Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 28. JUNl 1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaflur og útgáfustjéri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B.SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. ÍRitstjórn: SlOUMÚLA 12—14. SÍMI 680411. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SlMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning,umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. Áskriftarverðá mánuði 360 kr. Verð i lausasölu 35 kr. Helgarblað40kr. Lækkun þar, hækkun hér Sömu dagana og ríkið hækkar verð á benzíni hér á landi og heldur uppi verði á olíu er verð á benzíni og olíu að lækka á heimsmarkaði og rambar raunar á barmi verð- hruns. Samt heldur verðlagsstjóri fram, að innlenda verðið stafi af hækkuðu innflutningsverði. Allir skilja, að ríkið þurfi að auka skattheimtu sína af benzíni um 2,26 krónur á hvern lítra. Það er gamla sagan. Ráðherrunum finnst svo vænt um þjóðina, að peningar hrökkva ekki fyrir örlætinu. Næsta gjöf þeirra er sögð eiga að vera borun gata í ýmis fjöll. Allir skilja líka, aö olíufélögin þurfi að auka álagningu sína af benzíni um 68 aura á hvern lítra og af gasolíu um 49 aura á hvern lítra. Það er gamla sagan. Olíukóngunum finnst svo vænt um þjóðina, að þeir vilja gefa henni benzínstöð á hvert götuhorn landsins. Hitt er verra, að örlætið skuli vera útskýrt með því, að innflutningsverð á benzíni hafi hækkað um 1,42 krónur á hvern lítra. tJtreikningurinn þar að baki hlýtur að vera meira en lítið undarlegur, því að verð á olíuvörum hefur hvarvetna lækkað að undanförnu. Til lítils er að halda fram, að benzínið í heiminum hækki alltaf á vorin, þegar bíleigendur taki fram bíla sína til að keyra út og suður. Við höfum aldrei, ekki einu sinni, orðið vör við, að benzín lækkaði á haustin, af því að bíleig- endur heimsins rifi þá seglin. Til lítils er að halda fram, að rekstur olíufélaganna sé svo erfiður, að þau þurfi óskiptan hagnaðinn af 49 aura lækkun á verði gasolíu. Við höfum aldrei, ekki einu sinni, orðið vör viö, að rekstur olíufélaganna væri erfiðari en rekstur fiskiskipa okkar. Liðinn er á norðurhveli jarðar vetur, sem var óvenju- lega harður. Honum fylgdi líka langvinnt kolanámuverk- fall í Bretlandi, sem jók olíuþörfina. Samt kom vorið á norðurhveli með nægum olíubirgðum undan vetri. Og í sumar má reikna með, að birgðir hrannist upp. Afleiðingar þessa sjást á verðskráningu olíuvara í Rotterdam. Þar er sífellt verið aö bjóða olíu undir hinu fasta samningaverði, sem víða tíðkast í olíuviðskiptum. Ef slík undirboð leiða til verðhækkunar á olíuvörum til Is- lands, er það ekkert annað en brandari. Spyrja má, hvort íslenzka viðskiptaráðuneytið láti sov- ézka viðsemjendur sína reikna þetta út fyrir sig. Kannski hinir síðarnefndu hafi fengið töluglöggt fyrirtæki til að gera þetta, svona á svipaðan hátt og tannlæknarnir fengu Hagvang til að reikna út taxtana. 1 þessum mánuði einum hefur Rotterdam-verð ýmissa tegunda af olíu lækkað um 1,9—2,2 dali á tunnu. Offram- leiðsla á olíu hefur haldið áfram, þótt Saudi-Arabía hafi‘ dregið saman framleiöslu sína úr 4,4 milljón tunnu kvót- anum í 2,5 milljón tunnur á ári. Saudi-Arabía hefur fómað sér í örvæntingarfullri til- raun til að hindra verðhrun á olíu, meðan flest önnur ríki olíuhringsins Opec hafa farið langt fram úr kvóta sínum. En nú hefur Saudi-Arabía ekki lengur efni á þessu. Ríkis- fjármálin eru komin í steik. Jamani, olíuráðherra Saudi-Arabíu, hefur varað við verðhruni á olíu, jafnvel niður fyrir 20 dali á tunnuna, ef ekki haldist agi í kvótakerfi Opec. Þegar verðið hrynur, verður fróðlegt að heyra nýjar útskýringar ríkis og verð- lagsstjóra á okurverðinu hér á landi. Jónas Kristjánsson. Við erum í sporum gyðinga Á dögunum heyröist f jálglega frá því sagt í fréttum útvarpsins aö Ronald Reagan heföi unniö mikinn póiitískan sigur meö því aö fá Banda- ríkjaþing til aö samþykkja auknar fjárveitingar til framleiöslu eitur- efnavopna. Um þennan sama mann sagöi Edward Kainedy öldungardeild- arþingmaöur ekki alls fyrir löngu: „Ég álít Ronald Reagan vera hættu- legasta forseta kjarnorkualdarinn- ar.” A einum stað í frægri bók segir lárviöarskáld Islendinga þessi marg- ívitnuðu orð: „Ekkert er algeingara í almennri sálarfræði en þaö aö ein- hver neiti að trúa því sem hann horfir á meö augunum en sjái þaö sem sannanlega er ekki á staðnum. Mannleg skynsemi getur meira aö segja komiö í veg fyrir að viö sjáum þá hluti sem skynlausri skepnu liggjaíaugumuppi.” Gyðíngar trúðu ekki því sem yfir þá dundi Einn af ömurlegustu og furöuleg- ustu köflum í nýliöinni sögu Evrópu er útrýming gyðinga í Hitlers-Þýska- landi, ekki fyrst og fremst vegna þess aö mannleg grimmd og tilfinn- ingakuldi kæmi svo mjög á óvart, heldur vegna hins aö dauöadæmdir gyöingar geröu enga tilraun til að verja sig eöa afstýra örlögum sem þeim voru búin af mannavöldum. Þeir gengu þöglir og hlýðnir aö fjöldagröfunum, afklæddu sig, stilltu sér upp fyrir framan þýsku hermennina og létu skjóta sig niöri grafirnar. Börn, konur og karlar gengu mótþróalaust inní gasklefana, afklæddu sig og létu orðalaust aflífa sig. Þetta fólk var lúbarið, svívirt og myrt — en Iyfti ekki fingri til aö verja líf sitt. Hvemig þeim Þjóðverjum var innanbrjósts, sem þátt tóku í slátrun- inni, vitum við ekki, þvi ennþá hefur ekki fengist þýsk skýring á því, hvemig Þjóöverjar skildu eöa skynjuöu forlagatrú gyöinga. En þremur áratugum síðar fengu Þjóöverjar nokkurskonar sjokk og samviskubit þegar bandarisku sjón- varpsþættimir „Holocaust” voru sýndir í Þýskaiandi, og þá vöknuðu nærgöngular spurningar: Hvers vegna létu gyöingar annaö eins og þetta gerast? Var það óhjákvæmi- legt? Höföu þeir ekki tök á aö afstýra örlögum sínum? Heföu þeir ekki get- aö variö hendur sínar? Þessar spumingar eru í raun réttri þarflausar, vegna þess aö nákvæmlega sömu hlutir eiga sér staö í nútímanum fyrir augunum á hverjum þeim sem hefur augu aö sjá. Nú eru þaö ekki gyðingar sem svipbrigðalaust ganga á vit tortím- ingarinnar. Þaö erum við öllsömul, þú og ég og allir lifandi menn. Viö vitum þaö, en viö trúum því ekki. Þaö var einmitt þessi þversagna- fulla afstaöa sem réð því aö gyðingarnir létu möglunarlaust leiöa sig útí opinn dauðann. Þeir heföu vafalaust geta gripið til vamarráö- stafana, jafnvel þó þær heföu ein- ungis verið táknrænar, en þeir trúöu ekld því sem yfir þá dundi. Þeir sáu það gerast, þeir vissu aö það var aö gerast, en þeir trúðu því ekki samt. Þaö var alltof brjálæðislegt til að geta veriö satt. Svona örvita gat veröldin hreinlega ekki verið! Nú erum viö í vissum skilningi öll oröin gyöingar og erum öll á leið til tortímingar af mannavöldum. Viö bíöum þess þolinmóð og aögeröalaus að okkur veröi útrýmt af jöröinni. Aö sönnu stöndum viö ekki ennþá and- spænis böölunum. Viö þekkjum þá ekki, höfum ekki séö þá augliti til augiitis, en viö vitum að þeir eru til taks. Þeir standa ekki í svörtum leðurstígvélum hlið við hlið og bíöa Kjallarinn SIGURÐUR A. MAGNÚSSON RITHÚFUNDUR þess aö viö stillum okkur upp frammi fyrir þeim, og þeir skjóta okkur ekki meö vélbyssum. Tortím- ingin bíður okkar í miklu stærri og hrikalegri stíl. I öndverðu böröust menn meö hnúum, hnefum og tönnum, síðan með kylfum og hnífum, sverðum og spjótum. Enn var hægt að sjá þann sem myrti og þann sem myrtur var. Síðan komu til sögunnar skotvopn, flugvélar, sprengjur, gas, kjamorioi- sprengjan og eldflaugarnar. Enginn moröingi þarf framar aö horfast í' augu við fórnarlömb sín. Þau eru bara fyrir hendi þegar kalliö kemur. Fleipur bölsýnismanns? Nú spyr væntanlega einhver lesenda, hvort ég sé orðinn eitthvaö ringlaður í kollinum eða hafi kannski fengiö slæma náttmöru. Hef ég látið glepjast af heimskulegum hræöslu- áróðri eða látið ímyndunarafliö hlaupa meö mig í gönur? Heföi gyðingur séð framá og spáö fyrir um fjöldamoröin tíu árum áður en þau áttu sér staö, hvernig mundu menn hafa brugöist viö orðum hans? Hefðu þau verið talin trúveröug og spámannleg? Ööru nær — þau hefðu veriö tekin sem hvert annaö fleipur bölsýnis- manns. A nákvæmlega sama hátt vísum viö á bug tilhugsuninni um brjálæöið sem bíður okkar allra — eins og gyöingar vísuöu frá sér þeirri fáránlegu hugmynd að ráöamenn Þjóöverja ætluöu sér að útrýma þeim öllum af yfirborði Evrópu. Þaö gat ekki og getur ekki verið rétt. Og samt er það rétt. Nálega allir hugsandi menn vita að þetta er dag- sanna. Viö vitum aö feikilegt magn gereyöingarvopna er framleitt meö ónverkjandi og ört vaxandi hraöa. Viö sjáum spennuna milli snauöra ríkja og auðugra verða æ magnaöri og ískyggilegri. Viö erum vitni að og tökum sjálf þátt í aö raska jafnvægi náttúru og lífrikis. Ailt gerist þetta meö óhuganlegri markvísi aö vand- lega yfirveguöu ráði. Viö vitum hvert fyrir sig að þetta er ómenguð vitfirring, en viö trúum því ekki. Viö álitum aö það geti ekki veriö rétt. Það hlýtur að vera martröð sem viö vöknum uppaf von bráöar. Þaö hlýtur í öllu falli aö vera til einhver undankomuleiö. Moggar heimsbyggð- arinnar Eins og kunnugt er, hafa stórir og smáir hópar manna um heim allan tekiö saman höndum um aö spyma gegn broddunum, vekja menn til dáöa í afdrifaríkasta máli alls mann- kyns. Þessir hópar em gjama gerðir tortryggilegir eða hlægilegir af hin- um ýmsu Moggum heimsbyggöar- innar, sem stinga vilja mannkyni svefnþom og telja því trú um, aö víg- vélar og hverskonar vígbúnaöur sé vænlegri til aö tryggja áframhald- andi líf á jörðinni en mannlegt hyggjuvit. Þó ótrúlegt sé, má vel vera aö þessir menn trúi raunveru- lega því sem þeir segja, og eiga þá sammerkt viö þær milljónir evrópskra gyöinga sem sáu hvað var aö gerast, en trúöu á guölega íhlutun eöa eitthvert annað undur sem mundi foröa þeim frá fyrirsjáanlegri tortímingu. Eftirá hefur mönnum almennt orðiö ljóst, að heföu gyðingar á sín- um tíma veitt böðlunum mótspyrnu, þá hefðu þeir í krafti fjöldans kannski fengiö bjargað helmingi eöa meira þeirra mannslífa sem slokkn- uðu í gasklefunum. Hinir þýsku böðlar voru rækilega skipulagöir og vel vopnum búnir, en þeir heföu ekki mátt viö margnum ef í haröbakka hefði slegiö. Það er borin von aö stjórnmála- menn heimsins leysi aö eigin frum- kvæði þann vanda sem þeir hafa leitt yfir mannkyniö meö vígbúnaöar- kapphlaupinu. Til þess eru þeir alitof háðir þeim fámenna en volduga flokki manna sem hefur stundarhag af aö magna hatur og hemaöar- anda. Kannski er það þegar orðið um seinan, en einasta von mannkyns er sú, aö almenningur í öllum löndum bindist samtökum um aö horfast óhikaö í augu viö þaö, sem allir sjáandi menn sjá, og þvinga hug- lausa stjórnmálamenn til aö taka ráöin af sölumönnum dauöans og snúa viö á þeim helvegi sem undan- farna fjóra áratugi hefur veriö hlaupabraut mannkyns. Enn er tími til að snúa baki við dýrkun dauðans Raunhæf spor í þá átt getum viö Islendingar stigiö, þó fámennir séum, meö því aö beita okkur gegn og mótmæla stýriflaugavæöingu skipa og kafbáta og heimta alþjóö- legt bann við framleiðslu þvílíkra vopna; með því aö neita skilyrðis- laust skipum meö kjarnavopn innan- borðs um heimild til að sigla í íslenskri lögsögu eöa koma til íslenskra hafna; meö því aö lýsa yfir afdráttarlausri kjarnoricufriölýsingu Isiands og harðbanna alla frekari vigbúnaöaruppbyggingu í landinu. Slík spor afstýra að vísu ekki voðan- um sem yfir okkur öllum vofir, en þau gætu orðiö fordæmi og áminnig um að enn sé tími til að snúa baki við dýrkun dauðans og huga að framtíð sem hefur lífiö í öllum sínum marg- breytileik aö forteikni. Sigurður A. Magnússon. ® „Nú eru þaö ekki gyðingar sem svipbrigðalaust ganga á vit tor- tímingarinnar. Það erum við öllsömul, þú og ég og allir lifandi menn.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.