Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Síða 7
DV. MHJVIKUDAGUR 7. ÁGUST1985.
7
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Desmund Tutu, biskup og leiðtogi blökkumanna í Suður-Afríku, segist
hvergi munu hlýða ákvæðum neyðarlaga um bann við boðun pólitisks boð-
skapar við jarðarfarir.
Kosningasamvinna
Olof Palme og
Gro Brundtland
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit-
ara DV í Lundi:
Olof Palme, forsætisráðherra
Svíþjóðar, og Gro Harlem Brundtland,
formaður norska Verkamannaflokks-
ins, styðja nú hvort við bakið á öðru í
kosningabaráttunni.
Um helgina voru þau á kosninga-
ferðalagi saman og héldu kosninga-
fundi í Strömstad í Svíþjóð og Halden í
Noregi. Á báðum stöðum hlýddu
þúsundir kjósenda á boðskap þeirra
sem var sá sami og búast mátti við.
Svíþjóð er á réttri leiö undir stjórn
Palme, framleiösla og atvinna aukast
svo og velferö yfirleitt. I Noregi hins
vegar, þar sem jafnaðarmenn eru í
stjórnarandstööu, lækka framleiðslu-
tölurnar og atvinnuleysið eykst.
Olof Palme hefur verið talsvert
gagnrýndur fyrir að blanda sér í
kosningabaráttuna í Noregi. Þessari
gagnrýni svaraði hann nú meö því aö
beina nokkrum spurningum til leiðtoga
hægri flokkanna á Norðurlöndum er
nýlega voru samankomnir á fundi í
Hvíta húsinu í Washington. „Hvað töl-
uðuð þið um þar,” spurði Palme.
Gagnrýnduð þiö kynþáttaaðskilnaðar-
stefnuna í Suöur-Afríku? gagnrýnduð
þið Strauss sem nýverið hefur sagt að
að sjálfsögðu þýði ekki aö veita
negrum í Suður-Afríku kosningarétt
vegna þess að það hefði bara vandræði
í för með sér? Gagnrýnduð þið víg-
búnaöarkapphlaupið? eða rædduð þið
misheppnaða pólitík ykkar er hefur
leitt til þess að milljónir ganga
atvinnulausar í Bandaríkjunum og
Bretlandi og öðrum löndum þar sem
hægri stjórnir eru við völd.”
Meðal þess er Palme og Brundtland
boðuðu var aukin samvinna
Noröurlanda á iðnaðarsviöinu, þar á
meöal lagning hraðbrautar frá Oslo
gegnum Svíþjóð og til meginlands
Evrópu með brúarsmíð yfir Eyrar-
sund. Aukin samvinna á öllum sviðum
var boðuð. „Þetta gerist ef flokkar
okkar sitja við völd í báðum löndunum
eftir kosningar,” sagði Gro Harlem
Brundtland.
Mannskaða-
veður í Kína
177 manns fórust í fellibyl sem gekk
yfir Zhejianghérað í austurhluta Kína
og gerði mikinn usla í uppskeru bænda.
Um 1400 manns slösuðust, eftir því
sem Dagblað alþýðunnar segir í morg-
un.
Þetta var sjötti fellibylurinn í Kína á
þessu ári og gekk yfir í síðustu viku.
Eyöilagði hann um 20 þúsund hús og
ýmist sökkti eða stórskemmdi um 1400
báta og skip. Stíflur brustu og hlaust af
mikið flóð, sem olli tjóni á áveitukerf-
um. — Eyðilögöust um 30 þúsund hekt-
arar ræktaös lands en tjón varð á 160
þúsund hekturum til viðbótar. — I
Zhejiang er aðallega ræktað hveiti,
hrísgr jón, korn og grænmeti.
Desmund Tutubiskup í Suður-Afríku:
„Heldur fer ég í
svartholið en lúta
neyðarlögum”
Desmund Tutu biskup, leiðtogi og
sameiningarafl blökkumanna í Suður-
Afríku, sagði í gær að hann væri reiðu-
búinn að fara í fangelsi fyrir það að
bera boðskap bibliunnar. Tutu virti í
gær að vettugi bann stjórnvalda við
því að ávarpa syrgjendur við jarðarför
tveggja blökkumanna í einu úthverfa
Jóhannesarborgar.
Bann stjórnvalda er tilkomiö vegna
neyöarlaga er sett voru 21. júlí síðast-
liðinn og eiga að hamla gegn óróa á
meðal blökkumanna í tilteknum
héruðum í suöurhluta landsins.
I banni stjórnarinnar felst einnig að
ekki er löglegt að nota útfarir blökku-
manna sem vettvang fyrir pólitískan
boðskap af neinu tagi og áróður gegn
kynþáttastefnu stjórnarinnar.
Tutu hefur hvatt stjórnina í Pretóríu
til að aflétta neyðarlögunum og segir
þau aðeins kynda undir auknu ofbeldi
og meiri hörku blökkumanna í garð
stjórnvalda.
Hömlur stjórnarinnar á því hvernig
blökkumenn mega jarðsetja látna
félaga, er falliö hafa í átökum við yfir-
völd, hafa sætt mikilli gagnrýni.
Desmund Tutu biskup segist í engu
munu fara eftir neyðarlögum stjórnar-
innar. „Auðvitað vil ég ekki fara í
fangelsi en ef það verður hlutskipti
mitt að fara í fangelsi fyrir það eitt að
boða guðsorð þá verður svo aö vera,”
sagði biskupinn.
Eftir því sem harkan eykst í baráttu
suður-afrískra blökkumanna fyrir
auknum réttindum og fangelsanir á
leiðtogum blökkumanna færast í vöxt
eykst hlutverk og mikilvægi Tutu
Fyrsti leiðtogafundur araba, sem
haldinn hefur verið í þrjú ár, hófst í
morgun í Casablanca. En rúmlega
helmingur leiötoga aðildarríkja
Arababandalagsins (21) sniðgengur
þó fundinn. í stað leiðtoganna senda
sum lægra setta fulltrúa, en Sýrland,
Alsír, Suður-Jemen, Libanon og
Líbýa senda engan til að vera við-
staddan.
Níu af 21 aðildarríki bandalagsins
senda leiðtoga sina og sex senda full-
biskups sem málamiðlara og
sameiningarafls á meðal blakkra.
Svo virðist sem stjórnin sé hrædd við
að koma fram af hörku gegn
biskupnum er hlotið hefur alþjóðlega
viðurkenningu og er ekki síður þekktur
utan heimalandsins en innan.
trúa. Yasser Arafat, leiðtogi
Palestínuaraba, sækir fundinn sem
er boðaöur af Hassan, konungi
Marokkó.
Eftir því er tekið að Fahd, konörig-
ur Saudi-Arabíu, emírinn frá
Kuwait, og Saddam Hussein, forseti
Sýrlands, mæta ekki.
Á dagskrá fundarins eru vandamál
Palestínuaraba og að bæta sambúð
aðildarríkjanna innbyrðis.
Illa sóttur /e/ð-
togafundur Araba-
bandalagsins
HJA OKKUR
GANGA VIÐSKIPTIN GLATT
# VIÐ ERUM í hjarta borgarinnar viö Brautarholt.
# VIÐ HÖFUM rúmgóöan sýningarsal og útisölusvæöi.
# VID BJÓÐUM mikiö úrval notaöra bíla af öllum geröum.
# VIÐ VEITUM góða og örugga þjónustu
V«a höfum opiO mánud. - föstuU. fcf. 9
og iaugard. fcf. f O - f 9
- f 9
BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 6212 40