Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ Simi ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu efia vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.. FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1985. Saksóknari synjar Jóni um rannsókn Þóröur Björnsson ríkissaksóknari hefur synjað beiöni Jóns Oddssonar hrl. um opinbera rannsókn á leiöara- skrifum DV um Skaftamáliö svokallaða, hinn 23. júlí. Ríkis- saksóknari segir hin kæröu leiöara- skrif þykja innan marka leyfilegrar bersögli og ekki sett fram á ótilhlýðilegan hátt. Jón Oddsson hefur vegna þessa rit- aö dómsmálaráöherra bréf þar sem „krafist er leiöréttingar á umræddri embættisfærslu og fyrri erindi ítrekuð varöandi umrætt embætti”. Ríkissaksóknari segir meðal annars í synjun sinni: „Leiöarahöfundar blaöa gegna mikilvægu hlutverki í nútímaþjóöfélagi. I leiðurum er fjallað um og skipst á skoðunum um hin ýmsu málefni í þjóðfélaginu frá ólíkum sjónarmiöum. Þessi þjóðfélags- umræða verður aö vera hreinskilin og bersögul ef hún á aö vera aö gagni. Þaö er því í almanna þágu aö staðið sé vörö um víðtækt tjáningarfrelsi í leiöurum blaöa.” -JGH. Greenpeace á heimleið Síríus, skip Greenpeace, fer héðan á laugardaginn. I gærkveldi lét skipiö Sea Shepherd úr höfn eftir að hafa fengið langþráöa olíu. Greenpeacemenn telja hlutverki sínu lokiö hér í bili. I kvöld verður haldinn fundur í Hl þar sem þrír kunnir friöunarmenn kynna viðhorf hvalfriðunarmanna. -APH. Árangurslaus samningafundur Stuttur fundur var haldinn í gær, hjá. sáttasemjara, í kjaradeilu iönaöar- manna í Áburöarverksmiðjunni og viðsemjenda þeirra. Honum lauk án þess aö nokkuð þokaöist í samningsátt. Ekki hefur verið boöaður nýr samningafundur. Sáttasemjari mun hafa samband við aöila á föstudag og kanna grundvöll fyrir nýjum fundi. Vélar Áburöarverksmiöjunnar ' ganga enn þrátt fyrir verkfall iðnaðar- mannanna. Ef bilun veröur er hætt viö því að ekki veröi hægt aö gera viö vélarnar vegna verkfallsins. -APH. t 4 ,‘i,' !,v c* I M* t> ómissandi Hva — eru jólasveinarnir komnir í bæinn? Andóf shópurinn í BJ ræðir um stofnun nýs f élags: Helmingur þing- flokksins boöaður Andófshópurinn svokallaði í Bandalagi jafnaðarmanna mun snæða saman á veitingahúsi í höfuö- borginni í kvöld og ræða meðal annars um stofnun nýs félags. Helmingur þingflokksins, þær Kristín Kvaran og Kolbrún Jóns- dóttir, hefur veriö boöaður á fundinn. Samkvæmt heimildum DV verður annar fundur í kvöld innan BJ, almennur rabbfundur. Þangaö munu allir þingmennirnir væntanlegir, enda er fundarboðandi Guðmundur Einarsson þingflokksformaöur. Mjög óljóst er hve andófiö innan BJ ristirdjúpt. Þorlákur Helgason, aöstoöarskóla- meistari á Selfossi, er einn af for- kólfum í andófinu. Hann gagnrýnir þá Guðmund Einarsson og Kristófer Má Kristófersson, formenn lands- nefndar BJ, fyrir að fylgja ekki þeirri stefnu sem andófsmenn telja þá upphaflegu og réttu. Af orðum Þorláks má ætla að ágreiningur sé djúpstæður. Hann- telur gagnrýnendur foringjanna njóta mikils stuðnings í bandalagsfé- lögunum. Um fimmtán manns eru væntanlegir á andófsfundinn í kvöld. „Ef ekki er hljómgrunnur fyrir upphaflegri stefnu BJ meðal fólks er tilgangslaust að halda þessu áfram. En við teljum hann fyrir hendi,” segir Þorlákur. Ekki taka allir andófsmenn eins djúpt í árinni. Þorsteinn Einarsson verkfræðingur segir menn sam- mála um málefnagrundvöllinn, ágreiningurinn snúist um áherslur þar sem sumir talsmenn BJ halli sér jafnvel að frjálshyggjunni í bland. Þá telur Þorsteinn að grasrótar- hreyfingin sem átti að verða kjami BJ hafi aldrei orðið meira en nafniö. Samt hafi verið látið undir höfuð leggjast að koma „hefðbundnu” skipulagi á bandalagið. Það séu því augljósar ástæður fyrir því að bandalagið spretti í ýmsar áttir. Af allri þeirri gagnrýni á stöðu og störf BJ um þessar mundir, sem fram hefur komið, má marka að deilt sé bæði um menn og málefni að einhverju marki en ekki síst sjálft skipulagið, regnhlífasamtök ólikra hópa og manna, sem átti að vera líf- ankeriBJ. -HERB. • Sundkonan Lynn Cox frá Bandaríkjunum synti yfir Mývatn í gœrdag. Vegalengdin sem Lynn synti er alls um fimm kilómetrar og hitastigið á vatninu var undir fimm gráfium. Afi sögn bar fröken Cox sig vel afi sundinu loknu en það tók rúmar tvær klukkustundir. Lynn Cox er á ferð kringum hnöttinn á sextiu dögum og hyggst leggjast til sunds vifi erfið skilyrði á ýmsum stöðum á þessu ferflalagi. DV-mynd Finnur Baldursson. Onæmistæringarrannsóknir: „UKLEGAST Á RANW- SÓKNASTOFU HÁSKÓLAWS” — segir heiibrigðisráðherra „Líklegt er að ónæmistæringar rannsóknirnar verðí í sambandi við Landspítalann og þá á Rannsókna- stofu Háskólans,” sagöi Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra, í samtalivið DV. Eins og DV hefur skýrt frá hefur verið ákveðið að leitað verði að mót- efni gegn ónæmistæringu eða alnæmi í öllu blóði sem fer í gegnum Blóð- bankann. Undanfariö hafa heilbrigð- isráðuneytið og stjóni Ríkisspítal- anna staðið í bréfaskriftum vegna þessa máls. Þrír möguleikar um hvar þessar rannsóknir munu fara fram hafa verið ræddir. Það er að fara með rannsóknimar inn á Rann- sóknastofu Háskólans, byggja yfir þær eða að fá aðstöðu erlendis. En nú mun fyrstnefndi kosturinn vera orö- inn ofan á. „Þetta mál er ennþá í vinnslu en unnið er markvisst að því i samvinnu við landlækni,” sagði Matthías. „Það þarf að bræða saman ýmsar hug- myndir. Hins vegar er ljóst að ef byggja ætti yfir þessar rannsóknir þýddi það framkværadir upp á tugi ef ekki hundruð milljóna. Þess vegna sýnist mér sú skoðun verðe ofan á aö rannsóknirnar verði á rannsókna- stofu í samvinnu viö Landspítal- ann.” — Áttu þá viö rannsóknastofu Mar- grétar Guðnadóttur? „Ja, við skulum ekki nefna nein nöfn.” — Hvenær verður þetta fastákveð- ið? „Eg veit það ekki upp á dag en vonandisemfyrst.” — Má búast viö að þessar rann- sóknir verði hafnar fyrir áramót? „Vonandi ekki síðar,” sagöi Matt- hías Bjarnason. -jcþ Lyfjamálið íHafnarfirði: Stolin tékk- hefti fundust r rm_ rxm ■ i íbuðinm Fundist hafa stolin tékkhefti í íbúð- inni í Hafnarfirði þaöan sem fimm ungmenni voru flutt í fyrradag illa haldin vegna ofneyslu lyfja. Segir rannsóknarlögreglan að tékkheftin til- heyri fyrirtæki í Hafnarfirði þar sem brotist var inn í júlímánuði. Hefur fjöldinn allur af tékkum úr heftunum komist í umferð á Stór-Reykjavíkur- svæðinu á undanförnum vikum. Að sögn rannsóknarlögreglunnar skipta upphæðimar tugum þúsunda. Ungmennin fimm, sem eru á aldrin- um 14—17 ára, eru öll komin til meðvit- undar. Ekki er farið að yfirheyra þau að svo komnu máli. Að sögn rannsókn- arlögreglunnar munu þessi mál skýr- ast nánar þegar farið verður að tala við unglingana. .eh. Þjófaflokkurinn: Einn tekinn f viðbót Búið er að handtaka einn mann til viðbótar vegna innbrotanna um versl- unarmannahelgina. Alls sitja nú átta í fangelsi vegna þessa máls. Krafist var gæsluvarðhalds yfir manninum í 12 vikur en hann er sagöur síbrotamað- ur. Sakadómur hefur tekið sér frest þangað til í dag til að úrskurða mann- inn í varðhald. Maðurinn sem handtekinn var á þriðjudagskvöld er grunaður um aöild að þeim fimm innbrotum sem upp komu um verslunarmannahelgina. Eins og fram hefur komið var m.a. stolið skartgripum, frímerkjasafni, hljómflutningstækjum og loks gulli frá tannlækni. Er talið að verðmæti þýfis- ins skipti hundruðum þúsunda króna. -EH. Gluggagægir gómaður Lögreglan hafði hendur í hári gluggagægis á Meistaravöllum í nótt. Var þetta maður sem býr í nágrenninu og var hann að gægjast inn um glugga í fjölbýlishúsi. Maðurinn var færður til yfirheyrslu en var sleppt að henni lokinni. -EH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.