Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 40
40 DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985. Andlát Janus Guölaugsson vélstjóri lést 9. júni sl. Hann fæddist að Hæðarenda þann 6. janúar 1896. Foreldrar hans voru Guð- mundur Arnason og Sveinsína Jóns- dóttir. Janus lauk vélstjóraprófi og vann hann við vélstjórn hjá Isfélagi Keflavíkur samfleytt í 33 ár. Þá tók hann við húsvarðarstöðu í Æskulýðs- heimihnu að Austurgötu 13 í Keflavík. Eftirlifandi eiginkona hans er Friðrika Sigurveig Friðriksdóttir. Þau hjónin eignuðust eina dóttur. Utför Janusar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnar- firðiídagkl. 15. Sesselja Anita Kristjánsdóttir lést 4. júní. Jarðarförin fer fram þriöjudag- inn 18. júní frá Dómkirkjunni í Reykja- vík kl. 13.30. Ölína Jónsdóttir andaðist á heimili sínu, Cleveland, Ohio, 14. júni. Jónas Guðmundsson rithöfundur verö- ur jarösunginn frá Dómkirkjunni miö- vikudaginn 19. júní kl. 13.30. Sveinbjörn Egilsson, Otrateigi 10, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 19. júni kl. 13.30. Tilkynningar Tímaritið Ný menntamál, 2. tbl. 1985, er komið út 1 nýútkomnu hefti tímaritsins Ný menntamál, sem Bandalag kennarafélaga gef ur út, er sér- staklega f jailað um málefni framhaldsskóla. Guðrún Halldórsdóttir, Kristján Bersi Ölafsson, Þórður Gunnar Valdimarsson og Wolfgang Edelstein rekja að nokkru þróun framhaldsskólanna. Ragnheiður Jónsdóttir skrifar um skóiabókasöfn, Hannes Olafsson fjallar um nemendur sem ekki ná framhalds- einkunn i grunnskóla og Gerður Oskarsdóttir skrifar um hvernig sparnaður í skólakerfinu hefur bitnað á nemendum sem búa á lands- byggðinni. Auk þess eru föstu dálkar tímarits- ins á sínum stað. Tímaritið er 48 síður og kemur út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri er Hannes Olafsson. Þýsk stúlka óskar eftir pennavini Heimilisfang hennar er: Katja Lips, Stettiner Str. 18, D-3400, Göttingen, Deutschland. Hún er 14 ára gömul og skrifar bæöi á þýsku og ensku. Ahuga- mál hennar eru bóklestur, tónlist og frímerkjasöfnun. Vegna jarðarfarar Jónasar Guðmundssonar rithöfundar verður verslun okkar lokuð frá kl. 13—15 á morgun, miðvikudag. Kjötborg hf. Ásvallagötu 19 Um helgina Um helgina „Þá mun kvikna Ijós í myrkri!” Það var ekki margt æsispennandi sem boðið var upp á í ríkisfjölmiðlun- um um hina „löngu helgi” sem er yfirstaðin enda þvældust þessir f jöl- miðlar ekki fyrir manni eins og svo oft áöur. Eg sá ekki ástæðu til að hlusta mikið á útvarp — aftur á móti horfði ég á síðustu dagskrárliöi sjón- varpsins öll kvöld helgarinnar. Föstudagsbíómyndin Aces High var nokkuð vel leikin og það mátti oft brosa að laugardagsmyndinni Many Rivers to Cross. Sunnudagskvöldiö skildi ekkert eftir sig og er vægast sagt furðulegt að það sé boðið upp á rúmlega tveggja stunda þátt um 25 ára af- mælishátið Gullrósarinnar í Montre- ux í Sviss. Þar voru saman komnir margir þungir og leiðinlegir skemmtikraftar. Þessi þáttur hafði ekkert til Islands að gera. Omar Ragnarsson sveik að sjálf- sögðu ekki í hinum frábæra þætti sínum, Stiklum, í gærkvöldi, en aftur á móti sveik sjónvarp og útvarp notendur sína. Sjónvarpið bauð upp á engan léttleika fyrir böm og ungl- inga. Að vísu var sjónvarpað beint frá Laugardalshöllinni en það var klippt á skemmtiatriði þegar hæst stóð, eða kl. 23, hinn heföbundna háttatima sjónvarpsins. Þeir sem fóru ekki í háttinn gátu opnað fyrir útvarpið — samtengingu rásar eitt og tvö. Eg hef þó lúmskan grun um að fólk hafi slökkt fljót- lega á tækjum sínum því að þáttur- inn Af álfum var þar nóg var af- spymuleiðinlegur og þungur — bæði val á lögum og kynnir sá sem lét móðinn mása. Eg slökkti á útvarpinu rétt eftir að þulurinn sagöi: „Oft kviknar ljós í myrkri.” Já, ég hef trú á að það 1 jós kvikni um næstu áramót þegar frjálsar útvarps- og sjón- varpsstöðvar verða opnaðar, stöövar sem starfa ekki af skyldurækni held- ur vinna markvisst að því að veita fólkiafþreyingu. Sigmundur Ó. Steinarsson. ÚTIVIST 1 0 Á R A Útivistarferðir Afmællshátfð um Jónsmessuna í tilefni 10 ára afmælis Otivistar. Verð 1250 kr. föstud. 21. og 1000 kr. laugard. 22. júní. Fjölbreytt dagskrá: gönguferðir, afmæliskaffi, Jónsmessubál, dans og söngur. Fritt f. böm yngri en 10 ára m. foreldrum. Þórsmörk—Laugar 26. júní, 5 dagar. Bak- pokaferð. Munið sumardvöl í Básum. Fyrsta miðvikudagsferðin 26. júní. Kvenfélag Bústaðasóknar Konur, Kvenfélagi Bústaðasóknar. Mætum á útifundinn 19. júní. Nánari upplýsingar í simum 33439, 33675, 32117 og 35575 tU þriðju- dagskvölds. Orlof húsmæðra í Hafnar- firði Verður haldið að Laugarvatni í sumar, eins og undanfarin sumur, vikuna 1.-7. júli. Þær konur, sem vUja notfæra sér þetta orlof, eru beðnar að koma tU viðtals við orlofsnefndina þriðjudaginn 18. júni kl. 18-20 i Góðtemplara- húsinu. Laugarvatn hefur verið orlofsstaður um nokkur ár fyrir húsmæður frá Hafnarfirði, Kópavogi, Akranesi og fleiri héruðum á Vesturlandi, en glæsUegri dvalarstað er vart hægt að finna hér á landi. Orlofsnefnd Hafnarfjarðar er kosin af Bandalagi kvenna í Hafnarfirði tU að sjá um orlof húsmæðra. Nefndin er nú þannig skipuð: Sesselja Erlendsdóttir, formaður Guðrún Guðmundsdóttir, gjaldkeri Elinborg Magnúsdóttir, ritari Meðstjómendur em: Kristbjörg Guðmundsdóttir Lára Guðmundsdóttir og Helga Guðmundsdóttir. Frá Árnesingafélaginu í Reykjavík Farið verður í hina árlegu gróðursetningar- ferð félagsins að ÁshUdarmýri á Skeiðum þriðjudaginn 18. júní. Lagt verður af stað frá Búnaðarbankahúsinu við Hlemm kl. 18.00. Undirskriftasöfnun undir friðarávarp Friðarhreyfing íslenskra kvenna, í samvinnu við '85 nefndina, gengst fyrir geysivíðtækri undirskriftasöfnun i júní undir friðarávarp íslenskra kvenna. SjálfboðaUðar eru hvattir Ul að hafa samband við miðstöð Friðarhreyf- ingarinnar sem hefur aðsetur á HaUveigar- stöðum, Túngötu 14 (gengið inn frá öldugötu), Reykjavík. Síminn er 91-24800. KRFÍ boðar til fundar 19. júní Kvenréttíndafélag Islands heldur hádegisfund 19. júní nk. að Litlu- Brekku, Bankastrætí, í tílefni þess aö þá verða liðin 70 ár frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Á fundinum verður Auður Auöuns, fyrrverandi borgarstjóri Reyk ja víkur og ráðherra, gerð að heið- ursfélagaKRFl. Til að minnast dagsins mun Kristín Astgeiredóttir sagnfræðingur flytja stutt erindi um 19. júní 1915. Vinsam- legast tilkynnið þátttöku í síma 18156. Lifandi leiðsögn og fleira á Þingvöllum Göngur með leiðsögn um Þingvelli verða í sumar meö eftírfarandi hætti: Föstudaga og laugardaga kl. 13. Skógarholtsganga. Lagt á stað frá Þjónustumiðstöðinni á Leirum. Föstudaga, laugardaga og sunnu- daga kl. 16.30. Gengið um Þingvalla- helgi. Lagt á stað frá Peningagjá. Þá verða kvöldvökur í ÞingvaUa- kirkj u á laugardögum kL 20. Guösþjónusta verður á sunnudögum kl. 14. Það mun nú liggja nokkuð ljóst fyrir að Janus Guðlaugsson sem leUt- ið hefur meö v-þýska liðinu Fortuna Köln undanfarin ár muni ganga i raðir FH. Janus tUkynnti félagaskipti yfir í FH frá KölnarUðinu í síðustu viku og mun því verða löglegur með Hafn- firðingum innam mánaðar. Ekki er að efa að Janus mun verða FH-Hðinu mikUl styrkur en félaginu hefur ekki gengið sem best það sem af er sum- ars. 1 -fros Fyrstu skemmtiferöaskipin á þessu vori komu til Akureyrar ó dögunum. Það voru Kazakstan og Maxim Gorki, sam liggur úti á Poilinum. Var það mál manna að skipin hafðu komið með sunnanáttina og góða vaðrið með sár. Þau eru nú bœði farin frá Akureyri en blíðuna skildu þau eftir. Þriðja skipið, Europa, kom svo i fyrradag til Akureyrar. JBH/Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.