Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Page 16
16 Spurningin Hvernig kannt þú við er- lenda ferðamenn? Bjarni S. Bjarnason vcrslunarmaður: Bara ágætlega í heild. Þeir mættu koma fleiri hingaö til lands. Þorgríinur Pálmason bóndi: Eg hef allt gott um þá aö segja. Þeir eiu ekk- ert fyrir mér. Hólmfríður Guðmundsdóttir starfs- stúlka: Bara ágætlega. Ásdís Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari: Eg hef haft lítil kynni af þeim. Einar Karlsson, fv. blaðaljósmyndari: Mjög vel, við verðum bara aö fá sem allra flesta. Sigurður Björnsson verslunarmaður: Eg sé þá aldrei svo að ég kann ágæt- lega viö þá. DV. FÖSTUDAGUR 28. JUNI1985. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Bréf ritari er óhress með þœr móttökur sem hann fékk í k vörtunardeild Sólar hf. Hylk- ið brást Kristinn Magnússon skrifar: Þaö henti mig fyrir stuttu síöan aö kaupa einfalt en áhugavert gostæki, sem freistaði sjálfsagt fleiri þegar þaö var auglýst í fjölmiðlum til ánægju og gagns bæði fyrir fulloröna og þá ekki síður til meiri notkunar hjá yngri kynslóðinni. Fólk átti aö geta bragðbætt íslenska blávatnið með þar til geröu gosi sem streymdi úr hylki nokkru sem skrúfað var í tækið. Þetta var hið svokallaða Soda Stream frá Sól hf. Allt gekk aö ósk- um þar til hylkiö sem fylgdi græjun- um var tæmt og annaö keypt í stað- inn, sterkt, þungt og stútfullt svo ekki vantaði ánægjuna í þeim efnum yfir helgina fyrir 17. júní. Þegar svo hylkið sem losað var úr innsigluðum plastumbúðum var skrúfaö í tækið sat allt fast, ekkert gos, steinþögn. Það kom ekkert „prum” sem heyrðist þegar nóg var komið af herlegheitun- um, en þetta hljóð fylgir fritt í kaup- unum. Það vafðist fyrir ókunnugum hvað hefði farið úrskeiðis og hylkið var skrúfað úr. Þá mátti komast að raun um að pinni nokkur sem átti að þrýsta niður sat blýfastur svo þar var fyrir bí ánægjan sem vænta mátti af andlitum bamanna. Fjöl- skyldan var stödd fyrir austan fjall, langt úr alfaraleið og hvergi verslun þar nærri sem hefði þennan ánægju- auka á boðstólum. Þegar í bæinn var komið eftir langt frí og ferðafrelsi var fariö með gos- hylkið í afgreiðslu „kvörtunardeild- ar” Sólar hf. og reynt að fá skýringu á tilbrigðinu. Voru þar fyrir þrír karlmenn, einn roskinn og tveir ung- ir, og sjálfsagt mfldð fyrir gosið mið- að við aldur. Annar ungu sveinanna var brosandi út að eyrum framan í viöskiptavinina eins og hann fengi fullnægju af óförum annarra. Eng- um datt í hug að afsaka misbrestinn. Sá elsti staðfesti samt að þetta kæmi stundum fyrir. Svo var farið að baka til og náð í annað hylki um leið og hann sagði að ventillinn væri bilaður. Svona einfalt var það. Væri nú ekki betra og jafnframt frábær meðmæli frá fyrirtækinu aö veita verslunum sem selja hylkin leyfi til að opna pok- ann sem er utan um hylkin, þegar það er afgreitt svona, til að fyrir- byggja að viðskiptavinurinn sé gabb- aður, þó sumir hafi af því óblandna ánægju. Ámi Ferdinandsson hjá Sól hf.: Okkur þykir að sjálfsögðu ákaf- lega leiöinlegt að þetta skyldi gerast og biöjum manninn afsökunar á þeim óþægindum sem hann hefur orðiö fyrir. Það kemur stöku sinnum fyrir að ventlar standi á sér en er mjög sjaldgæft. Algengara er -aö það leki meö ventlinum. Þaö sést strax því að pokinn utan um hylkið blæs þá út. Því getum við ekki leyft að pokinn sé rifinn upp í verslunum, hann er mikflvægt öryggisatriði. Kona af Suðurlandi bendir á að sjálfsagt sé að miða sjónvarpsdagskrá á þjóðhátíðardaginn við eldra fólk. Sjónvarpsdagskráin þann 17. júnf: Fyrir neðan allar hellur Kona af Suöurlandi hringdi: Mér finnst fyrir neðan allar hellur að sjónvarpið skyldi bjóða sjónvarps- áhorfendum upp á dagskrá frá Laug- ardalshöll þann 17. júní. A þeim tíma sem útsendingin fór fram voru allir unglingar ekki heima hjá sér, heldur einhvers staðar úti að skemmta sér. Þetta á við unglinga í dreif býlinu sem í þéttbýlinu. Sjónvarpsáhorfendur þetta kvöld er eldra fólk og þvi er sjálfsagt að miða dagskrána við þarfir þeirra og óskir. Ef ekki hefði verið fyrir Stikl- umar hans Omars hefði ekki verið sitjandi fyrir framan viðtækið þjóðhá- tíðarkvöldið. Reykjavík erekkinafli alheimsins Hlustandi á landsbyggöinni skrifar: Við á landsbyggðinni höfum oft mót- mælt því viðmiði sem Ríkisútvarpið virðist hafa um alla hluti, þ.e. að Reykjavík sé upphaf og endir alls sem gerist hér á landi. Um síðustu helgi var t.d. verið aö segja frá göngugarpinum Reyni Pétri. Sagt var að hann hefði lokið göngu sinni í Mosfellssveit í upp- hafi fréttar um ferðir hans. Síðan kom löng og nákvæm lýsing á því sem átti að gerast í Reykjavík daginn eftir. Við sem hlustuðum á þetta tal undruðum okkur á lélegri landafræðikunnáttu ykkar í Reykjavík, þið hafið kannski gleymt spottanum frá Reykjavík til Selfoss. Nei, þessu var bjargað fyrir horn meö því aö skjóta því að í lokin aö feröinni mundi ljúka á ölfusárbrú. Lýkur henni tvisvar eöa hvaö? Starfs- fólk Ríkisútvarpsins ætti að vita hvar upphaf og endir göngu Reynis Péturs er en ekki búa til endi á hana áður en henni lýkur og miða þá náttúrulega viö þann staö sem þeim finnst vera nafli alheimsins eða Reykjavík. Þessu hlýt- ur landsbyggðarfólk aö mótmæla. „Þúþig mundir spjara” Krummi hringdi: Mig langar til aö senda kæra kveðju til göngumannsins, Reynis Péturs Ingvarssonar: Þó ég ætti á þessu von, þúþig mundir spjara; Reynir Pétur Ingvarsson, ei gangan var til baga. Ganga Reynis Péturs kringum landið hefur vakið ósvikna athygli og aðdéun. Heföi Ásmundur Stefánsson gott af þvi að setjast á skólabekk hjá tannlœkni? Forysta ASI á námskeið hjá tanniæknum Launþegi hringdi: Eg hef smáathugasemd vegna tannlæknamálsins. Eg heyrði í sjón- varpi aö formaður tannlæknafélags- ins talaði um að þeir heföu náð svo góðum samningum 1976 en það náðu fleiri góðum samningum þá. Þeir hafa síöan verið eyöilagðir með lög- um æ ofan í æ. Mér er spurn hvort þessi lög nái ekki yfir tannlækna. Geta þeir ekki tekið forystu ASI á námskeiö fyrst þeir eru svona klók- ir?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.