Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR15. ÁGUST1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Fyrirskipa skoðun á öllum Boeing 747þotum Japönsk samgöngumálayfirvöld hafa fyrirskipað rannsókn á öilum flota Boeing 747 þotna í landinu, í kjöl- far flugslyssins á mánudag þar sem 520 meuins létu lífið. Japanska flug- félagið á einn stærsta flota slíkra flug- véla í heiminum og hefur haft þær i þjónustu sinni einna lengst allra flug- félaga. Japönsk flugfélög eiga 68 Boeing 747 júmbóþotur, þar af á Japan Airlines 48 stykki. Þotan er fórst á mánudag var af sérstakri gerð, SR gerð, sem sérstaklega er ætluð til far- þegaflugs á styttri leiðum innanlands. Af 27 slíkum flugvélum er framleiddar hafa verið á Japan Airlines 10 vélar. Japanska strandgæslan hefur fundið hluta af stélhluta vélarinnar er virðist hafa fallið af þotunni í sjóinn 200 kíló- metra frá þeim stað er vélin fórst. ,,Sá hluti stélsins er fannst er jafnmikil- vægur fyrir flugeiginleika vélarinnar eins og sjálfir vængirnir,” var haft eftir einum talsmanna japanska samgönguráðuneytisins. Taliö er aö flugmaðurinn hafi byrjað að missa stjórn á vélinni eftir að hluti stélsins féUaf. Thatcher tapar fylgi Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, hefur tapað miklu fylgi eftir því sem fram kemur í niður- stöðum nýjustu skoðanakannana. I Gallup-könnun, sem Daily Tele- graph segir frá í dag, mundu aðeins 24% kjósenda styðja íhaldsflokk Thatchers ef tU kosninga væri gengið núna. Samkvæmt könnuninni mundi verkamannaflokkurinn fá 40% en bandalag frjálslyndra og jafnaðar- manna mundi fá 34%. Það hefur aöeins einu sinni komið fyrir, síðan Thatcher kom tU valda fyrir sex árum, að gengi íhaldsflokks- ins hafi staöið svona lágt, en það var í desember 1981. Það hefur heldur mætt á Thatcher forsætisráðherra að undanfömu. Meðal annars brutu 100 þingliðar hennar af sér flokksklafann í atkvæða- greiöslu um þá ákvörðun hennar að hækka verulega laun háttsettra embættismanna, á meðan launum lægra launaðra opinberra starfs- manna er haldið niðri. Persónufylgi Thatcher hefur heldur aldrei verið minna síöustu þrjú árin ef marka má niðurstöður könnunarinnar. 65% þeirra sem spurðir voru sögðust óánægðir með stjórn hennar á lands- málunum. 1 annarri skoðanakönnun, sem greint var frá síðasta sunnudag, var verkamannaflokknum ætlað 37% fylgi, en íhaldsflokknum 33%. Thatcher er þessa dagana í orlofi í Austurríki, en sagt er að hún undirbúi mannaskipti í ráðherrastólunum. Ekki er búist við næstu kosningum fyrr en 1988, eða 1987 í fyrsta falli. — I síðustu þingkosningum 1983 sigraöi íhalds- flokkurinn með yfirburðum. Trúlega veröur Valgeir aö bíöa Lil næsla sumars, því nú er sluil í síöuslu brottför sumarsins, 11. september, og aðeins fáum sæt- um óráöstafaö. Farþegar Úrvals til Ibiza í sumar hafa komiö Ijómandi afánægju til baka.,, Ég vil aftur til Ibiza “eral- geng athugasemd meðal þeirra. siglingar, sjóskíöi, seglbretti, diskótek, fótbolti, tennis og veisl- ur á hinum ýmsu tímum sólar- hringsins. Fjörforkólfurinn Guömundur far- arstjóri veröur Urvalsfarþegum til halds og trausts og gist veröur á frábærum hóteluni: Arlanza og Sal Rossa. Dagskráin á Ibiza þessar 3 vikur Dvalartími er 3 vikur og verö er er nánast ótæmandi: ökuferöir, frá 25.790,- pr. mann. FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL Fcrúaskrifslofan Úrval viö Austurvöll, sími (9l)-26900. x s I o TM-HÚSGÖGN Sídumúla 30, sími 68-68-22 ■ og fyrirferðarlítill sófi á vægu verði. NÝRX O Eigum nú aftur til afgreiðslu þessi vinsælu sófasett. Fjöldi H leðurlita, áklæði í miklu úrvali. -ll— Góð greiðslukjör. Verð á hornsófa með áklæði kr. 39.000.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.