Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1985, Blaðsíða 7
DV. MIÐVKUDAGUR 4. SEPTEMBER1985. 7 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd I*il*8«ilSii 15 watta hljómmögnun, Segulband með „Metal og normal stllllngum. Útvarp, FM sterló og MW-bylgjur. 50 watta 3 way hátalarar Fallegur vlðarskápur með glerl og á hjólum. Verd aðefns Klofningur innan bresku verkalýðshreyfingarinnar Næststærsta verkalýðsfélag Bretlands neitaði að verða við fyrir- mælum landssamtaka verkalýðs- félaga og hætta að þiggja ríkisstyrki til að fjármagna atkvæðagreiðslur. Þykir nú horfa til klofnings innan hinnar skipulögðu verkalýðshreyfingar Breta. Eftir fjögurra stunda fund forystu Amalgamated Union of General Workers (AUGW) í gær var fyrir- mælum Trades Union Congress (TUC, sem jafna mætti til ASl hér á Islandi) hafnaö. Leynilegar atkvæðagreiðslur um verkfallsheimildir og kjör verkalýðs- leiðtoga voru umbætur sem íhalds- stjóm Thatchers beitti sér fyrir og styrkir síðan verkalýðsfélögin með nokkurri fjárhæð til að standa straum af kostnaöi af slíku. Líklegt þykir að TUC reki AUGW úr landssamtökunum fyrir óhlýðnina en samtök 335 þúsund rafvirkja lýstu því yfir í gær að þau mundu segja sig úr TUC ef AUGW yrði rekið úr sambandinu. Norman Willis, framkvæmdastjóri TUC, átti viðræður við fjölda verka- lýðsforkólfa í gær út af málinu en virðist litt hafa náð einingu. Verkalýflur í Bratlandi er ekki ð einu máli um ágæti verkalýflsfálagalaga þeirra sem Thatcherstjórnin setti á. Lögin gera verkalýflsfálögum skylt afl spyrja fólagsmenn sina álits áflur en farifl er i verkfall. Adelsohn kennir A-Þjóðverjum um Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DVíLundi: Ulf Adelsohn, leiötogi sænskra hægrimanna, lýsti því yfir í sænska sjónvarpinu í gærkvöldi að hann teldi nauðsynlegt fyrir Svía að taka upp mjög harðar aðgerðir gagnvart a- þýskum yfirvöldum sem leituðust við að græða peninga á því að ferja út- lenda flóttamenn til Svíþjóðar og ann- arra landa V-Evrópu. „Á sama tíma og a-þýskir borgarar eru skotnir ef þeir reyna aö flýja land sitt þá græða a-þýsk yfirvöld ómældar fjárhæðir á flóttamönnum frá öðrum löndum — það er fyrirlitlegt,” sagði Adelsohn. Meðal hugsanlegra aðgerða gegn A- Þjóðverjum nefndi Adelsohn mögu- leikann á að leggja niður ferjusam- göngur milli Trelleborgar í Svíþjóð og Sassnitz í A-Þýskalandi en það er ein- mitt með ferjunum á þeirri leið sem óslitinn straumur flóttamanna hefur komið til Svíþjóðar á síðustu mán- uðum. Auglýst á spönsku í Bandaríkjunum Óskar Magnússon, DV, Washington: Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki birta nú auglýsingar með spönsku tali en ekki ensku. Auglýsinga- sérfræðingar benda á að fjöldi fólks af spönsku bergi brotið í Bandaríkjunum sé sennilega á bilinu 16 til 30 milljónir manna. Erfiðlega hefur gengið að finna nákvæmari tölur vegna þess hve margt af þessu fólki er ekki til á opin- berum skrám. Hitt er talið ljóst að spönskumælandi fólki fjölgi sex sinnum hraöar en hvítum mönnum. Meöalaldur fólks af suður-amerískum uppruna er 22 ár, en meðalaldur annarra Bandaríkjamanna er 30 ár. Sérstakar auglýsingastofur hafa verið settar á fót til aö annast auglýsingagerð sem beinist að spönskumælandi fólki. Sérfræðingar þessara auglýsingastofa segja að Spánverjar séu mjög tryggir aðdáendur þeirra vörutegunda sem þeir hafa einu sinni keypt. Og þótt þeir geti sennilega flestir bjargað sér á ensku er tryggðin við móðurmálið auðvitað mikil. Sérfræðingarnir segja að það sýni þessu fólki virðingu að tala til þess á móðurmálinu í auglýsingum. Þeir viðurkenna vitaskuld líka aö um leið sé hagnaðarvonin meiri. Tækifæri til að auglýsa á spönsku hafa aukist með útþenslu spönsku sjónvarpsstöðvarinnar SIN. Auglýsingar frá MacDonalds, Polaroid, Eastern Airlines, Sears og fleiri stórfyrirtækjum birtast reglulega í spönsku sjónvarpsstöðinni. Sérfræðingar auglýsingastofanna vara við ýmsum hættum samfara auglýsingagerð af þessu tagi. „Svona auglýsingar verður að vanda mjög. Þær fela í sér nokkra hættu á kynþátta- misrétti. Það er til dæmis ekki nóg að skella sombrero á hvern sem er til að ná til þessa fólks, segir einn þeirra. Umboðsmenn um land allt. SJÖNVARPSBUÐIN Lágmúla 7 — Reykjavík Sími 68 53 33 jSjT *****&* Þúsund drukkn- uðu Yfir eitt þúsund Japanir hafa drukknað í sumar sem er nær helmingur þess fjölda sem farist hefur í umferðarslysum þar. Það eru alls 2.356 sem farist hafa í umferðarslysum á síðustu þrem mánuðum en 1.015 hafa drukknað eða týnst á sjó eða í flóðum. — Það eru 55 færri dauöaslys í umferðinni miðað við sama tíma í fyrra en 16 fleiri drukknanir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.