Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Blaðsíða 29
DV. MIÐVKUDAGUR 4. SEPTEMBER1985. 29 Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankimi: Stjörnureikniugar eru fyr- ir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað innstæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með f 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru. verötryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 9% vöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri ffá líf- eyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók fær strax 27% nafnvexti, 2% bætast síðan við eftir hverja þrjá mánuði sem innstæða er óhreyfð, upp í 33% eftir níu mánuöi. Ársávöxtun getur orðið 33,5%. Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársá- vöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir um áramót og þá bomir saman við vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist ávöxtun þar betri er mismuninum bættvið. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri á- vöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur. 18 mánaðar sparireikningur er með 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávoxtun. Misseris- lega er ávöxtun á 6 mánaða verðtryggðum reikningi borin saman við óverðtryggða á- vöxtun þessa reiknings. Við vaxtafærslu gildir sú ávöxtunin sem hærri reynist. Iðnaðarbankinn: Á tvo reikninga i bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber þannig 32% nafn- vexti og getur náð 34,5% ársávöxtun. Og verðtryggðan 6 mánaöa reikning sem ber 3,5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir saman mánaöarlega og sú ávöxtun valin sem reynist betri. Vextir eru færðir misserislega 30. júní og 31. desember. Landsbankiun: Kiörbók er óbundin með 34% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára- mót. Eftir hvern ársfjórðung eru þeir hins vegar bornir saman við ávöxtun á 3ja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri er mismuninum bætt við. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri ávöxtum en almenn sparisjóösbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft i tvo mánuði eða lengur. Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta- reikning ber stighækkandi vexti. 22,0% fyrstu 2 mánuðina, 3. mánuðinn 23,5%, 4. mánuðinn 25%, 5 mánuðinn 26,5%, 6. mánuðinn 28%. Eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31%. Sé tekiö út standa vextir þess tímabils það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 33,4%. Vextir eru bomir saman við vexti á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé ávöxtun þar betri er munurinn færður á há- vaxtareikninginn. Vextir færast misseris- lega. Utvegsbankinn: Vextir á reikningi með Ábót eru annaðhvort 1% og full verðtrygging, eins og' á 3ja mán. verðtryggðum spari- reikningi eða ná 34,6% ársávöxtun, án verð- tryggingar. Samanburður er gerður mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22% þann almanaksmánuð. Verslunarbankinn: Kaskó-reikningurinn er óbundinn. Um hann gilda fjögur vaxtatímabil á ári, janúar-mars, apríl-júní, júlí-september, október-desember. I loks hvers þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxtauppbót sem miðast við mánaðarlégan útreikning á vaxtakjörum bankans og hagstæðasta á- vöxtun látin gilda. Hún er nú ýmist á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með 31,0% nafnvöxtum og 34,8% ársávöxtun eða á verðtryggðum 6 mánaða reikningum meði 3,5% vöxtum. Sé lagt inn á miðju timabili og innstæða látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast 1) Við kaup 6 viðskiptavixlum og viðskiptaskulda bréfum er miðað við sérstakt kaupgengi hjá þeim bönkum sem merkt er við með kg, einnig hjá sparisjóðunum i Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavík og hjá Sparisjóði Reykjavikur. uppbót allan sparnaðartímann. Ein úttekt er leyfð á hverju tímabili án þess að vaxta- uppbótin skerðist. tbúðalánareikningur er óbundinn og með kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku. Sparnaður er 2—5 ár, lánshlutfall 150—200% miðað við spamað með vöxtum og verðbótum. Endurgreiðslutimi 3—10 ár. Útlán eru með hæstu vöxtum bankans á hverjum tima. Sparnaður er ekki bundinn við fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður hámarkslán eftir hvert sparnaðartimabil. Sú ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári. Sparisjóðir: Trompreikningurinn er óbund- inn, verðtryggður reikningur, sem einnig ber 3,0% grunnvexti. Verðbætur leggjast við höfuðstóT mánaðarlega en grunnvextir tvisvar á ári. A þriggja mánaöa fresti er gerður samanburður við sérstaka Tromp- vexti. Nýtur reikningurinn þeirra kjara sem betri eru. Trompvextimir eru nú 32% og gefa 34,36% ársávöxtun. Ríkissjóður: Spariskírteini, 1. flokkur Á 1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau eru verðtryggð og með 7% vöxtum, óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini með vaxtamiðum, 1. flokkur B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990. Þau eru verðtryggð og með 6,71% vöxtum. Vextir greiðast misserislega á tímabilinu, fyrst 10. júlí síðastliðinn. Upphæðir eru 5, 10 og 100 þúsund krónur. Spariskírteini með hreyfanlegum vöxtum og vaxtaauka, 1. flokkur C1985, eru bundin til 10. júli 1986, í 18 mánuöi. Vextir eru hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða verðtryggðum reikningum banka með 50% á- lagi, vaxtaauka. Samtals 4,8% nú. Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur. Gengistryggð spariskírteini, 1. flokkur SDR 1985, eru bundin tii 10. janúar eða 9. apríl 1990. Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt. Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla- bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari- sjóðum og verðbréfasclum. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóöur ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána- upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti timi aö lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000 eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti. Biðtími eftir lánum er mjög misjafn, breytilegur milli sjóða og hjá hverjum sjóði eftir aðstæðum. Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi skipti, um lifeyrissjóð eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. ÍVafnvexíir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja iniii í 12 mánuði á 22% naf nvöxtum verður linn stæöan í lok þess tíma 1.220 krónur og 22% ársvöxtun í því tilviki. Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 22% vöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir sex mánuði. Þá er innstæðan komin í 1.110 krónur og á þá upphæð reiknast 11% vextir seinni sex mánuðina. Lokatalan verður þannig 1.232,10 og ársávöxtun 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,5% í mánuði eða 42% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,1166%. Vísitölur Lánskjaravisitala í ágúst er 1204 stig en hún var 1178 stig í júlí. Miðað er við 100 í júni 1979. Byggingarvísitala á 3. ársfjórðungi 1985, ijúli-september, er 216 stig á grunninum 100 í janúar 1983, en 3204 stig á grunni síðan 1975. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskila lána er 2% á ári, bæði é óverétryggé og verðtryggð lán, nema i Alþýðubankanum og Verskinarbank',num. VEXTIR BANKA 0G SPflRISJÚDA (%) oi.oa.as INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA sérlista il ll * s 4 s - s i s i * 11 1 & ■ 1 sl 1 2 11 3 I £ 2 > 2 «1 I innlAn Overðtryggð SPARISJ0OSBÆKUR Úbundai ntttaAa 22.0 22,0 22,0 22,0 22,0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mánaóa uppsogn | 25,0 26,6 25.0 25,0 23,0 23,0 25.0 23.0 25.0 25.0 6 mánaóa uppsogn 1 31,0 33.4 30,0 28,0 32.0 30.0 29.0 31.0 28,0 12 mánaða uppsogn 32,0 34,6 32,0 31,0 32.0 1B mánaða uppsogn 36,0 39,2 36,0 25.0 SPARNADUR LANSRÉTTUR Sparað 3 5 mánoói 25,0 23.0 23,0 73.0 23,0 25.0 Sparað 6 mán. og mwi 29,0 26,0 23,0 29.0 28.0 INNLANSSKlRTEINI Ti 6 mánaða 28,0 30,0 28,0 28,0 TÉKKARtlKNINGAR Avisanatmkrangai 17.0 17.0 8.0 8.0 10,0 8.0 8.0 10.0 10,0 Hlaupateimatgar 10.0 10,0 8.0 8.0 10,0 8.0 8.0 10.0 10,0 INNLÁN VERÐTRYGGO SPARIREIKNINGAR 3fa mánaða uppsogn 6 mánaða uppsogn ua 3.5 1.5 3.5 1.0 3.5 1.0 3.5 1.0 3.0 1.0 3.0 1.0 3.0 2.0 3.5 1.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALOEYRISREIKNINGAR BandarikfadotaiM 8.0 8.0 7.5 8.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Slarkngspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vastur þýsk mork 5.0 4.5 4.25 5.0 4.5 4.5 4.5 5.0 5.0 Danskar krónur 10,0 9.5 8,0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR (lorvexta) 30,0 30,0 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIOSKIPTAVlXLAR 30.0U 31,0 31.0 kg 31.0 kg kg kg 31.0 AIMENN SKULDABRÉF 32.021 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 VIOSKIPTASKUIDABRÉF 33.511 33.5 kg 33.5 •>g kg kg 33.5 HLAUPAREIKNINGAR ÚTLÁN VERÐTRYGGD Yfvdráttur 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 SKULDABRÉF Aö 2 112 án 4.0 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 lengn an 2 1/2 á. 5.0 5.0 5,0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 EIILÁN TIL FRAMLEIOSLU VEGNA INNANLANDSSÖIU 26,25 26.25 26,25 26,25 26.25 26.25 26,25 26,25 26.25 VEGNA UTFLUTNINGS SDR rwkntmýnl 9,75 9,75 9,75 9,75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 Sandkorn Sandkorn Fengu ekki inngöngu Við stöndumst ekki eggjunarorð kollega í Vest- mannaeyjum og birtum því eftirfarandi: Laugardagskvöld eitt fyrir skömmu birtust fimm ungir hcrramenn í dyrum Gestgjafans í Vestmanna- eyjum og óskuðu eftir inn- göngu. Hélt hver þeirra á fiösku meö bættri lífsolíu af því tagi sem Jón bindiudis- bóndi Helgason þolir illa. Dyravörðurinn varð hálf óstyrkur og harðbaunaði herrunum að fara inn með clexírinn. Buðust þeir þá til að skilja veigarnar eftir utan dyra. Náðist sam- komulag um þetta og bjugg- ust gestirnir svo til inn- göngu. Þeir komust þó aldrei nema hálfan metra inn á teppið, því þá sá hrclldur dyravörðurinn annað sem honum þótti ekki skárra. Herrarnir voru sumsé held- ur fáklæddir niður um sig og raunar í nærbuxum cin- um neðan mittis. Þótti ljóst aö þeir myndu eyðileggja þá rómantísku stemmn- ingu, sem angurvær Eyja- lögin höfðu skapað innan veggja Gestgjafans. Hinir djarfklæddu gestir urðu því frá að hvcrfa — en að sjálfsögðu með flöskurn- ar sínar í farangriuum. Aukanúmer Það var rnikið stuð á mannskapnum þegar Stuð- Stuðmeim kymitu Herra Reykjavik. menn skemmtu á Borginni síðastliðið sunnudagskvöld. Hijóms veilin lék af f íngrum fram og gcstirnir voru í f ínu formi. Eitt af dagskráratriðum var kyuning á hinum síunga Herra Reykjavík. Þegar húu stóð sem hæst, vatt kona á fertugsaldri sér upp á sviðið. Hafði hún eugin umsvif, en dillaði sér ákaf- lega og vatt sér síðan úr kjólnum. Líktu sjónarvott- ar þeirri athöfn við þaulæft sviðsbragð kynnisins á ný- afstaöinni Eurovision- keppni. En hvað um það, Borgar- konan reyndist vera í ljós- glansaudi sundbol iuuan undir samkvæmisklæðnað- inum. Gerðu gestir góðan róm að þessari uppákomu, föguuðu og tæmdu óspart glös sín. Atriðið mun ekki liafa verið á dagskrá kvöidsius, hcldur unnið í eins konar óvæutri sjálfboðavinnu. Matkrákan varð Krákan Eigendaskipti hafa nú orðið á veitingastaðnum að Laugavegi 22, þar sem fyrrum hét „ Xeisarinn frá Kína”. Staðinn keypti Sigfrið Þórisdóttir, sem áður rak Duus-hús, og stuudaði þar áöur dýra- hjúkruu. Sigfrið mun þegar hafa látið gera miklar breyting- ar á staðnum. Aðaláhersla er lögö á nýstárlega matar- gerð og hefur frauskur gestakokkur vcrið hiuum uýja eiganda til halds og trausts í þeim ef num. Og svo var að fiuna nýtt nafn á staöinu. Eftir heila- brot ákvaö eigaudinn að skýra liann „Matkrákuua”. En sú ákvörðun hafði varla verið tckin, þegar Helgar- póstmenn risu upp á aftur- fæturna. Kváðust þeir „eiga” nafnið, því þeir hefðu leugi haft matar- gerðarpistil í HP uudir þessu sama heiti. Hótuðu þeir Sigfrið lögbanni, léti hún ekki segjast. Og það fór, eius og alltaf áöur, að sá vægir sem vitið hefur meira. Þess vcgna heitir veitingastaðurinn að Laugavegi 22 nú „Krákan”. ,... i hvuó mörgum höggum?” Spurning dagsins Tvcir áhugamenn um golf hittust á förnum vegi og tóku tal saman. „Það er ekki aö spyrja að keppnisskapinu í honum Kristjáni,” sagði annar. „Það fauk svo i hanu uppi á golfvclli um daginn, að hann rotaði konuna sina.” „Hvaö ertu að segja,” sagði hinn alvcg hlcssa. „t hvað mörgum högg- um...?” Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Ágreiningur milli skipulagsnefndar og skipulagsarkitekts í Kópavogi: MNíð og strákapör” „I fundargeröum skipulagsnefnd- ar Kópavogs hefur komiö fram aö mikill ágreiningur hefur veriö milli einstakra aöila nefndarinnar og skipulagsarkitekts og hann á öörum grundvelli en faglegum. Þess vegna lagöi ég fram tillögu um aö þarna yröi komið á eölilegu samstarfi,” sagöi Snorri Konráðsson, varafull- trúi Alþýöubandalagsins í bæjar- stjórn Kópavogs. I smnar lagöi hann fram nefnda tillögu þar sem sagði meöal annars aö í eölilegum sam- skiptum fælist aö hagsmunir Kópa- vogsbúa og Kópavogskaupstaðar yröu látnir sitja í fyrirrúmi í nefnd- arstörfum í staö „níös og stráka- para”: I síöustu vikh lét Sveinn Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokksins i skipulagsnefnd, bóka á fundi hennar aö Snorri heföi ekki kynnt sér þá erf- iöleika sem bæjarstjóri og skipulags- nefnd heföu þurft aö etja viö vegna þess aö skipulagsarkitekt heföi neit- aö að sinna störfum vegna deih- skipulags i Suðurhliðum í Kópavogi. Skipulagsarkitekt heföi neitaö að sitja fundi þegar þetta verkefni heföi verið til umfjöllunar. Aö sögn Sveins vildi hann meö bókuninni reka af sér ásakanir Snorra um níö og stráka- pör. Hann sagöi að í upphafi heföi skipulagsarkitekt viljað sjá um skipulag í Suöurhlíöunum sjálfur en ekki viljað koma nálægt neinu í sam- bandi við þaö þegar öörum var faliö verkiö. Skipulagsnefnd heföi því þurft að sinna nauðsynlegum sam- ræmingarstörfum sem undir venju- legum kringumstæöum féllu undir skipulagsarkitekt. Kristján Guömundsson, bæjar- stjóri Kópavogs, kvaöst ekki vilja tjá sig um „ýfingar einstakra skipulags- nefndarmanna og starfsmanna tæknideildar” en skipulagsarkitekt, Skúli Norödahl, hafði eftirfarandi um máliö aö segja: „Eg hef mín samskipti viö skipulagsnefnd og stjórnendur bæjarins en ef einstakir skipulagsnefndarmenn hafa ástæöur til aö leggja bókanir sínar í skipu- lagsnefnd í hendur blaöamanna áöur en þær eru kunngerðar bæjaryfir- völdum, þá ætla ég ekki að ræöa þaö viö blöðin heldur skipulagsnefnd og húsbændur mína í stjórn bæjarins.” Bað Skuli loks fyrir kveðju til skipu- lagsnefndarmannanna Sveins Jóns- sonar og Asmundar Asmundssonar. Snorri Konráðsson sagði í samtali viö DV aö bókun Sveins Jónssonar staöfesti einungis þann vanda sem hann vakti athygli á í tillögu sinni og mæltist til aö yröi leystur. „Mér vit- anlega hefur ekki veriö kvartaö yfir því viö bæjarstjóra aö skipulagsarki- tekt færi ekki eftir þeim fyrirmælum sem hann hefur fengiö,” sagöi Snorri. „Þaö er hlutverk bæjarráös aö athuga hvort þessar þungu ásak- anir Sveins eigi viö rök aö styöjast; vitanlega getur enginn starfsmaöur setiöundirslíku.” -JKH. • Suöurhlíðar í Kópavogi. DV-mynd KAE. 4 ( 5i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.