Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 28. JUNl 1985. Menning Menning Menning Menning Staðreyndir og staöleysur hagfræðinnar Siguröur Snævarr (ritstj.): Klemensarbók. Útg. Félag viöskiptafræöinga og hagfræð- inga. Reykjavík, 1985. Félag viöskiptafræöinga og hag- fræöinga gaf nýlega út afmælisrit til Klemensar Tryggvasonar, fyrrver- andi hagstofustjóra, sem varð sjö- tugur hinn 10. september 1984 síðast liöinn. Sigurður Snævarr er ritstjóri, en Olafur Björnsson, fyrrverandi prófessor, gamall vinur og sam- verkamaður Klemensar, skrifar inn- gang um afmælisbarniö. I þessu riti eru margar athyglisverðar greinar. Eg fór í fyrsta hluta þessarar um- sagnar örfáum oröum um tvær þeirra, inngang Olafs Bjömssonar og grein Jónasar H. Haralz undir heitinu „Staöreyndir og staðleysur”, en hún var um markaðssósíalism-, ann. I þessum hluta hyggst ég í stuttu máli ræöa um greinar þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar og dr. Þráins Eggertssonar prófessors. Jens Warming, Gylfi Þ. Gíslason og fiskihagfræðin Gylfi Þ. Gíslason hefur sem kunn- ugt er mjög sótt góöar hugmyndir til útlendra fræöimanna og leggur hann fram fróölega grein í ritið um hug- myndir danska hagfræöingsins Jens Warmings, eins kennara Klemensar Tryggvasonar. Warming má heita einn helsti frumkvööull fiskihagfræö- innar, þótt hann sé því miður allt aö því ' ókunnur meö enskumælandi þjóöum, því að hann benti þegar áriö 1911 á þaö í ritgerð í Nationalökono- misk Tidskrift, aö nýting fiskimiða gæti ekki verið hagkvæm, á meðan ekki væri sett rétt verð á þau. Eg skal reyna að skýra þetta, þótt erfitt sé í stuttu máli. Verð á auö- lindum segja okkur til um skort á þeim — eöa meö öörum oröum til um það, hversu varlega viö þurfum aö fara með þau eða nýta þau. Andrúmsloftiö er ókeypis. Viö þurfum því ekki aö spara þaö. Bú- jörö í sveit kostar hins vegar því meira en sem hún er betri. Viö getum 2. hluti ímyndaö okkur, hvernig hún væri nýtt, væri aðgangur aö henni óhindraður. En hvað um fiskimiöin? Ekki eru nein verð á þeim, sem segi okkur til um skort á þeim. Við förum því eins ósparlega meö þau og andrúmsloftið. Þeir, sem fengist hafa viö fiski- hagfræöi, hafa allir komist aö sömu niðurstööu og Warming — aö setja eigi á óh'k fiskimiö ólík verö, sem segi okkur til um ólík gæði þeirra. Warming tók í ritgerð sinni frá 1911 dæmi um tvö misgóö fiskimið. Ef gjöfulli fiskimiöin kosta hiö sama og hin rýrari. Þá þyrpast menn á þau og valda hver öðrum kostnaði. Þá nýta of margir gjöfulli fiskimiöin, en of fáir hin rýrari. Tillögur fiskihag- fræöinga hafa því meö öörum orðum miðað aö því, aö menn komist hjá því aö valda hver öörum slikum óþörfum kostnaöi. Þær hafa miöað aö því aö afstýra sóun. Nýr möguleiki á aö nýta auðlindir skynsamlega Gylfi segir skilmerkilega frá hug- myndum Warmings og ber þær saman viö nýlegri kenningar kana- dísku hagfræöinganna Gordons og Scotts, sem eru um margt mjög svip- aðar þeim. Hann gerir hins vegar enga tilraun til þess aö greina eöa gagnrýna þessar hugmyndir. Eg held, að allir þeir, sem eitthvaö þekkja til sögu hagfræöinnar, hljóti þó að koma auga á, hversu náskylt dæmi Warmings um ofnýtingu góöra fiskimiða og vannýtingu rýrra fiski- miða, ef ekki eru sett rétt verð á bæði miðin, er hinu fræga dæmi breska hagfræðingsins Pigous um tvo mis- góöa vegi. En þetta dæmi Pigous gagnrýndi Frank H. Knight áriö 1924 í ritgerð undir heitinu „Some Fallacies in the Interpretation of Social Costs” Quarterly Joumal of Economics. Pigou notaði dæmiö um hina tvo misgóöu vegi til þess að réttlæta ríkisafskipti. Hann sagði, aö setja ætti vegartoll á betri veginn til þess aö afstýra troðningi á honum. Gylfi Þ. Gíslason og aörir hugmyndafræö- ingar samhyggjunnar nota með svipuöum rökum dæmiö um tvenn misgóö fiskimiö til þess að réttlæta ríkisafskipti. Þeir segja, að setja eigi „auðlindaskatt” á betri fiskimiöin, svo að menn þyrpist ekki þangað all- ir. En Knight benti á þaö í áöur- nefndri ritgerð sinni frá 1924, að slíkt dæmi um óhagkvæmni nægði ekki til aö réttlæta ríkisafskipti. Hvers vegna? Vegna þess aö Pigou geröi ekki ráö fyrir þeim möguleika, aö vegirnir væru í séreign, en viö þaö gerðist þaö af sjálfu sér, aö eigandi betri vegarins innheimti toll af veg- farendum. Knight opnaði meö gagnrýni sinni Bókmenntir Hannes H. Gissurarson augu fræðimanna fyrir nýjum mögu- leika á aö nýta auðlindir skynsam- lega, en hann er sá aö koma þeim í séreign, til dæmis með því aö breyta hefðbundnum nýtingarrétti í full- kominn eignarrétt. Hér skal ég ekk- ert um þaö segja, hvort fram- kvæmanlegt sé aö koma íslensku fiskimiðunum í séreign, en enginn getur efast um það, aö þaö sé mjög forvitnilegt rannsóknarefni. Þráinn Eggertsson og nýja stofnanahagfræðin Framlag dr. Þráins Eggertssonar prófessors til Klemensarbókar er yfirlit (á ensku) yfir nokkrar nýjar kenningar og rannsóknaraðferöir í hagfræöi, sem komiö hafa til sögu á síðustu áratugum. Hagfræðingar hafa margir hætt aö styðjast viö vel- feröarhagfræöi Pigous og hans fylgi- Dr. Gylfi Þ. Gíslason fiska. I staðinn hafa þeir reynt aö skýra stofnanir, heföir og niöur- stööur viöskipta meö því aö greina þær skorður, sem menn starfa viö. Meö þeim hætti hefur þeim tekist aö rekja niöurstöður, sem okkur virðast óskynsamlegar, til skynsamlegra viöbragöa einstaklinga við umhverfi sínu. Slík skýring er betri en sú, aö menn séu óskynsamir, því að sú skýring er auðvitað engin skýring. Viö getum brugöiö ljósi á þetta mál meö dæmi okkar af íslensku fisk- veiðunum. Hvers vegna hafa íslenskir stjómmálamenn stjómaö fiskveiðunum jafnóskynsamlega og raun ber vitni? Hvers vegna hafa þeir hvatt til togarakaupa meö lána- fyrirgreiöslu, þótt togararnir séu þegar allt of margir? Svarið er ekki, aö þeir séu sjálfir óskynsamir. ööm nær. Þessir menn hafa brugöist jafn- skynsamlega viö umhverfi sínu og aörir. Svarið er, aö samkeppnin í stjórnmálunum rekur þá í þessa átt. Það kemur málinu ekki við, hvað þeir vilja, því aö þeir, sem vilja ann- aö en kjósendur þeirra víkja fljót- lega fyrir öðrum, sem fúsari em til þess aö framkvæma vilja kjósenda. Frumkvöðlar þessara nýju rann- sóknaraöferöa í hagfræöi eru menn eins og Ronald Coase (gamall læri- sveinn Friedrichs okkar Hayeks) í Chicago, Armen Alchian í Los Angeles og James M. Buchanan í George Mason-háskóla í Virginíu (sem sækir margar hugmyndir sínar til Franks Knights). I hópi yngri hag- fræöinga, sem þeim hafa beitt, em Harold Demsetz, Svetozar Pejovich og Douglass North, en dr. Þráinn styðst ekki síst við hugmyndir hins síðastnefnda. Hagkerfið í Ráðstjóraarríkjunum Dr. Þráinn lýsir í ritgerð sinni nokkrum helstu skýringarhugtökum þessara hagfræöinga. Aðalatriöi málsins er aö sjálfsögöu þaö, viö hvaöa eignarréttarfyrirkomulag menn búa. En hér skipta þrjú hugtök miklu máli. Eitt er gæslukostnaöur. Menn verða með einhverjum hætti aö geta gætt eigna sinna. Annaö er viðskiptakostnaöur. Tveir menn Dr. Þráinn Eggertsson veröa, til þess aö þeir geti skipst á vörum, aö hafa leitað hvor annan uppi, mælt og vegiö vöramar, samið og skrifað undir samninga og svo framvegis. Þriöja hugtakið er eför- litskostnaður. I skipulagi víðtækrar verkaskiptingar hljóta menn aö fela öðrum ýmis störf, en þurfa síðan auðvitað aö hafa eitthvert eftirlit meö því, hvemig þeir sinni þessum störfum. Varpa má fram þeirri tilgátu, að séreignarréttur hafi enn ekki verið skilgreindur á fiskimiöunum íslensku, vegna þess aö gæslukostn- aður sé of hár, þótt mig grani að vísu, aö skýringin kunni heldur aö liggja í of háum samkomulagskostn- aði — kostnaði við að ná samkomu- lagi um skiptingu eignaréttinda. En dr. Þráinn notar ekki dæmi okkar af fiskveiðunum, heldur ræðir hann einkum um hagkerfiö í Ráðstjómar- ríkjunum. Hann bendir á það, hversu hár viðskiptakostnaður er innan þessa hagkerfis. Eftirlitskostnaöur er einnig mjög hár innan þessa hagkerfis og reyndar allt að því óviðráðanlegur. Hvernig í ósköpunum ætla valds- menn aö hafa raunhæft eftirlit meö því, að forstjórar ríkisfyrirtækjanna fari eftir fyrirmælum þeirra og áætlunum? Þaö, sem dr. Þráinn segir um þetta, rennir frekari stoöum undir það, sem Jónas Haralz segir í sinni ritgerð um markaössósíalism- ann. Dr. Þráinn segir frá þeirri niður- stööu bandarísks hagfræöings, aö áætlunarbúskapur í Ráöstjórnarrík j- unum sé í rauninni ímyndun ein — hann sé sýnd, en ekki reynd. Menn verði þar eins og annars staðar aö styöjast viö viðskipti. (En þess má geta í því viðfangi, þótt ekki sé á það minnst í ritgerö dr. Þráins, aö bresk- ungverski hagfræöingurinn Michael Polanyi hafði fýrir mörgum árum komist að þessari sömu niöurstööu.) Mikill fengur er aö þessu nýja sjónarhorni hans og annarra hag- fræðinga og má mikils vænta af rannsóknum þeirra í framtíöinni. 1 þriðja og síðasta hluta vík ég að nokkrum öðrum ritgeröum Klemensarbókar. Ungir norrænir einleikarar — glæsitónleikar Þorsteins Gauta Ungir norrænir cinleikarar — tónleikar Þor- steins Gauta Sigurðssonar í Norræna húsinu 24. júní. Efnisskrá: Joseph Haydn: Sónata í h-moll; Ludwig van Beethoven: Sónata í C-dúr op. 53 (Waldstein); Samuel Barber: Ballade op. 46; Sergei Prokofiev: Sónata í A-dúr op. 82; Franz Liszt: Transcendental etude í f-moll nr. 10. Tónleikar Eyjólfur Melsted Tónleikaröðinni, Ungir norrænir einleikarar, þar sem valdir keppendur frá síöasta norræna tvíæringi, einn frá hverju þátttökulandi, hafa komið fram, lauk með tónleikum Þorsteins Gauta Sigurössonar. Sumir tónlistar- menn njóta þess svo aö segja frá upp- hafi ferils síns aö fá jafnan góða að- sókn aö tónleikum sínum. Einn þeirra er Þorsteinn Gauti og á því varð engin undantekning þetta kvöldiö. Þótt flest ytri skilyrði mæltu móti góðri tónleikasókn, svo sem gott veður, kynning og auglýsingar í klénna lagi og einfaldlega komið aö sumarfríum margra, troöfylltist salur Norræna hússins og rúmlega þaö. Við húsdraug að glíma Þorsteinn Gauti fór síöur en svo létt- ustu leið í verkefnavali sínu. Prógramm hans var bæöi langt og strangt. Hann byrjaöi á Haydn gamla og þessi rétt tvö hundruð ára gamla smíö frá frumdögum píanósónötunnar og píanósins átti ágæta vel heima hér. Hvorki gætti hér neinnar léttúöar í leik né upphitunarbrags. Hér myndaöi Haydnsónatan virðulegan inngang aö fyrri hápunkti tónleikanna, Wald- steinsónötunni. Þar komu bæöi sterku og veiku hliöar píanistans unga í ljós. Sterku hliðamar era fæmin og yfir- ferðin og alsterkasta hliöin hvemig hann ljær hverju verki sem hann leikur sinn mjög svo persónulega blæ. Veiku hliöarnar teljast þær aö Þorsteinn Gauti gerir lítið aðþví í leik sínum að þóknast iðkendum smámunasemi og unnendum tittlingaskíts. Meiniö er að þess háttar fólk ræður oft miklu um hverjir skuli náðar njóta og hverjir ekki á höröum og óvægnum tónlistar- markaöi. — Þorsteinn Gauti fór, eins og vænta mátti, sínar eigin leiðir í túlk- un Waldsteinsónötunnar. Fyrir minn Á einleikarahátið IMorræna hússins var það besta geymt þar til síðast. smekk mátti sín meira glæsileikinn í túlkun hans en þau smábrot gegn viðteknum, bindandi heföum í flutn- ingi. Átti hann þó fyrir utan þá erfið- leika sem tónskáldin planta inn í verk sín viö húsdraug Norræna hússins, píanóiö.aðglíma. Sannkölluð snilldartök Seinni hlutinn hófst með Ballööu Barbers. Evrópubúar eru rétt aö upp- götva bandarísk tónskáld eins og Samuel Barber sem á sínum tíma lentu í skugganum af innflytjendum eins og Stravinsky, Hindemith, og fleirum. Þorsteinn Gauti lék þessa fallegu Ball- öðu Barbers skínandi vel og síðan skellti hann sér í seinni hápunkt kvöldsins, Sónötu Prokofievs. Þau snilldartök sem hann tók þetta erfiða verk eru vissulega til þess fallin aö styrkja þá trú manns að pilturinn eigi fullt erindi á einleikaramarkaöinn, einnig utan heimalandsins og næsta nágrennis. Eftir aö hann lauk þessum glæsilegu tónleikum meö Transcend- ental Etyöu Liszts heföi verið næsta grimmilegt aö biöja um viöbót. Vona ég aö enginn brigsli mér um þjóðremb- ing þótt haldiö sé fram að á þessari stórmerku einleikarahátíö Norræna hússins hafi þaö besta verið geymt þar til síöast. EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.