Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Blaðsíða 10
10
DV. FÖSTUDAGUR 28. JUOT1985.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Hryðjuverkamenn
láta til sín heyra...
... og blóðið fossar
— hvers
vegna sikkar
og shítar
ræna
flugvélum
ogfremja
fjöldamorð
Frásagnir af flugránum og fjölda-
moröum hafa þakiö síöur dagblaða
heimsins þessa viku. I Beirút eru í
gíslingu 40 Bandarikjamenn sem
skæruliðar shíta rændu úr flugvél í
áætlunarf lugi. A hafinu undan Cork á
Irlandi er sundurtætt brak úr flugvél
Air India flugfélagsins sem líklega
var sprengd á flugi og í hafinu liggja
líka flest lík hinna 329 farþega sem
fórustmeð vélinni.
Þeir sem heima sitja geta ekki
annað en hrist höfuðið og spurt í
forundran: hversvegna?
Ef yfirleitt er hægt að svara
þessari spumingu þá er svörin að
finna í fátækrahverfum shíta í Suður-
Beirút og þorpum og hofum sikka í
Punjab á Indlandi.
Fátækt shíta í Líbanon
Shíta-múslimar eru til alls staðar
í heiminum. Khómeini erkiprestur er
shíti eins og flestir Iranar og reyndar
meirihluti Iraka líka. I Líbanon hafa
þeir sem aðhyllast þessi trúarbrögö
lengi verið meðal fátækustu íbúa
landsins. Eftir innrás Israela hefur
eymd þeirra aukist um allan
helming.
Þeir búa í steinkumböldum sem
eru ekki bara niðumíddir heldur oft
niðurskotnir og sprengdir. Vopnaðir
táningar ganga um þröngar
götumar í steikjandi hita. Hljóð
manna, dýra og farartækja blandast
saman og veröa að hávaða sem
aldreiþagnar.
Þannig er suðurhluti Beirút-
borgar. Þetta er víggirt umráða-
svæði shíta-múslimanna í Beirút.
Einhvers staðar á þessu svæði eru
37 bandarískir gíslar í haldi, líklega í
minni hópum á mörgum stöðum.
Samúð meö flugræningj-
unum
Enginn veit nákvæmlega hve
margir búa þama. Sumir segja hálf
milljón, aðrir segja íbúana færri.
En tvennt er víst. Flestir þeir sem
þama búa hafa komið þangað undan-
farin ár á flótta frá Suður-Líbanon og
Bekaa-dalnum. Þeir eru á flótta
undan fátækt, neyð, hungri og stríði.
Hitt er að allir sem einn em þeir
sammála kröfum flugræningjanna
um að fá hina 700 shíta, sem em í
fangabúðum Israela án dóms eða
laga, leysta úr haldi.
Margir þeirra sem búa á þessu
svæði koma sjálfir frá þorpum sem á
einn eða annan hátt hafa orðið fyrir
barðinu á þriggja ára hersetu
Israela í Suður-Libanon. Þeir eiga
sér vini eða ættingja sem hafa verið
handteknir, fangelsaðir eöa drepnir
af Israelum. Það em bræöur, feður
eða synir sumra þeirra sem þarna
búa sem em þessir 700 fangar í
Israel sem flugræningjarnir vilja fá
lausa.
Mörg samtök
I þessum borgarhluta Beirút úir
og grúir af samtökum ýmiss konar.
Sum þeirra hafa skotist upp á
stjömuhimin stjórnmálanna í
Líbanon á undanfömum árum.
önnur em ævagömul. En öll eiga þau
það sameiginlegt aö þau krefjast
réttar fyrir shítana í hinni eilífu
valdabaráttu í Líbanon.
Sum samtakanna eru nær alger-
lega trúarlegs eðlis, eins og
Hizballah-samtökin. Sum em félags-
legs- og stjómmálalegs eðlis, eins og
Amal-samtökin. En þau eru öll
umboðsaðilar undirstéttar Líbanons,
shítanna.
Berri: ekki nógu
ofstækisfullur?
Amal-samtökin eru stærst og þau
ráða yfir öflugum skæruliðahópi.
Það var shíta-prestur í Suður-
Líbanon sem stofnaði samtökin.
Hann hét Musa Sadr. Hann gaf sam-
tökunum hinn sterka féiagslega og
trúarlega blæ sem einkenndi þau í
byrjun. Eftir að Sadr hvarf í
tengslum við heimsókn til Líbýu árið
1978 gerðist Nabih Berri leiðtogi
Amal. Berri er lögfræðingur,
menntaður á Vesturlöndum. Hann
gerði Amal að því her- og stjóm-
málaafli sem samtökin em í dag. Og
það gerði hann á kostnaö trúar-
einkenna Amal.
Þetta hefur leitt til árekstra.
Trúarhreyfingar hafa risið upp sem
hafa getað höfðaö til hinna ofsa-
kenndari afla meðal shítanna.
Þessar hreyfingar hafa grætt á því
að Berri hefur komið fram sem nú-
tímalegur, hægfara leiðtogi sem ekki
skiptir sér of mikiö af trúmálum.
Þessi nútimalega ímynd Berris
hefur skapaö honum traust og vald
út á viö en hann hefur tapað á henni
inn á við. Það vom hin ofsakenndari
öfl meðal libönsku shitanna sem
stóðu að flugráninu. Staöa Berris var
ekki svo traust að hann gæti staðiö
gegn flugræningjunum sem hafa
samúö shítanna í fátækra-
hverfunum.
Engra kosta völ
Því hafði Berri engra kosta völ.
Hann varð að taka á málinu.
„Ef Berri hefði ekki gripið inn í og
tekið málin í sínar hendur með því
að tryggja öryggi gíslanna og semja
fyrir hönd flugræningjanna þá hefði
hann verið búinn að vera sem stjóm-
málamaður. Og sjálfur hefði hann
kannski ekki fengið að lifa lengi,”
segir vestrænn stjórnarerindreki i
Beirút.
,Æ)n ef hann nær að semja um
endurkomu fanganna 700 þá mun
hann koma út úr þessu sem het ja.”
Sikkarríkir
A meðan ástæöumar fyrir flug-
ráninu í Beirút liggja ljósar fyrir og
eru áþreifanlegar — krafan um
lausn fenganna 700 — þá er erfiðara
að finna ástæðu fyrir fjöldamoröi á
329 saklausum manneskjum um borö
í indverskri farþegaþotu. Þó er
orsakanna að leita í baráttu minni-
hlutahóps gegn sterkara valdi
(sikkar gegn Indlandsstjórn) eins og
í flugránsmálinu (shítar gegn
Bandaríkjunum/Israel).
Það er ekki fyrr en á undan-
förnum þrem árum sem yfirleitt
hefur orðið til eitthvert sikkavanda-
mál. Og rætur þess vandamáls geta
varla legið í fátækt, eins og hjá
shítunum í Líbanon, því sikkar em
rikasti trúarhópurinn á Indlandi.
Þeir búa flestir i tiltölulega frjósömu
ræktarlandi í Punjab í norðurhluta
Indlands. Hvergi eru eins fullkomin
áveitukerfi. Þegar blaðamaður DV
var á ferð um þessi héruö var greini-
legt að örbirgð hrjáði ekki þetta fólk.
En sikkamir hafa yfir mörgu að
kvarta í samskiptum sínum við ind-
versk stjómvöld. Stjóm Indiru
Gandhi tók strax harða afstöðu gegn
kröfum sikka og á tveimur árum
hafa deUurnar orðiö síheitari þangað
til þær náðu hámarki með morðinu á
Indiru Gandhi og slátrun á aUt að sex
þúsund sikkum í k jölfar þess.
Stjórnvöld þver gegn
kröfum
Aðalkröfur sikkanna í Punjab em
efnahagslegar og stjómmálalegar
en trúarlegar kröfur hafa bæst við. I
upphafi vildu Punjabar hluti eins og
breytingar á landamærunum viö
aðUggjandi fyUci og stöðvun fram-
kvæmda sem miðuðu að því að ám,
sem renna um Punjab, yröi aö hluta
tU beint tU nærliggjandi fyUcja tU
áveitu. Síðar komu kröfur um að
sikkisminn yrði viðurkenndur í
stjórnarskránni sem sérstök trúar-
brögð, en ekki hluti af hindúisma, og
að trúarlegum ræðum yrði útvarpað.
Þegar stjómvöld þráuðust við
varð baráttan fyrir þessum kröfum
hert tU muna þangað tU hún var
orðin að allsherjarbaráttu stórs hóps
hryðjuverkamanna sem áttu sér
samúð vísa i þorpum Punjabs gegn
óráðnu skotmarki sem gat verið
Indlandsstjóm sérstaklega eða
hindúar yfirleitt.
Morð á Indiru, sikkum
slátrað
Þessar deUur og hryðjuverk sikka,
sem þeim fylgdu, mögnuöust upp úr
öllu valdi á fyrri hluta ársins 1984
þangaö tU þær náöu hámarki um
sumarið með innrás hersins í Gullna
hofið í Amritsar, helgasta hof sikka.
I þeirri árás fómst lfldega 1.200
manns, flestir sUckar en sumir her-
menn. Stjórnin taldi sig hafa brotið á
bak aftur hryðjuverkasveitir sikka. I
raun hafði hún aðeins veitt þeim
mikið áfall en öfgasikkar voru víðar
en í hofunum. Þá var líka að finna
meðal atvinnulausra menntamanna
í bæjum og þorpum Indlands, meðal
ungra bænda í þorpum Punjabs og
ekki síst meöal öfgafullra þjóðernis-
sinna sem búsettir em utan Ind-
lands.
Sikkar erlendis verstir?
Það var engin tUviljun að þotan
sem sprakk í loft upp undan Irlandi
var að koma frá Kanada. Að undan-
skildu kannski Bretlandi er það i
Kanada sem sUckar búa hvað flestir
og þéttast utan Indlands. I þessum
sUckanýlendum era margir sem ala
með sér draum um sjálfstætt ríki
sikka í Punjab. Sú hugmynd á sér
hins vegar lítið fylgi meðal sUcka í
Indlandi sjálfu.
Indverska stjórnin hefur lengi
haldið því fram að það séu sikkar
utan Indlands sem hafi barist hvað
harðast gegn sér. Slíkar yfirlýsingar
hafa reynst þarflegar fyrir innan-
landsneyslu en margir hafa lagt lítinn
trúnað á þær. Fjöldamorðið á
fólkinu, sem var í Air India vélinni á
leið frá Kanada, bendir hins vegar til
að eitthvað sé til í þeim.
Orsakir lítilf jörlegar
Það sem er kannski hvað ískyggi-
legast við þessi flugrán og þessar
sprengingar undanfarna vUcu og
Uðna mánuði og síðustu ár er hve
orsakirnar fyrir ofstækinu virðast í
upphafi lítUfjörlegar. Eftir kergju og
stífni á báða bóga brjótast þær svo
fram í ofstæki og ofbeldi þar sem
saklausu fóUci er fórnaö á altari
málstaðarins.
Iöulega er eins og það sé einhver
blanda af efnahagslegum og stjórn-
málalegum hagsmunum og svo trúar-
bUndu sem nær aö mynda þetta of-
boðslega sprengiefni sem verður til
aö menn fórna lífi sjálfs sín og
annarra þegar það springur.
Þetta á jafnt við í Indlandi sem
Líbanon — nú eða Armeníu,
Afganistan, Súdan eöa Irlandi.
Fórnarlömbin eru alltaf langflest
saklaus.
Umsjón: Þórir Guðmundsson