Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR15. AGUST1985. 19 íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir ER LOKSINS KOMIB AÐ MANCHESTER UNITED? Þá hefst enska knattspyrnan aftur. Hún er reyndar byrjuð, en það var jú bara einn leikur og sýnt hefur sig að úrslit í góðgerðarskjaldarleiknum eru Utt að marka um getu þeirra Uða sem þátt í honum áka. Áhangendur Man. Utd. geta huggað sig við að árið 1983 vann þeirra Uð Liverpool 2—0 af sama tUefni og þeir töpuðu nú fyrir Everton. Þegar upp var staðið að vori 1984 hafði Liverpool fengið flest stig í deUdinni og orðið meistari. Ekki leggur undirritaður núkla trú á fyrirboða en getur samt ekki hætt að hugsa um Man. Utd. þegar kemur að spumingunni hver verði meistarina Getspeki undirritaðs hefur þó aldrei riðið feitum hesti en hver vill líka feit- an hest? Svo má líka benda á að hann (undirritaður, ekki hesturinn) spáði fyrir rétt tæpu ári (þann 18. ágúst 1984) að Everton myndi vinna titUinn í ár. Og það er tU á blaði. Ef frá eru talin tvenn furðukaup Ron Atkinson, á Chris Tumer og Peter Barnes hefur ekki mikið breyst hjá ríkasta félagi Englands. Hvorki Tumer né Bames koma til meö að hafa stóráhrif á leikskipulag Uðsins og það getur því áhyggjulaust tekið upp þráðinn sem frá horfði sl. vor er það vann FA-bikarinn. Everton er Uöið sem er Uklegast tU að stoppa Man. Utd. Ef undan er skilin salan á Andy Gray og kaupin á átta þúsund punda leikmanninum (pening- ar, ekki þyngd) Gary Lineker hefur ekkert breyst þar. Það er sagt í Liver- pool að búið sé að ráða bót á atvinnu- leysinu þar. Þurft hafi að ráða svo marga starfsmenn tU að fyUa upp í holurnar sem Everton aðdáendur skriðu upp úr eftir aö Uðinu fór að ganga vel. Þetta er brandari Liver- poolaðdáenda en þeir em sennilega hættir að brosa. Hjá þeim hefur ekkert fyndið gerst sl. ár. Liverpool-Uðið mætir nú til leiks í fyrsta skipti í tvo áratugi sem alger- lega óskrifaö blað. Menn vita ekkert um hvemig Kenny Dalgiish framkvæmdastjóri muni spjara sig. Hann hefur enga reynslu á þessu sviði en hefur þó Bob Paisley sér til handargagns. Spurningin er sú hvernig leUcmönnum liðsins tekst að gleyma Briissel, hvemig þeim gengur að Uta á Dalglish sem framkvæmda- stjóra og ekki síst hvernig Dalglish gengur að Uta á sjálfan sig sem fram- kvæmdastjóra. Það er mikU ábyrgð hjá 34 ára gömiurn manni að taka við stjórn besta félags Evrópu — án reynslu. Varlega ber þó að taka allar hrakspár um Liverpool. Þeir eru ennþá með breiöasta leikmannahóp á Englandi (ásamt Man. Utd.). Svo er aftur hægt að spyrja sig hvernig þeim gangi að halda í þennan hóp þegar önnur Uð em farin að leika í Evrópukeppnum en Liverpool er ennþá í banni. Þá veröur það ekki lengur kostur að leUca með Liverpool. Undirritaður spáir þeim samt í toppbaráttuna og víkur nú að öðrum Uðum sem þar gætu lent. Fyrst skal telja Tottenham sem fer aö slaga hátt upp í sama verðflokk og Man. Utd. Komnir eru Paul Allen og Chris Waddle, báðir fyrir mikinn pening. Spurs virðist þó ætla að sjást yfir að kaupa í þá stöðu sem þá hvað mest vantar í. Þetta er auðvitaö miðvörður. Graham Roberts er gildur í þeirri stööu en þaö er Paul MUler ekki. Flest hefur nú verið reynt og hver einasti miðvörður sem eitthvað getur hefur verið bendlaöur viö Uðiö. Ekkert hefur þó gengið og mun Paul Miller Uklega halda sinni stöðu. Tottenham hefur þó sterkan miðvörð fyrir á sínum bókum þar sem er Gary Stevens. En hann er meiddur og verður ekki tilbúinn fyrr en eftir tvo mánuði í fyrsta lagi. Hitt Uðið, sem hugsanlega getur sett mark sitt á toppbaráttuna, er Nottingham Forest. Brian Clough hefur að mestu lokið endurbyggingu á Bryan Robson, fyrirliði Man. Utd. Uði sínu og þó það sé tiltölulega reynslulaust ennþá getur það vel kom- iö á óvart. Þeir verða því utangarðs- menn undirritaðs í toppbaráttu enska boltans í vetur. -SigA. Kaup og sölur í sumar Helstu kaup og sölur í Englandi á sumrinu eru ef tirtaldar: Arsenai: Seldir: Brian Talbot (Wat- ford),Pat Jennings. Coventry: Keyptur: Wayne Tumer (Luton). Seldir: Ian Butterworth (Nott. For.), Stuart Pearce (Nott. For.), PeterBarnes (Man. Utd.). Everton: Keyptur: Gary Lineker (Everton). Seldir: Terry Curran (Huddersfield), Andy Gray (Aston Villa). Ipswich: Seldir: Eric Gates (Sunder- land), RusselOsman (Leicester). Leicester: Keyptur: Russeil Osman (Ipswich). Seldur: Gary Lineker (Leicester). Luton: Seldur: Wayne Turner (Coven- try). Manchester City: Keyptur: Sammy Mcllroy (Stoke). Manchester United: Keyptir: Chris Turner (Sunderland), Peter Barnes (Coventry). Seldir: Gordon McQueen (Swindon), Arthur Graham (Brad- ford), AlanDavies (Newcastle). Newcastle: Keyptir: Ian Stewart (QPR), Alan Davies (Newcastle). Nottingham Forest: Keyptir: Neil Webb (Portsmouth), Ian Butterworth (Coventry), Stuart Pearce (Coventry), John Robertson (Derby). Seldur: Kenny Steven (Portsmouth). QPR: Seldur: IanStewart (QPR). Sheffield Wednesday: Keyptur: Glyn Snodin (Doncaster). Seldur: Imre Var- adi (WBA). Southampton: Seldur: Mick Mills (Stoke). Tottenham: Keyptir: Chris Waddle (Newcastle), Paul Allen (West Ham). Seldur: GarthCrooks (WBA). Watford: Keyptur: Brian Talbot (Arsenal). WBA: Keyptur: Imre Varadi (Sheff. Wed.), GarthCrooks (Tottenham). West Ham: Keyptur: Frank McAvannie (St. Mirrén). Seldir: Paul Allen (Tottenham), David Swindle- hurst (Sunderland). Aston Villa: Keyptur: Andy Gray (Everton). Seldir: Gordon Cowans (Bari), Paul Rideout (Bari), Peter Withe (Sheffield Utd.). SigA Leikur í minningu Magnúsar Þórðarsonar: KR-ingar sneru dæm- inu við í Sandgerði L Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttamanni DV á Suðurnes jum. Styrkur íþróttafélaga, eins og reyndar annarra samtaka, liggur í mönnum sem leggja mikið af mörkum til starf seminnar,—jaf nvel fórna mikium hluta ævi sinnar í þágu viðkomandi félags til að gera veg þess sem mestan. Knattspyruu- félagið Reynir í Sandgerði átti því láni að fagna að eiga einn slikan mann sem var einn af stofnendum félagsins og vann allt til dauðadags í þágu þess. Nafn hans var Magnús Þórðarson sem lést á fyrra ári og hafði þá starfað næstum hálfa öld fyrir Reyni. Eitt af mörgu í starfi Magnúsar var að hafa samskipti við önnur fé- lög, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Áður en leikjum í landsmótum fjölg- aði, svo að vart er rúm fyrir aðra leiki, voru vináttuleikir tíðir á milli Reynis og hinna ýmsu félaga bæði úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu. Oftast var þó spilað við KR-inga og J>ar áttu Reynismenn góðan hauk í horni, öðlingsmanninn og íþróttaleið- togann Sigurð heitinn Halldórsson, sem var ávallt með KR-ingana sína tilbúna í keppni og svo kaffi og kökur að leik loknum þar sem menn gátu rabbað saman og kynnst sem ekki var minna virði heldur en sjálfur kappleikurinn. A 25 ára afmæli Reynis, árið 1960, voru það því KR-ingar sem spiluöu afmælisleikinn í Sandgeröi sem lauk með sigri heimamanna, 3:2. Nú og hin gömlu kynni gleymast ei. Núna, 25 árum síðar, þótti það vel við hæfi að fá KR-inga til að spila leik í minn- ingu Magnúsar Þórðarsonar sem og þeir gerðu. Markatalan varð sú sama og í fyrri leiknum nema hvað tölurnar snerust við, af fimm fall- egum mörkum skoruðu KR-ingar 3 en Reynismenn tvö. I vítaspyrnu- keppni í leikhléi, þar sem nokkrir af þeim sem léku fyrir aldarfjórðungi afmælisleikinn — var jafnt á með köppunum,6:6. Á vináttuleikjaárunum komu margir við sögu. Einn þeirra var Albert Guðmundsson. Reynismenn léku oft við Hafnfiröinga undir hans stjórn og sem leikmanns. Albert sýndi félaginu ávallt mikla velvild í hverju sem var. Skóm, búningum, knöttum og þá spurði hann ekki um hvenær hægt væri að borga, — heldur hver væri þörfin hjá Reyni, eins og Eiríkur Helgason minntist á í kaffisamsætinu að minningar- leiknum loknum. Albert hefur ekki alveg sleppt hendinni af Reyni. Hann gaf veglegan bikar til minningar um Magnús Þórðarson sem keppt verður um næstu árin. Sandgeröingar eiga því von á skemmtilegum leikjum að minnsta kosti einu sinni á sumri.... Minningarleikurinn um Magnús Þórðarson var Reynismönnum til sóma. Hann fór fram á grasvellinum fyrir framan íþróttamiðstöðina í Sandgerði í blíðskaparveðri. Áður en leikur hófst bauö Siguröur Jóhannsson, formaður knattspyrnu- deildar Reynis, menn velkomna. Síðan flutti Egill Olafsson, formaður knattspyrnuráðs Reynis, stutt ávarp og minntist Magnúsar Þórðarsonar. Að því búnu voru leikmenn kynntir fyrir heiðursgesti leiksins, Albert Guðmundssyni, sem einnig ávarpaði viöstadda og rifjaöi upp gömul og góð kynni við Reynismenn. Hann fagnaöi þeim framförum sem átt hefðu sér stað í Sandgerði hvað íþróttaaöstöðu varðaði frá því hann kom fyrst til Sandgeröis með Hafn- firðingum árið 1956. Að leik loknum afhenti Albert fyrirliða KR-inga bikarinn sem verður varðveittur í KR-heimilinu fram á næsta ár. Líkt og í gamla daga var leik- mönnum og gestum boðið í kaffi og meðlæti í björgunarsveitarhúsinu. Menn voru sammála um að sjaldan hefði verið jafnglæsilegt meðlæti á borðum í þessari byggingu enda fækkaði flatkökum, tertum, pönnu- kökum og hvað þetta var nú allt saman mjög fljótlega og rann þetta ofan í þurfandi maga leikmanna. Rúsínan í pylsuendanum var svo ávörp þeirra Eiríks Helgasonar, Olafs Gunnlaugssonar, Kristins Jónssonar og Alberts Guömunds- sonar sem rifjuðu upp sitthvað af skemmtilegum atvikum frá liöinni tíð við mikinn fögnuð viöstaddra. I lokin höföu margir orð á því að meira þyrfti að gera af því að koma saman líkt og á þennan hátt til að efla kynnin, bæði forn og ný. emm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.