðarbúum stefnt í voða með sífellt meiri vopna- birgðum og sú ógn sem mannkyninu stafar af kjarnorkuvopnasafninu, sem vex í sifeUu, er meiri og skelfilegri en nokkuð annað sem kynslóðirnar hafa nokkru sinni staðið frammi fyrir í allri mannkynssögunni. Friðarhreyfingar eru tUraun til að snúa þessari óheiUaþróun við. Við skorum á alla Islendinga aö leggja sitt af mörkum til aö stöðva vígbúnað, stuðla að friðaruppeldi, fordæma of- beldi í fjölmiðlum og styðja og efla öU friöarsamtök á Islandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.