Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Blaðsíða 1
Bandaríkjastjórn vildi endurskoða afstöðu sína til fargjalda Rainbow: Undirréttur hafnaði ósk stjómarínnar um frestun Óskar Magnússon, DV, Washíngton: „Bandarísk stjórnvöld gerðu tilraun til að fá málinu frestaö. Sú ósk var borin fram svo flotamálaráðherrann gæti endurskoöað þá afstöðu sína að farmgjöld Eainbow Navigation væru svo há að þaö réttlætti frávik frá lögun- um.” Þetta sagði Frank Costello, lög- maður Rainbow Navigation í máli skipafélagsins gegn bandarískum stjórnvöldum, vegna samkomulagsins við Islendinga um að flutningar á farmi fyrir varnarliðiö skuli boðnir út á almennum markaöi. „Rétturinn féllst ekki á þessa frestunarbeiðni,” sagöi Frank Costello. Hann var spurður að því hvort gefnar hefðu verið frekari skýringar á beiðninni eöa hvort líta mætti svo á aö stjórnvöld telja sig hafa vonlausan málstað: „Ég vil ekki leggja þeim slik orð i munn en þaö er bersýnilegt aö þeim þykja þessi málaferli óþægileg. Þeir hafa áhyggjur af lagalegri stöðu sinni.” Það var það álit flotamála- ráöherrans að farmgjöld Rainbow Navigation væru of há sem lagði grunninn að samkomulaginu við Island. Að áliti bandariskra stjórn- valda er til þess heimild í einokunar- lögunum frá 1904 að víkja frá þeim lögum ef gjaldtaka þykir óeðlilega há og bjóða flutningana út á almennum markaði. Engin viðbrögð var að fá hjá bandarískum stjórnvöldum þegar DV leitaði eftir þeim. — ÞóG. Á meðan frýs fyrir norðan renna menn í Reykjavík sér á sjóskiðum i sundskýlu og sokkum. Viðeyjarstofa baðar sig i sólskini en allt á þetta eftir að breytast er nœr dregur jólum. -EIR./DV-mynd KAE Vissu um tilboð Birkis á undan ríkisstjórninni — segir Steingrímur Hermannsson „Eg er ansi hræddur um að Flug- leiðamenn hafi haft þær upplýsingar, sem þeir töldu sig þurfa, áður en til- boö Birkis var lagt fram á ríkis- stjórnarfundi. Eg er nokkuð viss um það,” sagði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra í morgun. Steingrímur sagðist ekki vera búinn að ákveða hvort hann yrði við. áskorun Kjartans Jóhannssonar al- þingismanns um aö láta rannsaka sölu hlutabréfa ríkisins í Flugleið- um. Steingrímur kvaðst ekki vita hvaðan „lekinn” væri kominn og er hann var spuröur hvort hann teldi ekki ástæðu til að hreinsa ríkis- stjómina af grun svaraði hann: „Ég vildi það mjög gjarnan. En hvernig það veröur gert er annaö mál. Flugleiðamenn gengu á minn fund fyrir ríkisstjórnarfundinn, áður en ég hafði séð þetta tilboö, og tjáðu mér að þeir vildu gera tilboð af því aö þeir hefðu upplýsingar um aö tilboð Birkis væri á annan veg en þeir hefðu áöur talið. Þannig að þeir vissu um þetta fyrir ríkisstjórnar- fundinn. Þaðveitég.” Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra lýsti því yfir í sjónvarpinu í gærkvöldi að hann væri þess fullviss að upplýsingar um tilboð Birkis hefðu hvorki borist Flugleiðum frá Fjárfestingarfélaginu né úr fjár- máiaráðuneytinu. -KMU. Kasparovmeð vinningsstöðu — Jón L. skýrir heimsmeistara- einvígiö í skák - sjá bls. 2 Sigra Þórsarar — sjá íþróttir bls. 16-17 Gefiðí í Gríndavík -sjábls.4 Hverfærað keyrastrætó á ísafirði? — sjá bls. 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.