Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Page 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Betra kaff i með réttrí hreinsun? Kaffi er misgott ó bragöið — um þaö verður varla deilt — en hins vegar eru menn yfirleitt ekki á eitt sáttir um or- sök þess að kaffið bragðast ekki sem skyldi. Er ekki notuð hin eina rétta kaffitegund, skyldi vera betra að hella upp á meö gamla laginu, er ekki rétt magnhlutfall af vatni og kaffi eða hef- ur allt mallaö á hita og komið með hálf- seyddankeim? Allar þessar ástæöur þykja góöar og gildar en Kaffibrennsla Akureyrar bendir á eina að auki — ónóg eða röng hreinsun ó áhöldum til kaffigerðar. Til þess að bæta úr ástandinu hafa þeir á Akureyri flutt inn þvottaefni til hreins- unar á kaffivélum, tvær gerðir eru fó- anlegar. önnur fyrir heimilisvélar og hin fyrir stórar vélar í veitingahúsum og mötuneytum. Þaö siðarnefnda má ekki nota í heimiliskönnurnar. Obrennt kaffi inniheldur 10—15% fitu og vax. Mest af því eyðist við brennslu en þó verður alltaf eitthvað eftir og myndar með tímanum fituskán á þeim flötum sem kaffið kemst í snertingu við. Fita dregur til sín bragö og lykt — þessi líka! Því er það að ef kaffivélam- ar eru ekki hreinsaðar reglulega hefur það með tímanum óhrif á bragð og ilm kaffisins. Svo er það annað, hvort menn sækjast eftir þessu bragði af gömlu kaffi. Hér áður urðu til dæmis taupokar aö verða nokkuö legnir til þess að kaffið þætti drekkandi og harð- bannað var að þrífa kaffikönnur hressilega að innan. Við hreinsun ó kaffivélum er alltaf mikilvægt að forðast þvottaefni sem innihalda sápu eða klór, því þau skilja eftir bragð og lykt í vélunum. Hreinsi- efnið frá Kaffibrennslu Akureyrar inniheldur ekki slík hreinsiefni en mönnum er þó ráðlagt að fara ná- kvæmlega eftir leiðbeiningunum á pakkningunum. Þetta hreinsiefni leys- ir upp kaffiskán en á ekki að skilja eftir bragð eða lykt. Þvottaefnið til heimilis- nota fer í verslanir en það sem ætlað er stærri stöðum verður selt í Kaffi- brennslunni sjálfri á Akureyri, Sjöfn í Garðabænum og matvörudeild Sam- bandsins í Holtagörðum. baj. Lítil eða engin hreinsun kaffivél- anna getur haft i för með sér beiskt og biturt kaffi. Hreinsiefnið frá Kaffibrennslu Akureyrar œtti að gera mönnum fært að halda rétta bragðinu. Raddir neytenda Raddir neytenda Raddir neytenda heildarOtgjöldin NÆRRI100 ÞÚSUND ,,Eg á ekki til orð, en þetta er stað- reynd,” segir m.a. í bréfi frá Hóffí sem hún sendi með upplýsingaseðlinum sínum fyrir maimánuð. Hún á við upp- hæðina á seðlinum sem hljóðar upp á samtais hvorki meira né minna en 98.175 kr.! Þar af er matur og hreinlætisvörur upp á 14.450 kr. (aðeins 2.408 kr. á mann, því fjölsk. er sex manna). Lið- urinn „annað” er upp á 83.725 kr. „Þama er meðtalin bílasprautun á 30.000, fasteignagjöld á 10.464, (þá er ein greiösla eftir), dekk og bensin 5.000 o.fLo.fl. Þetta er alveg agalegt. A morgun ætlum við að selja bilinn og kaupa okk- urannan. Baróttukveðjur, HóffL” Verðá gæsluvöllum Lesandi hringdi: „Mig langar að koma á framfæri leiðréttingu við skrif um verð á gæslu- völlum á höfuðborgarsvæðinu. I Reykjavík er búið að hækka gjaldið úr 10 krónum og upp í 15 krónur. Það þarf að borga þá upphæö inn á alla vellina sem eru með einhverri gæslu. Verðið á gæsluvöllum á Seltjamarnesinu finnst mér of hátt þrátt fyrir kannski aðeins meiri þjónustu. Það hlýtur að vera talsverður peningur þegar saman kemur fyrir fólk sem þarf ekki á öðru að halda en leyfa baminu að vera úti í einhverntíma.” flftl/?glTVU?f^> BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 6212 40 # ViD ERUM í hjarta borgarinnar við Brautarholt. # VID HÖFUM rúmgóðan sýningarsai og útisölusvæði. # VID BJÓÐUM mikið úrvai notaðra bíla af öllum gerðum. # VIÐ VEITUM góða og örugga þjónustu Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 / ; Hárgreiðslustofan Klapparstíg 13010 Tímapantanir DEN ORIGINALE! Teg. 1504 Free. Stœrðir: nr. 40—46. Litir: grátt eða svart ledur. Verd kr. 1.675,- Skóverslun pöstsendum Þórðar Péturssonar T.nunniipni QR. aimi 1 K'iw*h>itioTirn>Ti R o»mi 1At9lÍ Hversdagshetjan Þú færö mikið fyrir peningana meö HUSQVARNA OPTIMA. Alla sauma sem koma að góðum notum dags daglega. Og auðveld að stilla. Hnappagöt, rennilása og teygjanlega sauma saumar OPTIMA auðveldlega. Þess vegna mælum við með OPTIMA sem fyrsta flokks HUSQVARNA gæði á viðráðanlegu verði Husqvarna Mest selda saumavélin á íslandi. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.