Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR15. AGUST1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686011. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Áskriftarverðá mánuði 360 kr. Verð i lausasölu 35 kr. Helgarblað40kr. Albert undirþrýstingi Albert Guðmundsson fjármálaráðherra lá í Flugleiða- málinu undir miklum þrýstingi frá ýmsum forystumönn- um í Sjálfstæðisflokknum. Þeir töldu alls ófært, að hluta- bréf ríkisins í félaginu kæmust í hendur Birkis Baldvins- sonar. tJtkoman varð sú, að sölunni var klúðrað. Líkur benda til þess, að Flugleiðamenn hafi þekkt öll aðalatriðin í tilboði Birkis. Þeim hafi því verið í lófa lagið að koma með annað, sem var lítið eitt betra, þremur milljónum króna hærra heildarverð og tveggja milljóna hærri útborgun. Birkir segir, að tilboð Flugleiðamanna hafi eiginlega verið afrit af sínu tilboði. Sterkar líkur eru til, að „leki” hafi orðið, þannig að forystumenn Flugleiða hafi vitað miklu meira um hitt tilboðið en þeir hefðu mátt vita. Engin ástæða er til að saka Albert Guðmundsson um þennan leka. Hitt er spurning, hvort hagsmunagæzla Sjálfstæðis- flokksins hafi ekki knúið Albert til að afgreiða tUboð Flug- leiða of snemma. Hugsanlega hefði ríkið fengið meira fyrir bréfin, hefði afgreiðslu verið frestað. Kannski hefðu nýir aðilar boðið í bréfin og þá hærra verð. Hugsanlega hefðu þeir, sem þegar höfðu boðið, hækkað sig. Flugleiðamenn sögðu í upphafi, að enginn mundi bjóða það verð í bréfin, sem ríkið setti upp. Þá haföi verið til- kynnt að hlutabréfin yrðu seld á 9—10 földu nafnvirði. Sig- urður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í DV: „Ég tel, að þetta verð sé alltof hátt fyrir hlutabréfin. Ég veit ekki um neinn, sem vill kaupa þetta á þessu verði. „Tilboð Birkis breytti afstöðu Flugleiða, sem sá, að raunvirði bréfanna yrði lægra. Niðurstaðan hefur orðið, að Flug- leiðir greiða um 4,5 falt nafnverð, þegar metið er, að þeir greiða eftirstöðvar með óverðtryggðum og vaxtalausum skuldabréfum til átta ára og reiknað með verðbólgu á því tímabili eitthvað svipaðri og nú er. Fjármálaráðherra hefur engu að síður náð nokkuð þokkalegu verði fyrir bréfin. Fagna ber þessari sölu sem slíkri. Ríkið á að selja hlutabréf, sem það á í einkafyrirtækjum, eins og Flug- leiðum og Eimskip. Síðan á að láta þessi félög bera sig af sjálfsdáðum, þannig að þau geti ekki í sífellu leitað til ríkisins um styrki. Þá yrði mjög æskilegt, ef starfsfólk Flugleiða fengi stóran hlut af hlutafé. Sem meginreglu ber að auka hlut- deild starfsfólks í stjórn fyrirtækja. Þetta eru nokkrir ljósir punktar á þessari sölu, punkt- ar, sem ekki mega gleymast í gagnrýninni, sem nú kemur fram víða. Engu að síður klúöraðist málið. Af fyrri reynslu má ætla, að Flugleiðir hefðu notið góðs af „nýjublóði”. En annað sýndist mörgum þeim, sem telja sig standa vörð um hagsmuni ráðandi hóps Sjálfstæðisflokksins. Því var það, að Albert var beittur slíkum þrýstingi. Allt skyldi gert til að koma í veg fyrir, að Birkir fengi bréfin. Því tala margir nú um mikið „hneykslismál” í þessu sambandi. Alvarlegur leki virðist hafa orðið í röðum þeirra, sem sízt skyldi. Líkur benda til, að koma hefði mátt upp verðinu. Haukur Helgason. Kjallarinn „Hitt er svo eins og rúsínan í pylsuendanum að rikisstjórnin og fjármðlaráðherra, sem talsmaður hennar, skuli hafa auglýst bréfin á níföldu verði og selja þau síðan á fjórföldu eða minna." Ekkert við- skiptasiöferði Þaö er ekki einleikiö hvernig róö- herrar og ríkisstjóm haga sér vlö sölu og sölutilraunir á hlutabréfum f eigu ríkisins. Flestum er væntanlega í fersku minni hvernig til tókst þegar fjármálaráöherra ætlaöi að selja Eimskipsbréfin í hiö fyrra sinni og neyddist á endanum til þess aö hætta viö allt saman af því að almenningi ofbauð klúörið og klíkuskapurinn. Margir hafa fram aö þessu talið að hér æ væri fyrst og fremst um klaufaskap aö ræða af hálfu ríkisins og fjármálaráðherra. óheiöarleiki af versta . tagi. Nógu slæmt er þegar slíkt kemur fram af hálfu einstaklinga en hálfu verra og óþolandi meö öllu þegar ríkiö hagar sér þannig. Ríkisstjóm sem þannig vinnur er óhæf og forsætisráöherra ætti aö fyrirskipa opinbera rannsókn á málinu og láta reyna á hvort sala við þessar aöstæöur stenzt fyrir lögum. I þessu sambandi er ég vitaskuld ekki aö láta í ljós neina skoðun á því hvort selja ætti Flugleiðabréfin frekar einum né öðrum heldur máls- meöferðina eina. Viðskiptasiðferði ráðherr- anna Nú hefur sagan hins vegar endur- tekið sig og sannast hefur aö við- skiptasiöferði ráðherranna er ekkert. Auglýst er eftir tilboöum i hlutabréf ríkisins í Flugleiðum og til- kynnt aö lágmarksverð sé um nífalt nafnverð. Þegar tilboð berst frá Is- lendingi búsettum erlendis gerist tvennt. Tilboðsupphæö og greiöslu- kjör leka út af ríkis- stjómarfundi. I annan staö lýsir samgönguráöherra því yfir aö hann vilji ekki að hlutabréfin veröi seld þessum aðila af því að hann hafi talað illa um stjóm Flugleiða. Hvort tveggja ber vott um siöleysi í viö- skiptum. I fyrsta lagi hafa persónu- legar skoðanir samgönguráöherra á einstaklingum ekkert með málið aö gera og eru þar á ofan smekkleysa. Þaö ríkir skoöanafrelsi í landinu. Ummæli einhvers aöila um aðra i þjóðfélaginu eiga ekki að ráða neinu um það hvort hann geti átt viðskipti við rikið. Eigi aö lifa eftir kenningu samgönguráðherra eiga menn að halda kjafti og láta ógert að gagn- rýna einn eða neinn. Hér er því á ferðinni tilraun til skoðanakúgunar. Einstaklingur getur látið hvaða sjónarmið sem er ráða því við hverja hann á viðskipti en það gegnir öðm máli um ríkisvaldið. Fyrir þvi eiga 0 „Ríkisstjórn sem þannig vinnur er óhæf og forsætisráðherra ætti að fyrirskipa opinbera rannsókn á málinu og láta reyna á hvort sala við þessar aðstæður stenzt fyrir lögum.” allir að vera jafnir, hverjar svo sem skoðanirþeirraeru. Opinberrar rannsóknar er þörf I annan stað er það viðskiptasið- ferði forkastanlegt ið leka tilboðs- kjörum í ákveöna aJila. Tilboðsaö- stæöur eru þá hvorxi opinberar né leynilegar. Sumir fá að vita en aðrir ekki. Tilboösaðilum er mismunaö. Þetta er klíkuskapur og reyndar sem trúöu fjármálaráðherra eru haföir að fíflum. Svona framkoma verður ekki af- greidd sem klaufaskapur, hún stenzt ekki mælistiku lágmarkskrafna i umgengni ríkisins við þjóð sina, en jafnvel þótt klaufaskapur væri með í spilinu eru vitaskuld takmörk fyrir því hversu mikla klaufsku er hægt að þola á æðstu stöðum í stjóm- kerfinu. Kjartan Jóhannsson. Klaufaskapur Hitt er svo eins og rúsínan í pylsu- endanum að ríkisstjómin og fjár- málaráðherra, sem talsmaður hennar, skuli hafa auglýst bréfin á níföldu nafnverði og selja þau síðan á fjórföldu eða minna. Blekkingar- bullið er alveg yfirgengilegt. Þeir KJARTAN JÓHANNSSON ALÞINGISMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.