Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 28. JUNI1985.
11
Sápa verður sett í Geysi
á laugardag:
„Engan veginn
dauðurúr
öllum æðum”
- segir Kjartan Lárusson
„Geysir er engan veginn dauöur úr
öllumæöum. Hann svaf aðvísulöngum
Þymirósarsvefni en eftir aö gerö var
rauf í skál hans gýs hann jafnvel ef
ekki betur en nokkru sinni fyrr,” sagöi
Kjartan Lárusson, forstjóri Ferða-
skrifstofu ríkisins, þegar hann var
inntur eftir gosinu sem fyrirhugað er
aö koma af stað í hvemum næstkom-
andi laugardag. Það er Geysisnefnd
sem hefur ákveöiö aö setja sápu í
Geysi þá klukkan 15. Má þá gera ráö
fyrir gosi nokkm síðar ef veöurskilyrði
veröa hagstæð.
Kjartan sagðist vonast til þess aö
fólk flykktist á staðinn og benti á að í
leiðinni gæfist því kostur á aö sjá
Strokk, annan fallegan goshver, láta aö
sér kveða. Hann gýs nokkuö reglulega,
meö fjögurra til sex mínútna millibili,
án þess aö menn hlutist þar nokkuö til
um.
Geysisnefnd hefur nýlega gefið út
litprentaðan bækling um sögu og jarö-
fræði svæðisins í Haukadal og er
bæklingurinn til sölu í söluskálanum
við Geysiogvíðar.
Gosið á laugardag er fyrsta opin-
FÖSTUDAGSKVÖLD
„Ég vona að Geysir komi sem flest-
um á óvart meö stórkostlegu gosi á
laugardag," segir Kjartan Lárusson.
bera gosið af þremur sem fyrirhugað
er að koma af stað í Geysi í sumar en
hópar geta borið fram óskir við Ferða-
skrifstofu ríkisins ef þeir vilja fá gos
þess utan. Þeir þurfa þá sjálfir að bera
af þvíkostnaðinn.
„Eg vona að Geysir komi sem
flestum á óvart með stórkostlegu gosi
á laugardag en lofa samt engu. Geysir
lætur engan spila með sig,” sagði
Kjartanaðlokum.
JKH
IJIS HUSINU11JIS HUSINU
OPH> í ÖLLUM DEILDUM TILKL. 21 f KVÖLD
GLÆSILEGT
ÚRVAL
HÚSGAGNA
Á TVEIMUR HÆÐUM
Raftækjadeild 2. hæð
Rafmegnstœki allskonar
Vidoo spólur VHS. -
Hreinsispólur VHS. —
Ferðatœki, ódýrar kessettur. —
Reiðhjól -
JL-horniö í JL-portinu
Grill— grillkol — uppkveikjulögur — spritttöflur
og teinar — kælitöskur — hitabrúsar.
grilltangir
Verslið þar sem
úrvalið er mest
og kjörin best.
E
VKA
Jli
A A A A A A
íz ld a o ■
13 OU’IJ
Jón Loftsson hf _
Hringbraut 121
zrjaaaaq^l
'■ -'Li.TOoin'a
auiHriftauiisiiiuul iisi
Sími 10600
Athugasemd
um
Breiðholtsbæinn
Herra ritstjóri.
Fimmtudaginn 20. júní sl. birtist í
blaði yðar grein eftir Jón H. Bjöms-
son landslagsarkitekt. Virðist grein
þessi rituð til þess að hvítþvo höfund
en sverta nágranna Alaskastöðvar-
innar í Breiðholti, einkum þó einn
mann, Sigurð Thoroddsen.
Nú vill svo vel til fyrir nágrann-
ana, en að því er virðist illa fyrir Sig-
urð, að hann er embættismaður er
starfar að skipulagsmálum. Þegar
nú á að fara að brjóta skipulagslög-
gjöfina „undir glugga” embættis-
mannsins, er varla nema von að
hann bregði við. Ekki ætlum við
nokkrum öðrum embættismanni að
hafa brugðist öðruvísi við.
Þar sem við undirritaðir gátum
ekki vegna starfa okkar mætt á
kynningarfund þann sem JHB boðaði
til þann 18. júní sl., ætlum við að
gera fáeinar athugasemdir við áður-
nefnda grein hans.
Vonandi tekur Jón staðreyndum
vel, hvaöan sem þær koma.
I grein Jóns segir meðal annars:
„Með greinilegum blekkingum hefur
honum tekist að æsa svo upp ná-
grannana, þannig að nú getur hann
dregiö sig í hlé hvítþveginn. ”
Þótt erfitt sé að átta sig á hugsun-
inni í svona setningu, er liklegt að ná-
grannar Alaska kunni lítt aö meta
slíkar aðdróttanir, enda hafa þeir
ailir getað fylgst með framkvæmd-
um Jóns. En hver hefur verið að
reyna að hvítþvo sjálfan sig? Hver
auglýsti kynningarfund þar sem ekki
var svo einu sinni hægt að fá uppgef-
in einföldustu mál væntanlegrar
byggingar? Hver þvoði sér í framan í
DV 20.6.85? Það er reyndar nokkuö
einkennilegur þvottur. Jón segist
hafa fengið úthlutað byggingarreit
upp á 22 x 22 m, eða samtals 484 fer-
metra. Samt seeir hann að sér takist
að komast með 155 m2 hús á tvo vegu
út fyrir reitinn og 90 cm upp fyrir
mestu leyfilegu hæð. Virðist þá ekk-
ert eftir fyrir hann annað en brjóta
ákvæðin á þriðju víddinni, þ.e. niður.
Verður honum varla skotaskuld úr
því. Reyndar virðist þetta vera mið-
að við byggingarreit sem ekki er til
nema sem hugmynd. Ef svo færi nú
að skipulagsnefnd Reykjavíkurborg-
ar samþykkti þessa hugmynd mun
bygginganefnd Reykjavíkurborgar
kynna málið fyrir nágrönnum
Alaskastöðvarinnar (skv. bygg-
ingarreglugerð). Þarf þá enginn að
blekkja okkur til að taka afstöðu.
Búiö er að grafa húsgrunn á svæð-
inu, og var þvi raunar lokið um 20.
maí, þótt Jón kjósi að kalla það jarð-
vegsflutning (ágætis nýyrði).
Kannski ekki að undra, þar sem
bygginganefnd samþykkti ekki
teikningu að húsinu fyrr en 30. maí
sl. í snarhasti til að gera húsið láns-
hæft hjá Húsnæðismálastofnun. En
breyttar lánareglur um stór einbýlis-
hús tóku gildi 1. júní. Áður en gefa
skal leyfi til að taka grunn að húsi,
skulu liggja fyrir samþykktar
byggingarnefndarteikningar, sökk-
ul- og frárennslisteikningar, og
uppáskrift tilheyrandi meistara. Allt
vantaði þetta í maí, og sumt enn 20.
júní. Engar tölur um stærð húss voru
tiltækar á kynningarfundi þann 18.
júní. Er Jón feiminn við eitthvað?
Jóni verður tíðrætt um varðveislu
fornminja á svæðinu, og er það vel.
En öðruvísu mér áður brá. Fyrstu
tillögur Jóns að húsbyggingu gerðu
reyndar ráð fyrir að byggt yrði fast
að núverandi friðuðu svæði. Höfðu
nágrannar Alaskastöðvarinnar þá
i samband við þjóðminjavörð, sem
i brást vel við og f riðlýsti bæjarstæðið.
Skætingur í garð Sigurðar vegna
umhyggju fyrir grænum svæðum, og
þaö aö játa á sig aö saga niöur f jögra
til fimm metra há tré, hæfir varla
landslagsarkitekt.
Virðingarfyllst,
skrifað í Breiðholti 23. júni ’85,
Ásmundur Eyjóifsson flugstjóri.
Vilhjálmur Guðmundsson
verkfræðingur.
UKUV'
L5 VIKMi
VIKAN ER KOMIN!
rrSit ekki yfir bláum myndum"
Viðtal við Níels Árna Lund, æskulýðsfulltrúa ríkisins og
forstöðumann kvikmyndaeftirlitsins með meiru.
Best klædda kona heims — Börn og fíknilyf — Setstellingar afhjúpa ýmislegt
um persónuleikann og jafnvel ástalíf — U 2 í poppi — Veiðipeysa — Fimm
mínútur með Willy Breinholst — Framhaldssagan Vefur — Jón forstjóri og fé-
lagar á teiknimyndasíðum — Draumar — Póstur — Vídeó Vikan og fleira.
Misstu ekki VIKU úr Iffi þínu!
á öllum blaðsölustöðum
iMIKÍV