Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1985, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR15. ÁGUST1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd • Blökkumenn bera heimilistæki úr brennandi húsi i Durban sem óeirðaseggir kveiktu i. Húseig- andinn var talinn hallur undir lög- regluyfirvöld á staðnum. • R.F. Botha eftir fund meö hátt- settum bandariskum embættis- mönnum i Vinarborg þar sem málefni Suður-Afriku voru til umfjöllunar. Sifellt eykst þrýstingur Bandarikjastjórnar á stjórnina i Pretóriu. her King og séra Jesse Jackson, blökkumannaleiötogi og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, voru í farar- broddi. Samtök er berjast gegn aö- skiinaðarstefnunni eiga nú sívaxandi fylgi að fagna í Bandaríkjunum. And- stæðingar aöskilnaðarstefnunnar hafa látið á sér bera í rúm 20 ár í Bretlandi og á Norðurlöndunum en minna hefur borið á þeim i Bandaríkjunum. Það voru rúmlega 5000 manns er á mánu- daginn fylktu liði, syngjandi baráttu- söngva, og þrömmuðu undir mótmæia- spjöldum til bandaríska utanríkisráðu- neytisins í Washington til að mótmæla stefnu stjómvalda í Pretóríu og svo- kallaöri „linkind” bandarískra stjóm- valda gegn Suður-Afríku. Bandarískir námsmenn í háskólum víðs vegar um Bandaríkin hafa einnig fylkt liði og sameinast í andstöðu sinni gegn kynþáttastefnunni. Síöastliöinn vetur bar töluvert á slíkum mótmælum og búist er við mikilli aukningu mót- mæla er skólaárið hefst í lok ágúst- mánaðar. Þó er ekki taliö aö málefni Suöur- Afríku komi til með að róta upp eins mikilli fjöldahreyfingu í bandarískum háskólum og á sjöunda áratugnum er Víetnamstríðið og „friður á jörð” hug- takið voru í sviðsljósinu. Fulltrúar nokkurra bandarískra há- skóla í norðausturríkjum Bandaríkj- anna, svonefndra „Ivy League” skóía létu þó nýveriö hafa eftir sér að á kom- andi skólaári mætti iíklega búast viö engu minni róstum og mótmælum í há- skólum og settu svip sinn á umbylting- arsaman sjöunda áratuginn. Ef marka má skoðanakannanir er gerðar hafa verið víðs vegar um heim að undanförnu kemur fram að þorri al- mennings er frekar illa upplýstur um raunveruleik aðskilnaðarstefnunnar og skert réttindi blökkumanna og lit- aðra í Suður-Afríku. Einna best virtist almenningur vera upplýstur á Norður- löndum, í Bandaríkjunum, Bretlandi, ustu mánuöum hefur lögreglan hand- tekið yfir 3000 mótmælendur. Þeir hafa verið teknir niður á stöö, bókaðir og síðan sleppt aftur. Á meðal hinna handteknu hafa verið ýmsir merkis- menn. Þar á meðal nokkrir þingmenn fulltrúadeildar, kirkjuleiðtogar, verkalýðsleiðtogar og borgarstjórar. Amy Carter, dóttir forsetans fyrrver- andi, var meira aö segja handtekin í vor en sleppt að lokinni bókun eins og öörum. Tengslin við Bretland rót- gróin Bretar réöu landsvæðum þeim er nú eru Suður-Afríka í áraraðir. Bretar hafa því sterk söguleg, efnahagsleg og menningarleg tengsl við hvíta minni- hlutann. Breskir fjölmiðlar hafa upp- lýst breskan almenning rækilega um stöðu mála í þessari gömlu nýlendu að undanfömu og fólk virðist vera nokkuð vel upplýst um gang mála. Samtök er berjast gegn aðskilnaðar- stefnunni eiga sér góöan hljómgrunn á Bretlandseyjum. Samtökin voru sett á laggirnar árið 1959 og hafa beitt sér af hörku gegn stjóminni í Pretóríu og rík- isstjóm Thatchers er þau telja halla undir stjóm Suður-Afríku. Á hverjum degi sjást mótmælendur við sendiráð Suður-Afríku við Trafalg- artorg í London. Rúmlega 20 þúsund manns söfnuðust þar saman í fyrra til að mótmæla opinberri heimsókn P.W. Botha forsætisráöherra til Bretlands- eyja. Samtökin hafa einnig lagt á það mikla áherslu að breskur almenningur kaupi ekki suður-afrískar iðnaðarvör- ur. Slíkur varningur hefur löngum ver- ið algengur í breskum verslunum. Nú ber minna á þeim vegna breyttra og oft lítilla merkinga. Bretar hafa verið einir helstu viöskiptaaðilar Suður-Afr- íkumanna og fram aö þessu hafa suð- ur-afrískar vörur átt upp á pallborðið hjá breskum kaupendum. Vitað er að kaupsýslumenn í Jóhannesarborg hafa Suður-Afríka á barmi borgarastyrjaldar. í síðustu viku hafa tugir manna fallið íátökum. Apartheidstefnan á krossgötum? ALNIENN ANDSTAÐA VID ADSKILNAÐARSTEFNUNA Enn drýpur blóð í Suður-Afríku. Á síðustu vikum hefur ofbeldi farið vax- andi og tugir manna fallið i átökum blakkra viö minnihlutastjórn hvitra. Á aöeins 18 mánuðum hafa á sjöunda hundraö manns fallið í óeirðum. Sifellt eykst þrýstingur á stjóm P.W. Botha forsætisráðherra um að afnema alræmd lög um kynþáttaaðskilnaö. Blökkumenn virðast vera orðnir með- vitaðir um grundvallarmannréttindi sín og eru reiöubúnir til þess að leggja allt í sölumar í réttindabaráttu sinni. Utanríkisráðherra Suður-Afríku R.F. Botha átti fundi með háttsettum emb- ættismönnum ýmissa vestrænna ríkja í vikunni. Ríkisstjómin í Pretóríu á sér fáa formælendur þessa dagana og hart er lagt að stjóminni um endurbætur á stjómarskránni þar sem aukin réttindi blakka meirihlutans eru í öndvegi. R.F. Botha fundaði í Vínarborg í vik- unni með Robert McFariand, öryggis- málaráögjafa Reagans forseta Banda- ríkjanna, og öðrum háttsettum banda- rískum sérfræðingum er fjalla um málefni Suður-Afríku. Ekki er enn ljóst hver árangur varö af því fundarhaldi en ljóst er að stjómin í Pretóríu er und- ir miklum þrýstingi frá Bandaríkja- stjóm um endurbætur. Yfirgnæfandi meirihluti beggja deilda bandaríska þingsins hefur samþykkt strangar refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku en Reagan forseti hefur fram að þessu sagst mundu koma í veg fyrir slíkt. Nú herma heimildir innan Hvíta hússins aö langlundargerð Reagans sé á enda. Ríkisstjóm Suður-Afríku hefur sagst ætla að koma á einhvers konar endur- mati á stöðu blakkra innan ríkisins og væntanlegum endurbótum í kjölfar þess. Þeir sem til þekkja búast þó ekki við miklum breytingum. Aðskilnaðar- stefnan er talin það rótgróin á meðal hins hvíta minnihluta og suður-afrísks stjómkerfis að nánast ómögulegt sé að koma á raunhæfum endurbótum. Slikt myndi kaila á óteljandi fómir hins hvita minnihluta og ekki er líklegt aö slíkar endurbætur yrðu samþykktar átakalaust. Hver sem þróun mála verður í Suð- ur-Afríku er Ijóst að landið er á barmi borgarastyrjaldar. Ef fram fer sem horfir þykir sýnt að fuiltrúar hófsam- ari afla beggja fylkinga er allt vilja gera til að halda fríðinn og koma á viö- ræðum fulltrúa samtaka blökkumanna viö ríkisstjórnina fara halloka og koma til með að verða undir í fyrirsjáanlegu blóöbaði. Apartheid fordæmd erlendis Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku á sér fáa talsmenn á erlendum vettvangi þessa dagana. Fordæming stjómmála- og trúarleiðtoga er daglegt brauö auk þess sem almenningur í ríkjum beggja megin Atlantsála hefur fylkt liði i endalausum mótmælagöngum og mót- mælastöðum við sendiráö og ræðis- mannsskrifstofur Suður-Afríku. Suður- Afríkumönnum gengur illa að fá vömr erlendis frá keyptar inn til landsins og enn verr gengur þeim að selja varning sinn á erlendum mörkuðum. Er nú svo komið að suður-afrískir iðnrekendur og útflytjendur veigra sér viö aö merkja varning sinn framleiðsluland- inu vegna hættu á að varan seljist ekki. fþróttafólk með suður-afrískt vega- bréf á ekki heldur sjö dagana sæla. Suður-afrískir íþróttamenn eru stöðugt í heimsfréttunum, ekki fyrir íþróttaaf- rek heldur vegna þess að hin og þessi þjóðin hótar því að taka ekki þátt í íþróttamótum ef Suður-Afríkubúarnir verða með. A skömmum tíma hefur þátttaka íþróttafólks frá Suður-Afríku á erlendum iþróttamótum nánast lagst niður. Benda þó sumir á aö ei skuli blanda stjómmálum við íþróttir, og hafa ekki lagst gegn þátttöku Suður- Afríku í íþróttamótum. Slík hefur ver- ið stefna íslensku íþróttahreyfingar- innar. Vaxandi andstaða í Banda- ríkjunum við apartheid Bandarísk samtök er berjast gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjóm- valda i Suöur-Afríku efndu á mánudag til mestu mótmæla gegn Suður-Afríku er til þessa hafa orðið í Bandarikjun- um. Efnt var til mikillar mótmæla- göngu þar sem ekkja bandaríska blökkumannaleiðtogans Martins Lut- ríkjum breska samveldisins og í ríkj- um Afríku. I Bandaríkjunum lýstu 76 prósent að- spurðra sig andstæða aðskilnaðar- stefnunni og kváðust áhyggjufullir yfir stefnu bandarískra stjómvalda gagn- vart ríkisstjóm Suður-Afríku. Mót- mælin í Bandaríkjunum hafa yfir höf- uö farið friðsamlega fram. Mótmæla- staða við sendiráð Suður-Afríku í Washington hefur verið daglegt brauð. Ef mótmælendur hafa farið inn fyrir vamarlínu lögreglunnar hafa þeir und- anbragðalaust veriö handteknir. Á síð- þungar áhyggjur af nýrri herferð bresku samtakanna gegn iðnvarningi frá Suður-Afríku. önnur Evrópuþjóð er vandlega fylgist með þróun mála í Suður-Afríku er Portugal. Portúgalir eru gamiir nýlenduherrar í suðurhluta Afríku, rétt eins og Bretar. Yfir 800 þúsund íbúar af portúgölskum upp- runa búa nú í Suður-Afríku, mikill meirihluti þeirra flóttamenn er flúðu þangað eftir að Portúgalir misstu tögl og hagldir í fyrrum nýlendum sínum í heimshlutanum. Flestir ku þeir vera komnir frá Mozambík. • „Niður með aðskilnaðarstefnuna," hrópa bandarískir unglingar við Berkeleyháskóla i Kaliforniu. 76 prósent Bandarikjamanna telja sig svarna Umsjón: Hannes Heimisson andstæðinga aðskilnaðarstefnunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.