Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Page 9
DV. FÖSTUDAGUR 28. JÚN! 1985.
9
Útlönd
Utlönd
SAKHAROV MEÐ
PARKINSONSVEIKI
OG HJARTVEIKUR
— samkvæmt nýlegri kvikmynd af
honum sem þýskt dagblað
segist hafa undir höndum
Vestur-þýskt dagblað segist hafa
tvær nýlegar kvikmyndir af sovéska
andófsmanninum Andrei Sakharov.
Blaðið Bildzeitung segir að á myndun-
um sé Sakharov augljóslega heilsulitill
og í meöferð á læknisstofu.
Dagblaðið segir að í einni kvikmynd-
inni skýri sovéskur læknir frá því að
Sakharov hafi alvarleg hjartavanda-
mál og Parkinsonsveikina.
Samtals segist blaðið hafa kvik-
myndir sem spanna yfir 75 mínútur. Ef
rétt er þá eru þær fyrsta vísbendingin
um heilsu Sakharovs síðan sovéski
blaðamaðurinn Viktor Louis fór með
kvikmynd sem hafði verið tekin leyni-
lega af Sakharov til Vesturlanda fyrir
10 mánuöum.
Dagblaðiö segir aö þessar nýju
myndir séu flestar teknar leynilega í
gegnum spegla sem hægt er að sjá í
gegnum á annan veginn. I annarri
myndinni má sjá konu Sakharovs,
Yelenu Bonner, með honum á meðan
læknir athugar hann.
Síðan er viðtal við lækninn fyrir
framan myndavélina. Þessir hlutar
myndarinnar eru í svart-hvítu. Lit-
mynd sýnir Sakharov-hjónin boröa,
gera æfingar og lesa eintök af vestræn-
um f réttatímaritum sem þau f á.
Sakharov sést einnig rífa af dagatali
sínu. Síðasti dagurinn er 14. júní.
Tímaritin voru dagsett 27. maí og 3.
júní.
Blaðið Bildzeitung sagði ekkert um
hvernig það hefði komist yfir kvik-
myndafilmurnar.
Andrei Sakharov og kona hans Yelena Bonner í íbúð þeirra i Gorky þar sem
Sakharov er í útlegð.
Eanes ákveður
að rjúfa þing
Antonio Ramalho Eanes, forseti hefði ákveðið að rjúfa þing og efna til
Portúgals, lýsti yfir því í gær að hann þingkosninga. Þar með er endi bund-
inn á óvissu undanfarinna tveggja
vikna eftir aö ljóst varð að stjómar-
samstarf sósíalista og sósíaldemó-
krata var brostið.
Þingið verður rofið eftir að það hefur
samþykkt samninginn um inngönguna
í Evrópubandalagið. Ræöa á um þann
samning 10. júli.
Stjóm sósíalista og sósíaldemókrata
mun sitja áfram þangaö til þing verður
rofið. Eanes sagöist mundu líta á boö
Soaresar forsætisráöherra aö segja af
sér þegar að því kæmi. Hann sagði
ekkert um hvenær þingkosningar
myndu fara fram. Búast má þó við að
þaðverðiíoktóber.
Forsetakosningar verða í lok ársins.
Eanes ætlar afl rjúfa þing og efna til Mario Soares hefur, aö því er menn
kosninga strax eftir samþykkt inn- halda, þegar ákveðið að bjóða sig fram
göngunnar í Evrópu-bandalagið. . í þeim.
f...
Nýkomin furu-borðstofuhúsgögn
Borð og fjórir
stólar.
Verð aðeins
kr. 18.500.-
Opið til
kl. 21 í kvöld.
*
Vershð þar sem úrvalið
er mest og kjörin best.
V.
Jli
A A A A A A
Jón Loftsson hf. __
Hringbraut 121
. occ'd zi auoa.
.__ = _ u
uianaiBiutiiidi iiaii,
Sími 10600
Viðleguútbúnaður og
garðhúsgögn í miklu
Úrvali. Hagstætt verö. Eyjaslóð 7, Reykjavik Póslhólf 659 Simar 14093 • 13320 Nafnnr. 9879 -1698
Samkvæmistjöld
fyrir félagasamtök, ættarmótin, garðveisluna,
skátana og sem sölutjöld.
22.260.
31.360.
40.460.
Montana, 4ra manna,
verð kr. 14.950.
TJALDSÝNING
verður haldin í Seglagerðinni Ægi
um helgina 28.—30. júní.
1—26 manna hústjöld, Ægistjöld, göngutjöld og samkvæmistjöld.
5 manna tjald, verð kr. 7,669,-
fleygahiminn, verð kr. 8,688,-
Hellas, 2ja manna, kr. 2.730.
3ja manna kr. 3.550.