Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Síða 48
FRETTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-56. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ1985. Reyni Pétri Ingvarssyni, göngu- garpi frá Sólheimum, var tekið með kostum og kynjum þegar hann kom til Akureyrar á föstudaginn. M.a. flutti Sigríður Stefánsdóttir bsejar- fulltrúi ávarp og bauð hann velkom- inn til bœjarins. Reynir Pétur hefur hlotið hlýjar móttökur þar sem hann hefur komið við á göngu sinni í kringum landið. DV-mynd/JBH Örtröð við maðkatínslu ínótt Þeir voru orðnir margir þurrk- dagarnir og hún var því kærkomin rigningin sem kom í gærdag og nótt. Maðkalausir veiðimenn og maðkasalar með vasaíjós fjölmenntu í garða bæjarins til að tína maðk. A tímabili í nótt voru þetía eins og maurar um alla garða, sumir góöir maökagaröar voru margtíndir. „Ég er búinn að tína í tvo klukkutíma og ætli ég sé ekki búinn aö fá 250—300 maðka. Maður hefur ekki séð maðk í margar vikur og þessi rign- ing kom sér vel því ég er að fara í tvo veiðitúra í vikunni,” sagði einn sem var að tína í Hljómskálagarðinum í nótt. Maðkasalar áttu fyrir helgi litiö sem ekkert af maöki og heyrðist verð eins og 12 krónur fyrir maðkinn. En þessi bleytutíð þýðir að maðkurinn kostar núna 6 krónur og menn geta a.m.k. keypt maðk hafi þeir ekki tínt hann i nótt. G.Bender. TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLA BORGINA SÍMI 68-50-60. ^OlBlLASro^ ^ r* v" '-'ö ÞRÖSTUR SIÐUMULA 10 LOKI Það má þá búast við nokkrum hjörlum í dag! Sjómannafélagíð boðar til samúðarvinnustöðvunar: URINN STODVAST „Þetta þýöir einfaldlega stöðvun á öilum fiskútflutningi, það er að segja á ferskum fiski í gámum, frosnum fiski og saltfiski,” sagði Guömundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, i sam- tali viö DV i morgun. Sjómannafélag Reykjavíkur ákvað á fundi sínum um helgina aö boða til sa múðarvinn ustöðvunar á olíuflutningaskipum og skipum er Qytja ferskan fisk, frosinn og kældan. „Vinnustöðvunin á að taka gildi eför viku, þann 25. júní, og mun standa svo lengi sem verkfailið stendur,” sagöi Guðmundur. „Þessi ákvörðun okkar var tekin í kjölfar verkbannsboðunar VSl sem taka mun gildi þennan sama dag.” — Hversu mörg skip munu stöðv- astþama? „Olíuflutningaskipin eru þrjú en það er erfitt að segja hversu mörg fískflutningaskipin eru þar sem þau eru oft notuð í annað líka,” sagði Guðmundur. Samkvæmt upplýsingum DV hefur enginn sáttafundur verið boöaður í sjómannadeilunni. -KÞ Alltfastí olíustríðinu Enn stendur allt fast í olíustriði Hreyfilsmanna i Fellsmúlanum í Reykjavík. Eftir aö upp úr slitnaði i samningum milli Hreyfils og Olís um áframhald- andi rekstur bensinstöðvar þessara aöila í Fellsmúla gerði Hreyfill samn- ing við Essó um bensinsölu. Þegar Essó hóf framkvæmdir þar fóru Olís- menn fram á lögbann á fram- kvæmdum og afgreiðslu bensíns. Er það mál hjá borgardómara og biður úriausnar. En ekki er sagan öll. Hreyfill og Essó eru nú tilbúnir til að reka bensín- stöð á þessum stað, en tilskiiin leyfi hafa ekki fengist enn til þess þar sem vantar byggingarleyfi frá byggingar- fulltrúa. Var vonast til að leyfi fengist fyrir helgi, en það brást. -KÞ Hraðbáturinn dreginn til hafnar i Reykjavík síðdegis í gær. DV-mynd S ÞANNIG FOR UMSJOFERD ÞA. mm Bátur Slysavarnafélagsins kom til hafnar i gær með iítinn plastbát sem saknað hafði verið frá því um morg- uninn. Hafði eigandinn farið á hon- um ásamt félaga sínum til Akraness til aö sækja dansleik á hótelinu á sunnudagskvöld. Um nóttina komust þeir skipverjar í kast við lögregluna á Akranesi og var eigandinn færður í gæslu á meðan félaginn hljóp út í bát. Eftir að hafa látið frá bryggju sagð- ist hann ekki koma í land nema eig- andanum væri sleppt úr haldi. Lög- reglan, sem stóð á bryggjunni, ans- aði þessu engu, en þá ræsti vinurinn vél bátsins, setti allt í botn, tók stefn- una á haf út og stímdi út úr höfninni. Leið nú og beið. Er líða tók á morguninn og báturinn hafði enn ekki látið sjá sig, var ákveðið að senda flugvél til að svipast um eftir honum og fann hún bátinn umhádeg- isbiliö á reki um 6 til 8 sjómílur suð- vestur af Akranesi, bensínlausan og rafmagnslausan. Bátur Slysavarna- félagsins fór þá á eftir honum og dró til Reykjavíkur, eins og fyrr segir, og sést á meðfylg jandi mynd. EA Ölvaðir ökumenn íKópavogi ÞINGL0K10VISSU —eftir upplýsingar forsætisráðherra um kostnað við álmálið í ráðherrab'ð Hjörleifs Guttormssonar Mikil óvissa ríkir nú um hver framvinda þingmála verður á næst- unni og útlit er fyrir að þinglok verði ekki i þessari viku. A föstudaginn lá fyrir samkomulag um að stefna að þinglokum í lok þessarar viku. En skjótt skipast veður í lofti. 1 kjölfar þeirra upplýsinga, sem for- sætisráöherra hefur afhent fjöl- miðlum, um kostnað við álmálið í ráðherratíð Hjörleifs Guttorms- sonar, virðist samkranulag um þing- slit vera fokið út í veður og vind. Þingmenn Alþýðubandalagsins hafa brugðist illa við þessari aðferð for- sætísróðherra við að koma upplýs- ingum á framfæri og tala um aö halda uppi málþófi á þingi. Það hefur vakið athygli að þær reglur, sem núverandi iðnaðarráð- herra styðst við í sambandi við launagreiðslur starfskrafta, tengda álviöræðunum, eru samdar af fyrir- rennara hans, Hjörleifi Guttorms- syni. Þ6 verður það enn athyglis- verðara að Hjörleifur virðist endan- lega hafa samið þessar reglur rétt fyrir stjómarskiptin 1983. Bréf þess efnis sendir hann 17. maí 1983 þegar kosningum er lokið og ný stjómar- myndun stendur yfir. APH Ovenjumargir ölvaðir ökumenn vom teknir í Kópavogi um helgina. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi vora 13 teknir ölvaðir undir stýri á laugardag og sunnudag þrátt f yrir að umf erð væri mjög lítil. Að sögn lögreglunnar fóra 17. júní hátíöahöldin vel fram þar í bæ. „Veðrið setti strik í reikninginn,” sagði lögreglan um ástæðuna fyrir svo rólegumsautjánda. -EH. Þeirsemlétust íbflslysunum Maðurinn, sem lést í bilslysi í Svínahrauni aðfaranótt sunnudags, hét Einar Aron Pálsson, fæddur 10. janúar 1968, tíl heimilis að Bergstaðastræti 24B. Maðurinn, sem lést i bílslysi i Svína- dal í Dalasýslu, hét Hallgrímur Sæmundsson, fæddur 12. júli 1968, frá Tungu i Hörðudalshreppi, Dalasýslu. Fjórir slösuðust í bílnum og voru fluttir frá Búðardal á sjúkrahús i Reykjavík og vora tveir þeirra mikið slasaðir. Nánar er greint frá slysunum inni í blaðinu. -EH. i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i \t f Í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.