Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Side 17
DV. FQSTUDAGUR 28. JUNI1985. 17 Lesendur Lesendur Pétur Óskarsson spyr hvort ekki sé full óstœða til að lóta fara ofan I saum- ana é rekstri Sildarvinnslunnar í Neskaupstað. Rekstur Síldar- vinnslunnar Pétur Öskarsson, Neskaupstað, hringdi: Sildarvinnslan i Neskaupstað hélt aðalfund sinn um daginn. Þar kom í ljós að tap verksmiðjunnar var 80 til 100 milljónir. Þetta er annað árið í röð sem verksmiðjan er rekin með tapi. Þetta hefur, mér vitanlega, ekki komið framífjölmiðlum. Mig langar til að spyrja þá sem standa að rekstri verksmiðjunnar hvernig staðiö geti á því að fyrirtæki sé rekið með þessum halla í tvö ár í röð á meðan sambærileg fyrirtæki á Akur- eyri og Fáskrúðsfirði eru rekin með hagnaði. Þetta er manni því meira undrunarefni vegna þess að Síldar- vinnslan hefur undanfarið ár stundaö það að sigla með afla, sem þýðir að verðið er þrefalt! Auk þess fær verk- smiðjan olíu með 30 til 40 prósent af- slætti. Er ekki f ull ástæða til þess að fá Hag- vang til að fara ofan í saumana á rekstri Síldarvinnslunnar? Athugasemd frá Síldarvhmslunni hf.: Engum, sem fylgist með fréttum, þarf að koma það á óvart að tap skuli hafa verið á rekstri útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja á síðasta ári. Áreið- anlega hey rir það til undantekninga að slík fyrirtæki hafi skilað hagnaði á ár- inu 1984. Það eru bara fyrirtæki, sem lítið hafa fjárfest á síðustu árum og skulda lítið, sem geta náð þeim árangri. Stjórnvöld drógu það fram í nóvember að gera nauðsynlegar breyt- ingar á gengisskráningu. Utflutnings- fyrirtækin urðu að taka á sig allar inn- lendar kostnaöarhækkanir á árinu, þó að tekjur þeirra hækkuðu ekkert á sama tíma. Þá skekkir þaö myndina að við gengisbreytinguna kom fram mikið gengistap hjá skuldurum af- urðalána og annarra erlendra lána. Það tap er fært til gjalda á rekstrar- reikningi. A móti skal færa til tekna reiknaöar tekjur vegna verölagsbreyt- inga en þær voru talsvert minni en gengistapið, þar sem verðlagsbreyt- ingar vegna gengisfellingarinnar og launasamninganna í nóvember koma ekki að f ullu fram fyrr en á þessu ári. Rekstrarvandamál sem snerta Síld- arvinnsluna sérstaklega verða ekki leyst í fjölmiðlum. Þau eru og hafa ver- ið til meöferðar hjá stjóm og fram- kvæmdastjórum fyrirtækisins. Það kom fram á aðalfundi Síldarvinnslunn- ar, sem haldinn var8. júní siðastliðinn, að á síðasta ári var 94 milljóna króna tap á rekstri fyrirtækisins. Þrátt fyrir það er eiginf járstaða fyrirtækisins síst lakari en gengur og gerist hjá fyrir- tækjum í sjávarútvegi. F.h. Síldarvinnslunnar hf. Guðjón Smári Agnarsson. r Lesendur Lesendur Lesendur Bilaöar tölvur í Bifreiðaeftiriitinu Blfreiðaeigandl hringdl: Ég var í Bifreiöaeftirliti rikisms sl. fimmtudag og ætlaði að láta skoöa bil- inn minn. Það gekk nú ekki betur en svo aö ég varð frá að hverfa vegna bilana í tölvukerfinu hjá eftirlitinu. EinsogaUirvita er Bifreiöaeftirlitið uppi á Artúnshöfða og voru margir bif- reiöaeigendur komnir þangaö meö allt það pappírsflóö sem fylgir þvi að fara meö bíl í skoöun. En þegar tölvan stoppaði þá stoppaði skoðunin lika svo þeir sem eftir voru þurftu frá að hverfa. Margir voru æfir út af þessu sem er skiljanlegt því svona lagað getur komið sér mjög Uia fyrir fólk. Það er gott og blessað að tölvuvæöa en cr það ekki gert til þess að flýta fyrir ogbæta þjónustuna? Hér gengur shoöunin klaMdaust fyrir sig aö þvi er virðist en það gekk ekki e*ns vel hjá bifreiöa- eigandanum sem lenti í tölvu- biluninni. BIFREIÐASKOÐUN OG TÖLVUBILUN Guðni Karlsson hjá Bifreiðaeftlrliti rikisins hringdi: Vegna fullyrðingar á lesendasíðu DV fyrir skömmu þess efnis að bilun í tölvu hafi komið í veg fyrir aö við- skiptavinur fengi skoðun langar mig til að taka eftirfarandi fram: Ef viöskiptavinur hefur alla pappíra í lagi þegar hann kemur með bil til skoðunar fær hann skoðun hvort sem tölvan er í lagi eða ekki. Ef hann á hinn bóginn hyggst umskrá bifreið, útbúa þarf nýtt skráningarskírteini eða ann- að þess háttar getur verið nauðsynlegt að ná í upplýsingar úr tölvunni og bilun í henni getur því komið í veg fyrir eöli- legaafgreiðslu. \ PLASTHÚÐUN FASTEIGNA ÞÖK: SVALAGÓLF: Kemperol: Fyrir erfiðu pappaþökin og svalirnar, einnig þak- rennur. Fillcoat: Fyrirleku bárujárnsþökin. 1300% teygjuþol. VEGGIR: Murtill: Gúmmíteygjanleg plastfilma fyrir steypta veggi. DEK: Gefur vatnsþétta munsturmeðferð utanhúss. I | i. I tittnmi! | I I l • ! • :.................................................... ...........................I I i I I ! I SÍMAR 52723-54766 IREYKJAVIKURVEGI 26-28!!! 220 HAFNARFIRDI s úll verð eru staðgreiðsluverð. Útborgun frá 8.000 kr. og eftirstöðvar á 6 mán, Sjónvarpsdeild, Skipholti 7, símar 20080 og 26800.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.