Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Síða 27
DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985. 27 fþróttir ° iþróttir fþróttir íþróttir Sjö mörk í Garðinum — þegar Fram vann Víði, 3:4. Framarar eru enn efstir í 1. deildinni og hafa þriggja stiga forskot á næsta lið „Það er ekkl hœgt að vinna leik með þvi að gefa þrjú mörk gegn þvi eina sem vlð fengum í „forgjöf” í byrjun leiksins,” sagðl Marteinn Geirsson, þjálfari Viðis, sem lék i fyrsta slnn gegn fyrrverandi félögum sinum, Frömurum i 1. deildlnni syðra 6 laug- ardaginn, „og mér þykir nokkuð súrt i broti að við skyldum tapa leiknum þvi að strákarnir spiluðu einn sinn besta lelk undir minni lelðsögn og sýndu marga góða hluti, og þeir brotnuðu ekki vlð mótlætið heldur efldust og áttu skillð jafntefli i lokin.” hörkuskot Svans á seinustu minútu smaug rétt utan stangar. Framarar höfðu greinilega meira vald yfir leik sínum en Víðismenn sem þó spiluðu mjög vel á köflum. Framlið- ið lék létt og leikandi og sýndi að það verðskuldar efsta sætið í deildinni. Ef óheppnin hættir að elta Víöismenn ættu þeir að geta forðast fallið miðað við þann leik sem þeir sýndu gegn Fram. Maðurleiksins: OmarTorfason. Ahorfendur: 520. Lið Víðis: Gisli Heiöarsson, GísU EyjóUs- son, Helgi Sigurbjömsson (Guömundur Jens i halfl.), Olafur Róbertsson, Siguróur Magnús- son, Einar Asbjöm Ölafsson (Svanur Þorst. 75. min.), Guðjón Guðmundsson, Grétar Eln- arsson, VUberg Þorvaldsson, Klemenz Sæ- mundsson, VUhjálmur Einarsson. Lið Fram: Friðrik Friðriksson, Guðmund- ur Torfason, Úmar Torfason, Asgeir EUas- son, Viðar Þorkelsson, Ormarr örlygsson, Pétur Ormslev, Þorsteinn Þorsteinsson, Steinn Guðjónsson, Krlstinn Jónsson, Guð- mundur Steinsson (öra Valdimarsson á 65. min.). Gult spjald: Guðjón Guðmundsson, Viði. emm • Ómar Torfason skoraði tvö mörk fyrir Fram gegn Víði. Frömurum gekk ekki allt í haginn i byrjun. Á 3. mín. skoruðu þeir sjálfs- mark, mjög klaufalega, en voru samt búnir að ná forustunni í hléi, 2—1, og héldu forustunni og þremur stigunum þegar ágætur dómari leiksins, Ragnar öm Pétursson, blés til loka. Þá vom mörk Fram orðin fjögur gegn þremur Víðis. Fram er því áfram á toppi 1. deildar með 13 stig en Víðir situr á botninum með 3 stig. Víðismenn léku undan sól og golu fyrri hálfleikinn og fengu strax mark á silfurfati frá Fram, en launuðu þeim kurteisina með tveimur útsölumörkum í fyrri hálfleiknum. Víöismenn sóttu framan af nokkuð fast og hefðu átt að uppskera svo sem eitt mark en voru of ragir við að skjóta. Framarar tóku sig á og náðu að móta sinn leik og þjörm- uðu smám saman aö heimamönnum sem vörðust allvel eða framherjunum brást skotfimin. A 34. mín. sækja Framarar og senda knöttinn þvert inn í vítateig Víðis. Gísli Hreiðarsson markvörður virtist eiga auðvelt með að hremma knöttinn en mistókst og knötturinn skoppaði á maga Daníels Einarssonar, sem í fáti greip knöttinn báðum höndum. Ur vítaspymunni skoraði Guðmundur Steinsson af miklu öryggi, 1—1. Nokkur deyfð færðist yfir Víðisliöið viö þetta klaufalega mark en ósköpin voru ekki úr sögunni. Sex minútum síð- ar kemur hár knöttur svífandi inn í vítateig Víðis. Gisli markvörður ætlar að grípa hann en á lítt skiljanlegan máta bregst það og hinn frái Guð- mundur Torfason er ekki seinn að nýta séí þvílfkt færi, nær knettinum og rennir honum í markið en Viðismenn fórna höndum, 1—2. Ekki tók betra viö i seinni hálfleik. Á 52. mín., eftir að Víðispiltamir höföu gert ítrekaðar tilraunir til að jafna markatöluna, spyrnti Gísli frá marki og ætlaöi Sigurði Magnússyni knöttinn en hann var óviðbúinn svo Omar Torfason skaust á milli. Eftirleikurinn var auðveldur, knötturinn í netið, 3—1. Eftir slík mistök mátti ætla að heimamenn misstu vonina en þeir létu engan bilbug á sér finna. Á 63. min. braust Grétar Einarsson í gegn um Frammúrinn og sendi þvert á víta- teigsgeirann þar sem Vilberg Þor- valdsson var til staöar og skaut við- stöðulaust og knötturinn lenti neöst i markhorninu. Loksins fallega skorað mark í leiknum, 2—3. Víðismenn eygðu þama jafnteflis- möguleika og reyndu svo sannarlega að ná þvi en á 75. mín. geystist Guð- mundur Torfason fram með hliðarlínu, lék inn í vítateig og á hfmandi vamar- menn Viöis. Sendi síðan knöttinn þvert fy rir markið til Omars Torfasonar sem stóð á markteigshorninu og sneiddi knöttinn í netiö — annað var varla hægt, 2—4. Skömmu síðar fór Guðmundur Steinsson af leikvelli enda ekki heill. Við þaö var eins og Framliðið missti sóknarbroddinn og Víðispiltarn- ir gerðust aðgangsharðari þrátt fyrir að Einar Ásbjöm Olafsson væri farinn út af vegna sparks sem hann fékk. Svanur Þorsteinsson, sem kom í hans stað, gerði sér hins vegar lítið fyrir og bætti við þriðja marki Víðis eftir send- ingu frá Guðmundi Jens Knútssyni sem kom inn á í hálfleik fyrir Helga Sigurbjömsson. Þaö gerðist á 85. min. og nú hljóp heimamönnum mikið kapp í kinn. Máttu Framarar hafa sig alla við að halda markatölunni óbreyttri. Tvívegis björguðu þeir á marklínu og ÞAÐ EKKI HENDA ÞIG AÐ SJÁ EKKISKÓGINN FYRIR TRJÁM AÐALATRIÐIÐ ER, AÐ FLUGLEIÐIR BJÓÐA SÉRSTÖK FARGJÖLD Á VILDARKJÖRUM FYRIR FJÖLSKYLDUR, UNGA, ALDNA OG ÖRYRKJA. ÞÚ SKALT KANNA VEL HVAÐ FLUGLEIÐIR GETA BOÐIÐ ÞÉR. r- 1 Fjölskyldufargjald Forsvarsmaður greiðir fullt fargjald. Maki og börn á aldrinum 12-20 ára greiða 50%, en 2-11 ára börn ein- ungis 25%. - Gildir til allra áfangastaða Flugleiða innanlands, í allt að 30 daga. APEX Veittur er40% afsláttur af fullu fargjaldi. Börn innan 12 ára aldurs greiða heimingi minna. Bóka þarf með 7 daga fyrirvara. Gildir til allra áfangastaða Flugleiða innanlands. Gildistími 21 dagur. Aldraðir Aldraðir fá 50% afslátt af fullu fargjaldi þriðjudaga, miðvikudaga og laugardaga. - Gildir til allra áfanga- staða innanlands, í allt að 60 daga. Öryrkjar Þeir sem eru 75% öryrkjar eða meira fá 25% afslátt af fullu fargjaldi. Framvísa þarf öryrkjaskírteini. - Gildir til allra áfangastaða innanlands alla daga vikunn- ar, nema föstudaga og sunnudaga. HOPPfl Óbókaðir farþegar eiga kost á 50% fargjaldi á leiðinni Reykjavík - Akureyri - Reykjavík, þegar sæti eru laus. Taka þarf afgreiðslunúmer á flugvelli klukkustund fyrir brottför. - Gildir til Akureyrar á þriðjudags-, fimmtu- dags- og laugardagskvöldum. Frá Akureyri á mánu- dags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum. ÞETTA ER EKKI FRUMSKÓGUR, HELDUR YFIRLrF UM VÍÐTÆKA WÓNUSTU FLUGLEIÐA INNANLAJNDS Unglingar Unglingar á aldrinum 12-18 ára fá 30% afslátt af fullu fargjaidi. - Gildir til allra áfangastaða Flugleiða 1. maí til 10. júní og 20. ágúst til 30. september. Hringflug Hringflug er ætlað þeim sem kjósa frekar að fljúga umhverfis iandið en aka hringveginn. Viðkomustaðir eru Reykjavík, ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir, Homafjörður, Reykjavík. Verðið er ákveðið á hverju vori. - Gildir á tfmabilinu 1. maí til 30. september, í 30 daga lengst. Tengifargjöld Sérstök fargjöld eru í boði fyrir farþega á leið í eða úr millilandaflugi. Fargjöldin eru mismunandi, eftir eðli farseðilsins í millilandaflugi, allt að því að vera ókeypis. Einnig eru í boði sérstök fargjöid fyrir þá sem vilja fljúga um Reykjavík milli staða innanlands. - Gildir til allra áfangastaða Flugleiða innanlands árið um kring. Gildistími mismunandi eftir tegund fargjalds. Námsmenn Námsmenn á aldrinum 12-26 ára fá 25% afslátt gegn framvísun skólaskírteinis. Gildir á milli lögheimilis og skóla á tímabilinu 1. september til 31. maí, ogáöllum leiðum innanlands frá 1. júní til 31. ágúst. FLUGLEIDIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.