Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER1985. 5 ítölsk hönnun — klassísk fegurö Ekki sætta þig við annað en það besta V & & ' Nú 286 kr. ZiOU þús. ÖRFÁIR BÍLAR EFTIR vlhjAlmsson hf. Uno! Gæði, öryggi, glæsileiki laxá á Ásum: 1482 laxar veiddust Látið bragðið ráða Um allan heim heíur íólk tekid áskorun írá Pepsi-cola og borið saman Pepsi og aöra kóladrykki. — Undantekningarlítið varð Pepsi fyrir valinu. Pepsi-cola skorar á þig.... aö gera samanburð. Takiö Pepsi Áskorun! 31 lax veiddist síöasta veiðidaginn Veiöum er lokið i nokkrum veiðiám og fer að ljúka fleirum, en svo viröist sem veðurguðirnir hlusti ekki á kvein stangaveiöimanna um smáregn. Rign- ingin lætur á sér standa í vissum lands- hlutum og ár tæmast óðfluga. Elstu menn muna ekki Laxá í Kjós svona vatnslausa. Urriðaá á Mýrum er í poll- um þessa dagana. Alftá á Mýrum er orðin að bæjarlæk. I.axá á Skógar- strönd er aö hverfa, þó veiðist vel í henni þrátt fyrir þaö. Miðá í Dölum finnst varla. Og Ulfarsá er ekki merki- leg þessa dagana. Já, svona mætti lengi telja upp veiðiár og svo vona veiðimenn aö það rigni fyrir lok veiði- tímans, svo veiðimenn fái laxa. „Þaö veiddust 1482 laxar og hefur áin fimm sinnum farið framúr þeirri tölu,” sagði Kristján Sigfússon, bóndi á Húnastöðum, er við spurðum um lokatölur í I.axá á Ásum. „Síðasta veiðidaginn veiddist 31 lax og þaö er mikið af fiski í ánni og nýfiskur veiðist töluvert. Hann var 22 pund sá stærsti í sumar. Maöur var ekkert bjartsýnn til að byr ja með en svo rættist heldur bet- ur úr þessu og þetta var mokveiöi. Enda var enginn kvóti á ánni og hann veröur líklega ekki settur i bráð.” Þaö hefur alltaf verið veitt á tvær stangir í Laxá á Asum og miöað við það er Laxá lang-, lang-, langbesta VEIÐIVON GunnarBender veiðiá þessa sumars. Enda er þetta engin smáveiði á tvær stangir. „Þetta hefur verið reytingsveiöi en engin stórveiöi og þaö eru komnir 250 laxar,” sagöi Páll Þorstéinsson í Álftórtungu, er við leituðum frétta af Alfta á Mýrum. „Það er veitt á tvær stangir og það fer mikið eftir mönnum hvernig veiðist, 4—5 laxar á dag best upp á síðkastið. Ilann er 1G punda sá stærsti sem veiðst hefur, en mest eru þetta 4—5 og 6 punda laxar. Lambafoss og Hrafnshylur eru sterkir þessa dag- ana, mest þar af fiski. Það er töluvert af laxi en hann er oröinn daufur vegna vatnsieysis.” — Páll.er Alftáaðþorna? „Nei, nei, ekki ennþá og varla i bráð.” Rangárnar og Hólsá hafa gefiö tölu- verða veiði og hafa veiðst 12 laxar, en mest veiðist niðri í ós og er mikiö af fiski þar en liann virðist ekki fara upp. Mest er þetta sjóbirtingur sem þar veiöist og veiddist nýlega 13 punda sjó- birtingur. Af urriðasvæðinu eru góðar fréttir og hefur veiöst vel, sá stærsti er 8 punda, en mikiö veiðist af 5—G punda fiski. Vel hefur gengið að selja veiöi- leyfi og hafa selst fleiri dagar en í fyrra, ódýrast kostar dagurinn 600 og upp í 900. Veiðileyfi er selt ó Hellu í Hellinum. G.Bender Laxá i Kjós hefur gefið 1075 laxa. DV-mynd G.Bender. Pepsi Áskorun! ■RWERINN GRANDAGARÐI3 - SÍMI: 29190 Herrajogginggallar á kr. 890,- Herragallabuxur á kr. 890,- Herrapeysur á kr. 350,- Bómullarsokkar, 12 pör, á kr. 450,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.