Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 28. JUNl 1985.
13
Réttlæti hrúðurkarlanna
Ef viö lítum í kringum okkur i
samfélaginu sjáum við fólk stofna
samtök um ýmis málefni.
Viö sjáuni samtök um jafnrétti
mllli landshluta. Liösmenn þeirra
héldu stóran fund í Mývatnssveit ný-
lega þar sem fólk kom af landinu
öllu. Þúsundir hafa skráð sig á lista
til stuönings samtökunum, þar sem
krafist er aukinnar sjálfsstjómar og
forræðis heimafólks um atvinnumál
o.fl.
Viö sjáum samtök um jöfnun at-
kvseðisréttar. Þar krefst fólk þess
sjálfsagða jafnaöar, aö atkvæði þess
sé ekki vegið á metaskálum dreifbýl-
is og þéttbýlis.
Viö sjáum samtök um úrbætur í
húsnæðismálum. Þar krefst fólk þess
aö eiga þann valkost aö geta fengiö
sér húsaskjól án þess að leggja geö-
heilsu sína og líkamlegt heilbrigöi aö
veöi.
Viö sjáum samtök aldraðra. Þar
neitar fólk þeim örlögum að þurfa
að kvíða efri árunum vegna öryggis-
leysis um húsnæði, fæði og klæði.
Við gætum haldið þessari upptaln-
ingu áfram. Við gætum einnig litiö á
ýmsar sterkar hræringar, þótt ekki
hafi þær leitt til stofnunar sérstakra
samtaka, ennþá. Samfélagið er allt á
hreyfingu en hrúðurkarlar kerfisins
sitja fastir að vanda, skilja ekkert og
gera ekkert.
Sums staðar splundrast samtök.
Fiskvinnslufólk íhugar að stofna sér-
staka hreyfingu. Kennarar vilja f ara
úr BSRB. 1 sex hundruð manna
verkalýðsfélagi fyrir norðan eru ný-
legir samningar samþykktir með
semingi. Hve margir samþykktu þá?
12 manns. 6 voru á móti. A fundinum
í verkalýðsfélaginu mættu 3% félags-
manna og 2% samþykktu samning-
ana. Þetta er dæmi um andhverfu
þess aö stofna samtök. Þama eru
samtökaðdeyja.
„Aldraðir telja það ekki réttláta skiptingu lifsgæða að hljóta kviða og öryggisleysi að launum fyrir að bera
þessa þjóð út úr moldarkofunum."
Brotið gegn
réttlætiskennd
Hver er samnefnarinn í þessum
dæmum? Hvað rekur allt þetta fólk
til aðgerða? Hvers vegna mæta Sigl-
firðingar ekki á fund í verkalýðsfé-
laginu?
Samnefnarinn, hin sameiginlega
tilfinning, er sá að réttlætiskennd
fólks er misboðið.
Fólkið við ströndina telur það ekki
réttláta sjávarútvegsstefnu, sem
gerir það aö fórnarlömbum byggða-
stefnu, ölmusu og skuldbreytinga, á
sama tíma og það aflar 80% gjald-
eyrisins.
Aldraðir telja það ekki réttláta
skiptingu lífsgæða að hljóta kvíða og
öryggisleysi að launum fyrir að bera
þessa þjóð út úr moldarkofunum.
Fólkið í láglaunastörfum hins opin-
bera telur það ekki réttlæti að neyð-
ast til að vinna tvöfaldan vinnutíma
og hafa ekkert til saka unnið, annað
en það að vilja nota lif sitt til að
GUÐMUNDUR
EINARSSON,
ALÞINGISMAÐUR í
BANDALAGI JAFNAÐARMANNA
a ,,I öllum þessum dæmum er brotiö
™ gegn réttlætiskennd og sjálfsvirð-
ingu fólks. Þess vegna myndar þaö ný
samtök og splundrar gömlum.”
kenna bömum eða hjúkra sjúkum.
I öllum þessum dæmum er brotið
gegn réttlætiskennd og sjálfsvirð-
ingu fólks. Þess vegna myndar það
ný samtök og splundrar gömlum.
Þessi réttlætiskennd er ekki byggð
á heimspekilegum skilgreiningum
eða stjómmálakreddum. Hún býr
innra með hverjum og einum og birtist
þegarbrotið er gegn henni.
Hún birtist þannig að blóðið hleyp-
ur fram í kinnarnar, herpingur kem-
ur í brjóstið og fólk kreppir hnefann.
Þá er hrúðurkörlum í hópi alþing-
ismanna, ráðuneytiskólfa og verka-
lýðskontórista holiast að fara aö
vara sig.
Næst þegar þjóðarskútan fer í slipp
gætu þeir farið illa út úr botnhreins-
uninni. Fólk er að hafna réttlæti
hrúöurkarlanna.
Guðmundur Einarsson.
Að lifa af Skfina
,Óheft markaðslögmól byggjast nefnilega á þoirrí oinföldu hugmynd að
til þess að allir geti keppt á sama markaði sé heppilegast að þeir séu
steyptir i sama mót."
Furðulegur faraldur er í uppsigl-
ingu á Vesturlöndum. Bendir ýmis-
legt til að hann muui, áður en yfir
lýkur, leggja menningu þessa heims-
hluta að veUi.
Þessi faraldur kallast „andleg
stöðlun” og birtist m.a. í því að aUir
staðir verða smám saman eins og
allt fólk fer að hugsa eins, tala eins
og dreyma eins.
Undirrótin
Undirrótarinnar er að leita í eðU
markaöslögmálanna sem vestrænar
þjóðir virkja nú í vaxandi mæU og þð
sérstaklega vanþekkingu hagfræð-
innar á þessum lögmálum.
Öheft markaðslögmál byggjast
nefnUega á þeirri einföidu hugmynd
að tU þess að aUir geti keppt á sama
markaði sé heppUegast að þeir séu
steyptir i sama mót.
Þvi harkalegri sem þessi stöðlun
er þeim mun auðveldara er að sér-
hæfa massann eftir þörfum
markaðarins og þar með að tryggja
hámarksafköst og hámarksarð.
Sé þjóðfélaginu ekki beinUnis um-
turnað í því skyni að sniða þennan
válega vankant af markaðskerfinu
mun faraldurinn að lokum ná yfir
allan hinn vestræna heim.
Mónókúltúr
Afleiðingamar þekkja alUr: Hvar-
vetna er þróunin sú að fólk vHl tala
sama tungumál, fylgja sömu tísku,
hafa sömu þarfir og þrár sem
markaðurinn uppfyUir.
I upphafi virtist þróunin ætla að
verða þveröfug og stefna tU aukinnar
fjölbreytni eftir því sem fólk af fleiri
þjóðernum og kynstofnum blandaði
geði.
Reyndin varð því miður önnur.'
Vegna ríkrar minnimáttarkenndar
hefur hver smáþjóðin af fætur ann-
arri vanrækt að efla sérkenni sín í
hringiðu alþ jóðahyggjunnar.
Virðist því fátt geta aftrað því að
með tíö og tíma veröi alþjóðleg lág-
marksmenning, eða mónókúltúr,
orðin ríkjandi afl í andlegu Ufi á
Vesturlöndmn.
Hverjir veikjast fyrst?
Ennþá er ekkert sem bendir til
annars en að aUar Vesturlandaþjóðir
muni að lokum taka veikina, enda
þótt það gerist með mismunandi
hraða á mismunandi stööum.
Þeir einstaklingar sem smitast
fyrst eru þeir sem hafa þá eiginleika
í ríkustum mæU sem markaðskerfið
kaUar á: Hlýðni, skipulagsþörf og
öryggisleysl.
Þær þjóðir sem eru liklegastar tU
þess að hafa hvað flesta mótþróa-
þætti gegn sjúkdóminum, t.d.
sköpunargleði og þrákelkni, eru m.a.
tslendingar, trar og ttaUr.
Fyrir bragðið eru það m.a. þessar
þjóðir sem einna helst eygja þá von
að lifa 20. öldina af án þess að glata
með öUu lífsgleði sinni og ævintýra-
þrá.
Hvað tekur við?
Kaldhæðni örlaganna hlýtur aö
hafa ráðið því að einmitt það síðasta
sem markaðskerfið þarf á að halda
þegar til lengdar lætur er andleg
stöðlun.
Því fleiri tölvuskjáir og sjónvarps-
skermar sem hrannast upp i um-
hverfi okkar þeim mun meiri verður
þörfin fyrir hugbúnað og hvers konar
menningarviðleitni.
En hinn staðlaði þegn markaðs-
kerfisins hefur þá fyrir löngu sólund-
að heimanmundinum og verður að
sækja hugvit sitt i þurrabúð
markaðskerfisins eins og aðrir.
JÓN ÓTTAR
RAGNARSSON
DÓSENT
Frjálslyndi
í framkvæmd
Afleiöingin veröur þvi ekki einasta
stöðlun og gleðileysi, heldur að lok-
um algjör stöðnun. A þvi lokastigi
vestrænnar menningar ræður lág-
marksmenningin, mónókúltúrinn,
ríkjum ein og óskipt.
Lokaorð
Svo ofurseld eru Vesturlönd orðin
markaðslögmálunum að þeir skap-
andi standa æ verr að vigi gagnvart
hinum hjólsmurðu kerfisþrælum
markaðsþjóðfélagsins.
Einasta vonin — síðasta vonin —
eru því mótþróafullir einstaklingar
sem kjósa hugvit og rómantík fram
yfir hagfræðilegan stórasannleik og
andlegan dauða.
Vonandi kemur sá dagur að
maðurinn hættir að þjóna markaðin-
um og lætur hann þess i stað þjóna
sér. En það gerir hann aðeins með
þvi að hafna frjálshyggjunni og taka
upp frjálslynda stjórnarhætti. Fram
aö þeim tima mun faraldurinn halda
áfram að færa út kviarnar.
Jón Óttar Ragnarsson.