Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985.
13
Menning Menning Menning
Litlar hjólbörur með
einu pari af höndum
Myriam Bat-Yosef, eöa María
Jósefsdóttir, er ein af þeim mörgu
tengdadætrum landsins sem auögaö
hafa listalíf okkar á þessari öld. Á
tæplega þrjátíu ára timabili hefur hún
komiö til Islands, reglulega eins og far-
fuglamir, til að sýna verk sín og endur-
nýja kynnin við land og þjóð.
Þótt verk hennar virðist ekki hafa
breyst ýkja mikið á þessum tíma, hafa
þau borið með sér ævintýralegan and-
blæ sem verið hefur á skjön við obbann
af íslenskri myndlist og þannig aukið á
fjölbreytnina.
Sýningu sína að Kjarvalsstöðum
nefnir María „yfirlit þess starfs sem
liggur eftir mig”. Gefur auga leið að
slíkri yfirlitssýningu er þröngur
stakkur skorinn á vesturgangi Kjar-
valsstaða. Enda verða þrengslin til
þess að áhorfandinn nýtur ekki sýning-
arínnar sem skyldi, má varla snúa sér
við án þess að rekast utan í einhvem
hlut.
Kvenleg f ormgerð
Ut af fyrir sig er ég ekki fær um að
dæma, hvort þetta úrtak verka Maríu
gefur sanna mynd af ferli hennar — en
hún á nú að baki yfir 70 einkasýningar
— því ég hef ekki fylgst náið með henni
á undanfömum árum. Mestu máli
skiptir að hún hefur sjálf valið þessi
verktilsýningar.
Alltént skortir ekki fjölbreytnina.
Hér eru málaðir skúlptúrar, teikning-
ar, málveric, klippimyndir og ljós-
myndir af gjörningum, 86 ítem alls.
Verst er að í sýningarskrá er hvergi
getið um aldur þeirra.
Tvennt er það sem virðist fara
saman í verkum Maríu. Annars vegar
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
er nokkurs konar kvenleg formgerð,
eins og hún hefur verið skilgreind af
kvenlistamönnum allt frá Georgíu
O’Keefe til Judy Chicago. Gengur hún
út á notkun opinna, lifrænna forma
hinnar kvenlegu anatómíu, með
megináherslu á brjósta- og skapalik-
ingar.
Ummyndun
Hins vegar er um að ræða eins konar
austurlenskt afbrigði súrrealisma,
skrautlegt og smáfellt. En gangverk
myndverka Maríu er fýrst og fremst
hin súrrealíska hugmyndafræði í sinni
einföldustu mynd: ummyndun (meta-
morfósis) veruleikans í undraveröld.
Enda segir María berum orðum í
uppsláttarbók sem ég hef undir
höndum: „Eg hefi gert markmið
súrrealismans að mínum, og trúi því
staðfastlega að listin eigi bæði að vera
ófresk og fjölkunnug, fyrir listamenn
sem listunnendur. ”
Því er það að María tekur sér fyrir
hendur að mála allt það sem hún
kemst yfir, hluti til hvunndagsbrúks
eins og stóla, borð, potta og pönnur,
sérstaklega hannaða eða fundna hluti,
veggi og loft í híbýlum, jafnvel
manneskjuna sjálfa. I áðumefndri bók
segir María ennfremur: „Eg læt mér
ekki detta í hug að breyta græna
litnum á grasinu, eöa litum blóma,
trjáa og fugla, því allt er þetta undur
fallegt. En ég er að reyna að blása
töfraanda í dauða hluti, með þvi aö
þekja þá litum og breyta lögun þeirra
meðlínum.”
Uppákomur
Sjálfum finnst mér María hafa mest
erindi sem erfiði er hún breytir
þekktum fyrirbærum í óþekkt, og þá
helst er hún fæst við þrívíða hiuti:
borð, hjólbörur, blævæng, öxi, vigt
o.s.frv. Form og eðli þessara hluta
veita henni þar nauðsynlegt aðhald,
beina skreytni hennar í réttan farveg.
En þegar kemur að tvívíðum
verkum Maríu, málverkum, klippi-
myndum, teikningum, þá er oft eins og
þau fari úr böndunum, þjáist af ofhlæði
og iburði sem bæði auga og hugur eiga
erfitt með að fylgja eftir.
Á sýningu Maríu eru einnig nokkrar
myndir af gjömingum sem hún hefur
staðið að víða um heim, en þar sýnist
mér hinn opni, lífræni tjáningarmáti
Myriam Bat-Yosef — Borö með hönd (nr. 33).
hennar njóta sín ágætlega. Það hefði tónlist og kveðskap. Hvar eru þeir nú,
gert sýningunni gott að fá slíka uppá- lagsmenn Medúsu?
komu í tengslum við hana, e.t.v. með -AI.
Steinhúsin njóta eilífs sumars
eftir að hafa verið máluð að
utan með utanhússmálningu
frá Málningu hf.
V/ATMSV/ARI
(Mónösílan)
Vatnsfráhrlndandl
efni sem lækhar
rakastlg 5teyptra
mannvlrkja
m^r
STEIMAKRYL
Wmákmg^ Terpentínu-
þynnanleg,
akrýlbundln
málnlng með
sléttri áferð
AiUtíí
KOPAL DYROTEX
Vatnsþynnanleg
akrýlbundin
máinlng
HRAUM
f 5terk, vatnsþynnanleg
akrýlbundln plast-
- málning með
sendinni áferð
'málning'f
Fæst i byggingavöruverslunum um land allt