Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Blaðsíða 27
DV. MANUDÁGUR20. MAI1985. 27 < íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Jón Erling Ragnarsson (númer níu) sóst hór skalla knöttinn í átt aö marki KR-inga í Kaplakrika ó föstudagskvöld. Ingi Bjöm (lengst til hœgri) gaf fyrir ó Jón en knötturinn fór rótt framhjó. DV-mynd E.J. Guimi Gísla tryggdi KR stig í Krikanum — FHogKRgerðu jafntefli, 1:1. Furðulegt mark Viðars Halldórssonar „Þegar markiö er opiö er ekki um nema eitt að ræða og þaö er að skjóta á markið,” sagði bakvörðurinn, Viðar Halldórsson, en hann skoraði hálf- furðulegt mark úr aukaspyrnu á föstu- dagskvöld þegar FH og KR gerðu jafn- tefli, 1—1, í leik liðanna í 1. deild Is- landsmótsins í knattspyrnu. Leikið var á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Viðar skoraði mark FH þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Var þá dæmd aukaspyrna á KR utan við vítateigshomið, stúkumegin. Eitt- hvaö var vörn KR og Stefán Jóhanns- son markvörður annars hugar. Viöar var fljótur að átta sig á hlutunum og sendi knöttinn rakleitt í markið með þrumuskoti. Og rétt fyrir leikhlé munaöi minnstu að FH-ingar bættu við marki. Jón Erl- ing Ragnarsson tók þá góða fyrirgjöf á lofti en Stefán Jóhannsson varði á snilldarlegan hátt uppi í samskeytum sláar og stangar. KR-ingar jöfnuðu síðan metin þegar um fimmtán mínútur voru liðnar af siðari hálfleik. Gunnar Gíslason skor- aði markið meö þrumuskoti neöst í markhomið vel fyrir utan vítateig. Ekki var mikið um marktækifæri í þessum leik en Jón Eriing var þó ná- lægt því að tryggja FH-ingum stigin þr jú þegar hann skallaði góöa fyrirgjöf frá Inga Bimi um metra frá stönginni. Tilþrifalitlum leik lauk því með jafn- tefli. Leikinn dæmdi Kjartan Tómasson. Engin spjöld vora á lofti. Liðin: FH: Halldór Halldórsson, Við- ar Halldórsson, Þórður Sveinsson, Sig- urþór Þórólfsson, Dýri Guðmundsson, Guðmundur Hilmarsson, Ingi Bjöm Albertsson, Olafur Danivalsson, Jón Erling Ragnarsson, Magnús Pálsson og Kristján Gíslason. KR: Stefán Jóhannsson, Sævar Leifsson, Jakob Pétursson, Jósteinn Einarsson, Haraldur Haraldsson, Hannes Jóhannesson, Hálfdán örlygs- son, WUlum Þórsson, Ágúst Már Jóns- son, (StefánPétursson),GunnarGísla- son og Bjöm Rafnsson. Maður leiksins: Viðar Halldórsson, FH. -SK. Peter Withe—til Norwich. Peter Withe til Norwich — hefur fengið frjálsa sölu frá Aston Villa Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV á Englandi. Stjóri Norwich, Ken Brown, er nú að semja við enska landsUðsmanninn Peter Withe, sem hefur fengið „frjáisa sölu” frá Aston Villa. Brown hefur hug ó þvi að Withe komi í stað annars gam- als ensks landsUðsmanns, Mike Channon, sem nú hættir hjá Norwich. Paris SG vann Nantes aftur —ífrönsku bikarkeppninni Hann þarf ekki að greiða Aston Villa peninga fyrir Withe — aðeins tryggja leikmanninum góðan samning. Skoski landsUðsmaðurinn Asa Hart- ford verður áfram hjá Norwich — að- eins eftir að semja um hvaö nýr samn- ingur hans við féiagið verður til langs tíma. Þá stendur Ken Brown í samn- ingum við Stoke vegna Ian Painter. Hann varð markahæstur leikmanna Stoke nú á leiktímabiUnu, — skoraði fimm mörk — og Stoke vill fá 100 þús- und sterUngspund fyrir hann. Þegar Norwich og Arsenal lék á dögunum lenti þeim stjórunum Brown og Don Howe illa saman eftir leikinn. Það var vegna brots CharUe Nicholas í leiknum. Orðaskiptin voru mögnuð, þaö svo að aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins hefur ákveðið að Howe mæti á fund nefndarinnar á morgun, þriöjudag. Frá Árna Sævarr, fréttamanni DV í Frakklandi. Paris SG gerði sér Utið fyrir og sigr- aði Nantes í báðum leikjum liðanna í 8- Uða úrsUtum frönsku bikarkeppninn- ar. Á föstudag sigraði Paris SG í Nant- es, 1—0. Eina mark leiksins skoraði Jean-Francois Charbonnier snemma í síðari hóUleik. Paris SG sigraði einnig 1—0 í fyrri leiknum. Mónakó sigraði Racing Paris 3—0 í báðum leikjunum, samtals 6—0. Hafði gífurlega yf irburði. Þá komst Toulouse í undanúrslitin eftir 3—3 jafntefU í Sochaux á föstudag. Toulouse vann samanlagt 5—3. Sochaux komst í 2—0 á föstudag. Thierry Sauzee og Uwe Krauze skoraðu. I síðari háUleik jöfnuðu Jean-Philippe Durand og landsUösmaðurinn Yannick Stopyra í 2—2. Sochaux komst aftur yfir með marki Jean-Luc Ruty. Það var þó skammgóður vermir fyrir áhorfendur. Jean-LucFerratge jafnaði í 3—3. LiUe og Saint Etienne leika síðari leik sinn á þriðjudag, 21. maí. St. Etienne sigraðií heimaleiknum, 1—0. -hsím. WebbtilAV I staðinn fyrir Withe er Aston VUla að reyna að fá Neal Webb frá Ports- mouth. Turner, stjóri ViUa, átti nýlega fund með Webb, sem stóð í fimm klukkustundir, og eftir hann sagði Tumer að hann væri vongóður um að Webb gerðist leikmaður hjá VUla. Hinn ungi Webb hefur verið besti maður Portsmouth á leiktimabUinu og hefur mikinn hug á aö leika með liöi í 1. deUd. hsim. Tveir köstuðu yfir90metra — í spjótkasti í Los Angeles. Lewis stökk 8,77 m en meðvindur of mikill „Stökk ég virkUega svona langt svo snemma sumars,” sagði stórstjarna frjálsra íþrótta, Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis, eftir að hann hafði stokkið 8,77 m á móti í Los Angeles á laugar- dag. Meðvindur var hins vegar aðeins of mikUl svo Lewls fær ekki afrekið staðfest en það sýnir að ekki er iangt hjá honum í heimsmet Bob Beamon, 8,90 m. Frábær árangur náðist í mörgum greinum á mótinu. Tveir Bandaríkja- menn þeyttu spjótinu yfir 90 metra. Bob Roggy kastaöi 91,70 m og Tom Petranoff 90,80 m. Joaquim Craz, Brasiliu, hljóp mUuna á 3:53,19mín. og sigraði eftir hörkukeppni við Steve Scott, USA, — 3:53,20 mín. Jack Buck- ner, Bretiandi, þriðji á 3:55,61 min. Innocent Egbunike, Nígeríu, sigraöi í 400 m á frábærum tíma, 45,14 sek., eftir geysilegt einvígi við DarreU Rob- inson, USA, 45,16 sek. Sunday Uti, Nígeríu, þriðji á 45,75 sek. Mike Tully, USA, sigraði í stangarstökki, stökk 5,75 m og landi hans, BiUy Olson, annar með 5,70 m. John Gray, USA, sigraði á snjöUum tíma í 800 m hlaupi ó 1:44,72 mín. BUly KoncheUah, USA, annar á 1:45,50 mín. Jose Barbose, Brasilíu, þriðji ó 1:45,54 mín. Síöan komu tveir Bandaríkjamenn, Jeff West á 1:45,82 og David Patrick á 1:45,87 mín. Imrich Buga, Tékkóslóvakíu, kastaði kringlu 69,02 m og landi hans, Gejza Valent, varð annar með 67,26 m. Norömaður- inn Knut Hjeltnes þriðji með 65,58 m. Tékkneska konan, Jarmila Kratoch- vilova, sigraði í 400 m á 49,89 m og 800 má 2:00,72 mín. hsím. Barcelona slegiðút —íspönsku bikarkeppninni Barcelona var í gær slegið út í spönsku bik- arkeppninni. Sigraöi þá Real Betis heima, 2— 1, en hafði tapað útileiknum í Sevilla, 3—1. Betis komst því áfram, samanlagt 4—3. Kóngurinn í Barcelona, Bernd Schiister, var veikur og gat ekki leikið í gær og mikil tauga- spenna í liði Barcelona framan af. Gordillo náði forystu fyrir Betis í fyrri hálfleik. Marc- os Alonso jafnaði á 60. min. og á 82. mín. skor- aði Steve Archibald annað mark Barcelona. Þrátt fyrir mikla pressu í lokin tókst liðinu ekki að koma i veg fyrir sigur Betis saman- lagt. Þá sló Atletico Madrid Sporting Gijon út í gær. Jafntefli, 0—0, í Madrid en i fyrri leikn- um hafði Atletico sigrað, 2—1. hsím. é0 Zico fótboltaskómir ® nsTuno® SPORTVÖRUVERSLUN Háaleitisbraut 68 Austurver Sími 8-42-40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.