Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Page 1
ÓlafurKetilsson
íferðum þrátt
fyrírdóminn
— sjá bls. 2
Rannsóknaraö
staðafyrir
ónæmistæríngu
— sjá bls. 3
Tækin kosta meira
en 6 nýjar þyrlur
Dýrbúnaður
við þyngdar-
mælingar:
Tækjabúnaður sem notaður er til
staðsetningar mælipunkta við
þyngdarmæiingar sem nú er verið að
gera hér á landi kostar rúmlega 6
sinnum meira en þyrla vísindamann-
anna.
Þaö eru bandarískir aðUar og Is-
lendingar sem vinna að þessum
rannsóknum í sameiningu í tveimur
hópum. Sá sem er á Akureyri hefur
yfir að ráða Hughes þyrlu sem
Albína Thordareon útvegaði frá Sví-
þjóð og þessum dýru tækjum sem
eru leigð frá fy rirtækinu Intemation-
al Technology Ltd. í Bandaríkjunum.
Slík þyrla kostar þar vestra um 450
þúsund dollara en fyrir norðan eru
tvö tregðuleiösögutæki, annað í þyrl-
unni og hitt til vara. Hvort um sig
kostar 1,5 milljónir dala eða saman-
lagt um 126 milljónir króna. Allt
þetta úthald kostar á degi hverjum í
leigu um 15 þúsund dollara sem er
um 650 þúsund íslenskar krónur.
Sighvatur Pétursson, islenskur
starfsmaður bandaríska fyrirtækis-
ins, hafði milligöngu um að fá þetta
dýra tæki og hefur hann jafnframt
yfirumsjón með notkun þess.
Kostnað af þessum mælingum, sem
er 60—80 milljónir króna, greiðir
kortagerð bandariska hersins en
Orkustofnun fær niðuretöðurnar og
ætlar að gera þyngdarsviðskort af
Islandi á grundvelli þeirra.
JBH/Akureyri.
— sjá nánarábls.4
Einarkastaði
90,54 metra
Bob Jörgensen með tækið dýra sem kostar sex sinnum meira en þyrlan sem flytur það.
DV-mynd JBH Akureyri.
Samningar takast við starfsmenn ríkis og bæja:
Akureyringar fengu
tvöfalda launahækkun
„Við erum einfaldlega að rétta
kjör okkar manna. Við höfum dregist
aftur úr svo það er ekkert óeðlilegt að
við séum hærri en aðrir í prósentum
talið,” sagði Karl Jörundsson, launa-
málafulltrúi Akureyrarbæjar, í sam-
tali viö DV í morgun.
Síðdegis í dag verða undirritaðir
sér- og aöalkjarasamningar milli
starfsmannafélags Akureyrar og
bæjarfélagsins. Er meðaltalshækkun
samkvæmt þessum samningi rúm 30
prósent til áramóta. I gærkvöldi var
hins vegar undirritaður nýr kjara-
samningur BSRB og ríkisins svo og
nýir sérkjarasamningar aðildarfé-
laga þessara aðila. Er aðalkjara-
samningurinn mjög í anda nýgerðs
samkomulags ASI og VSI og færir
BSRB félögum um 15 prósent launa-
hækkun aö meðaltali út gildistím-
ann, sem er frá 1. júní til 31. desem-
ber. Eru hækkanirnar mestar til
kennara og hjúkrunarfræðinga.
„Samkvæmt þessum samningi
okkar fá fóstrur og sjúkraliðar mest
eða um 35 prósent meðalhækkun,”
sagði KarL „Það er ekkert óeðlilegt
við þetta. Viö gerðum úttekt á al-
menna markaðinum, þar sem launa-
kjör eru mun betri og tókum viðmið-
un af því. Svo koma inn í þetta
flokkatilfærelur. Við erum þvi ekki
að ofgera neinum. Þessar hækkanir
eru á bilinu 18 prósent og upp í 35 eft-
ir störfum,” sagði Karl Jörundsson.
Þá má geta þess, að starfsmenn
Reykjavíkurborgar setjast við
samningaborð í dag með sínum við-
semjendum. Ætla þeir að taka mið af
Akureyrarsamningnum ?
„Að sjálfsögðu munum við hafa
þetta á bak við eyrað,” sagði Harald-
ur Hannesson, formaður starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar.
„Hins vegar er okkar samningsstaða
mjög léleg svo ég býst við því að þeir
samningar sem viö gerum muni
koma til með að líkjast meira samn-
ingi ríkisins. Viö höfum því um lítiö
annað að velja en reyna að lagfæra
okkar kjör þótt vitað sé að að starfs-
menn Reykjavíkurborgar séu lægst
launuöu starfsmenn landsins,” sagði
Haraldur.
-KÞ
Eríenduskuld
imarnálgast
þaðhæsta
ísögunni
-sjábls.42
Vinsældalistar
-sjábls.43
Hartdeiltum
einkaskólann
sjá bls. 5