Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Qupperneq 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Frá Krlstjánl Ara Arasyni, fréttarit- ara DV í Kaupmannahöfn: Staðsetning sænska kjarnorkuvers- ins BarsebSck við Eyrarsund, örfáa kílómetra frá Kaupmannahöfn, hefur til langs tíma verið mikið deilumál milliDana og Svía. Hafa Danir margoft mótmælt stað- setningu kjarnorkuversins þvi litið þarf út af að bera í rekstri þess til þess að stórslys verði. Hingað til hafa Svíar vísað allri þess- ari gagnrýni Dana á bug. Síðastliöinn laugardag urðu þeir kröftugustu jarð- skjálftar sem átt hafa sér stað í sunn- anverðri Skandinaviu á þessari öld, skammt frá kjarnorkuverinu Barse- back og mældist kröftugasti skjálftinn um 4,5 stig á Richter kvarða. Þótt jarð- skjálfti þessi hafi ekki valdiö neinum skemmdum á kjamorkuverinu telja margir gagnrýnendur kjamorkuvers- ins að örlítið kröftugri jarðskjálfti hefði getaö valdið stórslysi og því beri að stöðva nú þegar rekstur kjarnorku- versins. I kjölfar þessara jarðskjálfta hefur umhverfismáiaráðherra Dana, Chr. Kjamorkuver á reiðiskjálfi Christensen, látið hafa eftir sér að gera verði ítarlega rannsókn á hugsan- legum afleiðingum stórra jarðskjálfta í námunda við kjarnorkuverið. Leggur hann til að skipuö verði nefnd sem bæði Danir og Sviar eigi fulltrúa í. Aður hefur svona nefnd f jall- að um hugsanlega hættu af kjarnorku- verinu og skilaöi hún áliti í mars siðastliönum. I þvi nefndaráliti var nær ekkert fjallaö um þá hættu er fylgt getur jarðskjálftum. Að sögn yfir- manna Barseback kjarnorkuversins urðu starfsmenn þess á engan hátt varir við jarðskjálftana. , Reyndar viðurkenndu þeir að þó svo að þeir hefðu orðið skjálftanna varir þá væru engin fyrirmæli til um hvemig bregðast ætti við svona náttúruham- förum. Æsispennandi kosningabarátta Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- araDVíSvíþjóð: Utlit er fyrir að kosningabaráttan í Sviþjóð verði æsispennandi í ár. Sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnuninni, sem birt var fyrir helgi, eru fylking- amar tvær með svo svipað fylgismagn að munurinn, sem er á þeim í könnun- inni, telst ekki marktækur. Sósíölsku flokkarnir tveir hafa sam- tals 48,7 prósent fylgi en borgaralegu flokkarnirhafa 49,5prósent. Bandalag Miðflokks og Kristilega flokksins hefur 15,4 prósent, Þjóöar- flokkurinn 6,5 prósent, Hægri flokkur- inn 27,6 prósent. Jafnaðarmenn hafa 43,7 prósent og Vinstri flokkur- inn/kommúnistarnir hafa 5,0 prósent. Aðalbreytingin frá síðustu skoðana- könnunum er sú að Miðflokkurinn hef- ur bætt við sig fylgi á kostnaö hægri flokksins. „Skoðanakönnunin sýnir að hin sterka staöa Hægri flokksins er goðsögn ein,” sagði Olof Palme forsæt- isráðherra. Hann bætti því við aö nú virtist sem fylgið ætlaði óvenju- snemma að hrynja af hægri mönnum. Walker-njósnamálið: Ekki meiri áhrif við ísland en annars staðar — segir MacDonald við DV Oskar Magnússon, DV, Washington: „Island gegnir vissulega lykilhlut- verki í varnarkeðjunni en ég get ekki séð að þær upplýsingar, sem Sovét- menn hafa hugsanlega fengið frá Walker-njósnahringnum, hafi alvar- legri áhrif á svæðinu viö Island en annars staðar í heiminum,” sagði Wesley L. MacDonald, yfirmaður Norður-Atlantshafsflota Banda- rikjanna og NATO, í samtali við blaða- mann DV. MacDonald sagði að nú væru viðbrögð Bandarikjanna miöuð við það að Sovétmenn hefðu haft mun meiri vitneskju um kafbátaferðir en hingaö til hefði verið gert ráð fy rir. Ottinn við upplýsingaleka hefur nú breiöst út fyrir sjóherinn. Yfirstjóm landherjanna hefur hafið sérstaka rannsókn á því hvort upplýsingar, sem lúta að þeim, hafi einnig komist í hend- ur Sovétmanna. Nú er talið að með upplýsingum frá Walker hafi Sovét- mönnum tekist að ráða dulmál sem sérstaklega var notaö til aö rugla skilaboð sem send vom milli skipa bandariska flotans. Talið er að John Walker, höfuöpaur njósnahringsins, hafi stundað njósnir í þágu Sovét- manna í 18 ár. Talsmenn sjóhersins telja að mestur skaðinn hafi orðið á tímabilinu frá 1962 til 1969. A þeim tíma var Walker í aðstöðu til að með- höndla ströngustu trúnaðarmál. Sjóherinn telur sig nú hafa nokkuð góða vitneskju um hvers konar upplýs- ingar hafi lekið á þeim tíma. Veriö er að koma fyrir nýjum tækjum í stað þeirra sem fyrir voru og sem talið er að Sovétmenn hafi fengið nákvæma vitneskjuum. Annars er mjög um þaö deUt hér í Bandaríkjunum hversu víðtæk áhrif þessa njósnamáls muni verða. Starfs- menn leyniþjónustunnar greinir tU dæmis mjög á um hvort upplýsingar hafi lekið frá öðrum en sjóhemum. Sumir telja að lekinn hafi náð mun víð- ar og inn í fjölmargar mikilvægar stjómsýslustofnanir. SUkt hafi verið leikur einn með nægUegri þekkingu á þeim búnaði sem um ræðir. Saumaðu ekki að pyngjunm SINGER Enn einu sinni spori framar Hvers vegna að sauma að pyngjunni þegar þú getur verið að sauma á Singer Magic sem er létt og þægileg, ótrúlega einföld í notkun og mun ódýrari en sambærilegar vélar. Singer hefur alltaf verið spori framar og jafnhliða tækninýjungum hafa þeir þróað saumavélar sem auðvelt er að læra á og eru einfaldari í notkun en flestar vélar. E Tæknilegar upplýsingar • Frjáls armur • Zikk-zakk • Overlock • Raleinda fótstiq • Blindfaldur • Vótflusaumur • Lárétt spóla • Stungu-zikk-zakk • Tvöfalt overlock • Sjálfvirk hnappagötun • Styrktarsaumur • Fjöldi nytja og • Beinn saumur •Teygiusaumur skrautsauma Singer Magic og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af saumaskapnum útborgun og greiðsluskilmála — og komumst örugglega að samkomulagi. ^ SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 681910-81266

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.