Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Page 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 28. JUNl 1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Sumamám fyrir ungt fólk á öllum aldri Sumarleyfiö er ágætt aö nota til þess aö slaka á og gera alls ekki neitt — ef mögulegt er. Þetta reynist mörgum erfitt og ófáir hendast niöur í geymslu, út í bílskúr eöa upp á háaloft til þess aö koma endanlega reglu á rusliö. Aörir telja sig hreinlega veröa aö komast út fyrir landsteinana til þess aö s já sólina og skipta um umhverfi. Síðari árin hafa námsferöir í sumar- leyfinu notiö sívaxandi vinsælda enda má þar slá aö minnsta kosti tvær, ef Úr enskunámi í bestu íþróttamiðstöð Englands Angloschool í London: Skólinn var stofnaður árið 1960 og umboðsmaður hérlendis er Magnús Steinþórsson — sími 23858. Staðsetning er í suðurhluta I.undúna, rétt hjá íþróttasvæöinu Crystal Palace sem er besta íþróttamiðstöð Englands. Fjórar vikur kosta kr. 24.400 og innifaliö er húsnæöi og fullt fæöi um helgar, morgunmatur og kvöldmatur frá mánudegi til föstudags, 30 klukku- stunda kennsluvika, bækur og kennslu- gögn, kynnisferðir um I.ondon og fleira. Magnús Steinþórsson sér um aö panta flugmiða fyrir nemendur og sækja um gjaldeyri fyrir skóla- gjöldunum. Rúta kemur á flugvöllinn td þess aö sækja nemendur og kostnaöur viö þaö er í kringum 6 pund. Dvalið er hjá enskum fjölskyldum og þess vandlega gætt aö einungis einn ís- lenskumælandi fari á hvert heimili. Skólinn er starfræktur allt áriö en þessar upplýsingar eru miöaöar viö sumarnámskeið. Líka sérnámskeið í siglingamáli, forritun ogfleiru Concorde International: Umboösmaöur Jeffrey Cosser — sími 36016. Námskeiö á vegum skólans eru í Folkestone, Canterbury og Cam- bridge. Gist er í heimahúsum hjá enskum fjölskyldum en líka er hægt aö fá aö vera á stúdentagarði, hóteli eða í íbúö. Námskeiðin standa yfir sumar- mánuðina júní til september og miöuö viö yngra fólkið, á aldrinum 10—25 ára. Fjórar vikur kosta 28.800 krónur og innifalið í gjaldi er 15 tíma kennsla á viku, gisting meö fullu fæöi í Canter- bury og Folkestone en hálfu fæöi í Cambridge. Dagsferö tU London aö skoða og versla vikulega undir leið- sögn kennara, stutt ferð einu sinni í viku tU áhugaverðra staða í ná- grenninu. Einnig er hægt aö fá sémámskeið í Concorde málaskólanum í sigUnga- máU, ensku fyrir loftskeytamenn og flugmenn, viöskipta- og verslunar- ensku og námskeið í samvinnu viö aöra skóla í tölvumáU, forritun, verk- fræði, hótelrekstri, stjómun og mörgu fleira. Tekiö skal fram aö boðin er mót- taka á HeathrowflugvelU viö komu til Englands og akstur aö skólanum gegn sérstöku aukagjaldi. Kostnaöur við þessa þjónustu er eitthvað í kringum 50—60 pund. baj Upplýsingaseðíííi tO samanourðar á heimOiskostnaði! Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlrga scndiö okkur þennan svarseðil. Þannig cruð þcr orðinn virkur þátttak- | andi í upplfsingamiðlun mcðal almennings um hvcrt sc mcðaltal heimiUskostnaöar | fjölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki cigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í júní 1985. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. i ekki fleiri, flugur í einu höggi. Tungu- málakunnáttan er bætt, skipt er ræki- lega um umhverfi og svo er það blessuð sólin sem yfirleitt fylgir í kaup- bæti. Ymsir möguleikar eru fyrir hendi þegar velja skal nám í sumarleyfi. Þaö er hægt aö fara á sólarströnd eins og Costa del Sol og læra mál innfæddra. Einnig má fara og læra tölvumál, forritun, hestamennsku, íþróttir og margt fleira um leið og mál við- komandi þjóöar síast inn í skelina — vonandi fyrirhafnarlítiö. Mögu- leikamir eru óteljandi og í meö- fylgjandi upptalningu kostanna verður aö hafa í huga aö verðið er ekki alltaf sambærilegt því mismunandi er hvað í rauninni er innifaliö í verðinu. Feröa- skrifstofa stúdenta er ekki meö upp- gefin ákveöið verö enda er þar um fjöl- Ferðirá vegum stúdenta Fyrir mjög námsglaöa námsmenn er enginn leikur aö eiga aö hætta aö læra í sumarleyfinu ár hvert. Feröa- skrifstofa stúdenta býöur þeim og öörum sem svipaö er ástatt um ýmsa valkosti viö hæfilegt nám í leyfinu. Tungumálakennsla býöst í Banda- ríkjunum, Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, á Italíu og Spáni. Námskeiðin standa mismunandi lengi, frá tveimur vikum og upp í tólf. Lengur ef menn vilja því allt slíkt er hægt aö framlengja. Yfirieitt er hægt aö velja á milli dvalar á einkaheimili, hóteli eöa í heimavistarskóla. I Bandaríkjunum er hægt aö fá einstaklingskennslu sem stendur í fjórar vikur. Nemendur búa hjá kennaranum. Frönsku má læra á þeirra vegum í Sviss eöa Frakklandi og boöiö upp á staöi eins og París og smábæi viö Genfarvatniö. Aö auki er völ á þriggja vikna kennaranámskeiði í Paris. Kennaranámskeið í þrjár vikur er líka haldið í Köln um miðjan júli og þýskukennslu má fá á bæði stuttum og marga möguleika aö ræða sem mikiö breytast síöan eftir óskum hvers og eins. Þar eru til dæmis bara í kaupum á flugfari margir möguleikar sem byggja á aldri viöskiptavina og ýmsu ööru sem ekki er rúm til aö telja upp héma. Um hina möguleikana gildir í löngum námskeiðum á ýmsum stööum í Sambandslýðveldinu allt frá Noröur- sjótil Alpanna. Háskólabæirnir Oxford og Cam- bridge eru þekktustu skólamiðstöövar á Englandi og einnig London og smá- bæimir á suðurströndinni. Itölsku læra stúdentar í gamalli höll í Flórens og hægt að velja úr þremur tegundum námskeiöa, frá þriggja vikna til tólf vikna. Kennarar geta raun þaö sama — langbest er að hafa beint samband viö viðkomandi skrif- stofur um nánari tilhögun fyrir- hugaörar námsdvalar. Héma er einungis tæpt á hluta þess sem býöst og lesendum síöan látið eftir aö finna sjálfirrétta valkostinn. baj fengið sérstakt námskeið í júlí. Þriggja til tólf vikna námskeið er í spænsku í Barcelona á Costa del Sol og íMadrid. Verö á ferðum frá Feröaskrifstofu stúdenta er nokkuð hlaupandi eftir námskeiöum og flugfargjaldi á hverjum tíma. Þvi er nauðsynlegt aö hafa samband við skrifstofuna til þess aö fá fyllri upplýsingar i síma 16850. baj Með námsferð í sumarleyfinu eru slegnar minnst tvœr flugur i einu höggi — tungumálakunnðttan bsstt og skipt rækilega um umhverfi. Við heim- komu eru menn svo brúnir og sællegir með höfuðið troöfullt af nýjum fróö- leik. DV-mynd KAE Ymsir kostir hjá Útsýn Kin’s í Bournemouth, Englandi: Aðalnámskeið í gangi allt áriö og 24 kennslustundir á viku. Fyrir fjögurra vikna dvöl er veröiö 35.500 krónur. I tengslum viö skólann er fjölbreytt íþrótta- og menningarlíf. King’s College of Further Edu- cation: Einnig í Boumemouth. Framhalds- kennsla í ensku og auk þess námskeiö í stjórnun, tölvuþjálfun og viöskipta- ensku. Þrjátiu kennslustundir á viku og verðið er 42.500 krónur. Þama eru líka tveggja vikna sumamámskeið fyrir 13—19 ára i formi tölvu- og íþróttanámskeiös. Kennd forritun meö Basic, notkun ör- tölva og einnig kennsla í tennis, golfi og reiömennsku. Kings School í London: Skólinn er í Beckenham í Kent og eru námskeið í gangi allt áriö. Þrjátíu kennslustundir á viku kosta 41.000 krónur. Einnig eru i gangi sumarnám- skeið meö sextán tíma kennslu á viku og er verðiö 32.000 krónur. Veröið er miöaö við fjórar vikur eins og fram hefur komiö og innifaliö er kennsla, gisting á bresku heimili, morgunmatur og kvöldmatur á virkum dögum, fullt fæöi laugardaga og sunnudaga. Flugfar frá Reykjavík til London og til baka aftur ásamt mót- töku á Heathrow og ferð á áf angastaö. Franska á Cóte d’Azur: I Centre Mediterranéen d’Edudes Francaises á Cóte d’Azur er frönsku- kennsla og kostar dvöl í tveggja manna herbergi í fjórar vikur 31.500 krónur. ttalska á ítalíu: Itölsku má læra á Italíu i bæöi Róm og Flórens fyrir litinn pening. Námiö er í Centro Linguistico Italiano Dante Algiheri og kennt sex tíma á dag í fjórar vikur. Dvalið er í íbúð með fleiri stúdentum og tveir í herbergi. Verðiö er 20.000 krónur. Spænska á Malaga: I Malaga Instituto Internacional á Malaga er kennd spænska og hægt að fá fjórar vikur meö fjórum kennslu- stundum á dag fyrir 15.800 krónur. Einnig er boðiö upp á sex kennslu- stundir á dag og þá kosta fjórar vikur 18.800 krónur. Þama er miðaö viö gistingu á stúdentagaröi og morgun- mat. Einnig má fara til hinna ýmsu landa og læra tungumál i Eurocentres sem er tungumálaskóli i mörgum evrópskum stórborgum auk New York. 21 miöstöð þar sem kennd eru 5 tungumáL Nánari upplýsingar um verö og feröatilhögun má fá á skrifstofu Utsýnar í Austur- stræti. baj i sól og sumaryl við nám á Malaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.