Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Page 28
DV. MEÐVIKUDAGUR 7. ÁGUST1985. * 28 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Hluti af hópnum sem tók þátt í ferðinni stillti sór upp til myndatöku við Írafossvirkjun á meðan beðið var eftir að komast niður. Skemmtiferö aldraðra í Langholtssókn: MARGIR HAFA EKKI SLEPPT ÚR FERD — Bæjarleiðir sáu um aksturinn að vanda Þorkell Þorkelsson, forstjóri Bæjarleiða og séra Sigurður Haukur með pípurnar sínar fyrir utan Valhöll á Þingvöllum. DV-myndir Bj. Bj. Bílstjórar á Bæjarleiöum buðu öldruöum í Langholtssókn í hina árvissu skemmtiferö á þriöjudaginn í síöustu viku. Ferðir sem þessar hafa veriö farnar árlega í rúmlega 25 ár. Að þessu sinni voru 32 bílar í ferð- inni en flestir hafa bílarnir veriö 40. Ekið var aö Þingvöllum en aðeins haft þar stutt stopp. Þaðan var ekiö aö íra- fossvirkjun og þeir sem vildu skoöuöu virkjunina. Ekki voru allir hrifnir af því aö fara niöur eins og talaö var um. Sagöi ein úr hópnum aö hún ætlaði ekki •?-mður fyrr en aö henni kæmi, svo hún beiö bara á meðan hinir fóru og skoðuðu sig um í neöra. Frá Irafossi var ekiö aö Borg í Grímsnesi en þar beið kaffihlaöborð sem konur úr Kven- félagi Grímsneshrepps og Kvenfélagi Langholtssóknar sáu um í sam- einingu. Eftir aö feröafólkið haföi fengið sér kaffi og meö því var gengið til kirkju þar sem séra Siguröur Haukur flutti stutt erindi. Frá Borg var ekiö í bæinn og sáu bílstjórarnir um aö koma hverjum og einum til síns heima. Þaö eru bílstjórar á Bæjarleiöum, Bræörafélagiö í Langholtssókn og kvenfélagið í sókninni sem sjá um aö skipuleggja skemmtiferöirnar. Leiö- sögumaður aö þessu sinni var Eiríkur Jónsson kennari. SJ Bilalestin á Mosfellsheiði, þeir keyrðu nú ekki alveg svona þétt heiaur röðuðu þeir sér upp sérstaklega fyrir Ijósmyndarann okkar. Konurnar eru í föndri en piltarnir taka í spil „Já, ég fer nú í þessar feröir á hverju ári og líkar þær alveg ljómandi jk vel,” sagði Eyjólfur Bjarnason þegar viö spurðum hann hvort hann heföi fariö oft með Bæjarleiðum í skemmti- ferðirnar. Eyjólfur er 79 ára að aldri en vinnur ennþá smáræöi hjá ÁTVR, er þar með eina næturvakt á viku. Hann sagðist hafa unnið þar í fjölda ára og síðustu árin viö flöskuþvott. Eyjólfur er # ættaöur úr Aðaldal í Þingeyjarsýslu en hefur búiö viö Reykjavík í 40 ár. Viö spurðum hann hvort hann tæki þátt í einhverju fleiru á vegum Safnaöar- félagsins en skemmtiferðunum. „Jú, ég mæti á hverjum miðvikudegi yfir vetrartímann,” sagöi hann. Hvaö gerið þiö ykkur til dundurs þá? „Konumar eru nú aðallega í föndri en piltarnir taka í spil. Þaö er annars merkilegt að mínu mati hvaö konurnar eru listrænar í því sem þær búa til miðaö viö aö þær eru allar ólæröar í greininni ef svo má segja,” sagði Eyjólfur. SJ Sigríður Gisladóttir, Ragnheiður Þórólfsdóttir og Ingibjörg Guðmunds- dóttir fengu sér ís é Þingvöllum. Þær sögðust varla hafa sleppt úr ferð enda likaði þeim Ijómandi við að fara í svona ferðir með þessum lika indælis- bilstjórum að því er þær sögðu. Eyjólfur Bjarnason, en honum finnst föndur kvennanna ákaflega listrænt. DV-mynd Bj. Bj. Margrét Lárusdóttir, en hún er 87 ára gömul og hefur tarið i næstum allar ferðirnar sem Bæjarleiðir hafa boðið öldruðum i Langholtssókn i. DV-mynd Bj. Bj. Al Pacino íNoregi — fer með aðalhlut- verkið í nýrri kvik- mynd sem Norðmenn standa að Bylting 1776 nefnist kvikmynd sem norska fyrirtækið Viking film er að framleiða um þessar mundir í sam- vinnu viö bandarískt fyrirtæki sem nefnist Goldcrest. Síöustu tökur fyrir myndina standa nú yfir í Noregi og kemur ekki óþekktari leikari til Nor- egs en A1 Pacino en hann fer meö eitt aðalhlutverkiö í myndinni. Tökurnar fara fram í Geirangursfirði og Lofoten og koma um eitt þúsund statistar fram í þessum tökum. Fleiri stór nöfn eru meðal leikenda eins og t.d. Natassja Kinski og Donald Sutherland. Þau koma samt ekki til Noregs því tökur þar sem þau koma fram í var lokið fyr- ir nokkru. Frumsýning myndarinnar er áætluð 1. desember nk. en kostnaöur við fram- leiðslu hennar hefur farið töluvert fram úr áætlun. Norsku kvikmynda- gerðarmennirnir munu hafa áhyggjur af því aö myndin muni ekki standa undir sér en þeir bandarísku telja aö stórmynd sem þessi komi til meö aö draga aö áhorfendur. Efni myndarinnar er ekki nýtt af nálinni því hún fjallar um frelsisstríö Bandaríkjanna en þetta er vissulega sígilt efni svo það er aldrei aö vita nema myndin standi undir sér, ekki síst þegar stórstjörnur á borö við A1 Pacino og Donald Sutherland eru í aðalhlut- verkunum. Al Pacino i hlutverki sinu i mynd inni Bylting 1776. Gaman að ferðast — sagði Margrét Lárusdóttir Margrét Lárusdóttir, sem er 87 ára gömul og meðal þeirra elstu í hópnum sem fóru í skemmtiferðina, sagðist hafa fariö í nær allar ferðirnar sem Bæjarleiöir heföu boöið þeim í. Hún sagöi aö sér líkaði ljómandi vel að ferðast í bíl en líklega væru rúturnar betri. Margrét sagöi aö hún hefði mjög gaman af því aö feröast og nýlega fór hún t.d. í Þórsmörk meö Safnaöar- félaginu. „Þaö var mjög góö ferö eins og þessi er líka,” sagöi Margrét.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.