Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Side 18
íþróttl
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Iþróttir
Allt að fara í hund
og kött hjá Víkingum
Ogmundur Kristinsson markvörður hættur. Mikiil fjárhagsvandi, félagsheimilið
á nauðungaruppboði. Vandinn ekki minni utan vallar en innan
Mikill hóvaði er nú innan knatt-
spyrnudeildar Víkings og andinn á
núllpunkti. Svo virðist sem ekki séu
allir leikmenn liðsins á því að Björn
Árnason verði áfram þjáifari liðsins.
Samkvsmt heimildum DV er mikil
óónægja meðal leikmanna með störf
Björns en hann var ráöinn aftur fyrir
nokkrum dögum eftir að hafa veriö
rekinn í nokkrar minútur.
Nú hefur ögmundur Kristinsson
markvörður ákveðið aö hætta að leika
með liðinu. ögmundur var settur út úr
Víkingsliðinu fyrirvaralaust fyrir leik-
inn gegn FH og mun honum hafa mis-
líkað sú framkoma þjálfarans. Þórður
Marelsson var heldur ekki meö Víking-
um gegn FH og mun ástæðan hafa ver-
iö sú að hann sló til Björns þjálfara
þegar honum var skipt út af í leik Vík-
inga gegn þrótti á Laugardalsvelli í
næsta leik ó undan FH-leiknum.
Allt virðist vera á niðurleið hjá
Víkingum þessa dagana og ekki ein-
ungis að leUtmenn iiðsins nái sér ekki á
strik heldur virðist stjómin utan
vallar vera í lamasessi. Víkingar eru
eflaust eina liðið i deildakeppninni í
knattspyrnu sem ekki leikur með
auglýsingar á búningum sínum. ÖDum
Reykjavíkurfélögunum var gefinn
kostur á því að setja upp auglýsinga-
skilti á Laugardalsvelli og nýttu öll lið-
in sér þennan tekjumöguleika nema
Víkingar. Ekkert virðist vera gert til
að afla fjár til starfseminnar og er
fjárhagsstaða Víkinga mjög slæm um
þessar mundir. Meira að segja fé-
lagsheimiU félagsins við Hæðargarö
hefur verið auglýst á nauðungarupp-
boði. Og það kann ekki góðri lukku að
stýra þegar höfuðstöðvar félagsins
liggja undir hamrinum.
Mikill hávaði varð um daginn þegar
DV skýrði frá því að Björn Árnason,
þjálfari meistaraflokks, hefði veriö
rekinn frá félaginu en síðan ráðinn aft-
ur stundu síðar. Forráðamenn fé-
lagsins urðu æfir. Samkvæmt áreiöan-
legum heimildum DV ákvað stjórn
knattspyrnudeildar aö láta Bjöm fara
sem þjálfara og var Guðgeiri Leifssyni
falið að segja Birni upp störfum.
Heimildarmaður okkar sagði að Guð-
geir hefði síðan klúörað þessari
ákvörðun stjómar knattspyrnudeildar
á fundi meö Birni daginn eftir og Bjöm
er því enn í starfi sem þ jálfari Víkings.
Af ofangreindu má vera ljóst að
mikil upplausn ríkir hjá þessu stór-
veldi i knattspyrnunni síðustu árin en
vonandi tekst Víkingum að rétta úr
kútnum í framtiðinni, utan vallar sem
innan.
-SK.
KÖLD VATNSGUSA
Það getur flest skeð í knattspymunni — taugamar oft viðkvæmar. Myndirnar að ofan
eru frá knattspyrnuleik á ítaliu milli áhugamannaliða Povigliese og Emilia Romagna.
Sjúkraþjálfari Povigliese, Attilio Benassi, hljóp inn á leikvöllinn i óleyfi dómarans, Foti
frá Bologna, og dómarlnn vísaði honum út af. Herra Benassi brást hinn versti við, skvetti
fyrst úr vatnsfötunni yfir dómarann og lét síðan fötuna vaða á eftir honum. En myndirnar
skýra þetta betur en nokkur orð. Því má bæta við að Povigliese sigraði, 2—0. Þjálfarinn
hefði þess vegna getað verið rólegur.
DV. FÖSTUDAGUR 28. JUNI1985.
DV. FÖSTUDAGUR 28. JUNI1965.
Einar kastaði 90,54 m
en Petranoff var betri
Stórkostlegur árangur á Bislett-leikvanginum í Osló í gær
Frá Jóni E. Guðjónssyni, fréttamanni
DVÍOsló:
„Þetta er betri árangur en ég þorði
að vona fyrir mótið en það má alltaf
reikna með því að Tom Petranoff, fyrr-
um heimsmethafi, nái einu sterku
kasti. Það gerði hann í fimmtu umferð-
inni, 91,56 m, og sigraði með þvi á mót-
inu,” sagði Einar Vilhjálmsson eftir að
hann hafði orðlð annar á Osló Games
hér á Bislettleikvanginum í gærkvöldi.
Náði mjög góðum árangri, 90,54 m, þó
ekki dygði það til sigurs. Það var
greinilegt að Einar átti hug og hjarta
áhorfenda, sem f jölmenntu á Osló-leik-
ana. Hrifningarstunur komu frá áhorf-
endum þegar hann kastaði.
„Já, þetta var betra en ég hafði búist
við. Það er erfitt aö keppa svona tvo
daga í röð og löng ferðalög á milli. Eg
fann fyrir þreytu enda er þetta áttunda
mótið hjá mér á 16 dögum. Keppnis-
aöstaöan var ekki alveg upp á þaö
besta fyrir mig. Sterkur vindur frá
hægri sem er betra fyrir þó rétthendu.
Það er engin skömm að tapa fyrir
Petranoff,” sagði Einar ennfremur og
var mjög hress. Eftir níu sigra í röð
varð hann að láta sér nægja annað
sætiö og tapaði fyrir manni sem kastað
hefur lengst tæpa 100 metra. Þetta var
hins vegar fyrsti sigur Petranoff á
Einari í ár.
Alltaf erfiður
„Við Einar Vilhjálmsson erum góðir
vinir og það er alltaf erfitt að vinna
hann. Hann á svo jöfn köst,” sagði
Tom Petranoff eftir keppnina. Hann
náði besta kasti sínu i 5. tilraun, 91.56
m. Atti tvö köst um 87 m og eitt 85 m
kast. Tvö voru ógild. Kastsería Einars
var 89,28, 85,04 og 90,54 en þrjú síðustu
köstin ógild. ,jEg er búinn að setja mér
takmark í sumar og það takmark er aö
Agnar Sigurðsson sóst hór skora annafl mark sitt i laiknum við Hollend-
inga. DV-mynd Brynjar Gauti
B-liðið vann
Hollendingana
Leikur b-liðsins íslenska við hol-
lenska landsliðið var ailan limaim mjög
jafn. I hléi hafði Holland yfir, 14—13,
og Hoilendingar juku þann mun í þrjú
mörk, 20—17, í seinni hálfleiknum. Is-
lendingar vöknuðu þó til lifslns í tæka
tíð og tókst að tryggja sér sigur, 28—25.
Bjami bestur
hjá Brann
— en það nægði ekki
gegn Lilleström
Landsliðsmarkvörðurinn Bjarni Sig-
urðsson var besti maður Brann þegar
liðið lék í Björgvin við Lilleström f 1.
deildinni norsku á mánudag, að sögn
norska Dagblaðsins. Hann gat þó ekki
komið í veg fyrlr sigur Lilleström, fékk
á sig eitt mark, sem Gunnar Halle
skoraði. Bjarni kom hins vegar i veg
fyrir miklu stærra tap og hafði nóg að
gera í markinu. Vörn Brann oft grátt
leikin. Við sigurinn komst Lilleström í
efsta sætið en staðan er þannig.
Lilleström
Rosenborg
Viking
Bryne
Válerengen
Brann
Kongsvinger
Molde
Start
Mjöndalen
Moss
Eik
-hsím
Hermundur Sigmundsson átti mjög
góðan leik og þaö sama er reyndar
hægt að segja um þá Hilmar Sigur-
gíslason og Steinar Birgisson.
Af einhverjum ástæðum keppti
landsliðið undir 21 árs ekki eins og
greint hafði verið frá í flestöllum blöð-
unum. Margir leikmanna b-liðsins eru
reyndar einnig með landsliðinu. Hins
vegar eru alltof margir „gamlir
menn” til þess að sé hægt að tala um
liðið sem unglingalið.
Mörk tslands: Hans Guðmundsson
7/1, Hermundur Sigmundsson 7/5, Sig-
urjón Guðmundsson 4, Steinar Birgis-
son 3, Agnar Sigurðsson, Oskar Ár-
mannsson og Sigurjón Sigurðsson 2,
Guðmundur Albertsson 1. -fros
slá Norðurlandametiö, 93,90 m,” sagði
Einar.
Einn annar Islendingur keppti í Osló
í gær, Erlingur Jóhannesson sem þar
er námsmaður. Hann hljóp í B-riðli 400
m hlaupsins á 48,52 sek. og bætti sinn
besta órangur á vegalengdinni um
eina sekúndu. Þetta mun vera þriðji
besti árangur Islendings í 400 m í ár.
Við heimsmetið
Heimsmeistarinn enski, Steve Cram,
hljóp 1500 m ó 3:31,34 mín. og mér
fannst hann missa af heimsmeti.
Hægði allt of mikið á síöustu 100 m
þegar öruggur sigur var í höfn. Virtist
ekki gera sér grein fyrir hve góöan
tíma hann var með. Steve Ovett á
heimsmetið 3:30,77 mín. og Sidney
Maree, USA, hefur hlaupiö á 3:31,24
mín. Tími Cram í gær sá þriðji besti í
heimifráupphafi.
Þá reyndi ólympíumeistarinn Said
Aouita frá Marokkó við heimsmetið í
5000 m hlaupi. Tókst það ekki en náði
öðrum besta tíma frá upphafi, 13:04,52
mín. Aðeins heimsmet Dave Moorcroft,
Engiandi, er betra, 13:00,41 mín. Einnig
sett á Bislet-leikvanginum. Þar hafa veriö
sett 42 heimsmet en ekkert féll í gær.
Næsta stórmót þar veröur 27. júD, Bislett-
leikamir og hefur Einari Vilhjálmssyni
veriö boðið aö taka þátt í þeim.
! Helstu úrslit urðu þessi:
1500 m hlaup karla: mín.
1. Steve Cram, Bretlandi 3:31,34
2. Steve Scott, USA 3:54.58
3. JimSpivey, USA 3:35,15
4. Tik Hacker, USA 3:35,29
5. Chuck Aragon, USA 3:35,51
6. John Walker, N-Sjál. 3:35,78
800 m hlaup karla min.
1. JohnGray.USA 1:45,03
2. Moussa Fall, Senegal 1:45,45
3. P. Draqonescu, Rúmeníu 1:45,87
5000 m hlaup karla mí n.
l.SaidAouita, Marokkó 13:04,52
2. Bruce Bickforf, USA 13:13,49
3. Jose Gonzales, Spáni 13:15,90
4. Vincent Rousseau, Belg. 13:18,94
| Spjótkast karla m
1. Tom Petranoff, USA 91,56
2. Einar Vilhjálmsson 90,54
, 3. Reidar Lorentzen, Nor. 84,56
i Kringlukast karla m
1. Knut Hjeltnes, Noregi 67,36
2. Imrich Bugar, Tékkósló. 65,42
i 3. Geza Valent, Tékkósló. 62,36
| 5000 m hlaup kvenna min.
1. Ingrid Kristiansen, Noregi 15:10,52
2. Aurora Cunha, Portúgal. 15:11,82
3. Rosa Mota, Portúgal 15:22,97
200 m hlaup kvenna sek.
1. Tatiana Kocemboba, Tékk. 22,92
2. Maree Chapman, Astralíu 23,31
400mhlaupkarla sek.
1. Darren Clark, Astraliu 45,15
2. Mike Franks, USA 45,16
3. Allan Slack, Bretl. 46,04
400 m grlndahlaup se^
1. Rik Tommelien, Belgíu 50,14
2. ThomasNyberg.Svíþjóð 50,88
3. Petter Hesselberg, Noregi 50,97
Spjótkast kvenna
1. Fatima Whitbread, Bretl.
2. Trine Solberg, Noregi
3000 m hlaup karla
1. BillKrohn, USA
2. WilsonWaigwa,Kenýa •
3. Steve Plasenviaa, USA
4. Stig Roar Husby, Nor.
Stangarstökk
l.ScottDavis, USA
2. Kory Tarpemning, USA
3. Charles Suey, USA
4. Asko Peltoniemi, Finnl.
m
72,12
61,52
mín.
: 50,27
-.50,50
: 50,92
: 50,92
m
5,50
5,50
5,40
5,40
-hsim.
Hohn kastaði
88,68 í gær
Uwe Hohn, heimsmethafinn i spjót-
kasti, sem Einar Vilhjálmsson keppir
við 2. júli i Stokkhólmi, kastaði spjót-
inu 88,68 m á móti í Austur-Berlin í
gærkvöld. Petra Felke kastaði kvenna-
spjótinu 74,90 m. Thomas Schönlebe
hljóp 400 m á 45,49 sek., Udo Beyer
varpaði kúlu 21,29 m og Ulf Timmer-
mann 21,16 m en að öðru leyti var
árangur heldur slakur. hsim.
Toyota bifreið og
demantshringar
— meðalverðlauna
Það veröur til míkUs að vinna fyrir þá kylf-
inga sem mœta til leiks í opna GR-mótið í goUi
sem hefst í Grafarholti á morgun. Þetta er
annað stærsta mót sumarsins hjá kyUingum,
aðeins landsmótíð er stærra. AUs verða veitt
52 verðlaun, aUt frá bifreið, svínsskrokkum
og utanlandsferðum i demantshrínga. 24 efstu
sætin verða verðlaunuð. Sá kyUingur sem fer
holu i höggl á 17. braut á sunnudag fær giæsi-
lega Toyota bUreið í verðlaun að verðmæti
um 400 þúsund.
Ohætt er að fuUyrða að verðlaun gerast ekki
glæsUegri i goUmóti hór á landl. Fjölmörg
aukaverðlaun verða veitt fyrir ýmsan árang-
ur á stuttu brautunum, fyrir að vera næst holu
ef tir teighögg og svo framvegis.
Þetta er áttunda opna GR-mótið sem haldið
er og er reiknað með hátt á annað hundrað
keppendum. 1 fyrra voru þátttakendur 152.
Leiknar verða 36 holur með forgjöf í punkta-
keppni, 7/8 forgjöf. Hámarksforgjöf sem gef-
in er verður 21 þannlg að mest er gefið eitt
högg á holu. Tveir og tveir leika saman i liði.
-SK.
12-1 á
Skaganum
Tvelr leikir voru í 1. deild kvenna í
gærkvöldi. Á Akranesi vann lA Kefla-
vík 12—1 og á Akureyri vann Breiða-
blik Þór 6—1. Laufey Sigurðardóttir
skoraði þrjú af mörkum lA — Eria
Rafnsdóttir og Asta Maria Reynisdótt-
ir skoruðu 3 mörk hvor fyrir Breiða-
blik.
Evrópumótið í golf i:
Island lenti í 17.
sæti og C-riðlinum
„Það gekk ekki vel í gær. Við erum
mjög óánægðir með þennan árangur.
Það er meira i strákunum,” sagði Frí-
mann Gunnlaugsson, fararstjóri ís-
lensku golfmannanna á Evrópumeist-
I aramótinu f Halmstad, þegar DV
ræddi við hann í gærkvöldi. Island varð
lí 17. sæti með 794 högg samtals í for-
| keppninni og leikur því í C-riðli. Is-
lenska sveitin lék á 396 höggum í gær
j—398fyrridaginn.
Þeir Hannes Eyvindsson og Sigurður
Pétursson léku á 75 höggum í gær. Ulf-
ar Jónsson á 81. Ragnar Olafsson á 82
og Sigurður Sigurðsson á 83. Þeir töldu
en B jörgvin Þorsteinsson lék á 85 högg-
um. I dag leikur Island viö Belgíu en
Austurríki við Tékkóslóvakíu. Sigur-
vegarar í þeim leikjum leika svo um
16. sætið. Þátttökuþjóðir eru 19.
Svíþjóð náði bestum árangri í for:
keppninni, 734 höggum. Danir urðu í
öðru sæti með 742 og Spánn í þriðja,
747. Síðan var röðin: Irland 753, Eng-
land 753, Frakkland 756, Skotland 760,
V-Þýskaland 765, Finnland 767, Noreg-
ur 768, Wales, 770, ItaUa 772, HoUand
776, Grikkland 780, Sviss 784, Austur-
ríki 789, Island 794, Belgía 801 og
Tékkóslóvakía 824.
Bestum árangri einstakra leik-
manna náðu Jesper Parnevik, Svíþjóð,
70 og 72, og Finninn Erkki Valimaa 67
og75.
hsím.
Heimsmet
hjá Gross
Þýski sundmaðurinn frægi,
Michael Gross, setti í gær heims-
met i 400 m skriðstundi á vestur-
þýska meistaramótinu í Rem-
scheid. Synti á 3:47,80 mín. og
bætti eldra heimsmetið sem
Viadimir Salnikov, Sovét, étti um
52/100 úr sekúndu. Gross bætti
sínn besta tima á vegaiengdinni
um nær fjórar sekúndur. Hann á
einnig belmsmetin í 200 m skrið-
sundi og 100 m flugsundi. hsim.
„Bresku”
liðin í úrslit
Það verða AC Milano og
Sampdoria sem leika til úrslita í
ítöisku bikarkeppnlnni i knatt-
spyrnu. Tveir leikir — sá fyrri á
sunnudag en hinn siðari á þriðju-
dag. AC Milano sigraði Inter 3—2
samaniagt í undanúrslitum, jafn-
tefU 1—1 í fyrrakvöld, en Samp-
doria sigraði þá Fiorentina, 3—2.
Samanlagt 3—1. Trevor Francis,
enski landsUösmaðurinn , skor-
aði eitt af mörkunum. I liðinu
leUtur einnig Gracme Souness en
hjá AC Milanó leika ensku lands-
Uðsmennirnir Ray Wilkins og
Mark Hatelcy. hsim.
Keppt um
DV-bikar
Það verður keppt um veglegan
farandbikar, sem DV hefur gefið,
á fyrsta Austfjarðamótinu i golfi.
Það verður háð um helgina á
Byggðarholtsvelii í Eskifirði.
Leiknar verða 36 holur og hefst
keppnin kl. 9 á laugardag. Mikil
þátttaka er frá mörgum stööum
austanlands en nánari upplýsing-
ar er hægt að fá hjá Magnúsi
Bjarnasyni, simi 97-6121. hsím.
Golfhátíð í
Borgarnesi
Hótiðisdagar golfara vcrða i tiorgar-
nesi um næstu helgi en þá vcrður Ping
Open golfmótið haldið. Það er þegar
orðið vinsælasta goUmétið í Borgar-
nesi. Til marks um það mættu 70
manns á siðasta ári þrátt fyrlr brjálað
veður. Ná er veðurspáin hins vegar géð
og má því báast við miklum fjölda
keppenda.
Golfklábbur Borgamess hefur að-
stöðu á m jög fögrum stað og er hán cins
og best vcrður á kosið. Svo eru þeir
Hamarsfélagar þekktir fyrir cinstaka
gcstrlsni og smeUinn hámor. Golfarar
ættu því að leggja lykkju á leið sína og
heimsækja þá Hamarsfélaga.
Völlurinn hefur aidrei verlð betri en
það er stöðugt unnið að endurbótum á
brautum og grinum.
Páll Ólafsson reynir skot é norska markið i leiknum i gœrkvöldi.
DV-mynd Brynjar Gauti.
..Vorum mjög slakir
megnið af leiknum”
— sagði Sigurður Gunnarsson eftir sigur íslands á Noregi í gærkvöldi
björn, Jakob, Geir og Guðmundur 1.
-fros
„Við vorum vægast sagt mjög slakir
allan fyrri hálfleikinn og reyndar
megnið af leiknum. Eg held að orsökin
liggi að miklu leyti í þreytu eftir
erfiöar æfingar auk þess sem það var
Enn tapar
Öster
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
manni DV í Svíþjóð.
öster tapaði í þriðja skipti fyrir
AIK á níu dögum í gærkvöldi, nú í 1.
deild, 1—0 í Stokkhólmi. Sanngjarn
sigur ABK en þeir Teitur Þórðarson
og Truedssan, miðherjar öster,
komust litið áfram gegn sterkri
vörn Stokkhólmsliðsins.
Þá voru þrír leikir í fyrrakvöid.
Gautaborg og Trelleborg gerðu
jafntefli, 2—2, Kalmar vann
Hammerby, 3—1, og í viðureign
efstu liðanna vann Malmö FF ör-
gryte, 3—0. Malmö er efst með 18
stig úr 22 leikjum. Gautaborg, ör-
gryte og Kalmar hafa 15, AK,
Halmstad og öster 14, Brage 9,
Norrköping 8, Hammerby 7, Trelle-
borg6ogMjallby5. hsím.
slæmt að hafa ekki Kristján,” sagði
Sigurður Gunnarsson sem var besti
maður islenska handboltalandsliðsins
sem lék við Noreg í gærkvöldi. Leikið
var í íþróttahúsi Digranesskóla og
höfðu Islendingar betur, unnu 25—21,
en þær tölur gefa þó ekki fyililega til
kynna gang leiksins, lengst af voru
Norðmenn með , höfðu meðal annars
yfiríhléi, 12-10.
Islenska liðiö virkaði mjög dauft.
Norðmenn voru öllu frískari og leiddu
leikinn lengst af. Fyrri hálfleikur var í
einu orði sagt leiðinlegur en sá seinni
var mun skárri. Island náði að ja&ia
leikinn, 14—14, og síöan skiptust liðin á
mörkum í nokkurn tíma.
Norðmenn voru yfir, 19—18, þegar
allur botn datt úr spili þeirra, Islend-
ingar gengu á lagið og skoruðu sex
mörk gegn aðeins tveimur norskum og
unnu þvi þriggja marka sigur.
Sigurður Gunnarsson var yfirburöa-
maður i íslenska liðinu. Páll Olafsson
var oft mjög ógnandi en skot hans í
markstengur voru fullmörg. Þá komst
Valdimar Grímsson sæmilega frá
leiknum en aðrir leikmenn liðsins geta
miklu meira.
Mörk Islands: Sigurður 11/4, Páll
4/2, Valdimar 3, Þorbergur 1, Þor-
mótsins
Alþjóðlegu móti Flugleiða og HSl
veróur fram haldiö um helgina. Leikir
helgarinnar i mótinu eru þessir:
Föstudagur
Keflavik
Noregur-tsland b kl. 19.00
Holland-lsland a kl. 20.00
Laugardagur
Selfoss
Isiand A-tsland b kl. 15:00
Holland-
Noregur kl. 16:30
Sunnudagur
Varmá MosfeUssveit
Ísland b-tsland a kl. 10:30
Akranes
Noregur-HoUand kl. 11:00
Island b-Noregur 17:00
island a-Holland kl. 18:30
I Mótlnu lýkur á mánudagskvöldið. *
IÞá verða tveir leíkir í Laugardalshöll, I
Holland-lsland b og Noregur og Island I
| Þjálfarar lióanna munu kjósa besta |
Ilcikmanninn auk besta markvarðarins. a
Þá mun markahæsti maður mótsins fá |
^verðlaun. -frosj